Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 11
i FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 imenning „ Pessa mynd af Jesú, tólf ára, teiknaöi tíu ára bandarískur drengur. Unglistahátíðin Ihefst á morgun! Klukkan 12 á hádegi á morgun, laugardag, setur Halldóra Geir- harðsdóttir leikkona listahátíð- ina UNGLIST í Ráðhúsi Reykja- víkur. Á sama tíma hefjast ljós- mynda- og myndlistarmaraþon en stuttmyndamaraþonið hefst á sama stað á hádegi sunnudags. Opnunarhátíðin er í Sundhöll Reykjavíkur kl. 20 laugardags- kvöld. Þá verða gestir í sundföt- um ofan í lauginni og fylgjast með skemmtidagskrá. Hátíðin verður svo alla vikuna með mörg- um uppákomum á dag. Til dæmis verða stuttmyndir eftir ungt nor- rænt fólk sýndar í Háskólabíói á : sunnudag kl. 17. Sama kvöld eru klassískir tónleikar í Tjamarbíói ; og á mánudagskvöld verður lista- kvöld framhaldsskólanema á sama stað. Unglist er lika á Akur- eyri þar sem atburðir fara fram i S Ketilshúsinu, Kvosinni og Grytj- unni. Nánari upplýsingar fást hjá Hinu húsinu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Álfurí Nóatúnum Leikhúsáhugamenn ættu að hafa andvara á sér á mánudags- kvöldið því þá verður flutt í Listaklúbbi Leikhúskjallarans ! í fyrsta sinn leik- ritið um þann hrekkvísa hrepp- stjóra, Álf í Nóa- túnum, sem var samið í Bessastaða- skóla fyrir 170 árum. Talið er að Jónas Hall- grímsson skáld hafi verið meðal höfunda þess. Bæði Jónas og Tómas Sæmundsson geta um verkið í bréfum. Leikhópurinn Bandamenn flutti þetta verk fyrir Vigdisi Finnbogadóttur og gesti hennar að Bessastöðum sl. vor og það eru einnig Bandamenn sem leiklesa verkið fyrir gesti Lista- |(klúbbsins á mánudagskvöldið undir stjórn Sveins Einarssonar. Húsið verður opnað kl. 20.30 og gestum er ráðlagt að koma snemma. Barnasögubiblía í nýútkominni Barnasöguhibl- íu eru 100 sögur úr Gamla og Nýja testamentinu, endursagðar fyrir börn og myndskreyttar af börnum um víða veröld. Hver saga er ein blaðsíða og á síðunni á móti er litmynd við söguna. Langflestir teiknararnir eru frá annarri hvorri Ameríkunni en einnig eru myndir eftir böm frá Japan, Þýskalandi, Englandi, ísr- ael, Kenýa, írlandi, Indónesíu, Thailandi, Portúgal og Frakkl- andi. Aftast era auðar síður þar sem lesendur geta spreytt sig á að mvndslrrot^ sjálf- > eig- ið er Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Á spjöld íslenskrar tónlistarsögu Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, TónVaka- verðlaunin, voru afhent að loknum glæsilegum tónleikmn I Háskólabíói í gærkvöld. Tvö verk voru á efhisskránni. Hið fyrra var Sinfónía í f- moll op. 57 eftir Karl O. Runólfsson, en það verk ber yfirskriftina Esja. Síðara verkið var píanó- konsert í G-dúr eftir Maurice ________________ Ravel. Einleikari í því verki var verðlaunahafinn í ár, pí- anóleikarinn Miklos Dalmay. ________________________________ Hljómsveitarstjórinn var Breti p. , ,s n... ,, . sem búsettur er í Bandaríkjun- OIQmOUr DjOUISdOttir um, Andrew Massey að nafni. -------------------------------- Þegar tónlistarsaga íslands á tuttugustu öld Tónlist fyrir langan og lítt sannfærandi inngang í fyrsta kafla, eða heldur óinnblásið vikivakastef í þeim þriðja. Nú eða ruglingslegan