Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 8
22
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 13"^"
iiim helgina
Selfoss:
Brúarhlaup
Brúarhlaupið á Selfossi er að
festast í sessi og fleiri og fleiri sem
koma í bæinn þann taka orðið þátt
i því. Brúarhlaupið i ár verður á
morgun og mun hefjast um kl. 10.00
á Ölfusárbrú. Einkunnarorð
hlaupsins er núna: „Fyrir betra líf
án tóbaks“. Með þesu kjörorði
munu hlauparar og hjólreiðafólk
leggja lið baráttu í landinu gegn
reykingum og skaðsemi þeirra.
Þátttakendur geta hlaupið, hjólað,
skokkað eða gengið en í boði verða
vegalengdir allt frá 2,5 km upp i
maraþon.
Sigurvegarar fá kjúkling í verð-
laun, það er að segja karl og kona
sem verða fyrst í hverri yegalengd
fá kassa af kjúklingi frá ísfugli en
allir þátttakendur fá verðlaunapen-
ing. Maraþonsigurvegaramir fá
fría gistingu ásamt morgunverði í
Gesthúsum á Selfossi eða á Hótel
Vík í Mýrdal.
Skráning fer fram í Kjarnanum á
Selfossi og á skrifstofu UMFÍ að
Fellsmúla 26.
-KE
Hér má sjá þrjá af framkvæmdaaðilum Brúarhlaups Selfoss ásamt fulltrúa
frá Isfugli sem gefur verðlaunin. Frá vinstri: Rafn Haraldsson, Óskar Sig-
urðsson, Elísabet Kristjánsdóttir og Sigurður Jónsson.
DV-mynd KE
Danshúsið:
Enskur söngvari
í heimsókn
Paul Somers hefúr frábæra rödd
sem spannar geysiiega breitt radd-
svið. Hann hefur verið í skemmt-
anaiðnaðinum undanfarin 20 ár og
kemur hingað beint frá Benidorm á
Spáni þar sem hann hefur skemmt
undanfarin ár. Hann hefur skemmt
Heyrst hefur að þessi sé frábær
skemmtikraftur.
víðs vegar i heiminum, meðal ann-
ars í spilaborginni heimsfrægu, Las
Vegas, og einnig í Ástralíu.
Stíll og lagaval Pauls Somers er í
meginatriðum tónlist í likingu við
þá sem Barry Manilow, Neil Diam-
ond, Tom Jones, Elvis Presley og
þess háttar tónlistarmenn spiluðu.
Paul verður um helgina í Dans-
húsinu og einnig næstu helgar.
-ilk
Norræna húsið:
Rússnesk tónlist
Tveir
góðir
saman
Þeir Magnús Kjartansson og
Kristján Óskarsson úr KOS ætla að
leika á Næturgalanum um helgina.
Maggi Kjartans er allri þjóðinni að
góðu kunnur enda hefur hann vin-
sæll skemmtikraftur um árabil auk
þess sem Kristján er heimsfrægur á
Næturgalanum.
Á Næturgalanum er einnig hægt
aö sjá alla helstu íþróttaviðburði
heimsins á risaskjá og á sunnudag-
inn verður enski boltinn á þeim
skjá.
Það er því hægt að horfa á Magn-
ús, Krisfján og enska boltann á Næt-
urgalanum í Kópavogi um helgina.
-ilk
Magnús Kjartansson er alltaf hress.
Til íslands eru komin í heimsókn
hjón. Það eru þau Anna Mois Levy
og Gregory Arthur Myers. Þau ætla
að kynna rússneska píanótónlist eft-
ir Medtner, Myaskovsky og Skrja-
bin í fundarsal Norræna hússins á
sunnudaginn. Dagskráin þeirra
byrjcir kl. 17.00 og mun Myers hafa
hugsað sér að flytja fyrirlestur og
Anna ætlar að leika verk eftir áður-
nefnd tónskáld.
Anna Mois Levy fæddist í Búlgar-
íu og stundaði tónlistamám þangað
til hún lauk B.Mus. prófi árið 1980.
Hún stundaði framhaldsnám í pí-
anóleik og tónvísindum í Moskvu
og lauk doktorsprófi árið 1990. Hún
hefur bæði haldið tónleika og starf-
að við tónlistarkennslu í Búlgaríu
og Kanada. Þess má geta að hún hef-
ur haldið erindi í búlgarska útvarp-
inu um íslenska samtíðartónlist.
Rússnesk píanótónlist veröur kynnt
á sunnudaginn.
Perlur Kjarvals
Á morgun verður mikið inn að vera á Kjarvalsstöðum. Auk sýninga
tveggja listamanna, sem þar munu opna sýningar á verkum sínum, munu
perlur úr Kjarvalssafni einnig verða sýndar. Þá má sjá landslagsmálverk,
figúratif málverk, teikningar og vatnslitamyndir eftir Kjarval. Sýning-
unni er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreytni sem einkenndi verkefnaval
Kjarvals. Samtímis verða dregnir fram hæfileikar hans tii að skilgreina
og túlka á persónulegan hátt viðfangsefni sín og skirskota til íslenskrar
þjóðtrúar og menningararfleifðar.
