Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Side 11
-U"\^ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 myndbönd z ■ yt j', j'. The Birdcage: Mánudaginn 28. október gefa Sam-myndbönd út myndina The Birdcage, með Robin Wiliiams og Nathan Lane í aðalhlutverkum. Hún er endurgerð franskrar myndar, La Cage Aux Folles, eft- ir Jean Poiret, en Mike Nichols sá hana 1978. Nú, tæpum tuttugu árum síðar, er hann framleið- andi og leikstjóri bandarískrar endurgerðar hennar, en til að skrifa handritið að myndinni fékk hann fyrrum samstarfskonu sina Elaine May, en þau höfðu starfað saman við gamanleik í kringum 1960, m.a. með leik- flokknum Compass Players. Mike Nichols byrjaði að leik- stýra í leikhúsi 1963 er hann leik- stýrði Robert Redford í Broad- way-uppfærslu á Barefoot in the Park, og hlaut Tony-verðlaunin fyrir. í kjölfarið átti hann mikilli velgengni að fagna sem leikstjóri fyrir leiksvið, og þegar hann leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni, Who’s Afraid of Virginia Wolf, fékk hann óskarsverð- launatilnefningu fyrir. Hann vann síðan óskarinn fyrir næstu mynd sína, The Graduate, sem skaut Dustin Hoffman upp á stjörnuhimininn. Hann hefur einnig hlotið tilnefningar fyrir myndirnar Silkwood og Working Girl. Meðal annarra mynda hans eru Catch-22, Carnal Knowledge, Heartburn, Postcards from the Edge, Regarding Henry og Wolf. Vandræði með tengda- fólkið The Birdcage segir frá Ar- mand og Albert, sem eru homm- ar í sambúð, og ala upp son Arm- ands, Val. Val er nýtrúlofaður dóttur öldungadeildarþing- mannsins Keeley, sem er mjög íhaldssamur repúblikani og öfga- fullur siðapostuli. Sá á í vand- ræðum með fjölmiðla vegna hneykslanlegs dauðdaga nánasta samstarfsmanns síns, og grípur því tækifærið þegar hann heyrir af trúlofun dóttur sinnar til að heimsækja tengdafólk sitt, en hann telur að það muni draga at- hyglina frá hinu erfiða hneyksl- ismáli og skerpa ímynd sína sem baráttumanns hefðbundinna fjöl- skyldugilda. Val biður því foður sinn um að taka aðeins til í ibúð- inni og henda út því sem gæti of- boðið þingmanninum, svo sem listmunasafninu, húsgögnum, fotum og Albert. Albert er ekki alveg sáttur, og- svo fer að hann þykist vera eiginkona Armands þegar þingmaðurinn kemur í heimsókn. Robin Williams leikur Arm- and, en hann er vel þekktur, bæði fyrir dramatískan leik og gamanleik, og sérstaklega fyrir hæfileikann til að spinna enda- laust, eins og í Good Morning, Vietnam, en fyrir hana hlaut hann sína fyrstu af þremur ósk- B m. Tony-verð- 1 V launin. Hann H hefur einnig leik- H ið í þónokkrum ■í kvikmyndum, þar B á meöal Addams Wf Family Values, H Frankie and Johnny, H Ironweed og Jeffrey, og H hefur að auki ljáð rödd H sína í The Lion King. H Öldungadeildarþing- W maðurinn er leikinn af f Gene Hackman, sem hef- I ur leikið í meira en 50 ' myndum á ferli sem spann- ar rúmlega þrjá áratugi. Hann hefur tvisvar hlotið óskarsverðlaun, fyrir mynd- irnar The French Connection arsverðlaunatil- nefningum. Hinar tvær fékk hann fyrir Dead Poets Society og The Fisher King. Einnig hefur hann hlotið Golden Globe verðlaunin fyrir að ljá rödd sína andanum í Aladdin. The World According to Garp, Popeye, Moscow on the Hudson, Awaken- ings, Hook, Mrs. Doubtfire og Jumanji eru meðal þekktustu mynda hans en næst mun hann sjást í mynd Francis Ford Coppola, Jack. Þekktur sviðs- leikari Nathan Lane, sem leikur Albert, er frægur sviðsleikari og hefur leikið í fjöl- mörgum vinsælum uppfærslum, bæði á Broadway og utan, en þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Guys and Dolls sem hann hlaut ýmis verðlaun fyrir, þ. á Robin Williams og og The Unforgiven, en tilnefningar hefur hann hlotið fyrir Mississippi Buming, Bonnie and Clyde og I Never Sang for My Father. Of langt er að telja upp frægar mynd- ir sem hann hefur leikið í en meðal nýjustu ’ mynda hans eru The Firm, Crimson Tide og Get Shorty. Næstu hlut- verk hans eru í The Chamber eft- ir sögu John Grisham og Extreme * Measures með Hugh Grant. -PJ Nathan Lane leika aðalhlutverkin í Fuglabúrinu. Fordómar og fjölskyldubönd UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Páll Óskar Það er mjög erfitt fyr- ir mig að gera upp á milli allra myndband- anna sem ég á en þau eru um það bil 2700 talsins. Ég hef nefni- lega verið mikill safnari í mér alveg frá því að ég var unglingur en leigi mér mjög sjaldan spólur. Uppáhaldsger- semarnar sem ég á í safninu eru þrjár talsins og ég get engan veg- inn gert upp á milli þeirra. Fyrsta ber að telja Pink Flamingos frá árinu 1972 sem John Waters leikstýrði og þar leik- ur Divine aðalhlutverkið. Þetta er bremsulausasta kvikmynd sem ég hef nokkum tímann séð og það má segja að hún hafi átt stóran þátt í að skapa lífsstíl minn. Þetta er með afbrigðum fyndin grínmynd og Divine varð fræg fyrir að éta hundaskít í henni þannig að myndin ; hentar kannski ekki öllum. Svo er það myndin Bar- barella með Jane Fonda í aðal- hlutverki en þá- verandi fransk- ur eiginmaður hennar, Roger Vadim, leikstýrði. Barbarella er svona kvenkyns James Bond týpa úti í geimnum árið 40.000. Sú mynd hef- ur líka haft rosa- lega mikil áhrif á mig. Þriðja myndin er Double Agent ’73 með Chestie Morgan í aðalhlut- verki. Morgan var þannig af guði gerð að brjóst hennar náðu niður á hné og myndin er afar skemmti- leg. Þetta eru gimsteinamir i mínu æðistóra safni og upp á milli þeirra geri ég ekki. -ilk ■ ■ Oskubuska Hinu klassíska ævintýri Ösku- busku hefur oft verið gerð skil í kvikmyndum og sjónvarpi og er örugglega þekktasta út- gáfan sú sem Walt Disney gerði fyrir mörgum árum, hugljúf teikni- mynd með fall- egri tónlist. Nýja útgáfan af Öskubusku er nánast eftir- gerð þeirrar myndar og sem fyrr er notast við hið klassíska ævintýri, ekkert verið aö módernisera það eins og stundum er gert. Hér eru saman komnar allar þekktu persón- urnar. Teiknimyndin fjallar um Öskubusku sem neydd er af vondri stjúpmóður og enn verri dætrum hennar til að sofa á gólfinu og vinna frá morgni til kvölds. Það kannast allir við framhaldið; Öskubuska laumar sér í veislu prinsins, sem er í leit að eiginkonu, hann heillast af Öskubusku, sem varð að fara heim á miðnætti en skildi eftir skóinn sinn... Öskubuska er sannkölluð ævin- týramynd fyrir yngstu áhorfend- uma og góð tilbreyting frá leiknum myndum. Myndform gaf út Öskubusku 23. október og er hún leyfð öllum ald- urshópum. Things to Do in Denver when You're Dead Það er mikið lið úrvalsleik- ara sem leikur í sakamála- myndinni Things to Do in Denver when You’re Dead sem er mynd sem vakið hef- ur athygli. Fyrst ber að telja Andy Garcia sem leikur aðalpersónuna Jimmy sem er fyrrverandi krimmi er lifir heið- arlegu lífi þegar honum er gert til- boð sem hann getur ekki hafnað. Christopher Walken leikur glæpa- kónginn sem gerir honum tilboðið en Jimmy hafði áður unnið fyrir hann. Verkefnið felst í að hræða mann sem heldur við fyrrum kær- ustu sonar síns. Jimmy safnar liði en þetta „auðvelda” verkefni verð- ur ekkert auðvelt þegar mikill ágreiningur kemur upp innan hópsins. Aðrir leikarar eru Steve Buscemi, Treat Williams, Christopher Lloyd og Gabrielle Anwar. Skífan gefur út Things to Do in Denver when You’re Dead 30. október og er hún bönnuð börnum innan 16 áira. Le Séparation Það er ekki oft sem franskar myndir eru gefnar út á myndbandi hér á landi og ber því að fagna þegar útgefend- ur sjá ástæðu til að gefa úrvals- mynd frá Frakk- landi út. Það er víst óhætt að mæla með La Séperation sem hefur fengið af- burðadóma hvar sem hún hefur verið sýnd og af mörgmn verið talin ein besta mynd Frakka síðustu misseri. Fjallar myndin um Anne og Pierre sem hafa búið lengi saman og eiga ungan son. Kvöld eitt segir Anne við Pierre að hún sé orðin ástfangin af öðrum manni. Pierre reynir að taka þessum tíðindum af karlmennsku en það reynist hon- um erfitt og fer að myndast djúp gjá í samband þeirra þótt þau reyni að láta sem ekkert sé en slíkt gengur ekki til lengdar. Leikstjóri er Christian Vincent en með aðalhlutverkin fara tveir-* af virtustu leikurinn Frakka í dag, Isabella Huppert og Daniel Auteuil. Skífan gefur út La Séperation 30. október og er hún leyfö öllum aldurshópmn. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.