Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Page 12
26
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996
iyndbönd
MYNDBAm
tmw
DULARFULL FYRIRBÆRI ***
Ekki hef ég gerst svo frægur að hafa séð einn
einasta X-flles þátt í sjónvarpinu en þeir eru víst
einhverjir heitustu þættimir um þessar mundir og
hef ég ósjaldan orðið vitni að umræðum um þá.
Þetta eru því mín fyrstu kynni af X-files og inniheldur þetta myndband
tvo þætti, skeytta saman í eina mynd, og stutt viðtal við Chris Carter,
höfund þáttanna, í kaupbæti. Aðalsöguhetjumar eru Fox Mulder og
Dana Scully sem em alrikislögreglumenn sem rannsaka ýmiss konar
óþekkt og yfimáttúruleg fyrirbrigði sem oft koma óþægilega við kaun-
in á her landsins og stjómvöldum. í þessum þætti komast þau á snoð-
ir um leynilegar aðgerðir á vegum hersins og telur Fox Mulder að her-
inn hafi í sinni vörslu geimskip og geimverur og sé að gera tilraunir
með bæði. Dana Scully hefur aðrar hugmjmdir en rannsókn þeirra
reynist hættuleg og líkin fara aö hrannast upp. Gloppur er að finna í
söguþræðinum sem annars er vitrænni en gengur og gerist í svona
framleiðslu. Þama hefur tekist að skapa sæmilega áhugaverðar persón-
ur og halda uppi nokkurri spennu þótt myndin sé nokkuð ólíkindaleg.
Maður hefur á tilfinningunni að þættimir hafi þynnst svolítið út með
tímanum.
THE X-RLES: 82517. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Rob Bowman. Aðalhlutverk: David
Duchovny og Gillian Anderson. Bandarísk, 1996. Sýnlngartími: 90 mín. Bönnuð bóm-
um yngri en 12 ára.
PJ
SJORÆNINGJAR í FJÁRSJÚÐSLEIT
★"i
Renny Harlin var einn af vinsælustú" hasar-
myndaleikstjómm Hollywood áður en hann gerði
þessa afar dým mynd sem ekki þótti standa undir
Væntingum. í myndinni segir frá Morgan sem erfir
sjóræningjaskip pabba síns og hluta fjársjóðskorts.
Þar sem enginn á skipinu gefur lesið kortið kaupa
þau þræl sem kann latínu og taka hann með sér út
á sjó. í kapphlaupi við þau er sjóræningjaskipstjór-
inn Dwag sem er illmenni hið mesta og á einn hluta
kortsins. Það er mikill hasar og læti í myndinni en
einhvern veginn gengur dæmið ekki alveg upp. Hún
er ófrumleg og óspennandi og atburðarásin afar auðráðin. Sennilega
lætur Renny Harlin betur að leikstýra nútímahasar. Ekki er laust við
að heimskulega hafi verið valið í aðalhlutverkin. Geena Davis rembist
og rembist en hún er einfaldlega alltof veimiltítuleg til að vera annað
en fáránleg í hlutverki hörkukellingar sem lemur alla kalla í kringum
sig í kássu. Svipað má í raun segja um Matthew Modine í hinu aðal-
hlutverkinu en eins og svo oft áður er það illmennið sem er áhugaverð-
ast og er hann sá eini í myndinni sem virkar nógu grimmur til að geta
verið alvörusjóræningi. Frank Langella leikur hann og gerir það vel.
Cutthroat Island. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Renny Harlin. Aöalhlutverk: Geena
Davis og Matthew Modine. Bandarísk, 1995. Sýningartími: 123 mín. Bönnuö börnum
yngri en 16 ára.
-PJ
★★
MERKISGRIS
Grísinh Baddi er valinn til að vera verðlaun á
þorpshátíð og þar vinnur bóndinn Hogget hann með
því að giska rétt á þyngd hans. Bóndinn tekur því
Badda með það í huga að ala hann vel fram að jól-
um og hafa hann í jólamatinn. Badda verður það til
happs að tíkin Fluga tekur ástfóstri við hann og
gengur honum i móðurstað. Baddi fer að taka upp á
því að reyna að reka kindur eins og fjárhundarnir
og kemur fljótt í ljós að hann hefur einstaka hæfi-
leika á því sviði. Bóndinn Hogget ákveður að taka
áhættu og skráir Badda í landskeppni fjárhunda.
