Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 18
26
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Fréttir
DV
Bók um lundapysjur og veiöar vekur athygli í Bandaríkjunum:
Hofundur undirbyr hop-
ferðir til Vestmannaeyja
DV, Vestmannaeyjum:
Bók Bruce Mcmillans, Nights of
the Puíílings, sem fjallar um lunda-
pysjur og pysjuveiðar bama í Vest-
mannaeyjum, hefur farið sigurfór
um Bandaríkin. Bókin, sem kom
fyrst út i byrjun síðasta árs, hefur
þegar unnið til 13 verðlauna og
fjórða útgáfa er væntanleg innan
skamms. Bókin hefur vakið mikla
athygli á Vestmannaeyjum og lífi
íbúanna þar í Bandaríkjunum og
er Bruce að undirbúa hópferðir
hingað.
Bruce var nýlega á ferð í Vest-
mannaeyjum ásamt eiginkonu
sinni, Lori Evans. Hann var á leið
norður í land til að undirbúa bók
um íslenska hestinn. Bruce byggir
bækur sínar upp á ljósmyndum
sem hann tekur sjálfur og stuttum
og auðskiljanlegum texta fyrir
böm. Hefur hann hlotið fjölda
verölauna og viðurkenninga fyrir
bækur sínar. „Alls hef ég samið 35
bækur en engin þeirra hefur feng-
ið eins góðar viðtökur og Nights of
the Pufllings. Hún er sú langvin-
sælasta og hefur hlotið langflest
verðlaun. Þeir sem lesa bókina
hreint og beint elska söguna og fók-
ið sem þar kemur við sögu,“ sagði
Bruce í samtali við DV.
Bruce, sem sækir efni í bækur
sínar vítt og breitt um heiminn, seg-
ist ekki hafa haft eins gaman af því
að vinna við nokkra bók. Þar skipti
mestu það ágæta fólk sem hann
kynntist við gerð hennar og svo
staðurinn sjálfur, Vestmannaeyjar.
„Þegar ég er spurður að því hvaða
staður sé i mestu uppáhaldi hjá mér
segi ég Vestmannaeyjar. Þegar fólk
vill vita ástæðuna segi ég að hér sé
náttúrufegurð meiri en annars stað-
ar og að hér búi einstaklega gott
fólk. I fyrirlestrum mínum geymi ég
það besta þar til í lokin og segi frá
Vestmannaeyjum. Og svo kveð ég á
íslensku - bless - bless.“
Bruce er að undirbúa hópferðir
Bandaríkjamanna til íslands og er
stefnan tekin á Vestmannaeyjar.
„Ég er oft spurður að því hvemig
ég hafi dottið ofan á Vestmannaeyj-
ar og hvernig hægt sé að komast
hingað. Ég var staddur á Suður-
skautslandinu þegar mér var bent
á að hvergi væri betra að komast í
nálægð við lundann. Ég hef opnað
augu fjölda fólks í Bandaríkjunum
fyrir þessari náttúraperlu og nú er
næsta skref að koma því hingað. Á
næsta ári vonast ég til að koma
með hóp af kennurum, foreldram
og bömum þá gefst þeim tækifæri
til að kynnast þeim heimi sem ég
segi frá í Nótt lundapysjunnar,"
sagði Bruce að endingu. -ÓG
Minningartónleikarnir um Ingimar Eydal á Akureyri:
Einvalalið á fjölum
í þróttahal lar innar
DV, Akureyri:
Einvalalið tónlistarmanna og
söngvara mun koma fram á minn-
ingartónleikum um Ingimar Eydal
sem haldnir verða i íþróttahöllinni
á Akureyri 20. október en Ingimar,
sem lést í ársbyrjun 1993, hefði orð-
ið sextugur þann dag.
Yfirskrift tónleikanna er „Kvöld-
ið er okkar“ og auk þess sem Ingi-
mars veröur minnst í tali og tónum
er tilgangurinn með tónleikunum
að safna fé í minningarsjóð um
hann. Sjóðinn á að nota til að kaupa
vandaðan konsertflygil en slíkt
hljóðfæri er ekki til á Akureyri.
