Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 3
JL*V FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 HLJÓMPLjÍTU EillJllJI Pearl Jam - No Code **i Góðir, en lítt skemmtilegir Pearl Jam er ein af þess- um hljómsveitum sem virðast geta gefið nokkurn veginn hvað sem er út og mettað þar með sinn markað sem hefur vaxið þónokkuð síðustu ár. Við- urkennt er að velgengni Ten varð meiri en nokkurn grunaði en varla svo mikil að hún seldi þrjár plötur til viðbótar. Til þessa hefúr aðdrátt- arafl hljómsveitarinnar m.a. byggst á hráu spili, óskiljanlegum textum og sjarma söngvarans Eddie Vedder. Þetta gekk upp á V.S. og Ten en eitthvað fór úrskeiðis við gerð plötunnar Vitalogy sem undir- rituðum fannst einfaldlega hundleiðinleg. Á No Code er tekin ný stefna í átt til þjóðlegri tónlistaráhrifa en áður og þá leitað til ým- issa þjóða, þó aðallega beri á áhrifum blúss hvíta mannsins sem oftast er nefndur kántrí. Götugítarleikarann ber oftar en ekki fyr- ir eyru þegar hlustað er á plötuna en þó stefnan sé tekin i þessa átt er það stefhuleysið sem er ríkjandi hjá hljómsveitinni. Marg- ar góðar hugmyndir koma fram en fæstar komast almennilega á flug í útsetningum sveitarinnar. Þetta kann að vera sökum þess að hljómsveitin semur öll sín lög saman. Slíkt fyrirkomulag get- ur jafnt verið til ills og góðs og virðist hneigjast til hins fyrr- nefnda hjá hljómsveitinni 1 þetta skiptið þó það hafi virkað vel á fyrstu tveim plötunum. Pearl Jam er að vinna að mjög mörgum athyglisverðum hug- myndum á No Code og því verður skemmtilegt að sjá hvort fram- setningin á efninu tekst betur næst. Það er nefnilega ekkert að spilamennskunni eða söngnum, ekki einu sinni lögunum, nema hvað þau eru leiðinleg. Sem sagt, góð en lítt skemmtileg plata frá meðlimum Pearl Jam í þetta skiptið. Gengur betur næst? Guðjón Bergmann Kolrassa krókríðandi - Köld eru kvennaráð Bravó, Kolrassa! Að brúa bilið á milli metnaðarfullrar rokktón- listar og popptónlistar er enginn hægðarleikur, en á þessari plötu Kolrössu krókríðandi sýnir hljóm- sveitin að það er vel hægt. Það fer ekki fram hjá nein- um sem leggur við hlustir að mikil vinna hefiu verið lögð í þessa plötu; hljóð- færaleikurinn er fágaður, hljómiuinn góður og lögin stórgóð. Sérstaklega er eft- irtektarvert hve laglínur allra laganna er melódísk- ar. Jafnvel í hörðustu keyrslulögum svífur yfir stórgóð laglína sem grípur mcurn eins og skot, t.d. í Make Me Right. Hinar gríp- andi laglínur eru erfiðar til söngs þar sem þær innihalda oft stór tónbil en Elíza skilar þeim vel. Hún er fjölhæf söngkona enda dugir ekki minna vegna þeirrar breiddar sem er í tónlist Kol- rössu krókríðandi. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á plötuumslagið sem er sérstaklega vandað og vel unnið, eins og reyndar platan öll. Mergurinn málsins: Kraftur, einlægni, breidd. 11 Top - Rhythmeen *** Gítarsins gáróttu hljómar Grunnlaglínur ZZ Top- mannanna breytast lítið frá plötu til plötu núorðið. Billy Gibbons lætur gítarinn urra, hvæsa og væla og undir honum hamast Frank Beard trommuleikari eins og hann eigi lífið að leysa. Sé lagt við eyrun má heyra að Dusty HiÚ kroppar bass- ann hér og þar - en alla jafna ákaflega sparlega. Ofan á þennan grunn bætist söngurinn, hás og klemmd- ur. Þannig eru grunneftiin í tónlist ZZ Top. Þegar þau blandast síðan verður útkoman yfirleitt ánægjuleg áheymar. Stundum finnst manni vissulega að eitt og eitt lag hafi komið út á einhverri af fyrri plötum þremenninganna en þegar þeim tekst virkilega vel upp, eins og í lögunum What’s up with That og Vincent Price Blues á plöhmni Rhythmeen fer ekkert á milli mála um hveijir eru meistarar blúsrokks Suðurríkja Bandaríkjanna. Önnur lög sem gefa þeim sem fyrr voru nefnd lítt eftir eru She’s just Killing Me og Bang Bang. Þau eru vissulega enginn vinsældalistamatur, hrá og eflaust