Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasóluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
r
Odýrari og öruggari
Byggingarsaga fyrirhugaðs flugvallar í Vatnsmýrinni
verður örugglega þymum stráð. Margir nágrannar flug-
vaflarins og aðrir Reykvíkingar eru ósáttir við ráðagerð-
ina. Þeir telja aðflug og flugtök eiga betur heima á svæð-
um, þar sem þéttbýli er minna og færri mannslíf í veði.
Ráðagerðir flugráðs og samgönguráðuneytisins um að
grafa upp mýrina fýrir hálfan annan mifljarð króna og
leggja þar alveg nýjar flugbrautir verða áreiðanlega tfl-
efni mikiflar sundrungar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir,
sem ósáttir eru við staðinn, munu láta í sér heyra.
Núverandi leifar af flugvelli Breta í mýrinni hafa að
mestu fengið frið í skoðanaskiptum fólks, af því að allir
vita, að sá flugvöllur er á síðasta snúningi. Ekki hefur
tekið því að amast við því, að hann sé notaður til bráða-
birgða meðan verið sé að finna og byggja nýjan stað.
Flestir hafa bent á Keflavíkurflugvöll sem eðlflegan
arftaka Reykjavíkurflugváflar. MfllilandaflugvöUurinn
er afar vel tækjum búinn, mun betur en innanlandsflug-
völlurinn. Auk þess er hann vannýttur og getur hæglega
bætt á sig innanlandsflugi eins og hann er núna.
Keflavíkurflugvöllur er nú betur undir það búinn að
taka við innanlandsflugi en nýr flugvöllur í Vatnsmýr-
inni verðUr, þegar búið er að verja hálfúm öðrum millj-
arði til að grafa upp mýrina og leggja þar nýjar flug-
brautir. Forskotið syðra er yfir tveir milljarðar.
Ekki má heldur gleyma, að erfitt verður að stunda
innanlandsflug á verktíma fyrirhugaðs flugvallar í
Vatnsmýrinni. Framkvæmdir munu margfalda slysa-
hættu á svæðinu. Henni verður helzt mætt með því að
flytja innanlandsflug til bráðabirgða á Keflavíkurvöll.
í stað þess að búa til bráðabirðgaaðstöðu fyrir tíma-
bundið innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli er skyn-
samlegra að reisa þar varanlega stöð fyrir innanlandsflug
við hlið millilandastöðvarinnar og tengja þær saman með
yfirbyggðum gangi. Það er hagkvæm framtíðarlausn.
Ef Keflavíkurflugvöflur tekur við innanlandsflugi,
mun aukast umferð á Reykjanesbraut. Það mun breyta
forsendum í reiknilíkönunum, sem nú eru notuð til að
reikna arðsemi í framkvæmdum við veginn. Tvöföldun
brautarinnar verður hagkvæmari en nú er talið.
Tvöföld Reykjanesbraut, lýsing hennar allrar og raf-
hitun stuttra hálkukafla, sem hingað til hafa valdið slys-
um, hafa samanlagt ekki aðeins gildi fyrir flugið, heldur
einnig fyrir allt atvinnulíf á suðvesturhomi landsins,
tengja betur höfúðborgarsvæðið og Suðumesin.
Tvöföld Reykjanesbraut með öflu tilheyrandi og við-
bótarstöð á Keflavíkurvelli verða alls mörgum hundmð-
um milljóna króna ódýrari en samanlagður kostnaður af
nýjum flugbrautum á Reykjavíkurvelli, nýjum flugvall-
armannvirkjum og nýrri flugstöð í Nauthólsvík.
Vel lýst, hálkulaus og tvöföld Reykjanesbraut gefur
kost á reglum um 110-130 km hámarkshraða, sem stytt-
ir leiðina frá Reykjavík niður í hálftima. Það þykir mjög
gott í alþjóðlegum samanburði, þótt það sé að vísu
lengra en tíu mínútumar að flugstöðinni í Nauthólsvík.