Á tónleikunum verður meginá-
hersla lögð á þá tónlist sem Ingimar
hafði mest dálæti á og þá sem hann
lék sjálfur. Það er því óhætt að full-
yrða að um fjölbreytta tónleika-
veislu verður að ræða og af þeim
sem koma fram má nefna; Boogie
Woogie bræður, Björn Thoroddsen,
Bubba Morthens, Daníel Þorsteins-
son, Egil Ólafsson, Finn Eydal, Hel-
enu Eyjólfsdóttur, Fjóra fjöruga,
Gunnar Gunnarsson, Hljómsveit
Ingu Eydal, jasstríóið Skipað þeim,
Karlakór Akureyrar-Geysir, Kór
Akureyrarkirkju, Ómar Ragnars-
son, Óskar Pétursson, Tjarnarkvar-
tettinn, Tríó PKK og Þorvald Hall-
dórsson. Kynnir á tónleikunum
verður Gestur Einar Jónasson.
Að tónleikunum stendur sam-
starfshópur sem í eru vinir og aðdá-
endur Ingimars, tónlistarmenn á
Akureyri, Tónlistarfélag Akureyr-
ar, Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
auk annars áhugafólks. Hátt í 200
manns koma fram og gefa allir
vinnu sína.
Sama dag og tónleikarnir verða
haldnir kemur út á vegum útgáfu-
fyrirtækisins SPOR geisladiskur
sem ber nafnið Kvöldið er okkar og
inniheldur úrval laga með Hljóm-
sveit Ingimars Eydal. Ágóði af sölu
þeirra diska sem seljast á minning-
artónleikunum rennur i minningar-
sjóðinn um Ingimar. -gk
Nýtt hótel í sveitasælu á Héraði
Hótel Svartiskógur á Héraöi, nýbyggt hótel í eigu Benedikts Hrafnkelssonar
og eiginkonu hans, Helgu Jónsdóttur. DV-mynd SB
DV, Egilsstööum:
„Þetta er þokkalegasti kofi,“ sagði
Benedikt Hrafnkelsson á Hallgeirs-
stöðum í Jökulsárhlíð en hann og
kona hans, Helga Jónsdóttir, opn-
uðu í sumar nýbyggt hótel sitt í
landi Hallgeirsstaða. Það er 10 km
fyrir norðan Jökulsárbrú og 23 km
frá Egilsstöðum. Á hótelinu eru 17
rúm, herbergi era mjög hugguleg
með sturtu. Þá er í hótelinu glæsi-
legur borðsalur þar sem liðlega 100
manns geta setið að snæðingi í einu
og vínveitingaleyfi er til staðar svo
hér mun ekki væsa um gesti. Um-
hverfl hótelsins er vinalegt þar sem
það stendur undir hlíð, vaxinni
dökkum greniskógi.
Helga hefur í fimm sumur rekið
sumarhótel í grunnskólanum að
Brúarási og hefur auk þess inn-
hlaup í nokkra sumarbústaði í ná-
grenninu, auk þess sem þau hjón
ætla að útbúa gistiaðstöðu í íbúðar-
húsi sínu. Þá geta þau tekið á móti
60 manns í gistingu. -SB
9 0 4 • 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Lottósíma DV til að fá nýjustu
tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
og Kínó ♦
UmOsíMi
9 0 4 - 5 0 0 0
Handverks-
húsið Ás
DV, Breiðdalsvík:
Fyrir réttu ári stofnuðu þrjár
konur á Breiðdalsvik handverkshús
eftir nokkurn undirbúning. Fengu
þær inni á Ási, einu elsta húsi bæj-
arins sem nýbúið var að lagfæra að
utan. Fyrirtækiö hlaut nafnið Hand-
verkshúsiö Ás. Þar er til sölu vam-
ingur af ýmsu tagi, t.d. vatnslita-
myndir, bútasaumur, skartgripir úr
málmi, lopapeysur og margt fleira,
unnið af heimafólki og handverks-
Hver hefur sitt lag viö aö koma fénu á sinn staö. Frá réttum í Fteynishverfi í
Mýrdal. DV-mynd Njörður
Réttir í Reynishverfi
Bændur í Reynishverfi í Mýrdal
smöluðu nýverið fé sínu úr heima-
högunum og réttuðu sama dag. Það
hefur gengið brösuglega hjá Mýr-
dælingum að smala heiðarlönd og
afrétti sína í haust vegna þoku og
dimmviðris og hafa göngudagar
sumsstaðar tafist af þeim sökum um
tvær vikur.
-NH
Stofnendur Handverkshússins Áss. Frá vinstri Guðlaug Gunnlaugsdóttir,
Jóhanna Guömundsdóttir og Helle Lassen. DV—mynd SGM
fólki víðar á landinu. Fyrirhugað er
að halda margs konar námskeið í
vetur. Handverkshúsið er opið dag-
lega en í vetur verður opið tvisvar í
viku, kl. 14-16 þriðjudaga og fóstu-
daga. -SGM