ókræsileg í eyrum þeirra sem ekkert annað vilja heyra. Og þeir missa líka af því að ópusamir frá ZZ Top eru í raun litlar húmoreskur sem einmitt er eitt grunnefhið enn sem gerir tónlist tríósins stundum ómótstæði- lega. -ÁT ★★★^ Brímkló á að spila... Brimkló sendi frá sér fimm plötur á ferlinum, þá fyrstu fyrir tuttugu árum. Þessi mynd er tekin árið 1980. „Eg hefði helst vfljað hafa diskinn tvöfaldan. Við eigum dálít- ið af óútgefnu efni sem hefði verið gaman að geta haft með, til dæmis níu mínútna syrpu sem var tekin upp þegar við lékum á fimmtíu ára afmælishátíð FÍH fyrir fimmtán árum,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari þegar hann er inntur eft- ir lagavalinu á nýrri safnplötu með hljómsveitinni Brimkló. Platan, sem er nýkomin út, hefur að geyma tuttugu lög. Nítján þeirra eru tekin af plötum hljómsveitarinnar sem hún sendi frá sér á áttunda og ní- unda áratugnum. Tuttugasta lagið er gamall kántrísmellur eftir Hoyt Axton sem hefur hlotið nafnið Ef rótararnir kjafta nú frá. „Þetta lag var alltaf á óskalistan- um í gamla daga en einhverra hluta vegna komst það ekki að,“ segir Björgvin. „Okkur fannst því tilvalið að hafa það með að þessu sinni. Við fengum Jónas Friðrik til að semja við það texta og tókum það upp fyrr á þessu ári.“ Af nógu að taka Brimkló sendi frá sér fimm stór- ar plötur og eina litla á ferli sínum, ferli sem reyndar sér ekki fyrir endann á þótt hljómsveitin hafi tekið sér gott frí öðru hveiju írá spilamennsku. Það var þvi úr um það bil sextíu lögum að moða þeg- ar kom að því að velja lög á nýju safnplötuna sem heitir Sígildar sögur. „Það var einungis búið að endur- útgefa fyrstu plötuna, Rock’N’Roll öll mín bestu ár, á geisladiski þannig aö það var orðið aðkallandi að koma fleiri út á þessu formi,“ segir Björgvin. „Jú, jú, það var vissulega erfitt að velja og hafna. Sum laganna hafa reyndar elst illa og eiga ekki erindi á safnplötu en vissulega voru þarna nokkur sem ég hefði gjaman viljað hafa með ef plássið hefði verið meira. En fólk verður bara að bíða eftir þeim þar til plötumar verða endurútgefnar." Gamalgróin hljómsveit Tuttugu ár era liðin á þessu ári síðan fyrsta stóra platan meö Brim- kló var gefin út. Það var fyrmefnd Rock’N’Roll öfl mín bestu ár. Und- ir nálinni var gefin út árið eftir. Árið 1978 kom út platan Eitt lag enn, þá Sannar dægurvísur og loks Glímt við þjóðveginn sumarið 1981. Stór hópur hljóðfæraleikara kom við sögu hljómsveitarinnar um lengri og skemmri tíma en þeir Amar Sigurbjömsson og Ragnar Sigurjónsson hafa verið í henni frá upphafi. Sjálfur tók Björgvin Hall- dórsson sér frí um skeið og söng með Hljómum, Lónlí blú bojs og Change áður en hann tók upp þráð- inn að nýju. Og Brimkló er reynd- ar enn að. „Já, já, við emm að spfla á fullu um þessar mundir," segir Björgvin. „Auk mín, Arnars og Ragnars eru í hljómsveitinni þeir Haraldur Þor- steinsson, Magnús Einarsson og Þórir Baldursson. Við erum búnir að fara á nokkra staði i haust, vor- um til dæmis á Húsavík um síð- ustu helgi. Ef náttúruöflin leyfa stendur til að við verðum á Höfn um helgina. Síðan stendur tfl að koma fram í Keflavík, á Egflsstöð- um og víðar á næstunni. Við ætlum ekki eingöngu að leika á böllum,“ bætir Björgvin við, „því að það stendur tfl að taka upp „Unplugged" sjónvarpsþátt fyr- ir Stöö tvö á næstunni og þar er hugmyndin að komi fram velflestir þeir sem hafa leikið og sungið með Brimkló á ferlinum. Þá bætast von- andi í hópinn þeir Guðmundur Benediktsson, Magnús Kjartans- son, Hannes Jón Hannesson og vonandi Siguijón Sighvatsson sem reynar er bundinn við störf í Los Angeles. Nú, ef hann kemst ekki í það skiptið vonumst við svo sann- arlega tfl að hafa hann með okkur milli jóla og nýárs þegar tfl stend- ur að endurreisa hljómsveitina Flowers af sérstöku tilefhi." -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.