Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 itölvur starfsfólkið er dýrmætast, segir Magnús Ingi Úskarsson AUur almenningur þekkir vinnu OZ hf. helst frá kynningunni á átta- fréttum Ríkissjónvarpsins. Fyrir- tækiö var stofnað fyrir sex árum og fljótlega fór það að láta til sín taka í grafikvinnslu. Samhliða því var far- ið út í þrívíddarforritun. Upphaf- - lega skiptist fyrirtækið í tvær deild- ir. Önnur var forritunardeild sem vann að þróuðum búnaði fyrir at- vinnumenn. í öðru lagi var innlend deild sem þjónustaði sjónvarps- stöðvar og kvikmyndir. Fyrir tæp- um tveimur árum var söðlað um og fyrirtækið hóf að einbeita sér að þróun þrívíddarsamskiptaheima á Internetinu. í apríl siðastliðnum byrjaði svo boltinn að rtUla þegar fyrirtækið sló í gegn á tölvusýning- unni Intemet World í San Jose í Bandaríkjunum. Nú nýlega átti fyr- irtækið mikiUi velgengni að fagna á Siggraph sýningunni í New Or- leans. Jetið er grunnur Þegar rætt er við forráða- menn OZ er greinUegt hver er í þeirra huga aðalástæða velgengni fyrirtækisins. „Við erum með frábært starfsfólk," segir Magn- ús Ingi Óskarsson, framkvæmdastjóri OZ. „AUir forritar- amir okkar hafa eitt- hvert langskólanám að baki og margir þeirra era með fram- •'haldsnám. Það sama má segja um grafík- deUdina, þar eram við með landsliðið í þrí- víddargrafík. Það er gíf- urlega gaman að vinna með svona kláru og skemmtilegu fólki,“ segir hann. Magnús leggur áherslu á að OZ sé Internet-fyrirtæki. „Fyrir okkur er Netið ekk- ert annað en grunnkerfi eins og vegakerfi eða símakerfi," segir Magnús. Að hans sögn nýta sér fjölmörg önnur fyrirtæki þetta grunnkerfi og má þar nefna t.d. Netscape og Microsoft. „Við nýtum okkur granngerðina til að skapa sam- skiptaumhverfi á Internetinu." Bandvíddarvandamál stjórn eða hjálp við notkun forrita. Vinnan við þetta hófst í fýira þegar fyrirtækið vann að tölvuleik. Sú vinna var unnin í samvinnu við Há- skólann. Nú starfar fyrirtækið að því að skoða tal og tjáningu fólks svo auðveldara verði en áður fyrir tölvur að bregða sér í gervi mann- eskju. Dæmi um notagUdi þess að gæða tölvu gervigreind er að losa fólk við að lesa sig i gegnum langar leiðbeiningabækur um forrit. í stað þess er tU dæmis hægt að spyrja „hjálparengU" hvað beri að gera. sammála um að þessi þróun mun halda áfram og þá er spurningin hvað á barnið að gera?“ Ætla að leiða Þegar þeir Eyþór og Magnús era spurðir að því hvað OZ ætli sér í framtíðinni stendur ekki á svarinu. „Við ætlum að vera leiðandi á sviði samskipta í þrívíddarheimi." Magn- ús Ingi og Eyþór benda á að drif- krafturinn í þróun Inter- netsins sé samfélags- lnrr+ aAIÍ Viftnn rtrt OZ Virtual er grunnur aö því sem OZ hf. er aö gera. persóna getur sýnt á Netinu, ríkari. Hún á að geta hreyft sig á eðlUegan hátt, sýnt svipbrigði og bragðist við því sem þú ert að gera,“ segir Magn- ús. Eyþór Arnalds, aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að OZ vinni að lausn á lítilli band- vídd. „Með því að nota vel skrifaðan hugbúnað eins og okkar erum við að búa til áhugaverða heima á lágri bandvídd. Internet er ekki bara eins og kapalsjónvarp heldur er líka um að ræða tölvur með reiknigetu og hugbúnað. Með því að nota þetta tvennt er hægt að bæta upp lága bandvídd. Þetta skilja fyrirtæki eins og Intel og er mjög áifram um að reiknigetan sé notuð og því höfum við náð góðum samskiptum við það fyrirtæki. Tölvan þarfasti þjónninn Grunnurinn að starfi OZ nú er forritið OZ Virtual. „Forritið gerir mörgum notendum kleift að hittast í þrívíðu rými á Netinu við ýmis tækifæri. Við erum að leggja grann sem aðrir geta svo þróað áfram að ýmiss konar verkefnum eins og til dæmis kennslu, sölu og fyrirtækja- fundum," segir Eyþór. Mikilvægur hluti af þessu er að notendur geta bragðið sér í gervi þrívíðra persóna og átt samskipti við persónur sem aðrir notendur stjóma. Fyrirtækið er nú að þróa gervi- greind sem gerir tölvum kleift að halda utan um verkefni eins