Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Page 9
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 Ifþn helgina *, Kjarvalsstaðir: Eins og taka hjartað úr og setja upp á vegg - segir Guðrún Gunnarsdóttir listakona Hér má sjá Guðrúnu Gunnarsdóttur hengja eitt listaverka sinna upp á vegg en hún opnar sýningu á verkum sínum um helgina. Á Kjarvalsstöðum er allt að lifna við á ný og í vetur verður þar blóm- legt menningarstarf. Um helgina verða opnaðar þar sýningar á verk- um Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ro- berto Matta að ógleymdum verkum sjálfs Kjarval. Skúlptúr á vegg „Ég ætla að sýna þráðaverk núna sem ég hef unnið úr vír. Ég hef unn- ið með textíl í gegnum árin og hef verið að vefa en smá saman fikraði ég mig út í skúlptúr þar sem vinn með þráðinn. Þetta eru því svona þrívíð verk,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir, myndlistarkona. Hún er að fara að opna sýningu á verkum sínum á morgun kl. 16.00 á Kjarvals- stöðum. Guðrún hefur um árabil verið leiðandi innan veflistarinnar og lagt sig fram við að útvíkka landamæri hennar. Þannig hefur list hennar verið hlaðin ferskleika og hug- myndaauðgi. í tengslum við sýning- una hefur verið gefin út sýningar- skrá með grein eftir Auði Ólafsdótt- ur, listfræðing, og fjölda litmynda sem enn fremur eru póstkort. Töluvert taugatrekkt Guðrún er fædd árið 1948 og hef- ur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Menningarmálanefnd býður Guð- rúnu að halda þessa sýningu og það þykir henni vera mikill heiður. Það er þó ekki laust við að spenningur sé kominn í Guðrúnu. „Ég er töluvert taugatrekkt því þetta er eins og að taka hjartað úr sér og setja það upp á vegg. Mér finnst það erfitt en ég hugsa að ástand mitt verði orðið mun betra á laugardaginn," segir listakonan. ...Matta og svo fram- vegis... Á laugardaginn opnar líka sýning á málverkum og skúlptúrum eftir hinn 85 ára gamla súrrealista, Ro- berto Matta. Nefnist sýning hans ...Matta og svo framvegis... en sýn- ingarstjórinn Alain Sayag, safn- vörður við Pompidousafnið í París, hefur í samráði við listamanninn valið málverk og skúlptúra frá síð- ustu 10 árum. Verk Matta eru til sýnis í öllum helstu listasöfnum heimsins auk þess sem verk hans, myndir jafnt sem textar, hafa verið gefin út í fjölda bóka í gegnum tíðina. Sýningar hans og Guðrúnar verða opnar daglega frá kl. 10.00 til 18.00 og munu standa til 19. október. -ilk Listaverk eftir Roberto Matta. Skemmtistaður og kaffistofa: r Ulfaldinn og mýflugan Fólk sem vill skemmta sér, spjalla saman og hitta annað fólk 1 vímu- efnalausu umhverfi ætti að skella sér á Úlfaldann og mýfluguna um helgina. Þar er hægt að spila bridge og félagsvist, fara í leiklist, á dans- námskeiö, i hjóna- og paraklúbba, á dansleiki og tefla. Einnig eru ýmis námskeið í gangi og félagsstarf fyr- ir unga fólkið. Félags- Messósópransöngkonan Sigur- björg Hv. Magnúsdóttir ætlar að halda stórtónleika í Norræna hús- inu á morgun. Hefjast tónleikarnir kl. 17.00 en á efnisskránni eru aríur starf SAA hefur verið starfrækt í Úlfaldanum og mýflugunni í þrjú ár en nú hefur starfsemin flust í Ár- múla 40. Vinsældir félagsstarfs þessa hafa sýnt að mikil þörf er á vímuefnalausri aðstöðu sem rekin er með skipulögðum hætti. Kaffistofan Mýflugan er opin frá kl. 14.00 á laugardög- * , um og -i til 23.30 W jfefk Æ öli Évöld unnar. Wl3k -ilk og lög eftir Haydn, Pál ísólfsson, Si- belius, Bizet og fleiri. Undirleikari Sigurbjargar er Ólafur Vignir Al- bertsson. Allir eru velkomnir á tón- leikana. -ilk Nú er að hefjast nýtt skólaár og á það verður lögð áhersla á morgun á Laugaveginum. Laugardagurinn á morgun verður langur á þeirri góðu götu en verslanirnar verða opnar til kl. 17.00 og munu verða með góð tilboð á vörum sínum. Umferðarráð og umferðardeild lögreglunnar verða á svæðinu með umferðarfræðslu og umferðar- bangsinn Lúlli verður þeim þar til halds og trausts. Lögreglan ætlar líka að syna lögreglubíla og lög- regluhjól og Dansráð íslands og Danssamband áhugamanna ætla að kenna gestum og gangandi vin- sælasta dansinn í heiminum í dag, Margarena. Það verður eitthvað skemmtilegt um að vera fyrir alla tjölskylduna á Laugaveginum á morgun og ekki má gleyma að nýta sér ókeypis að- stöðu í bílastæðahúsunum. -ilk Stórtónleikar . M LEIKHUS Borgarleikhúsið Stone Free „Kraftmikil tónlistarupplif- un“ AE, DV fóstudag kl. 23.30 laugardag kl. 20.00 Loftkastalinn I Á sama tlma að ári „Ekta fin sumarskemmtun" AE, DV föstudag kl. 20.00 Sirkus Skara Skrípó sunnudag kl. 20.00 Sumar á Sýrlandi laugardag kl. 20.00 Eddie Izzard föstudag kl. 23.30 Skemmtihúsið Ormstunga „Herleg kvöldveisla" AE, DV föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Kaffileikhúsið IHinar kýmar „Framvindan byggist á klækjum og misskilningi og þarf nákvæmar tímasetning- ar til að allt gangi upp“ AE, DV fostudagur kl. 21.00 laugardagur kl. 21.00 í -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.