Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 Afmæli Til hamingju með afmælið 6. nóvember 85 ára Ragnhildur Majasdóttir, Túngötu 5, ísafiröi. Guðmundur Helgason, Hörðalandi 10, Reykjavík. 80 ára Sigursteinn Jóhannsson, Galtarvík, Skilmannahreppi. Óskar Auðunsson, Minni-Völlum, Holta- og Land- sveit. 75 ára Þorbjörg Guðjónsdóttir, Skaftahlíð 8, Reykjavík. Álfheiður Sigurðardóttir, Brimhólabraut 9, Vestmannaeyj- um. Guðlaug Sæmundsdóttir, Steinaseli 4, Reykjavík. Guðlaug er að heiman. 70 ára Snorri Arinbjamarson, Helgamagrastræti 15, Akureyri. Hans Þorsteinsson, Skagabraut 26, Akranesi. 60 ára Sigurður E. Þorsteinsson, Tunguseli 1, Reykjavík. Elísabet Ragnarsdóttir, Hraunbæ 7, Reykjavik. Jóna Ólafsdóttir, Klausturhvammi 18, Hafharfirði. 50 ára Ágústa Þ. Kristjánsdóttir, Álíheimum 40, Reykjavík. Reynir Jóhannsson, Miðstræti 3, Reykjavík. Steinar Kristbjömsson, Krosshömrum 6, Reykjavík. Bára Jóney Guðmundsdóttir, Heiðarvegi 42, Vestmannaeyjum. Katrín Fjeldsted, Hólatorgi 4, Reykjavík. Svanhildur Pétursdóttir, Breiðvangi 32, Hafnarflrði. Gylfi Karlsson, Bjarkargrund 32, Akranesi. Guðrún Ólöf Þorbjömsdóttir, Arahólum 2, Reykjavík. 40 ára Eiríkur Rúnar Einarsson, Sólheimum 37, Reykjavík. Gróa Friðgeirsdóttir, Básenda 8, Reykjavík. Sólveig Katrín Ólafsdóttir, Álfhólsvegi 77, Kópavogi. Halldór Snorri Bragason, Amtmannsstíg 6, Reykjavík. Hrafn Ingi Brynjólfsson, Heiðargerði 114, Reykjavík. Guðrún Helgadóttir, Mörkinni 8, Reykjavík. Kristín Sveinbjörnsdóttir, Öldugötu 52, Reykjavík. Amfríður Sigurðardóttir, Fálkagötu 23, Reykjavík. Jónas Sigurður Jóhannsson, Sunnuvegi 3, Þórshöfh. Helgi Már Haraldsson, Dyrhömrum 16, Reykjavík. Böðvar Leós Jónsson, Æsufelli 2, Reykjavík. Sigrún HjörcÚs Grétarsdóttir, Álfabergi 12, Hafnarfirði. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Álfhólsvegi 41, Kópavogi. Helga Kristinsdóttir, Laxakvísl 6, Reykjavik. Þorbjörg Pála Pétursdóttir, Stekkjarbrekku 3, Reyðarfirði. Ásgrímur S. Sigurbjömsson, Grenihlíð 14, Sauðárkróki. Grímsbce v/Bústaðaveg Skreytingar við öll tcekifceri. Frí heimsending fyrir sendingar yfir 2.000 kr. Sími 588-1230 Friðjón Hallgrímsson Friðjón Hallgrímsson, sölumaður ar Þórarinsdóttur frá Ar- hjá Málningarverksmiðju Slippfé- lags Reykjavíkur, til heimilis að Háaleitisbraut 46, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Friðjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Laugarásnum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla 1963. Friðjón var sjómaður á árunrnn 1963-65, starfsmaður hjá Eimskipa- félagi íslands 1965-74, var sölumað- ur hjá O. Johnson og Kaaber 1974-82, farandbóksali hjá Almenna bókafélaginu 1982-86 og sölumaður hjá Málningarverksmiðju Slippfé- lagsins 1986-89 og frá 1993. Friðjón sat í stjóm Knattspyrnu- félagsins Þróttar 1977-83 og er nú formaður Félags harmónikuunn- enda í Reykjavík. Hann gaf út, í samvinnu við Haf- stein Öm Guðmundsson, Niðjatal Péturs Guðmundssonar og Guðrún- túni á Hellissandi. Fjölskylda Friðjón kvæntist 1995 Guðnýju Sigurðardóttur, f. 23.9.1943, starfsmanni í Oddshúsi. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundsson- ar, ljósmyndara í Reykja- vík, og Elínborgar Guð- bjamardóttur húsmóður. Fyrri kona Friðjóns er Ólöf Marin Einarsdóttir, f. 14.1. 1944. Dóttir Friðjóns og Ólafar er Helga Kristín Friðjónsdóttir, f. 30.8. 1972 nemi við KHÍ. Stjúpdætur Friðjóns og dætur Ólafar eru Rannveig Þöll Þórsdóttir, f. 15.12.1964, hjúkrunamemi við HÍ; Sólveig Björk Sveinbjamardóttir, f. 29.9. 1967, félagsráðgjafl og nemi við HÍ. Systkini Friðjóns: Aðalsteinn Hallgrímssoh, f. 1.12. 1940, d. 23.1. 1992, vélgæslumaður hjá Hallgríms var Guðrún Ágústa Þór- Friðjón Hallgrímsson. Pósti og síma, búsettur í Reykjavík; Pétur Hall- grímsson, f. 11.12. 