Frá Breiðholti eða Garðabæ mun ekki taka lengri
tíma að komast á Keflavíkurvöll en í Nauthólsvík. Að
vísu má brúa Kópavog, en það mun hafa í för með sér
illindi við íbúa á Kársnesi. Samgöngusamanburðurinn
er ekki eins mikið Vatnsmýrinni í vil og oft er fúflyrt.
Meira öryggi og minni kostnaður gera gott betur en að
vega upp styttri leið. Því er rétt að afskrifa Vatnsmýrina
og hefjast handa við flugstöð á Keflavíkurvelli.
Jónas Kristjánsson
Einsetning í skolum er e.t.v. fyrsta skrefiö til aö skapa þann aga og festu sem skortir í íslenskt samfélag og skól
ana, segir greinarhöf. m.a.
Skólabyggingar í Reykjavík:
Sex ráðhús á
fimm árum!!!
Samkvæmt grunn-
skólalögum skal ein-
setja alla grunnskóla
landsins. Fræðsluráö
og byggingamefnd
skóla og leikskóla
hafa lagt fram drög
að flmm ára áætlun
að uppbyggingu og
einsetningu allra
skóla borgarinnar.
Fræðsluráð og
borgarráð hafa sam-
þykkt ytri ramma
áætlunarinnar,
þ.e.a.s. að á næstu
fimm árum verji
borgin um milljarði
á ári til skólabygg-
inga. Samkvæmt
samningi við ríkið fá
sveitarfélögin 20% af
kostnaði við ein-
setningu endur-
greidd frá Jöfnun-
arsjóði sveitarfé-
laga næstu fimm
árin. Ákvörðun um
einstakar bygging-
ar eða viðbyggingar
við eldri skóla ligg-
ur ekki fyrir.
Kjallarinn
Sigrún
Magnúsdóttir
form. Fræðsluráðs í
Reykjavík
leiðir til að reyna að
minnka byggingar-
magnið og að halda
byggingarkostnaði í
lágmarki. Þessi sam-
líking sýnir vel hvílíkt
stórátak einsetning
allra skóla í borginni
er.
Markviss vinnu-
brögö
Borgaryfirvöld settu á
laggimar fyrir einu og
hálfu ári byggingar-
nefnd skóla og leik-
skóla. Nefhdin ákvað
fljótlega eftir að hún
tók til starfa að ráða
ráðgjafa til að fara yfír
alla skóla borgarinnar
með tilliti til einsetn-
„Það er bjargföst trú mín aö með
einsetnum skóla og lengdum
skóladegi, með góðu hádegishléi
nemenda, verði mikil breyting til
batnaðar fyrir börn og foreldra
þeirra í Reykjavík.u
Einsetning er
stórátak
í þessum drögum
er áætlað byggingarmagn skól-
anna rúmlega 30 þús. fermetrar.
Það jafngildir byggingarmagni sex
ráðhúsa. Ráðhúsið við Tjörnina í
Reykjavík er rúmlega fimm þús.
fermetrar meö bílakjallaranum.
Við höfúm sem sagt sett fram áætl-
un um að byggja rúmlega eitt ráð-
hús á ári fýrir gmnnskólaböm í
Reykjavík. (í fermetrum talið.)
Ráðhúsið var byggt á fjórum ámm
og varð mjög dýrt í byggingu og
markaði djúp spor í fjárhag borg-
arinnar.
Við ætlum hins vegar aö gæta
allrar ráðdeildar og skoða allar
ingar. Jafnframt fór fram mikil
vinna hjá borgarskipulagi borgar-
innar varðandi mannfjöldaspá í
hverfunum með tilliti til fjölda
skólabama. Sl. vor héldum við
fundi í öllum hverfum borgarinn-
ar með skólastjómendum og
stjórnum foreldrafélaga og kynnt-
um þessa rýmisathugun grunn-
skóla borgarinnar og mannfjölda-
spána.
Þá standa núna yfir fundir með
skólastjórum allra grunnskólanna
um drögin að fimm ára áætlun-
inni. Fræðslustjóri, sviðsstjóri
þjónunarsviðs og undirrituð sitja
þessa fundi. Síðan verða haldnir
fundir með öllum foreldraráðum
og foreldrafélögum.
