Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1996, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1996
23
íþróttir
1 aLL rov hnnrli inti^
■■1 OKV im nonui um
- Skallagrímur nálgast 1. deildina eftir 1-2 sigur á Þrótti
1-0 sjálfsmark (18.)
1-1 Valdimar K. Sigurðsson (28.)
1-2 Hilmar Þ. Hákonarson (52.)
Skallagrímur hleypti mikilli
spennu í toppbaráttu 2. deildar
meö því að bera sigurorð af Þrótt-
urum, 1-2, á Valbjamarvelli i gær.
Með sigrinum komust Borgnesing-
ar upp í annað sætið og þeir eiga
nú alla möguleika á að tryggja sér
sæti í 1. deild í fyrsta sinn þegar
tveimur umferðum er ólokið.
Þróttarar byrjuðu betur og
komust yfir á 18. mínútu með
dyggilegri aöstoð gestanna. Gunn-
ar Gunnarsson átti þá fasta fyrir-
gjöf frá vinstri og það vildi ekki
betur til en svo að Pétur Grétars-
son, vamarmaður Skallagríms,
setti knöttinn í eigið mark.
Borgnesingar jöfnuðu 10 mínút-
um síðar en þá skoraöi Valdimar
K. Sigurðsson úr vítaspymu eftir
að hrint hafði verið á bak Hilmars
Hákonarsonar í vitateignum.
Hilmar skoraði svo sigurmarkið
snemma í síðari hálfleik, skaliaði
þá í netið eftir fyrirgjöf Svein-
bjöms Ásgrímssonar og þar sváfu
vamarmenn Þróttara illa á verðin-
um. Kortéri fyrir leikslok fengu
Þróttarar frekar
ódýra vítaspyrnu en
Friðrik Þorsteinsson
varði spyrnu Áma S. Pálssonar
vel.
Þróttarar, sem vom dyggilega
studdir af fjölmörgum stuðnings-
mönnum sínum, vom frekar dauf-
ir í þessum leik og talsverð tauga-
veiklun einkenndi leik þeirra.
Þróttarar hafa oft klikkað á loka-
sprettinum og spurningin er hvort
það sé enn einu sinni að gerast.
Gestimir komu hins vegar til að
selja sig dýrt. Þeir börðust eins og
ljón allan leikinn, vel hvattir áfram
af Ólafi Jóhannessyni þjálfara og
Dýrmætt stig IR
1-0 Arnar Viðarsson (81.)
1-1 Kjartan Kjartansson (82.)
„Það var kærkomið að ná stigi hér því við eram með
slæma markatölu og eram nú tveimur stigum á undan Völs-
ungi. Þetta var mikill baráttuleikur og sigurinn gat lent
hvorum megin sem var en ég held að úrslitin hafi verið sann-
gjörn,“ sagði Ásbjörn Jónsson, leikmaður ÍR, eftir 1-1 jafntefli
við FH í 2. deildinni í Kaplakrika í gær.
ÍR-ingar fengu dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks en
þá varði Jónas Hjartarson glæsilega frá Kristjáni Brooks.
Mínútu fyrir leikslok átti Will Davies síðan skalla í mark-
vinkilinn hjá FH og það munaði þvi litlu að ÍR hirti öll stig-
in.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og skothríð á
bæði mörkin. Bæði liöin vora með varamarkverðina, Jónas
hjá FH og Magnús Jónsson hjá ÍR. Þeir höfðu nóg að gera og
stóðu sig báðir vel.
Maður leiksins: Ásbjöm Jónsson, ÍR.
-Pu
unnu vel hver fyrir annan. Friðrik
var góður í markinu og þeir Hilm-
ar Hákonarson, Bjöm Axelsson og
Garðar Newman léku vel í barátt-
uglöðu liði Borgnesinga.
„Ég er auðvitað mjög ánægður
með þennan sigur. Við vissum að
ekkert nema sigur dygði okkur til
að vera með í baráttunni um 1.
deildar sætið og nú er þetta algjör-
lega í okkar höndum. Við ætlum að
klára þetta sjálflr,” sagði baráttu-
jaxlinn, Björn Axelsson, við DV eft-
ir leikinn.
Maður leiksins:
Friðrik Þorsteinsson,
Skallagrími. -GH
2. deild
Fram 16 10 5 1 52-16 35
Skallagr. 16 10 3 3 29-14 33
Þróttur R. 16 9 5 2 34-19 32
KA 16 7 3 6 33-30 24
FH 16 6 4 6 25-21 22
Þór A. 16 6 4 6 24-28 22
Vlkingur R. 16 5 3 8 20-30 18
ÍR 16 5 2 9 18-35 17
Völsungur 16 4 3 9 22-35 15
Leiknir R. 16 1 2 13 17-46 5
Markahæstir:
Ágúst Ólafsson, Fram...........14
Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram . . 14
Þorvaldur M. Sigbjömsson, KA . . 12
Sindri Grétarsson, Skallagr...10
Hreinn Hringsson, Þór...........9
ippli?
feröi
lokaumferöunum:
Fram: Leiknir (h), FH (ú)
Skallagrimur: KA (h), Völsungur (ú)
Þróttur: ÍR (ú), Víking (h)
Ólafur Jóhannesson þjálfari og Valdimar K. Sigurösson fyrirliöi
stefna ótrauöir á 1. deildina meö liöi Borgnesinga. DV-mynd EP
Víkingur í 7. sætið
0-1 Amar Hrafn Jóhannsson (17.)
