Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Síða 13
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
13
Tekst Davíð að sam-
eina vinstrimenn?
Kjallarinn
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Á tímum þegar
almenningi veitist
æ erfíöara að sjá
nokkum mun á
stjómmálaflokk-
unum annan en
þann hve stórir
þeir eru og
hversu greiðan
aðgang að kjöt-
kötlunum þeir
veita hefur Davíð
Oddsson nú gert
Alþýðuflokknum
en einkum þó for-
ingja hans, Jóni
Baldvini Hanni-
balssyni, þann
greiða að vekja
sérstaka athygli á
baráttumálum 1 ■■ ■■ ■
jafnaðarmanna -
ráðast á þau með því samblandi af
fúkyrðum og fimmaurabröndur-
um sem einkennir málflutning
Davíðs.
Þar með hefur Davið gert það
sem sjálfum Jóni Baldvini hefúr
ekki tekist síðan hann datt út úr
ríkisstjórn: að koma þessum bar-
áttumálum inn í miðju íslenskrar
stjórnmálaumræðu; að vekja at-
hygli á því að meginandstæður ís-
lenskra stjórnmála eru nú á milli
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
þar sem sá fyrrnefndi stendur
vörð um þrönga sérhagsmuni vell-
auðugra kvótaeigenda en síðar-
nefndi flokkurinn berst fyrir al-
mannahagsmunum; sá fyrmefndi
neitar svo mikið sem að skoða að-
ild að Evrópusambandinu og fellst
með miklum semingi á aðild að
EES, en hinn síðamefndi vill láta
reyna á í samningum hvort slík
aðild kunni að vera til hagsbóta
fyrir land og þjóð. . . .
í stuttu máli: Davíð hefur með
árás sinni komið krötum á ný á
kortið. Þangað hefur hann nú
beint augum allra vinstri manna.
Og nú hljóta allir þeir sem fmnst
að kjörum í landinu sé misskipt,
ofbýður austur almannafjár í ein-
hverja menn sem kalla sig alltaf
atvinnulífið þegar á að rukka þá,
ofbýður sú glórulausa spilling sem
lánveitingar Byggðastofhunar
vitna um, ofbýður óheftur aðgang-
ur kjördæmapotandi þingmanna
að fjármunum almenn-
ings - nú hljóta allir þeir
sem svo hugsa að beina
augum sinum að Alþýðu-
flokknum og hugmynd-
um hans, fremur en til
dæmis Alþýðubandalag-
inu sem ekki verður séð
að hafi neitt fram að færa
sérstakt sem slíkt
síðan það rann upp
fyrir flestiun að
markaðskerfið
væri ekki bráð-
feigt.
Það rann upp fyrir
sósíaldemókrötum
fyrir löngu.
Kannski mætti nú
á dögum lýsa mun-
inum á hægri- og
vinstrimönnum
sem svo að hægri menn vilja láta
markaðslögmálin starfa svo fremi
sem það komi hinum fáu til góða,
forréttindahópunum, kvótaeigend-
unum - en vinstrimenn vilja láta
reyna á markaðslögmálin þegar
það er til hagsbóta fyrir almenn-
ing og síðan beita aðgerðum til
jöfnunar lífskjörum. Kreddufyllstu
hægrimenn telja að óheft mark-
aðslögmál komi öllum til góða;
nema kannski þeim sem tekur
varla að minnast á en Pétur Blön-
dal gerði þó við dynjandi lófatak á
liðnum landsfundi og heyra mátti
„Hin séríslenska hægri stefna
gengur svo út á að hér eru fyrir-
tækin í landinu á framfæri
venjulegra launamanna. “
í útvarpinu: aumingjum, fátæk-
lingum og letingjum sem nenna
ekki að vinna.
Hin séríslenska hægri stefna
gengur svo út á að hér eru fyrir-
tækin í landinu á framfæri venju-
legra launamanna.
Ásamt árás leiðtogans á jafnað-
armenn voru ummæli verðbréfa-
snillingsins minnisstæðustu skila-
boð landsfundar sjálfstæðismanna
til almennings. Sjálfstæðisflokkur-
inn er ekki lengur sá þjóðlegi sós-
íaldemókrataflokkur sem áður
sýndist vera, heldur þröngsýnn og
þungbúinn hægri flokk-
ur.
Fáir hljóta þvi að fagna
betur málalokum lands-
fundar Sjálfstæðis-
flokksins en Jón Bald-
vin Hannibalsson. Með
þvi að hrifsa til sín mál-
efnalegt frumkvæði í
öllum helstu málum
sem varða þjóðarhag
um þessar mundir tókst
honum að fá Davíð
Oddsson til að gera það sem aldrei
hefur legið vel fyrir honum: að
rökræða málefni. Vel gert.