Sýning þessi mun standa til 22. desember.
-ilk
Gallerí Sýnirými
í galleríkeðjunni Sýnirými eða
The Showspace Galleries verða opn-
aðar þrjár sýningar á morgun.
í gallerí Sýniboxi, sem er viðar-
kassi utan á vegg Dún- og fiður-
hreinsunarinnar við Vatnsstig, sýn-
»fr G.R. Lúðvíksson og mun sýning
hans bera yfirskriftina Brauð, mýs
og browserar. Opnunin verður kl.
16.00.
f símsvaragalleríinu Hlust sýnir
Steingrimur Eyfjörð Kristmundsson
viðtal. Símanúmer Gallerí Hlustar
er 551 4348.
í Gallerí Barmi, sem er sífarand-
gallerí, sýnir Einar Garibaldi Ei-
riksson. Berandi í þetta sinn er
ítalski listfræðiprófessorinn Bruno
Mussolini en hann mun ferðast með
Gallerí Barm og þar meö sýningu
Einars frá Mílanó og suður til Sikil-
eyjar með viðkomu á helstu menn-
ingarstöðum Ítalíu.
Sýningartími útibúa Gallerí Sýni-
rýmis er mánuður og eru nýjar opn-
anir sérhvern langan laugardag á
Laugaveginum.
-ilk
I
MESSUR
Áskirkja: Vegna sumarleyfa starfs-
fólks Áskirkju er minnt á guösþjón-
ustu í Laugameskirkju.
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Organleikari Sigrún Steingrims-
dóttir. Prestarnir.
Breiöholtskirkja: Guösþjónusta kl.
11. Prédikunarefhi: Gleymist okkur
aö þakka? Samkoma Ungs fólks meö
hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Organisti Sólveig Sigríö-
ur Einarsdóttir. Sóknarprestur.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prest-
ur sr. Hjalti Guðmundsson. Org-
anisti Marteinn H. Friðriksson.
Dómkórinn syngur.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
kl. 10.00. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafs-
son.
Fella- og Hólakirkja: Guösþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová. Prestarnir.
Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Altarisganga. Organisti
Bjami Þór Jónatansson. Guðsþjón-
usta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl.
15.30. Vígt verður nýtt orgel sem er
minningargjöf til heimilisins. Vig-
fús Þór Ámason.
Grensáskirkja: Messa fellur niður
vegna framkvæmda er tengjast njju
kirkjunni. Sóknamefnd.
Hafnarfjarðarkirkja: Kl. 11.00.
Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla.
Umsjónarmenn séra Þórhallur,
Bára og Ingunn. Kl. 14.00. Guðsþjón-
usta við upphaf fermingarstarfs. All-
ir prestar Idrkjunnar þjóna. Org-
anisti Natalia Chow. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna og foreldra
þeirra. KirkjúkafTi eftir guðsþjón-
ustu. Kl. 18.00. Tónlistarguðsþjón-
usta. Tónlistarflutning annast
Natalía Chow organieikari, Martin
Frewer fiðluleikari og María Wess
fiöluleikari. Prestur séra Þórhallur
Heimisson.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.00.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Org-
eltónleikar kl. 20.30. Jonathan
Brown orgelleikari frá Cambridge á
Englandi. Clare College Chapel Cho-
ir frá Cambridge syngur fjölbreytta
kirkjutónlist undir stjóm Timothy
Brown.
Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur.
Organisti Oddný J. Þosteinsdóttir.
Kristján Einar Þorvaröarson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr.
Tómas Sveinsson.
Keflavíkurkirkja: Guösþjónusta
kl. 11. Guðspjall dagsins: Tíu líkþrá-
ir. Ræöuefhi: Hvetjir era hinir lík-
þráu í dag? Prestur: Ólafur Oddur
Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti og söngstjóri:
Steinar Guðmundsson.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta fell-
ur niður vegna breytinga í kirkj-
unni. Sólcnamefhdin.
Landspftalinn: Messa kl. 10.00. Sr.
Jón Bjatman.
Langholtskirkja, Kirkja Guð-
brands biskups: Messa kl. 11.00.
Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Org-
anisti Jón Stefánsson. Kór Lang-
holtskirkju (hópur II) syngur. KafFi-
sopi eftir messu.
Lauganeskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Félagar úr Kór Laugames-
kirkju syngja. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Kvöldguðsþjónusta kl.
20.30. Lifandi tónlist frá kl. 20.00. Ól-
afur Jóhannsson.
Neskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11.00. Prestur sr. Halldór Reynis-
son. Á eftir verður farið í gróður-
setningarferð I Heiðmörk.
Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Bamastarf hefst á sama
tfma. Kaffi og maul eftir messu.
Seljakirkja: Guösþjónusta kl. 14.
Ath. breyttan messutíma. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar. Organisti
Hörður Áskelsson. Sóknarprestur.
Seltjamameskirkja: Messa kl.
11.00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Org-
anisti Violeta Smid.