Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Page 8
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 É J~\7~
22 #n helgina
—
- boðið upp á ósvikinn grískan mat
Á myndinni eru þær Eyrún Ólafsdóttir, sem túlkar sýninguna á táknmáli, og Sif Ragnhildardóttir söngkona.
Unnendur grískrar menningar
ættu að hafa í huga sýninguna Veg-
urinn er vonargrænn en þar er um
að ræða gríska veislu af bestu gerð.
Veislan verður haldin í Hafnarborg
í Hafnarfirði á næstunni. Hér er um
að ræða sömu sýningu og var á fjöl-
unum í Kaffileikhúsinu við miklar
vinsældir í heila fimm mánuði.
Grísk menning í öndvegi
Sýningin Vegurinn er vonar-
grænn er helguð hinu heimsfræga
gríska skáldi, Mikis Þeodórakis.
Hann er þekktastur fyrir sönglög
sín og ýmsa skemmtitónlist sem
byggist á gamalli grískri tónlista-
hefð. Hann var meðal þeirra grísku
tónskálda sem endurvöktu gríska
þjóðlagatónlist á fimmta áratugn-
um. Áður en gríska dagskráin hefst
er boðið upp á ósvikinn grískan
mat, eins og til dæmis moussaka,
ásamt grisku salati, grisku brauði
og rúsínu í pylsuendanum.
Hefur verið vinsælt
Að sýningunni stendur Zorbahóp-
urinn en hann hefur ákveðið að
endurflytja sýningu sina vegna
fjölda áskorana. Hópnum var boðið
að flytja sýninguna yfir í Hafn-
arborg sem er menningar- og lista-
miðstöð Hafnarfjarðar. Þetta mun
vera í fyrsta skipti sem slík sýning
er flutt þar og markar sýningin þvi
nokkur tímamót.
Flutt á táknmáli
Zorbahópinn skipa Sif Ragnhild-
ardóttir söngkona, en hún syngur
söngva Þeodórakis á grísku og á ís-
Barnasýningar:
Robinson og
Crusoe
-Teiknimyndin Miki
3 fyrir yngri börnin
Yngri kynslóðin fær að berja
augum tvær skemmtilegar sýn-
ingar frá Danmörku í Norræna
; húsinu um helgina.
Samvinna og vinátta
Laugardaginn 5. október verð-
: ur leiksýningin Robinson og
; Crusoe í Norræna húsinu. Sýn-
i ingin er ætluð börnum níu ára
! og eldri. Söguþráðurinn er á þá
leið að tveir flugmenn hrapa í
hafið í flugvélum sínum. Þeir
j geta komist upp á húsþak sem
flýtur á sjónum. Flugmennimir
koma hvor frá sínu landinu og
skilja ekki hvor annan. Þeir
í byija á því að sýna hvor öðmm
fjandskap en komast svo að því
að þeh' verða aö standa saman ef
þeir eiga að lifa volkið af. Leik-
! ritið er sem sagt dæmisaga um
hvemig tveir einstaklingar frá
ólikum menningarheimum
verða að vinna saman ef þeir
eiga að komast lífs af við erfiðar
aðstæðar.
Glens og grín
Teiknimyndin Miki 3 verður
sýnd í Norræna húsinu sunnu-
j daginn 6. október klukkan 14.00.
í henni kynnast áhorfendur
! stráknum Mika sem er þriggja
! ára og leiðist sjaldan. Hann ætl-
í ar að halda afmæli og í því ger-
j ist ýmislegt skemmtilegt. Þetta
er teiknimynd fyrir yngstu böm-
in.