1948, vélstjóri í Helsingborg í Svíþjóð; Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir, f. 15.9. 1957, fóstra í Reykjavík. Foreldrar Friðjóns voru Hallgrimur Pétursson, f. 4.12. 1916, d. 10.9. 1975, skósmíðameistari í Reykjavík, og Kristín Að- alsteinsdóttir, f. 11.5.1920, d. 2.10. 1992 húsmóðir. Ætt Hallgrímur var sonur Péturs Maríasar Guðlaugs, útvegsb. í Ár- túni á Hellissandi og síðar verka- manns í Reykjavík, Guðmundsson- ar, útvegsb. í Brekku á Hellissandi, Jónssonar. Móðir Péturs var Ólöf Pétursdóttir, sjávarb. í Skeggjabúð á Hellissandi, Þorsteinssonar og Katríncu: Þorsteinsdóttur. Móðir arinsdóttir, hreppstjóra í Ytri- Knarrartungu og Saxhóli í Breiðu- vík, Þórarinssonar, b. á Ytri-Rauða- mel, Ámasonar. Móðir Guðrúnar var Jensína Jóhannsdóttir, b. í Bakkabúð á Búðum og járnsmiðs í Ólafsvík, Dagssonar. Móðir Jensínu var Kristín Jósephsdóttir, b. í Ytri- Tungu í Staðarsveit, Jónssonar. Kristín var dóttir Aðalsteins, for- manns á Hellissandi, Elíassonar, formanns í Ólafsvík, Oddssonar, í Hraunhöfn, Þórðarsonar. Móðir Að- alsteins var Guðrún Lýðsdóttir, í Flateyjarsókn, Hálfdánarsonar og Katrínar Guðmundsdóttur. Móðir Kristínar var Helga Sig- urðardóttir, að Virki á Hellissandi, Jónssonar, b. á Selju, Jónssonar. Móðir Helgu var Halldóra Stein- dórsdóttir. Friðjón tekur á móti gestum í Meistarasalnum, Skipholti 70, milli kl. 19.00 og 22.00, laugardaginn 9.11. n.k. Einar Guðnason Einar Guönason. og vigtarmaður á Suður- eyri. Einar hefur gegnt ýms- um félags- og trúnaðar- störfum, m.a. fyrir Verkalýðs- og sjómanna- félag Súganda og Lions- klúbbinn. Þá hefur hann setið i hafnar- og bygg- ingarnefnd Suðureyrar- hrepps. Fjölskylda Einar Guðnason hafnar- vörður, Aðalgötu 3, Suður- eyri, er sjötugur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Kvía- nesi í Súgandafirði en ólst upp í Botni í Súganda- flrði. Hann lauk vélstjóra- prófi hjá Fiskifélagi ís- lands 1947 og skipstjórnar- prófi 1958. Einar fór til sjós fimmt- án ára og stundaði síðan sjómennsku, fyrst háseti, síðan vél- stjóri og loks skipstjóri á árunum 1955-74 er hann hætti til sjós. Eftir að Einar kom í land stund- aði hann verkstjórn hjá Suðureyrar- hreppi og varð síðan hafnarvörður Einar kvæntist 23.8. 1952 Guðnýju Kristínu Guðnadóttur, f. 22.7. 1930, húsmóður. Hún er dóttir Guðna Alfreðs Guðnasonar, bónda í Vatnsdal í Súgandafirði, og Kristín- ar Jósefsdóttur húsmóður. Börn Einars og Guðnýjar Kristín- ar eru Kristín Eygló, f. 21.7. 1952, skrifstofumaður í Svíþjóð, gift Áma Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Guðni Albert, f. 31.8. 1954, skipstjóri á Suðureyri, kvæntar Sigrúnu Sig- urgeirsdóttar og eiga þau þrjú börn; Ævar, f. 20.4.1957, verkstjóri í Kefla- vík, kvæntur Málfríði Amórsdóttur og eiga þau fjögur böm; Elvar, f. 10.11.1959, sölustjóri í Bandaríkjun- um, kvæntur Jóhönnu Stefánsdótt- ur og eiga þau flögur börn; Hafrún Huld, f. 29.8. 1967, fulltrúi hjá Pósti og síma, búsett í Reykjavík, gift Páli Sigurðssyni og eiga þau eitt bam; Lilja, f. 7.2. 1972, leikskólakennari í Reykjavík. Systkini Einars: Sigurður f. 11.12. 1914, d. 1958, bústtur á Akranesi; Guðrún Pálmfríður, f. 9.9.1916, hús- móðir á Flateyri; Þorleifur Guðfinn- ur, f. 11.7. 1918, fyrrv. bóndi á Norð- ureyri í Súgandafirði; Sveinn f. 23.11. 1919, leigubílstjóri í Reykja- vík; Jóhannes, f. 29.9. 1921, d. 1990, iðnaðarmaður í Reykjavik; Guð- mundur Arnaldur, f. 1.12. 1922, sjó- maður á Suðureyri; Guðni Albert, f. 3.4. 1928, verksmiðjustjóri á Flat- eyri; Gróa Sigurlilja, f. 24.11. 1930, kjólameistari í Reykjavík; María Auður, f. 6.6.1932; Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d. 1939. Foreldrar Einars voru Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.10.1887, d. 1.4.1970, bóndi í Botni í Súgandafirði, og Al- bertína Jóhannesdóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1. 