Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Blaðsíða 9
r
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
um helgina *>
Borgarleikhúsið:
Leikfélag Reykjavíkur er
100 ára á þessu leikári
Borgarleikhúsið mun bjóða al-
menningi á hið árvissa opna hús
sitt laugardaginn 5. október. Þar
verða sýningar vetrarins kynntar,
boðið upp á veitingar og tónlist.
Dagskráin stendur frá kl. 14-17.
Gullfiskar
og trúðar
Á meðal atriða á opna húsinu
verða atriði úr Ef ég væri gullfiskur
eftir Áma Ibsen og Largo Desolato
eftir Václav Havel. Fylgst verður
með æfingum á bamaleikritinu
Trúðaskólanum, Svaninum og Gull-
táraþöll. Enn fremur verða nokkur
lög úr Stonefree sungin. í barna-
horninu verður meðal annars
teiknimyndasamkeppni. Lúðrasveit-
in Svanur tekur á móti gestum við
Borgarleikhúsið frá kl. 13.45
Borgarleikhúsið heldur upp á 100
ára starfsafmæli á þessu leikári og
vonast félagið til þess að borgarbú-
ar og aðrir velunnarar haldi upp á
það með því.
Sýnd verða atriði úr Ef ég væri gull-
fiskur eftir Árna Ibsen á opnu húsi
Borgarleikhússins á laugardag.
Opið hús hjá Trúðaskólanum
Hér sést Jón við eitt verka sinna.
Málverkasýning í banka
Barna- og fiölskylduleikritið
Trúðaskólinn er tiltölulega nýtt
leikrit en telst þrátt fyrir það til sí-
gildra bamaleikrita. Höfundar eru
Friedrich Karl Waechther og Ken
Campbell og hefur þetta leikrit
þeirra verið sýnt um allan heim við
gríðarlega miklar vinsældir.
Atburðirnir gerast í skólastofu
einni þar sem prófessorinn Bletta-
skarpur stundar kennslustörf sín og
reynir að kenna nemendum sínum
reglusemi, aga og virðingu. Nem-
endurnir em hins vegar trúðar og
haga sér samkvæmt því. Hver ein-
asta kennslustund endar með
ringulreið og ósköpum.
Einn okkar ástsælustu leikara,
Bessi Bjarnason, leikur prófessor-
inn. Trúðana leika Halldóra Geir-
harðsdóttir, Eggert Þorleifsson,
Bessi Bjarnason er einn ástsælasti
leikari þjóðarinnar og leikur pró-
fessorinn í Trúðaskólanum.
Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan
Guðjónsson.
Hann er að fara að opna sýningu fram milli kl. 14 og 17 en síðan verð-
á vatnslitamyndum hann Jón Gunn- ur opið á sama tíma sparisjóðurinn
arsson á morgun. Sýning hans verð- til 8. nóvember. -ilk
ur í Sparisjóðnum í Garðabæ á
Garðatorgi. Opnunarhátíðin fer
Norræna húsið:
Jóhanna í kjallaranum
A morgun opnar Jóhanna Boga-
dóttir sýningu í kjallara Norræna
Sjávarljóð eftir Jóhönnu Boga.
Þetta er akrýl á striga.
hússins. Á sýningunni verða mál-
verk og vatnslitamyndir frá síðast-
liðnum tveimur árum.
Jóhanna hefur haldið fjölmargar
einkasýningar bæði hér á landi sem
og erlendis. Einnig hefur hún tekið
þátt í sýningum víða um heim.
Henni var boðin þátttaka sem full-
trúi Islands á afmælissýningu nor-
ræna myndlistarbandalagsins síð-
asta sumar en hún var haldin í
Juleá Kunsthall í Svíþjóð. Á undan-
fómum ámm hafa verið sýningar á
verkum hennar í New York og víð-
ar.
Verk eftir hana hafa verið keypt
af opinberum aðilum og söfnum í
ýmsum löndum. Sýningin í Nor-
ræna húsinu stendur til 20. október
og er opin alla daga frá kl. 14 til 19.
-ilk
Langur laugardagur:
Sprell á Laugaveginum
Verslunareigendur við Laugaveg
og nágrenni hafa haldið langa laug-
ardaga við miklar vinsældir við-
skiptavina sinna. Það er því kominn
tími til að halda einn slíkan næst-
komandi laugardag og eins og venju-
lega verður margt til gamans gert í
bænum í tilefni af því.