Kannski ótímabært hjá Jóni að
hætta?
Guðmundur Andri Thorsson
„Fáir hljóta því að fagna betur málalokum landsfundar Sjálfstæðisflokksins en Jón Baldvin Hannibalsson,"
segir greinarhöfundur m.a.
Þorskkvótinn nálgast fjárlögin
Grenjur fiskvinnslunnar um
gegndarlaust tap hafa varla farið
fram hjá neinum íslendingi. Vælt
er yfir of háu hráefnisverði og það
talið meginskýringin. Verkalýðs-
hreyfingin hefur afgreitt þessa
kveinstafi á þann hátt að um sé að
ræða hefðbundið innlegg i vænt-
anlegar kjaraviðræður. Gera eigi
mönnum það ljóst að ekkert svig-
rúm sé til launahækkana hjá fisk-
vinnslufólki.
Verð á veiddum þorski
nánast óbreytt
Smábátaeigendur hafa ekki orð-
ið varir við hærra fiskverð í lang-
an tíma. Útvegstölur Fiskifélags
íslands sýna að undanfarin ár hef-
ur verð á þorski upp úr sjó nánast
staðið í stað en þorskur er um 80%
af afla smábáta. 1992 var greidd kr.
68,41 fyrir kílóið af þorski en á sl.
ári kr 70,00 að meðaltali, hækkun-
in 2,3%! Svo neita þessir höfðingj-
ar að kvótaleigan hafi nokkur
áhrifl! Að sjálfsögðu hefur hún
það. Hvers vegna skyldi t.d. Fisk-
iðjusamlag Húsavíkur ekki lengur
bjóða smábáta-
eigendum þar
upp á tonn á
móti tonni við-
skipti?
Mér er spurn: Er
það svo þar sem
fyrirtækin eru
rekin sem
nokkrar aðskild-
ar einingar að
fært sé til tekna
á rekstarreikn-
ingi sjófrysting-
arinnar þegar
þorskur er fluttur frá henni á ís-
fisktogara sem reiknast þá sem
kostnaður vegna hráefniskaupa •
hjá landvinnslunni? Spurningin er
síður en svo ástæðulaus.
Verðbréfaþorskurinn hækk-
ar um tugi miiljarða króna
Nýbyrjað fiskveiðiár hefur
hleypt miklu fjöri i kvótaviðskipti.
Verðið fyrir fiskveiðiáramótin (1.
sept.) var á bilinu
550-600 krónur fyrir
hvert kg af varanleg-
um þorskkvóta. í dag,
rúmum mánuði síðar,
er það hins vegar í
kringum 720 krónur!
Hvemig getur þetta
hækkað svo mikið
samtímis og fisk-
vinnslan er rekin
með tapi, afurðaverð
erlendis á niðurleið
og veiðiheimildir í
þorski hafa verið
auknar? Að undan-
fömu hefur miklu lofi
verið hlaðið á ís-
lenska hlutaijármark-
aðinn. Maður hefur
það jafnvel á tilfinn-
ingunni að hann fari
brátt að verða leiðarljós viðskipt-
anna við Wall Street.
Til að auðvelda framhaldið er
rétt að segja eftirfarandi
dæmisögu.
Fyrirtæki á hlutafjármarkaðin-
um, sem hefur yfir að ráða 1.200
tonna þorskkvóta, þarf að hressa
upp á efnahagsreikninginn. Eftir-
farandi ferli fer í gang: 1.200 tonn-
in eru metin í lok ágúst á 720 millj-
ónir (600 kr/kg). Eftir 1. september
verða 1.200 tonnin orðin 1.680 tonn
vegna aukinnar út-
hlutunar á grundvelli
aflahlutdeildar. Fyr-
irtækið kaupir 50
tonn á 720 kr/kg og
bíður átekta. Og viti
menn, það heppnast!
Verðið fer á svip-
stundi í 720 krónur.
1.200 tonnin hafa því
hækkað úr litlum 720
milljónum í 1,2 millj-
arða. Dágóð búdrýg-
indi á efnahagsreikn-
ingi!!
Vert er að hafa í
huga að þama er að-
eins verið að fjalla
um rúmt 1,3% af
heildarþorskkvótan-
mn sem myndar hlut-
deild. Framangreind-
ar æfingar ásamt kvótaaukningu
jafngilda því 90 milljörðum á efna-
hagsreikningnum.