Forgangsröðun
Erfiðasta og viðkvæmasta málið
varðandi þessa uppbyggingu skól-
anna er hverjir verða einsettir á
næstu árum og hverjir verða síð-
astir í þessari fimm ára áætlun.
Það er einkum tvennt sem við höf-
um haft að leiðarljósi. Byrja að
byggja við þá skóla sem búa við
mestu þrengslin, hafa fæsta fer-
metra per nemanda og hins vegar
að hinkra með þá skóla þar sem
mannfjöldaspáin gerir ráð fyrir
töluveröri fækkun á næstu árum.
Það er alveg ljóst að þetta er
afar vandasamt verk og ákvarðan-
ir um byggingar í eldri hverfum
geta sett þarna strik í reikninginn.
Þannig er erfitt að spá um hvaða
áhrif uppbyggingin í Kirkjutún-
inu á lóð Eimskips hefur varð-
andi skólabyggingar í Laugames-
hverfinu svo ég taki eitt dæmi.
Innra starfið
Ég vil taka það skýrt fram að
lokum að þó að það sé nauðsyn-
legt að ytri ramminn sé góður,
skólahúsið, er það fyrst og fremst
innra starfið sem skiptir máli um
framtíð barna okkar. Þess vegna
er það mjög nauðsynlegt að allir
vinni saman að því að finna ein-
faldar og ódýrar lausnir varðandi
byggingarnar til að eiga frekar
fjármagn og krafta til að byggja
upp metnaðarfullt skólastarf í
borginni.
Það er bjargföst trú mín að með
einsetnum skóla og lengdum
skóladegi, með góðu hádegishléi
nemenda, verði mikil breyting til
batnaðar fyrir börn og foreldra
þeirra í Reykjavík. E.t.v. er það
fyrsta skrefið til að skapa þann
aga og festu sem skortir í íslenskt
samfélag og skólana.
Sigrún Magnúsdóttir
Skoðanir annarra
Framfærsla láglaunafólks
„Of stór hópur hefur dregist svo mikið aftur úr að
hann nær ekki að rétta hlut sinn sjálfur. Þetta er
pólitískt úrlausnarefni og nægir ekki að vísa vand-
anum til sveitarfélaganna einna. Þau horga nú þegr
ar miUjarð á ári til framfærslu láglaunafólks. Oft
hefrn- verið gripið til sérstakra efnahagsúrræða til
að koma fyrirtækjum á réttan kjöl. Fyrir síðustu
kosningar var talaö um ráðstafanir fyrir verst
stöddu heimilin. í batnandi árferði á einmitt að gera
þau sjálfbjaga aflur - svo hér búi ein þjóð.“
Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 5. nóv.
Pólitísk stórtíðindi
„Morgunblaðið vill ekki gera Þorsteini Pálssyni
upp skoðanir. En ef skilja má orð hans á þann veg,
að hann sé samþykkur því i grundvallaratriðum, að
útgerðin greiði gjald fyrir réttinn til þess að nýta
sameiginlega auðlind þjóðarinnar allrar en að hann
leggi hins vegar áherslu á, að þetta gjald sé lágt, eru
það engu að síður pólitísk stórtíðindi. Þá er alveg
augljóst, að breyting er að verða á afstöðu eins
helsta forystumanns Sjálfstæðisflokksins til máls-
ins.“
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 3. nóv.
Mikilvægi Ríkisútvarpsins
„Nefskattar, sem settir hafa verið á, hafa sjaldnast
verið afnumdir og tekjunum, sem komið hafa inn til
ríkisins, hefur oftar en ekki verið ráðstafað í annað
þegar til fjárlagagerðar kemur. Með afnotagjöldum
er sjálfstæði Ríkisútvarpsins betur tryggt og því
þannig gert betur kleift að sinna sínu margþætta
hlutverki. Mikilvægi Ríkisútvarpsins verður æ ljós-
ara þegar mál skipast hjá einkareknu íjölmiðlunum
eins og nú gerist."
Ásta R. Jóhannesdóttir í Alþbl. 5. nóv.