-JHÞ
lensku, Sigurður A. Magnússon rit-
höfundur, sem kynnir skáldið og
æviferil þess, Eyrún Ólafsdóttir,
kórstjóri táknmálskórsins, túlkar
Laugardaginn 5. október opna
þrír ólíkir listamenn hver sina sýn-
ingu í Listasafni Kópavogs. Lista-
mennimir em Þorbjörg Höskulds-
dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og
Sigurður Þórólfsson. Sýningamar
standa til 20. október næstkomandi
og eru opnar alla daga frá
12.00-18.00 nema mánudaga
Olíumálverk eru viðfangsefni Þor-
bjargar Höskuldsdóttur en hún opn-
ar sýningu í vestursal Gerðarsafns á
laugardag. í verkum hennar fléttast
saman fortíð og nútíð og þar bland-
ar hún saman byggingarstíl endur-
reisnarinnar, draumsæi súrrealism-
ans og íslensku landslagi. Þessi sýn-
ing er tólfta einkasýning Þorbjargar
en hún hefur einnig tekið þátt í
fjölda samsýninga hér heima og er-
lendis. Enn fremur hefur hún unnið
að leikmyndagerð fyrir Þjóðleikhús-
ið og Leikbrúðuland.
Kolateikningar
Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýn-
ingu á stóram kolateikningum í
austursal Listasafns Kópavogs laug-
ardaginn 5. október. Náttúran er
yrkisefni verka Ragnheiðar. Lista-
konan sýnir fast yfirborð og óáþreif-
anlega orku sem landið býr yfir.
Hagleiksmaður
í hjálastól
Silfurmunir era viðfangsefni Sig-
og syngur bæði söng og texta á tákn-
máli, Þórður Ámason leikur á gítar
og bouzouki og píanóleikari er Jó-
hann Kristinsson. Leikstjóri er Þór-
urðar Þórólfssonar gullsmiðs á sýn-
ingu hans í Gerðarsafni. Sýning
hans nefnist í bárufari en þar er vís-
að til fjörasteina sein Sigurður not-
ar mikið. Hann sýnir um 40 verk en
þar af era 30 silfurskúlptúrar. Um
er að ræða 4. sýningu Sigurðar en
hann hefur einnig sýnt á fjölda sam-
sýninga.
unn Sigurðardóttir og þýðandi ljóð-
anna er Kristján Ámason.
-jhþ
Sigurður þjáist af vöðvarýrnun
og er bundinn við hjólastól. Til þess
að geta smíðað listmuni sína setur
hann leðurólar utan um úlnliði sína
og þannig getur hann lyft höndum
sínum upp i vinnusteúingar með
vogarafli.
I MESSUR
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta
'kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestarntr.
Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Mar-
!| teinsdóttir syngur. KirkjubiUinn ekur.
Ámi Bergur Sigtu'bjömsson.
; Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga.
i Prédikunarefni: „Heiðra skaltu fóður
!í þinn og móður". Samkoma Ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.
: Foreldrar hvattir til þátttöku með
börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Félag-
ar úr Bolvíkingafélaginu taka þátt í
guðsþjónustunni með söng og lestri.
Pálmi Matthíasson.
ý Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Barnaguðsþjónusta á sama
| tíma. Sóknarprestur.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr.
® Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn
syngur. Barnasamkoma kl. 13 í kirkj-
unni. Skímarguðsþjónusta kl. 14. Sr.
í Jakob Á. Hjálmarsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
„ kl. 10. Sr. Guðmundur Óskar Olafsson.
Eyrarbakkakirkja: Bamaguðsþjón-
j usta kl. 11. Úlfar Guðmundsson.
: FeUa- og Ilólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Flutt-
ur verður leiklestur byggður á prédikun
| Kai Munks, „Gjaflr og kvaðir“, út frá
| guðspjalli dagsins. Prestamir.
Frikirkjan í Reykjavík: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14.
Miðvikudag kl. 20.30 spilakvöld í Safn-
aðarheimilinu í umsjá Kvenfélags og
Bræðrafélags. Cecil Haraldsson.
’* Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11 i umsjón Hjartar og Rúnu
og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Jó-
3 hanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14.
Sigurður Skagfjörð syngur einsöng.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S.
Gröndal.
Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskól-
inn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ferm-
ii ingarbörn og foreldrar þeirra sérstak-
| lega hvött til að mæta.