Það er ekki að undra þótt þér
blöskri, lesandi góður! Hvemig er
hægt að láta slíkt kerfi ganga þeg-
ar upplýsingar frá Þjóðhagsstofn-
un segja að útgerðin og fiskvinnsl-
an séu reknar að meðaltali á núlli
og ekki bjart útlit framundan. Á
sama tíma er tuga prósenta bati á
efhahagsreikningnum!
Örn Pálsson
„Hvernig er hægt að láta slíkt kerfí
ganga þegar upplýsingar frá Þjóð-
hagsstofnun segja að útgerðin og
fískvinnslan séu reknar að meðaltali
á núlli og ekki bjart útlit framundan?
Á sama tíma er tuga prósenta bati á
efnahagsreikningnum!“
Kjallarinn
Örn Pálsson
framkvæmdastjóri
Landssambands smá-
bátaeigenda
Með og
á móti
Afnema á afnotagjald
RÚV
Verst fyrir þá
efnaminni
„Ég sé engin
haldbær rök
fyrir því að rík-
ið stundi út-
varps- og sjón-
varpsrekstur.
Það er sam-
bærilegt að rík-
ið gefi út dag-
blað og að það
útvarpi hljóð-
og myndefni, en
þó þykir sú til-
hugsun fráleit. Meginatriðið í um-
ræðunni um RÚV ætti því alltaf að
vera tilveruréttur þess í formi rík-
isfyrirtækis.
Með því að skylda alla sjón-
varpseigendur til að greiða afnota-
gjald til sjónvarpsstöðvar ríkisins
er samkeppnisstaðan við hinar
sjónvarpsstöðvamar verulega
skekkt. Það er augljóst ranglæti
þegar nokkur fyrirtæki keppa á
sama markaði um takmarkaða
fjármuni almennings að eitt þeirra
fái skyldugreiðslur frá öllum sem
eru þátttakendur á þessum mark-
aði. Á íslenska sjónvarpsmarkaðn-
um hefur þetta einfaldlega þær af-
leiðingar að fólk hefur minna á
milli handanna tfl að greiða fyrir
áskrift að einkastöðvunum. Þær
stöðvar hafa þá minna úr að moða
auk þess sem þeir einstaklingar og
þær fjölskyldur, sem minnstar
tekjur hafa, verða að sætta sig við
að horfa á þessa einu rás. Eins og
mörg ríkisforsjáin kemur þetta
því verst niður á hinum efha-
minni.“
Sigríöur Ragna Sig-
uröardottir, dag-
skrárfulKrúi barna-
efnis Sjónvarpsins.
Nauðsynlegt
hlutverk
„Afnám af-
notagjalda Rík-
isútvarpsins
og spurningin
hvort íslend-
ingar eigi að
reka ríkis-
rekna sjón-
varpsstöð er
alltaf tímabær
og sjálfsögð í
lýðræðislegu
þjóðfélagi. AUs
staðar í heiminum er verið að
umbreyta og endurskipuleggja
innra starf sjónvarpsstöðvanna.
Ríkisrekin sjónvarpsstöð bygg-
ist á allt öðrum forsendum en
einkastöðvar því hlutverk þeirra
síöamefndu er að hámarka arð
hluthafa. Slíkar sjónvarpsstöövar
verða því að byggja starfsemi
sína á að senda út efni sem aOir
eru ánægðir með, markaðurinn
krefst þess, að öðrum kosti verða
þær undír. Einkastöðvum ber
ekki að taka tillit tO skoðana
áhorfenda og þurfa ekki að sinna
öUum á hlutlausan hátt.
Rikisrekinni sjónvarpsstöð ber
að gæta fyflsta hiutleysis í frétta-
flutningi og stjórnvöld þurfa að
að eiga greiðan aðgang að miðlin-
um þegar mikið liggur við.
Sjónvarpinu ber að sinna öllum
þörfum landsmanna með fram-
leiðslu innlends efnis. Innlend
dagskrárgerð er bæði tímafrek og
kostnaðarsöm og óendanleg vinna
liggur að baki hverri mínútu. Inn-
lend dagskrárgerð er því alls ekki
arðvænleg og hlutverk Sjónvarps-
ins ekki auðvelt með það í huga.
Ef tU kæmi að Ríkisútvarpið
yrði lagt niður í núverandi mynd
geri ég fastlega ráð fyrir að lítiö
yrði um framleiðslu menningar-
efnis og erlent afþreyingarefni
tæki yfir. Það er ekki bara mikU-
vægt heldur nauðsynlegt að Rík-
isútvarpið starfi áfram í núver-
andi mynd.“ -sv