Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 10
24 ! jyndbönd FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 JL>V Al Pacino - átta sinnum verið tilnefndur til éskarsverðlauna A1 Pacino leikur aðaMutverk í tveimur kvikmyndum sem eru á myndbandalistanum þessa vikuna. í Heat leikur hann lögregluforingja sem eltist við glæpamann sem Ro- bert De Niro leikur. í þeirri mynd mætast þessir tveir risar í banda- rískum kvikmyndum. Þeir geta báð- ir þakkað Francis Ford Coppola fyr- ir að hafa komið þeim áleiðis upp á topp stjömuhiminsins í Hollywood Eitt eftirminnilegasta atriöiö í Scent of a Woman er þegar Al Pacino býð- ur ungri stúlku upp í dans. Al Pacino fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. en þeir fengu sína eldskím í Guð- föðursmyndum Coppola, Pacino strax í þeirri fyrstu en síðan léku þeir báðir í númer tvö en vom aldrei í sama atriði. Heat er því fyrsta kvikmyndin þar sem þessir dáðu leikarar mætast augliti til auglitis í kvikmynd. Hin myndin á listanum með AI Pacino í aðalhlut- verki er City Hall. Þar leikur hann borgarstjóra New York-borgar sem hefur ekki hreinan skjöld. A1 Pacino er einn dáðasti leikari sinnar kynslóðar, hann hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna átta sinnum, bæði sem aðalleikari og aukaleikari. Pacino hlaut loks þessi eftirsóttu verðlaun fyrir leik sinn í Scent of a Woman árið 1994 en aðr- ar myndir, sem hann hefur fengið tilnefningu fyrir, em The God- father, ... And Justice for All, The Godfather Part II, Dog Day Af- ternoon, Serpico, Dick Tracy og Glengarry Glen Ross. Tvisvar er hann búinn að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir Serpico og Scent of a Woman, og fyrir leik sinn í Scarecrow var hann valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1973. Þá hefur hann einnig verið verðlaunaður fyrir sviðsleik. Tvisvar hefur hann fengið Tony verðlaunin eftirsóttu, fyrir leik á Broadway í leikritinum The Basic Training of Pavlo Hummel og Does a Tiger Wear a Necktie. Hefur aldrei flutt frá New York Það hafa margir sagt um A1 Pacino að hann sé karlmannsútgáf- an af Gretu Garbo. Þá er átt við að hann er meira og minna i felum, veitir nánast aldrei blaðaviðtöl og býr í blokkaríbúðum í New York sem fáir hafa aðgang að. Segja sum- ir að hann sé fangi frægðarinnar. Alfred Pacino fæddist 25. apríl árið 1940 í New York. Eftir að for- eldrar hans skildu bjó hann öll sín æskuár í Bronx. Hann hefur sagt að hann hafi verið mjög vemdaður innan fjölskyldunnar í æsku, hon- um hafi nánast ekki verið leyft að fara út úr húsi nema til að fara i skólann, sem honum leiddist, eða í bíó, sem hann hafði gaman af. Þeg- ar skyldunámi lauk innritaðist hann í High School of Performing Arts á Manhattan en hætti í skólan- um þegar hann var sautján ára og flutti til Greenwich Village þar sem hann fór að vinna fyrir sér sem „stand-up“-gamanleikari, leikari í leikflokki sem sýndi barnaleikrit og tók þátt í ýmsum revíum. A1 Pacino sýndi fljótt hæfileika sem tekið var eftir og var hann hvattur til að innrita sig í leik- listarskóla. Næstu árin stundaði hann nám bæði hjá Herbert Berghof og í Actors Studio. Með þessu lék hann í ýmsum leik- ritum og strax í fyrsta stóra hlutverkinu í Does a Tiger Wear a Necktie sló hann í gegn og fékk Tony verðlaunin. í leik- ritinu lék hann eitur- lyfjasjúkling og það sama gerði hann í The Panic in Needle Park sem var önn- ur kvikmyndin sem hann lék I. Það var fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd, sem Francis Ford Coppola valdi A1 Pacino til að leika Michael Corleone í The Godfather. Þoldi illa álagið A1 Pacino sýnd hvem stórleikinn á fætur öðrum í næstu myndum sín- um sem nánast allar fengu góða dóma en stressið og lætin í kringum kvikmyndimar og það álag sem var á honum vegna frægðar sinnar fór illa með hann og þegar hann lék í Serpico var hann nánast orðinn innilokaður í hlutverki sínu og varð árásargjam gagnvart meðleikurum og öðru starfsfólki. Nú