Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 8
24 télvur MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 |jV Strengur hf.: Þýðir nýjan viðskiptahugbúnað - fyrsta kerfið sem er viðurkennt fyrir Windows 95 Fjölnir stærstur hingað til Hingað til hefur viðskiptahug- búnaðarkerfið Fjölnir verið aðal- söluvara Strengs. Að sögn Jóns Heiðars Pálssonar, markaðs- stjóra hjá Streng, hafa um 1.200 fyrirtæki keypt þann hugbúnað. Auk þessa Strenaur hf. nefur framleitt huqbúnað fyrir allan atvinnu- rekstur en hug- búnaður fyrirtæk- isins hef- ur sérstak- lega veriö notaður í verslun og þjónustu. Fyrirtækið Strengur hefur selt viðskiptakerfið Fjölni í nokkur ár. Nokkur tímamót eru nú hjá fyrir- tækinu þar sem það er flutt í nýtt húsnæði að Ármúla 7 en með nýja húsnæðinu breytist starfsemi fyrir- tækisins verulega og mun starfs- mönnum fjölga umtalsvert. hefur fyrirtækið verið með In- formix gagnagrunninn og Dow Jo- nes Telerate sem er viðskiptaupp- lýsingakerfi frá hinu kunna banda- ríska fjármálafyrirtæki Dow Jones. Síðast má nefna Hafsjó sem er gagnagrunnur fyrir sjávarútveginn. Nýjasta verkefni Strengs er for- ritið Navision Financials. Hér er um að ræða alhliða viðskiptakerfi sem kemur frá Navision Financials í Danmörku. Kerfið hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal fékk það gullverðlaun í úttekt PCuser tímaritsins. Jón segir að Navision Financials sé fyrsta við- skiptakerfið sem Microsoft hefur viðurkennt fyrir stýri- kerfi sitt, Windows 95. „Það er búið að eyða tæpum miUjarði í þróun þessa kerfis erlend- is,“ segir Jón. Að hans sögn hafa fimm starfsmenn Strengs unnið við að þýða kerfið í 9 mánuði og það er búið að þýða aUt yfir á íslensku, hvort sem um er að ræða handbæk- ur, hjálpartexta eða megintexta í kerfmu sjálfu. Kerfið fer í sölu í október. Þá verða sérkerfi eins og til dæmis launakerfi og toUakerfi líka komin yfir á íslensku." Fjöldi möguleika Navision Financials býður not- endum sínum upp á fjölda mögu- leika en markverðast verður að telj- ast að kerfið nýtir sér að fuUu myndræna framsetningu Windows 95. Seljendur kerfisins segja það gefa stórbætt yfirlit yflr afdrif skatt- korta og tímaskráningu, tengingu við viðskiptamanna-, lánardrottna og fjárhagsbókhald ásamt sjálfkrafa álagsútreikningum. Kerfið gefur fyrirtækjum möguleika á því að starfsmenn þeirra séu skráðir í fleiri en eitt starf með mismunandi launagreiðslum. Einnig heldur það utan um afborgunarkröfur og gefur þann Jón Heiöar Pálsson, markaösstjóri Strengs, í nýju húsnæöi fyrirtækisins aö Ármúla 7. möguleika að hver starfsmaður sé skráður I fleiri en einn lífeyrissjóð. Söluáætlunarkerfi Navision er hugsað sem stjórntæki fyrir stjóm- endur og sölumenn. Sölu má áætla eftir vörunúmerum, vörubókunar- flokkum eða í einingum og fjárhæð- um. Kerfið býður upp á þann mögu- leika að áætla sölu á einstaka sölu- menn sem má síðan bera saman við rauntölur úr Navision. í kerfmu má sömuleiðis gera innkaupatillögur sem byggjast á söluáætlunum. Bjartsýnir á framtíðina „Okkar styrkur er að Navision Software í Danmörku, sem fram- leiðir Fjölni og Navision Financials, á 20% í Streng. Það þýðir að við erum beintengdir við það sem er að gerast hjá framleiðsluaðilanum er- lendis." Jón segir líka að það hafi gengið vel hjá fyrirtækinu undan- farin ár. „Við höfum verið að selja um 150 eintök af fjölni á hverju ári, við erum líka bjartsýnir á að Navision Financials slái í gegn þar sem hugbúnaðurinn hefur fengið viðurkenningu fyrir Windows 95. Því geta notendur nýtt sér beinteng- ingu við forrit frá Microsoft eins og Word og Excel. Ef þú kannt á þessi forrit þá kanntu á Navision Fin- ancials," segir Jón að lokum. Nýjasta nýtt: Leikir með hugarorku - gefa fötluðum góða möguleika í mörgum framtíðarmyndum og vísindaskáldsögum leika menn sér með hugmyndina að geta stjórnað flóknum aðgerðum með hugarorkunni einni saman. Nú hillir undir að þetta veröi veruleiki. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið og bandaríska geimferða- stofnunin hefur lengi staðið að þróun búnaðar sem gerir flug- mönnum kleift að stýra þotum með heilabylgjum. Nú er þessi tækni komin yfir í skemmtana- iðnaðinn. Ron Gordon, sem samdi hinn fomfræga tölvuleik Pong á áttunda áratugnum fyrir Atari, stjómar nú fyrirtækinu The Other 90%. Nafn fyrirtækis- ins vísar til frægra ummæla Al- berts Einsteins að venjulega not- uðu menn einungis 10 prósent af heilaorku sinni. Nýjasta nýtt frá fyrirtækinu er skynjari sem er festur á fingur notandans. Hann nemur rafboö frá hörundi en þau spretta frá hugsunum manna. Boðin eru svo send í kassa þar sem sérstakur hugbúnaður vinn- ur úr boðunum. Kassinn er svo tengdur í venjulega einkatölvu. Með þessari tækni er til dæmis hægt að stýra skíðamanni niður brekku. Margir möguleikar The Other 90% hefur þegar sett á markaðinn vélbúnaðinn sem til þarf og tíu leiki þar sem hugsanir eru notaðar til þess að stjórna leiknum. Einnig er fyrir- tækið í samstarfi við Walt Disn- ey fyrirtækið Miramax um þró- un stuttmynda þar sem áhorfend- ur geta ráðið söguþræöinum með hugsunum sínum. Búist er við að fyrsta myndin verði komin á Intemetið snemma á næsta ári. Hugsað fyrir fjölfatl- aða Það er hægt að gera meira við þessar græjur en leika sér að þeim. Samtök ijölfatlaðra í Bandaríkjunum líta þessa nýju tækni hýru auga. Hún gæti verið himnasending fyrir þá sem geta ekki hreyft útlimi sína og gætu þeir notað búnaðinn sér til af- þreyingar eða til annarra nota. Þeimi hugmynd hefur til dæmis verið fleygt að hægt verði að stýra hjólastólum með hugsun- um einum saman. -JHÞ/Reuter ■■■■■■ Japis: Mest ánersla á Sega Saturn - berum ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, segir Guðný D. Valsdóttir Japis selur Sega Megadrive sem eru 16 bita leikjatölvur og Sega Sa- tum sem era ný kynslóð 32 bita leikjatölva. Það má segja aö yngri notendurnir hneigist frekar að Sega Megadrive en þeir eldri, fólk á ferm- ingaraldri og upp úr kjósi frekar hina tæknilega fullkomnu Sega Sa- turn. Leikir eins og í spila- kössum Japanski tölvurisinn Sega fram- leiðir meira en leikjatölvur fyrir heimili. Fyrirtækið er einnig ríkj- andi fyrirtæki á spilakassamarkað- inum. Leikir sem fyrirtækið gerir fyrir spilakassa era jafnharðan fluttir yfir á leikjatölvumar sem eru seldar fyrir heimilin. Guðný D. Valsdóttir hjá Japis segir að þetta sé helsti styrkleikur Sega Satum tölv- unnar. „Sega Rally, Daytona USA, Mortal Kombat leikimir og Virtual Fighter hafa verið mjög vinsælir enda eru þetta góðir leikir sem ís- lendingar þekkja úr spilakössun- um,“ segir Guðný. Hún leggur áherslu á að margt sé á döfinni fyr- ir Sega Satum. „Stóru fyrirtækin, sem framleiða leiki fyrir PC- tölvur, eru farin að framleiða leiki fyrir Sega Satiu-n. Þar má nefna leiki eins og Theme Park, Sim City 2000 og Myst,“ segir hún enn fremur. Ekkert vesen Aö sögn Guðnýjar er annar styrk- ur Saturn tölvunnar sá aö vanda- laust sé fyrir hinn almenna notanda að nota hana. „Maður setur bara geisladiskinn í drifið og byrjar. Við eigum von á því að hægt verði að tengja Satum við Intemetið von bráðar og þá stækkar sennilega not- endahópur hennar veralega. Nú er þegar hægt að kaupa aukabúnað í tölvuna sem gerir fólki kleift að horfa á kvikmyndir af geisladiskum og breyta ljósmyndum. Einnig er hægt að kaupa sérstök stýri fýrir rallí- leiki og byssu sem nota má í skotleikjum," segir Guðný. Sumt ekki fyrir börn Það er eftirtektarvert að í verslun Japis er sérstakur merkimiði við þá leiki sem ekki eru taldir við hæfi bama. Guðný segir að það sé stefna fyrirtækisins að þaö beri ábyrgð gagnvart ungum viðskiptavinum. „Við útskýrum fyrir fólki þegar það er að kaupa ofbeldisleiki að margir þeirra séu bannaðir börnum. Oft fáum við þau svör að þetta sé ein- faldlega það sem böm þeirra vilji. Annars held ég að umi-æða um tölvuleiki sé of neikvæð, margir þessara leikja eru bráðsniðugir og þroskandi." -JHÞ/DV-mynd Svenni Paö er hægt að gleyma sér yfir spennandi tölvuleikjum í Sega Saturn. Leik- urinn, sem er spilaður þarna, heitir Virtual Fighter og sá sem lætur rafknúin illmennin kenna duglega á því heitir Svavar Sverrir Svavarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.