Sjálfsvamaríþróttin tai- kwon-do
verður í stóru hlutverki á þessum
langa laugar-
fyrir utan Kjörgarð, kl. 14.30 á Lauga-
vegi 45 og klukkan 15 efst í Banka-
strætinu. Skylmingafélagið verður
einnig með þrjár sýningar og verða
þær á sömu stöðum og Ármenningar
sýna. Sýningar Skylmingafélagsins
verða hins vegar klukkan 15.30,16 og
16.30.
Smáfólkið gleymist auðvitað ekki,
SPRELL leik-
degi. Iþróttin
hefur verið
afar vinsæl
að undan-
fornu og
munu félag-
ar úr Ár-
manni sýna
hana á
þremur
mismun-
andi stöð-
um.
Klukkan
14 verður
íþróttin
sýnd
Sjálfsvarnarí-
þróttin tai-
kwon-do verö-
ur sýnd á löng-
um laugardegi.
DV-mynd BG
tækin verða á
völdum stöðum
en meðal þeirra
eru hopprólur
og geimsner-
ill. Einnig
verður Mjólk-
ursamsalan
með kynningu
á kókómjólk í
Vínberinu,
Laugavegi 43, frá
kl. 13.30-16.30.
-JHÞ
Hafnarfjörður:
Spennandi
handboltadagar
- karla- og kvennalið
eigast við
Hafnfirðingar hafa löngum
þótt vera öflugir í handboltanum
og daganna 4. og 5. október verða
] haldnir handboltadagar í miðhæ
;; Hafnarfjarðar. Stórliðin úr firð-
í inum, FH og Haukar, munu
kljást í ýmsum þrautum og
kynna starfsemi sína. Svona dag-
; ar voru haldnir í fyrra og þóttu
; afar vel heppnaðir og nú verður
bætt um betur.
Dagskráin hefst klukkan 12 á
> hádegi föstudaginn 4. október
með kynningarstarfsemi félag-
f anna FH og Hauka. Klukkan 17
; þann dag eigast kvennalið félag-
anna við og er ljóst að þá verður
; heitt í kolunum enda gefa hand-
boltakonur í Hafnarfirðinum
körlunum ekkert eftir. Laugar-
daginn 5. október eigast karlalið
S Hafnarfjarðarfólaganna við og
fleiri uppákomur verða þann
:: daginn.
-JHÞ
Listasetrið Kirkjuhvoli:
Pétur Péturs-
son lýkur sýn-
ingu sinni
Sýningu^Péturs Péturssonar
Iljósmyndara sem hann hefur
staðið að í Listasetrinu Kirkju-
hvoli á Akranesi lýkur sunnu-
daginn 6. október. Pétur sýnir
þar hátt á fjórða tug ljósmynda
| en þar eru „portrait myndh'“
mest áberandi. Mörg kunnugleg
andlit er að sjá á þessum mynd-
um. Sýningin verður opin föstu-
I daginn 3. október, laugardaginn
4. október og sunnudaginn 6.
október frá klukkan 15-18.
Norræna húsið:
Sýning á
bandvefnaði
Föstudaginn 4. október kl.
17.00 verður opnuö sýning á
bandvefnaði í anddyri Norræna
hússins. Um er að ræða sýningu
finnsku veflistarkonunnar Bar-
bro Gardberg á ofnum böndum
og lindum. Hún vinnur listaverk
sín eftir fomum mynstrum frá
Eystrasaltslöndunum og þá sér-
staklega frá Eistlandi.
Beinagrind
vakti áhuga
Barbro hefur átt gott samstarf
viö safnafólk í Eistlandi og
kynnt sér gamlar aðferðir sem
notaðar voru við bandvefnaðinn.
Barbro er lærður stærð-, eðlis-
og efnafræðingur en hún er sjálf-
lærður vefari. Áhugi hennar
vaknaði á þessum málum í æsku
þegar faðir hennar kom heim
með gamla skrautlega beina-
grind sem hann hengdi upp á
vegg til skrauts.
Barbro hefur haldið sýningar í
meira en aldarfiórðung og kennt
bandvefnað í meira en áratug.
Hún hefur leiðbeint á fiölda
námskeiða á Norðurlöndum og
haldið mikið af fyrirlestrum.
Sýning Barbro verður opin dag-
lega kl. 9.00-19.00 nema sunnu-
daga en þá er opið frá klukkan
12.00-19.00. Henni lýkur sunnu-
daginn 27. október næstkom-
andi.
-JHÞ