Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 9 r Danska skóla- kerfið er að hruni komið DV, Kaupmannahöfn: Ríkisreknu skólamir í Dan- raörku hafa legiö undir ámæli lengi. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að lestrarkunn- átta danskra barna er með því lakasta sem gerist og sérfræð- ingar segja að kröfurnar sem gerðar eru til nemenda séu allt of litlar. Þetta hefur orðiö til þess að í ár eru 13 prósent danskra barna í einkaskólum og ástæðan fyrir því að þau eru ekki fleiri er að framboðið er langt undir eftir- spurn. Flestir einkaskólarnir eru fullbókaðir fram á næstu öld. „Það eru duglegu nemendurn- ir sem em sendir í einkaskóla og það eykur enn á vandræði ríkisreknu skólanna. En ég skil vel foreldra sem finnst ekki nægar kröfur gerðar i ríkisskól- unum, sem drepa niður áhuga barnanna,“ segir Vagn Rabol Hansen hjá uppeldisstofnun Danmerkur. -pj Meintur raðmorðingi í haldi Lögreglan í Eistlandi skýrði frá þvi í gær að hún hefði í haldi mann sem væri grunaður um að vera raðmorðinginn sem hefði haldið bænum Narva í helgreip- um sínum. Fjórar konur hafa verið drepnar og ein særð lífshættu- lega í árásum í borginni undan- farinn mánuð. Maðurinn sem er í haldi er 21 árs atvinnuleysingi. Reuter New Yorkbúar að missa vitið vegna hávaða íbúar í New York þola ekki lengur hávaða. Lögreglan fær stöðugar kvartanir um hávaða í símanúmer sem var opnað í til- efhi herferðar gegn betli, vændi og drykkju á almannafæri. Yfir 40 prósent þeirra sem hringja kvarta undan hávaða af um- ferðinni, viðvörunarkerfum í bílum og háværri tónlist. Alls hefur hátt á þrettánda hundrað hringt frá því númerið var opn- að fyrir tveimur vikum. 545 hafa kvartað undan hávaða, 79 undan betli, 54 undan vændis- konum og jafnmargir undan drykkju. Vill veita lög- reglu meiri völd Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, lof- aði í gær í þingræðu að lögregl- an fengi meiri völd í baráttunni gegn vél- hjólagengj- um og eit- urlyfjasöl- um. Reyndi forsætis- ráðherrann að róa þjóð sína sem er óttaslegin vegna aukinna glæpa. Sex manns hafa látið lífið síðastliðin tvö ár í blóðugum átökum vélhjóla- gengja. Rasmussen vill að meintir eiturlyfjasalar verði sjálfir látnir sanna að þeir hafi unnið fyrir peningum sínum á heiðarlegan hátt. Hann vill einnig veita lögreglunni heim- ild til símahlerunar og húsleit- ar án úrskurðar dómstóla. Talið er víst að tillögur forsætisráð- herrans mæti andstöðu þing- manna og lögmanna. í mál vegna skurðaðgerðar eftir megrun Kona í New York, sem létti sig úr 136 kílóum í 68 með breyttu mataræði og stífri lík- amsrækt, hefur farið í mál við fyrirtækið sem sér um sjúkra- tryggingar hennar. Trygginga- félagið vildi ekki greiöa fyrir skurðaðgerð sem konan gekkst imdir til að láta fjarlægja auka- húð á lærunum. Konan fór i að- gerðina fyrir tveimur árum, sem var fimm árum eftir megr- unina, og kostaði hún 25 þús- und dollara. Skurðaðgerðin var talin nauðsynleg þar sem konan gat ekki þrifið sig almennilega né stundað eðlilegt kynlíf vegna húðfellinganna. Reuter Lögfræðingur Dutroux vill að dómarinn víki: Dómari borgaði ekki fýrir pastað Lögfræðingur belgíska bamaníð- ingsins Marcs Dutroux hefur krafist þess að rannsóknardómarinn sem fer með málið verði látinn víkja. Julien Pierre lögfræðingur segir að Jean-Marc Connerotte dómari verði að víkja þar sem hann sé hlut- drægur. Fullyrðingar sínar byggir hann á því að dómarinn hafi ekki greitt fyrir málsverð sem stuðnings- hópur týndra og myrtra bama bauð honum til. „Þetta er enn eitt dæmi um hvernig dómskerfinu er haldið í gíslingu vegna misnotkunar þeirra lagalegu ráða sem verjendur geta gripið til,“ sagði Jean-Pierre Mal- mendier úr stuðningshópi sem kenndur er við tvö börn sem vora myrt í lok síðasta áratugar. „Er ekki mikilvægara að veita fómar- lömbunum einhver réttindi?" spurði hann belgíska fjölmiðla. Malmendier féllst á að Conner- otte og Michel Bourlet saksóknari hefðu ekki greitt fyrir pastamáltíð þann 21. september síðastliðinn en hann visaði á bug fullyrðingum lög- fræðingsins um að þeir hefðu látið fé af hendi rakna í sjóð fyrir bömin. Dagblöð sögðu að Connerotte og Bourlet hefðu fengið mikinn stuðn- ing frá almenningi. Lögfræðingur- inn Pierre, sem tók málið að sér eft- ir að fjölmargir starfsbræður höfðu hafnað því, hefur fengið margar símahótanir fyrir vikið. Mikinn óhug setti að belgísku þjóðinni þegar upp komst um barnarán, nauðganir og morð dæmda barnaníðingsins Dutroux og félaga. Reuter Ræða Tony Blair fær mikið lof Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, fékk næstum einróma lof breskra fjölmiðla í morgun eftir þmmuræðu sem hann hélt á þingi flokks síns í gær. Blair lofaði að bæta menntun, draga úr atvinnuleysi ungs fólks um helming, gera opinberan rekstur skilvirkari og gera sambandið við Evrópusambandið uppbyggilegra. Dagblaðið Daily Telegraph, sem er hliðhollt íhaldsflokknum, var eina blaðið sem gagnrýndi eitthvað að ráði innihald ræðu leiðtoga Verkamannaflokksins. Reuter Fyrirsæta þessi tók þátt í sýningu á vor- og sumarlínu tískuhönnuöarins Prada í Mílanó á Ítalíu í gær en Prada þykir hafa endurskapaö hina nýju konu með klæönaöi sínum að þessu sinni. Símamynd Reuter VELDU ÞÆGILEGR GREIÐSLUMÁT GREIDDU ÁSKRIFTINA ATH, AÍHt m gtGik úárífíargjöldin tiú þgor mi) taiagraitá um ok boúgroiðslm oru sjáímrofa i pottí glmlkgra vínníngal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.