fór hann að verða fráhverfur kvikmyndum og eftir að hann hafði leikið í The God- father Part II flúði hann aftur upp á leiksviðið og lék aðeins í fimm kvik- myndum næstu tíu árin. A1 Pacino setti á þessum árum sterkan svip á leiklistarlífið í New York þar sem sviðsljósin vom ekki jafnsterk og í Hollywood. Hann lék jafnt í sam- tímaleikritum sem og Shakespeare og á hann ekki að baki færri leik- listarsigra á sviði en í kvikmynd- um, hefur hann skapað eftirminni- legar persónur í mörgum leikritum sem síðar hafa farið sigurför mn heiminn, má þar nefna America Buffalo eftir David Mamet. Obie- verðlaunin fékk hann fyrir leik sinn í The Indian Wants the Bronx. A1 Pacino hefur undanfar in ár leikið að meðaltali í einni kvikmynd á ári en hefúr aukið kvik- myndaleik síðustu árin. Hann er nú að leggja síðustu hönd á Looking for Richard, sem hann leikstýrir, og leikur aðal- hlutverk í. A1 Pacino hefur hald- ið fjölmiðlum frá einkalífi sínu en hann hefur verið orðaður í gegnum tíðina við nokkr- ar leikkonur, þar á meðal Diane Keaton, Jill Clayburgh og Martha Keller. Hann á eina dóttur með konu sem ekki er í leiklistinni og víst er að fjölmiðlar hafa aldrei komist í tæri við dóttur hans þar sem þeir vita ekki hver móðirin er. Hér á-eftir fer listi fyir þær kvik- myndir sem A1 Pacino hefur leikið í: Me, Natalie, 1969 The Panic in Needle Park, 1972 The Godfather, 1972 Scarecrow, 1973 Serpico, 1973 Dog Day Afternoon, 1974 The Godfather, part II, 1975 Bobby Deerfield, 1977 ... An Justice for All, 1979 Cruising, 1981 Author, Author, 1982 Scarface, 1983 Revolution, 1985 Sea of Love, 1989 Dick Tracy, 1990 The Godfather, Part III, 1990 Frankie and Johnny, 1991 Glengarry Glen Ross, 1992 Scent of a Woman, 1992 Carlito's Way, 1993 Two Bits, 1995 Heat, 1995 City Hail, 1995 Ai Pacino í hlutverki lögreglumannsins Vincent Hanna í Heat. Myndbandaútgáfan: Hvað er í boði fyrir yngstu kynslóðina? Alltaf í boltanum er önnur tveggja mynda sem gefnar eru út á myndbandi í október og höfða meira til barna en fulloröinna. Útgáfa á myndböndum stendur með miklum blóma hér á landi og í hverjum mánuði eru gefnir út á milli þrjátíu og fjörutíu titlar. Að minnsta kosti helmingur myndanna er bann- aðar spennumyndir sem eiga ekki að koma fyrir augu yngstu áhorfend- anna á heimilunum. En eins og svo oft hefur sannast er erfitt að halda börnum frá því sem bannað er. í októbermánuði eru gefnir út 37 titlar og þar af eru 26 myndir bann- aðar börnum, 17 myndir bannaðar innan 16 ára og 1 mynd er bönnuð innan 12 ára. Eftir eru 19 myndir sem öll fjölskyldan getur horft á og af þessum 19 er aðeins ein sem getur talist fyrir allra yngstu kynslóðina. Er það ný teiknimynd eftir ævintýr- inu um Öskubusku sem væntanleg er síðar í mánuðinum. Ef rennt er i gegnum þær 18 sem öllum er heimilt að horfa þá er þar aðeins ein önnur mynd sem höföar meira til barna en fúllorðinna. Er það Alltaf í boltanum (The Big Green) sem fjallar um tilurð fót- boltaliðs drengja og stúlkna í Banda- ríkjunum. Á móti kemur að inn á milli eru nokkrar kvikmyndir sem börn hafa örugglega gaman af þótt ekki séu þær beint gerðar fyrir þau. Má þar nefna gamanmyndirnar ágætu, Grumpier Old Men og The Birdcage, og fjölskyldumyndir á borð við Lock Ness og Family Reunion. En ljóst er að það er ekki mikið gefið út fyrir böm sem sett er á myndbandaleigur. Meira er aftur á móti um það að gefið sé út fyrir börnin á sölumyndböndum og þar er úrvalið orðið nokkuð gott. -HK Það hafa margir sagt um Pacino að hann sé karlmannsútgáfan af Gretu Garbo. Þá er átt við að hann er meira og minna í fel- um, veitir nánast aldrei blaðaviðtöl og býr 1 blokkaríbúðum 1 New York. Sylvía Dögg Harðardóttir: Kids, hún var mjög góð. Auður Ævarr Sveinsdóttir: Father of the Bride H. Mér fannst hún alveg ágæt. Ingólfúr Krisfjánsson: Thin Line between Love and Hate. Hún var ágæt. Sigurður James Þorleifsson: Heat. Hún var mjög góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.