Hallgrímskirkja: Fræðslumorgunn
kl. 10. Aðdragandinn að stofnun Hall-
:í grímssóknar. Sr. Þórir Stephensen.
j Bamastarf og messa kl. 11. Sr. Ragnar
ýjalar Lárusson.
! Hjallakirkja: Messa ki. 11. Altaris-
j ganga. Prédikunarefni: Fjórða boðorð-
i ið, „Heiðra skaltu fóður þinn og móð-
ur“. Kór kirkjunnar syngur. Bama-
guðsþjónusta kl. 13 í umsjá Irisar
Kristjánsdóttur. Kristján Einar Þor-
varðarson.
Holtsprestakall í Önundarfirði:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Nýtt og
spennandi fræðsluefhi. Öll börn (og
fullorðnir) velkomin. Messa kl. 14.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra
hvött til þess að koma. Kyrrðar- og
bænastundir í Flateyrarkirkju á mið-
vikudögum kl. 18.30 og í Holtskirkju á
fimmtudögum kl. 18.30. Viðtalstími
sóknarprests eftir samkomulagi.
Gunnar Bjömsson.
Hveragerðiskirkja: Smtnudagaskóli
kl. 11. Fermingarmessa kl. 14. Fermd
verða Lotta Bryndísardóttir Jónsdótt-
ir, Kambahrauni 20, Sigrún Bryndís-
ardóttir Jónsdóttir, Kambahrauni 20,
Lárus Helgi Kristjánsson, Borgar-
hrauni 18, Rúnar Karl Kristjánsson,
Borgarhrauni 18. Sóknarprestur.
Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta
kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Sofiía
Konráðsdóttir.
Kcldnakirkja á RangárvöUum:
Guðsþjónusta kl. 14. Þeim börnum I
sókninni sem fædd em 1991 er sér-
staklega boðið til jpiðsþjónustunnar
þar sem þau fá að gjöf bókina „Kata og
Óli fara í kirkju." Aðalsafnaðarfundur
að loknu embætti. Sóknarprestur.
Kópavogskirkja: Bamastarf i safnað-
arheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
LandspítaUnn: Messa kl. 10. Sr. Bragi
Skúlason.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands
biskups: Guðsþjónusta kl. 11. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra hvött til
að mæta í guðsþjónustuna. Prestur sr.
Tómas Guðmundsson. Kór Langholts-
kirkju (hópur H) syngur. Kaffisopi eft-
ir messu. Barnastarfið hefst kl. 13 í
um§já sr. Tómasar Guðmundssonar
og Agústu Jónsdóttur.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Væntanleg fermingarböm og for-
ráðamenn hvött til að mæta. Félagar
úr Kór Laugameskirkju syngja.
Bamastarf á sama tíma. Ólafur Jó-
hannsson.
i Lágafeliskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.
BUl frá Mosfellsleið fer venjulegan
hring. Jón Þorsteinsson.
Neskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Böm úr tón-
skóla Do-Re-Mi leika. Prestamir.
Messa kl. 14. Sr. HaUdór Reynisson.
Oddakirkja á RangárvöUum: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. ÖUum
bömum í sókninni sem fædd em 1991
er sérstaklega boðið tU guðsþjónust-
unnar þar sem þau fá að gjöf bókina
Kata og Óli fara í kirkju.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Ein-
arsson prédikar. Sóknarprestur.
Seltjamameskirkja: Messa kl. 11.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Bamastarf á sama tíma í umsjá
HUdar Sigurðardóttur, Erlu Karlsdótt-
ur og Benedikts Hermannssonar.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14. Úlf-
ar Guðmundsson.
Gerðarsafn í Kópavogi:
Fjölbreyttar sýningar
- þrír listamenn sýna
Þorbjörg Höskuldsdóttir er einn af þeim listamönnum sem opnar sýningu í
Geröarsafni um næstu helgi.