Hann verður að sjálfsögðu að athlægi þangað til þeir stíga á völlinn og
Baddi sýnir listir sínar. Ástralir hafa einstakt lag á að búa til frumleg-
ar myndir og þessi er engin undantekning. Hugmyndin er fersk og
gengur vel upp og myndin er oft mjög skemmtileg. Dýrin standa sig
með eindæmum vel en gallinn við myndina er að hún er talsett, sem er
hreint og klárt skemmdarverk. Að íslenskum leikurum ólöstuðum þá
eru talsetningar ávallt óvirðing við erlenda leikara en talsetning virð-
ist vera talin nauðsynleg á bamamyndum í dag.
BABE. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Chris Noonan. Aöalhlutverk: James
Cromwell og Magda Szubanski. Áströlsk, 1995. Sýningartími: 90 mín. Leyfö öllum
aldurshópum.
PJ
GLÆPAKLIKAIVIETNAM
I Cyclo segir frá imglingi sem býr í Ho Chi Minh
borg ásamt afa sínum og tveimmr systrum. Þau reyna
að hafa í sig og á með ýmsum smáverkum. Afinn
pumpar í hjólbarða, eldri systirin ber vatn og sú
yngri burstar skó en hann leigir hjólvagn og ferjar
ýmist varning eða fólk. Dag einn er hjólvagninum
stolið af honum og hann stendur eftir slyppur og
snauður. í framhaldi af því kemst hann í samband
við glæpaklíku og hrífst af völdum og framkomu for-
ingja klíkunnar. Hann fær inngöngu í klíkuna en
smám saman missir hann tökin á raunveruleikanum. Á meðan á for-
ingi klíkunnar i vandræðum með samvisku sína og er farinn að hafa
tilfinningar til einnar af hórunum sem hann er dólgur fyrir. Á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum hlaut myndin Gullljónið fyrstu verðlaun
gagnrýnenda og utan á kápunni eru ýmsar yfirlýsingar gagnrýnenda
þar sem myndinni er líkt við Trainspotting, Pulp Fiction og Reservoir
Dogs m.a. Þessar yfirlýsingar eru fáránlegar því myndin er afar hæg-
geng og gerir ekkert fyrir áhorfandann annað en að drepa hann úr leið-
indum. Hún er fullkomið dæmi um hvemig hægt er að dulbúa rusl sem
listaverk. Þaö er ekkert merkilegt við þessa mynd annað en hvað hún
er með eindæmum léleg.
CYCLO. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Tran Anh Hung. Aöalhlutverk: Tony Leung og Le
Van Loc. Víetnömsk, 1994. Sýningartími: 124 mín. Bönnuö börnum yngri en 16 ára.
PJ
Myndbandalisti vikunnar
i m a
27. ágúst til 2. sept.
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL . .. ... i ÚTGEF. TEG.
1 Ný ! í Heat Warner -myndir Spenna
2 ! 2 2 Jumanji Skífan Gaman ) -
3 3 ! 3 Leaving Las Vegas Skrfan Brama
4 ! 1 3 Fair Game Warner -myndir Spenna
5 ! 11 j 2 Now and Then Myndform Gaman
6 4 6 Desperado Skifan Spenna
7 i 5 j 2 Ópus hera Holland Háskólabíó Drama
liv Ný í 1 Babe ClC-myndir Gaman
I9 I Ný 1 Kids Skífan j Drama
10 9 2 Clockers ClC-myndir Spenna
11 ! 6 7 : Sabrina ClC-myndir Gaman
12 7 8 J Seven i Myndform Spenna
13 10 ! 4 Bed of Roses Myndform Drama
14 | 8 j 5 . - g J Waiting to Exhale Skífan Gaman
15 J 14 j 4 Mute Witness Skífan Spenna
16 12 7 Something to Talk About Warner -myndir Gaman
: 17 | Ný i 1 The Brothers McMullen Myndform Gaman
18 13 11 Assassins Warner -myndir Spenna
|l9 1 Ný ! i ! Mallrats ClC-myndir Gaman
20 16 9 Ace Ventura when Nature Calls Warner -myndir Gaman
Atvinnu-
glæpamenn
Robert de
Niro leikur
atvinnu-
glæpa-
manninn
Neil í
myndinni
Heat.