og stundum full kunnuglegan fjórða kafla. Nær er þó fagna allegro-hlutanum í upphafi verksins, fegurð efniviðarins c ________________ hinni náttúru- lega fullnægj- andi úr- vinnslu þess. Og hljóðfæra- leik- strófum verður skrifúð í eðlilegri ijarlægð frá atburðun- um, við skulum segja í kringum árið 2040, þá er eins víst að áherslur verði aðrar en í dag. Sýn komandi kynslóða á framvinduna síðastliðna ára- tugi mun vonandi mála skýrt stöðu tónlistar Karls O. Runólfssonar, horft verður á innviðina og gæðin loks metin að verðleikum. Við erum því miður ekki alltaf méð það efst í huga að leita gæða i listalífl okkar, heldur ráða einhver per- sónulegri sjónarmið. Það er óhamingja hverrar þjóðar þegar aurskriður meðalmennskunar fá drekkt, eða falið, það sem vel er gert. Því er þakk- arvert þegar verk eru skoðuð og unnin og sett fram fyrir almenning til að vega og meta. Og þeir munu fáir sem ekki myndu taka undir að Esja Karls O. Runólfssonar er glæsilegt hljóm- sveitarverk. Þar fer saman stefræn hugmynda- auðgi, klassísk mótun og næm tilfinning fyrir því dramatíska. Menn geta gagnrýnt tónskáldið t.d. aramir skiluðu sínum af mýkt og öryggi. Náttúradýrkunin í öðrum kafla var hrein, minnti á landnema og víða sýn. Þétt tónsmíð. Tvíleikur á horn og fagott mjög góður. Þriðji kaflinn athyglisverður, ekki síst fyrir lifandi hrynmyndir, og sá fjórði að mörgu leyti vel hljómandi með sinn dulúðuga endi. Skilaboð þar um íjallið góða sem verkið heitir eftir, fjallið sem aldrei verður skilið til botns þó það sé klifið. Alveg eins og gott listaverk. Hvort verk eru svo séð sem nógu nýstárleg í sam- Mik|0S tíma sínum skiptir þegar upp er staðið engu máli. Líf listarinnar liggur í kjarna verkanna en ekki ímyndaðri stöðu þeirra. Eftir hlé sté sá er hreppti TónVakaverðlaunin í ár á svið, Miklos Dalmay. Og þeir voru ekki margir taktamir sem hann þurfti í G-dúr píanó- konserti Ravels til að fanga alla viðstadda. Slikur listamaður er hvalreki fyrir land og þjóð. Til þess verður líka tekið á spjöldum tónlistarsög- unnar hve tónlistarlíf i mörg- um byggðarlögum þessa lands hefur orðið ríku- legra vegna aðfluttra mjög færra listamanna og kennara. Miklos Dal- may er einn þeirra og hann hefur nú ritað nafn sitt í sögu okkar með eftirminnilegum hætti. Leikur hans var tæknilega mjög örugg- ur og fimi mikil. Túlk- unin kraftmikil en mýkt oft hrífandi. Skýr- leiki einkennandi, þó fullmikið hafi kannski verið af svo góðu í upphafi annars kafla. Samband hans ð hljómsveit sterkt. Miklos Dalmay er vel að þessum einleik- araverðlaunum kominn og ljóst að Dalmav ^að hlýtur að vera hverjum tónlist- y' arunnanda fagnaðarefni að hingað skuli leita jafn efnilegur listamaður. Leikur hljómsveitarinnar var mjög góður, hljómsveitar- stjórn örugg. Sem sagt - glæsilegir tónleikar! sem 'ord Hilmir Snær Guönason og Margrét Vilhjálmsdóttir sem ástsjúku systkinin. skírð upp úr hreinu vatni. Dómarar þeirra voru svartir og olíubomir. Hin seku sýndu ást og hlýju. Dómar- ar þeirra beittu andlegu og líkam- legu ofbeldi. Annars vegar var feg- urð ungrar ástar, þótt í synd væri, hins vegar grimmd, öfund, kaldriíjuð undirferli í nafni siðgæðis. Þetta voru máttugar myndir, innrammað- ar af sterkri táknrænni