Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Blaðsíða 2
Fréttir
MIÐVTKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996
I>V
Skeiöarárhlaupiö í rénun:
Núpsvatnabrúin
slapp lítt skemmd
- vatnshæðin á varnargörðunum viö Skaftafell lækkaöi um tvo metra í nótt
DV, Öræfum:
Skeiðarárhlaupið virðist hafa
náð hámarki um og upp úr kl.
10.30 í gærkvöldi en í birtingu nú
í morgun fóru vatnamælinga-
menn Orkustofnunar út á garðana
upp af þjónustumiðstöðinni í
Skaftafelli og var þá mjög dregið
úr rennslinu og vatnshæðin á
görðunum um tveimur metrum
lægri en hún var í gærkvöldi.
Vatnamælingamenn telja að þegar
flóðið var í hámarki hafi rennslið
numið mn 45 þús. rúmmetrum á
sekúndu
Vamargarðarnir upp í brekk-
urnar ofan við Skaftafell stóðust
ágang flóðsins en litlu munaði að
þeir færu, flóðið hefði ekki mátt
verða meira til að illa færi og þá
hefðu tjaldsvæðin við Skaftafell
sópast brott og gróðurlendið, sem
ræktað hefur verið upp á söndun-
Bylgjurnar í vatnsflaumnum undir Skeiöarórbrú risu hátt síödegis í gær og
þrátt fyrir aö flóöiö ætti enn eftir aö færast í aukana var meginhluti brúarinn-
ar enn uppistandandi nú í morgun í birtingu. DV-mynd GVA
Háspennulínan yfir Skeiöarársand rofnaöi þar sem flóðiö hreif meö sér
fjölda staura og sleit línuna auk þess aö rjúfa símalínuna um sandinn. ísjak-
ar ligga á víö og dreif en f baksýn er beljandi flóöiö.
DV-mynd GVA
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Eru samningar um
Smuguna tímabærir?
um til suðausturs, sem verið hef-
ur að gróa upp undanfarinn aldar-
fjórðung, hefði þá eyðilagst. Það
hefur hins vegar sloppið að mestu
eða öllu leyti.
Öræfingar em mjög slegnir yfir
þvi að hafa misst þjóðvegarteng-
inguna til vesturs um hringveg-
inn en sjá þó sem nokkurs konar
bót í máli að flugsamgöngur verði
auknar milli Reykjavíkur og Fag-
urhólsmýrar. „Ef við þurfum að
fara hringinn þá er hann æði
langur,“ sagði Öræfingur en það
er hann svo sannarlega; vega-
lengdin norður um land til
Reykjavíkur er um 1.100 km
þannig að skreppa til Reykjavíkur
héðan myndi þýða minnst 2.500
km akstur.
Rof vegarins hefur fyrirsjáan-
lega verstar afleiðingar fyrir
ferðaþjónustuna hér en hún er
orðin mikilvæg atvinnugrein og á
Brúin yfir Sæluhúsakvisl stendur en er stórskemmd.
DV-mynd GVA
mjög mikið undir hringveginum
og raunar allt undir þvi að umferð
geti verið eðlileg á næsta sumri.
Þótt ferðaþjónustan hér muni fá
einhverjar sérhæfðar ferðir út á
hamfarirnar nú þá verður það
ekkert á móti eðlilegum fjölda því
að allir ferðamenn sem fara hring-
veginn fara um Öræfin og flestir
staldra við þar.
-ERS/SÁ
Stuttar fréttir
Rætt við Rússa
Utanríkisráðherrar íslands og
Rússlands ákváðu í gær að sér-
fræðingar landanna tveggja hæfu
viðræður um sjávarútvegsmál án
aðildar Norömanna og annarra
ríkja, Þetta kom fram í RÚV.
Ör vöxtur þorsks
Hrygningarstofn þorsks í
Barentshafi er í mun örari vexti
en bjartsýnustu spár gerðu ráð
fyrir. Samkvæmt RÚV hefur
stofninn ekki verið jafn stór í 40
ár og talið óhætt að veiða 1 millj-
ón tonna á næsta ári.
Ungir flýja Krókinn
Ungt fólk er farið að flýja at-
vinnuleysið á Sauðárkróki sem
heldur áfram að aukast sam-
kvæmt nýjum tölum. RÚV
greindi frá.
Rússnesk-íslensk
Fyrsta rússnesk-íslenska orða-
bókin er komin út. Höfúndur bók-
arinnar, prófessor Helgi Haralds-
son, afhenti utanríkisráðherra
tvö fyrstu eintökin í Ósló í gær.
Fundað um ÁTVR
Heimdellingar ætla að fúnda á
Sóloni íslandusi í kvöld um
ÁTVR og Fríhöfnina, síðasta
verslunarrekstur ríkisins.
Bókaafsláttur
Bókavarðan efnir til 10 daga
afmælisútsölu á morgun þar sem
hátt í 50 þúsund bækur verða á
helmings afslætti.
Aukinn forði
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
jókst um 1,5 milljarða króna í
október og nam 24,5 milljörðum í
lok mánaðarins. Gjaldeyrisstaða
bankans styrktist um sömu fjár-
hæð, þ.e. skammtímaskuldir
bankans breyttust ekki.
-bjb
Tíu leikir í NBA-deildinni í nótt:
Lakers vann í Madison Square
Úrslit leikja í bandaríska körfú-
boltanum í nótt urðu sem hér seg-
ir:
Toronto-Dallas ...........110-96
Cleveland-San Antonio......66-74
Philadelphia-Detroit.......81-83
New York-LA Lakers .........92-98
Chicago-Vancouver..........96-73
Denver-LA Clippers .........78-82
Phoenix-Minnesota..........95-98
Seattle-Atlanta ............95-117
Golden State-Portland.......93-111
Sacramento-Houston..........80-102
LA Lakers' vann sinn fyrsta sigur 1
Madison Square Garden síðan í mars
1992. Shaquille O’Neal hafði einnig bet-
ur í slagnum við Patrick Ewing. Shaq
skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og blokk-
aði boltann flmm sinnum. Ewing skor-
aði 21 stig fyrir New York: .„Við lékum
sem ein liðsheild og vörnin var góð,“
sagöi Shaq í nótt.
Michael Jordan stóð fyrir sínu með
Chicago, skoraði 22 stig I léttum sigri á
Vancouver. Houston var ekki heldur í
vandræðum með Sacramento þar sem
Hakeem Olajuwon gerði 34 stig. Barkley
skoraöi 16 stig og tók 12 fráköst. Athygli
vakti skellur Seattle heima gegn Atl-
anta. -JKS