Heat
Robert de Niro, Al Pacino, Val Kil-
mer
Neil er atvinnuglæpamaður sem
ásamt mönnum sínum leggur á ráð-
in meö nokkur hátæknileg rán.
Snilli þessara rána felst ekki síst í
því að Neil og menn hans skilja
ekki eftir sig nein spor sem geta
komið upp um þá. Vincent er rann-
sóknarlögreglumaður í rán- og
morðdeild sem er ekki síður snjall
en Neil. Með hjálp sinna manna og
uppljóstrara tekst honum smám
saman að þrengja netið í kringum
glæpamennina.
Jumanji
Robin Williams og
Bonnie Hunt.
Dag einn finnur
hinn 8 ára gamli
Alan dularfullan
kassa. Hann tekur
kassann með sér
heim og í ljós kem-
ur teningaspil sem
hann og vinkona
hans, Sara, prófa. En þegar Alan
tekur upp teningana og kastar þeim
taka undarlegir hlutir að gerast.
Alan hreinlega leysist upp og hverf-
ur inn í spilið. 26 árum síðar flytja
hin munaðarlausu Judy og Peter í
húsið. Fljótlega rekast krakkamir á
rykfallið spilið og ákveða að kasta
teningunum. Þar með leysa þau
Alan úr álögum en fljótlega komast
þau að því að þau verða að klára
spilið.
Leaving Las
Vegas
Nicolas Cage og
Elisabeth Shue
Ofdrykkjumað-
urinn Ben hefur
sóað lífi sínu i
örmum Bakkusar
og ákveður nú að
taka skrefið til
fulls. Hann selur allar eigur sínar
og heldur til Las Vegas til að drekka
sig í hel. Fljótlega rekst hann á
vændiskonuna Seru sem einnig hef-
ur misst tökin á eigin lífi. Með þeim
takast góð kynni og til verður und-
arlegt ástarsamband. í brjósti Seru
kviknar einhvers konar von um að
hún og Ben eigi enn möguleika í
þessu lífi og hún reynir að fá Ben
ofan af drykkjunni. Ben er hins veg-
ar langt leiddur og hefur enga löng-
un til að hverfa af þeirri braut sem
hann er á.
Fair Game
Cindy Crawford og Stephen Bald-
win
Lögfræðingurinn Kate verður dag
einn skotmark morðingja og á eng-
an annan kost en að leggja á flótta
og reyna að fara huldu höfði. Max
er í morðdeild
lögreglunnar og
hann fær það
verkefni að gæta
Kate. En sam-
bandið milli
þeirra er stirt því
Kate kærir sig
ekkert um vemd
hans og að sama
skapi kærir hann
sig ekkert um að sinna þessu verk-
efni. En spennan magnast þegar
morðingjamir færast nær fómar-
lambi sinu og þau Kate og Max
verða að reyna að umbera hvort
annað.
Now and
Then
Demi Moore, Mel-
anie Griffith, Rosie
O'Donnell.
Fjórar æsku-
vinkonur hittast
á ný og rifja upp
atburði sem gerð-
ust eitt viðburð-
arríkt sumar. Árin höfðu liðið í
barnslegu áhyggjuleysi hjá þeim
Samönthu, Teenu, Robertu og
Chrissy. En aðalmál sumarsins var
að uppgvötva leyndardóminn á bak
við dularfullt dauðsfall sem átti sér
stað í nágrenninu nokkrum ámm
áður.