leikmynd, sem líka var sjálfstætt myndverk, glæsileg og ógnandi. Búningar eru tímalausir og tón- listin frá okkar öld, aðallagið var líka í frönsk-brasilisku kvikmynd- inni um Orfeus svarta sem freistaði þess að sækja sína Evridís til Heljar, eitt af vel heppnuðum táknum í sýningunni. Texti Johns Ford býður upp á leik með tákn sem leikstjóri tekur hiklaust þátt í. Til dæmis er vert að veita athygli öllum handaböndunum í verk- inu: Það er alltaf verið að „gefa hendur". Sýning- in dró líka fram stöðuga tvöfeldni textans, hvern- ig orð hafa aukamerkingu eða snúast í andhverfu sína, hvemig atvik kallast á. Menn og skrímsli Sýningin hefur verið lengi í undirbúningi og það skilar sér í innlifuðum og markvissum leik og fínni meðferð á prýðisgóðri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar, sem sumpart er í bundnu máli. Hilmir Snær'Guðnason og Margrét Vilhjálms- dóttir leika systkinin ógæfusömu af djúpum skilningi og ástríðu. Áhrifamikið var að horfa á þau þróast undir lokin í ólíkar áttir, hana til iðr- unar og vonar um líf laust við dróma syndar, hann til vaxandi sturlunar. Textameðferð Hilmis Snæs bar af í sýningunni, og hann lék sér að því að segja eitt með orðum og annað með tónfalli. Gamansemi textans naut sín best hjá honum. Er- lingur Gíslason vinnur vel lítiö hlutverk föður þeirra systkina, sem heldur að hann lifi í venju- legum heimi. Á móti þessari fjölskyldu stillir leikstjóri manneskjum sem fóra stigvaxandi nær því að vera frík. Manneskjulegust var fóstra systkin- anna sem Ragnheiður Steindórsdóttir lék, lág- kúruleg en væn kona sem þráði að lokum of heitt að vera í náðinni. Steinn Ármann Magnússon var hinn falski biðill og eiginmaður systurinnar, fauti sem ekki skilur sambandið milli orða og gerða. Frillu hans leikur Edda Arnljótsdóttir. DV-mynd ÞOK Persóna hennar og gervi var stílfært alveg út að mörkum. Munkur Kristjáns Franklíns Magnús var djarflega ýktur í túlkun, en ekki ósannfær- andi í ljósi sögunnar. Djöfull verksins er þjónn- inn Vaskes sem Stefán Jónsson lék af ísmeygi- legri list. Gervi hans var sérstaklega viðbjóðslegt, byggt á hálfmanni Frankensteins. Leitt hún skyldi vera skækja er sýning sem lengi verður vitnað til. Þjóöleikhúsið sýnir: Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford. Þýöing: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Lýsing Páll Ragnarsson. Búningar Filippía I. Elísdóttir og Indriði Guð- mundsson. Leikmynd Stígur Steinþórsson. Leikgerð og leikstjórn: Baltasar Kormákur. Sjúk Leitt hún skyldi vera skækja, sem var frumsýnt á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins i gærkvöldi, er ósvífið verk. Það er 350 ára og krefst þess enn af áhorfendum að þeir endavendi skoðunum sinum um leið og þeir horfa á það. Persónur þess brjóta ýmsar grundvallarreglur kristins samfélags án þess að höf- undur fordæmi þær. Kannski biður hann okkur um að skilja þær (og að skilja er að fyrirgefa), kannski vill hann fyrst og fremst ögra vanahugs- un, hrella leikhúsgesti og fá þá til að hugsa. Leikgerð og uppsetning Baltasars Kormáks ýkti andstæður verksins með öllum ráðum: litum, ljósum, leikstíl. Hin seku voru hvít og ný- ást

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.