Glæsimark Amars Hrafns Jóhannssonar á 17. mínútu
tryggði Víkingum mikilvægan sigur á Leiknismönnum á Breið-
holtsvelli í gær. Með hraða sínum fiskaði Amar boltann af
vamarmanni Leiknis og skoraði laglega. Eftir þennan sigur
komust Víkingar upp í 7. sætið.
„Leiknismenn voru grimmir til að byrja með en eftir því sem
á leikinn leið náðum við betri tökum á honum. Þetta var dýr-
mætur sigur og við ætlum okkur að sigra gömlu félaga mína
úr FH í næsta leik til að tryggja okkur sæti í deildinni," sagði
Stefán Arnarsson, markvörður Víkings.
Breiðhyltingar byrjuðu af miklum krafti og sköpuðu sér
nokkur færi í byrjun leiks sem þeim tókst ekki að nýta. Fyrri
hálfleikurinn var annars jafn. í síðari hálfleik náðu Víkingar
betri tökum á leiknum. Þeir gátu gert út um leikinn en skyndi-
sóknir Leiknismanna voru hættulegar. Bæði lið áttu skot í
þverslá en sigur Víkinga var nokkuð öruggur.
Maður leiksins: Hörður Theódórsson, Víkingi ^
Þórsarar í
hefndarhug
- þegar Þór og Fram skildu jöfn, 2-2
DV, Akureyri
0-1 Ágúst Ólafsson (43.)
0-2 Ágúst Ólafsson (55.)
1- 2 Bjdrai F. Guðmundsson (56.)
2- 2 Sjálfsmark (72.)
Það var greinilegt að Þór hugð-
ist hefna fyrir þá háðulegu útreið
sem liðið fékk er það spilaði gegn
Fram í fyrri umferð 2. deildarinn-
ar en þá steinlá það, 0-8. Það tók á
móti Fram um helgina og þótt
Þórsarar hefðu ekki að neinu að
keppa öðru en að bjarga andlitinu
máttu Framarar teljast heppnir að
sleppa með eitt stig úr viðureign-
inni. Þeir era því ekki enn öraggir
með 1. deildar sætið þótt staðan sé
vissulega vænleg.
Gegn gangi leiksins komust
Framarar í 0-2 með mörkum í lok
fyrri hálfleiks og byrjun þess síð-
ari en stórefnilegur unglingur í
Þórsliðinu, Bjami F. Guðmunds-
son, minnkaði stax muninn fyrir
Þór og jöfnunarmarkið kom um
miðjan síðari hálfleik.
Það var greinilegt að Þórsarar
sem stilltu upp nokkuð breyttu liði
hugðust ekki tapa þessum leik og
margir áhorfenda höfðu á orði að
staða liðsins í deildinni væri án
efa önnur ef liðið hefði mætt með
þessu hugarfari í leikina í sumar.
íliði Fram var Ágúst Ólafsson
ógnandi en hjá Þór voru bestir þeir
Páll Gíslason og Bjami F. Guð-
mundsson.
Maður leiksins: Bjami F. Guð-
mundsson, Þór. -gk
Enn syrtir í álinn
hjá Völsungum
- eftir 2-3 ósigur gegn KA
DV, Húsavík:
0-1 Höskuldur Þórhallsson (59.)
0-2 Gísli Guðmundsson (73.)
1- 2 Hjörtur Hjartarson (77.)
2- 2 Ásgeir Baldurs viti (85.)
2-3 Bjami Jónsson viti (89.)
KA hafði betur í uppgjöri norðan-
liðanna á Húsavík í gær og þar með
má segja að það sé farið að syrta í
álinn hjá Völsungum.
Fyrri hálfleikur var jafn og liðin
sóttu á víxl en fátt var um mark-
tækifæri.
í síðari hálfleik byrjuðu Völsung-
ar af miklum krafti og sóttu mikið
meira. Þeir áttu nokkur góð mark-
tækifæri og hefðu átt að fá víta-
spymu þegar Hjörtur var felldur.
KA-menn náðu forystunni gegn
gangi leiksins meö marki Höskuld-
ar og Gísli bætti við öðru með góðu
skoti. Þá var eins og heimamenn
vöknuðu til lífsins. Þeir sóttu stíft
og tókst að jafna metin. Það stefndi
allt í jafntefli þegar KA-menn fengu
dæmda vítaspymu og skoraði
Bjami Jónsson af öryggi úr því.
Maður leiksins: Ásgeir Bald-
urs, Völsungi. -GA