fundar- Starfsfólkiö er mikilvægasta auölind OZ. og Eyþór Arnalds. Eyþór bendir á að þetta gefi óendan- lega marga möguleika. „Það verður hægt að tala við £ills konar persónur sem hafa ákveðið skapferli og þekk- ingu. Það má segja að við séum að breyta merkingu gamla máltækis- ins um þarfasta þjóninn. Nú verður tölvan þarfasti þjónninn en ekki hesturinn." Magnús Ingi segir að í framtíð- inni verði hægt að eiga meira við umhverfið í OZ Virtual en nú er hægt. „í núverandi útgáfu eru heim- amir „kyrrstæðir", það er til dæm- is ekki hægt að hreyfa til hluti. Ein- ungis „líkamningamir" geta hreyfst. í næstu útgáfu verður allt miklu meira lifandi. I samkeppni við sjónvarpið Að sögn Eyþórs og Magnúsar Inga snýst starf OZ að miklu leyti um að vera í samkeppni við sjón- varpið um athygli enda telja þeir báðir að tölvur séu miklu áhuga- verðari en sjónvarp. Það mat sitt byggja þeir á því að í tölvum geti menn nú átt samskipti hver við annan og átt frumkvæði sem ekki er hægt í sjónvarpi. „Sjónvarpið getur bara þróast í eina átt. Það getur bara orðið meira eins og bíó með skarpari mynd en eðli þess breytist ekki, öfugt við tölvuna. Þetta endar í tölvunni." Eyþór er sammála þessu og bendir á að vöxturinn sé stöðugur í tölvuheiminum. „Reikni- geta tölva hefur tvöfaldast á 18 mán- aða fresti á meðan línufjöldi í sjón- varpinu er alltaf sá sami. Flestir era einhverju öðru landi, reyndar hefur það verið plús ef eitthvað er að vera íslenskir. Það er mikilvægast að hafa upp á eitthvað að bjóða,“ segir Magnús Ingi. Eyþór segir óþarfa að skipta heiminum upp í íslendinga og útlendinga. „Það felst mikil inni- lokunarkennd í þessu. Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart eftir að hafa alist upp við þennan kúltúr hvað Bandaríkjamenn tóku okkur vel. í raun má segja að þeir hafi alla tið sýnt okkur frábært traust. Nýjasta dæmið um vel- gengni OZ vestanhafs var á Siggraph-hátíðinni í New Orleans sem haldin var i ágúst síðastliðn- um. Þar hresstu OZ menn veralega upp á bás risafyrirtækisins Intel með því að láta Móeiði Júlíusdóttur klæðast hreyfinemabúnaði sem var tengdur við tölvu. Þegar Móeiður dansaði og söng hreyfðist þrívíð tölvupersóna i samræmi við hreyfingar hennar. Slíkur hreyfinemabúnaður mun vera eitt af því nýja og spennandi sem OZ er að vinna að. OZ var einnig í samstarfi við fyrirtæk- ið Softima, sem er hluti af Microsoft, á umræddri sýn- ingu. Vilja sterk bandalög Eyþór segir að það sé ekki ætlun fyrirtækisins að gera allt sjálfir. „Við viljum gera forskrift að því sem hægt er að gera. Það er ætlunin að gera sterk bandalög við önnur fyrir- tæki um þessa hluti sem við Hér eru Haraldur Darri Þorvaldsson (sitjandi), Helga Waage, Dr. Kristinn R. Þórisson erum með í þróun,“ Að sögn Eyþórs hefur þetta tekist að ein- „Dæmi um þetta eru IRC spjallrás- ir,“ segir Magnús Ingi. Hann segir að OZ komi nú inn með þríyíddarút- færslu á. IRC spjalli. „Þrívíddar- heimurinn er notaður til þess að auka á upplifun notandans. Þú get- ur ekki eintingis talað viö hinn ein- staklinginn heldur getur þú líka séð hann eins og hann Vill líta út og hvernig hann hegðar sér. Þaö líka eitt af stærstu hlutunum okkar fram- tíðarsýn að gera hegðun- ..’g ina, sem Sýnt frábært traust Að sögn þeirra tvímenninga hef- ur samstarf við erlenda aðila gengið vel. „Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort við erum íslenskt fyrir- ♦ orilri nAo í*Trv*i>-» hverju leyti. OZ er í nánu sam- starfi við bandaríska háskóla, fram- leiðendur vélbúnaðar og aðila úr skemmtanaiðnaðinum. „Það þarf að eiga samstarf við alla þessa aðila, enda era háskólamir með þekking- una, vélbúnaðarframleiðendur eru með markaðinn og skemmtanaiðn- aðurinn er að framleiða efni,“ segir Eyþór að lokum. JHÞ Snorri Sturluson og Lára Þ. Erlingsdóttir sitja viö tölvuna en þeir Kristján Valur Jónsson og Sigurður Lárusson fylgjast spenntir meö. Vill leiða þróunina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.