1989, húsfreyja. Einar tekur á móti gestum á heimili sínu í dag frá kl. 17.30. Friðrik Sigurjónsson Friðrik Sigurjónsson sjómaður, Norðurgötu 40, Akureyri, varð fimmtagur í gær. Starfsferill Friðrik fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Að loknu skyldunámi fór Friðrik til sjós, aðeins þrettán ára, og var næstu árin á togurum ÚA. Hann kom í land 1966, hóf nám í ketil- og plötasmíði hjá Slippstöð- inni á Akureyri og lauk prófum í þeirri iðngrein. Friðrik starfaði hjá Slippstöðinni um árabil, lærði síðan bifvélavirkj- un og vann við hana í nokkur ár en fór síðan aftur til starfa hjá Slippstöðinni. Hann var síðan aftur til sjós á Oddeyr- inni EA í þijú ár og loks á tog- aranum Frosta ÞH í eitt og hálft ár. Þá festi Friðrik kaup á sex tonna hraðfiskibát sem hann hefur gert út síðan. Fjölskylda Friðrik kvæntist 8.5. 1966 Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 26.9. 1946, húsmóður. Hún er dóttir Guðmundar Bjarnasonar, verka- Friörik Sigurjonsson. manns á Siglufirði, sem nú er látinn, og k.h., Maríu Bjarna- son, sem nú dvelur á Skálahlíð á Siglu- firði. Böm Friðriks og Ólafar eru Kristján Viktor, f. 23.9. 1963, sjómaður í Hafnar- firði, en kona hans er Sigríður Ólafs- dóttir og eiga þau þrjú böm; Jóhanna María, f. 20.3. 1966, sjúkraliði á Ak- ureyri, gift Gunnari Vigfússyni, gæðastjóra hjá ÚA, og eiga þau tvö böm; Heiðbjört ída, f. 23.5. 1974, rit- ari hjá SH á Akureyri, gift Jóni Sig- tryggssyni, deildarstjóra hjá Skatt- stofu Akureyrar. Foreldrar Friðriks voru Sigurjón Friðriksson, f. 8.9. 1911, d. 16.10. 1975, verkamaður, og Ida Magnús- dóttir, f. 26.3. 1912, d. 30.4.1994, hús- móðir. Friðrik verður með heitt á könn- unni á heimili sínu laugardaginn 9.11. nk., milli kl. 15 og 19. Andlát Bríet Héðinsdóttir Bríet Héðinsdóttir, leikari og leik- stjóri, Grandavegi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 26.10. sl. Útfór henn- ar fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Bríet fæddist í Reykjavík 14.10. 1935 og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1954, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, stundaði nám í enskum og þýskum bókmenntum í Vínarborg 1955-60 og jafnframt leiklistarnám þar en lauk prófum frá Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins 1962. Bríet lék á níunda tag hlutverka á leikferli sínum, langflest við Þjóð- leikhúsið. Þangað réðst hún 1966 og var þar lengst af fastráðin leikkona, auk þess sem hún var þar um skeið í háifu starfi sem leikstjóri. Meðal þekktari hlutverka hennar má nefna Sonju í Vanja frænda eftir Tjekhov og Maríu í Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo, bæði hjá LR, en hjá Þjóðleikhúsinu lék hún m.a. Holgu í Eftir syndafallið eftir Miller, Katrínu i Mutter Courage eftir Bertolt Brecht, Elísabeta drottningu í Maríu Stuart, Jarþrúöi í Húsi skáldsins, móðurina í Blóðbrullaupi og Karen Blixen í Dóttar Lúsífers. Auk þess lék hún hjá frjálsum leikhópum, lék mikið í útvarpsleikritum og nokkuð í sjónvarpsmyndum og kvikmynd- um. Hún var leikstjóri um árabil, setti upp leikverk hjá öllum atvinnu- leikhúsunum og stjórnaði útvarps- leikritum og sýningum hjá íslensku óperunni. Bríet samdi leikgerðir eftir ís- lenskum skáldverkum, s.s. Atóm- stöðina, eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Lax- ness; Jómfrú Ragnheiði, eftir Skálholti Kambans; Svartfúgl, eftir sam- nefndu verki Gunnars Gunnarssonar, leikgerð af Merði Valgarðssyni, eftir samnefndu verki Jóhanns Sigurjónssson- ar, og Hið ljósa man eft- ir íslandsklukku Hall- dórs Laxness. Þá samdi hún Strá í hreiðrið, bók um ömmu sína, Bríeti Bjarnhéðins- dóttar. Fjölskylda Fyrri maður Bríetar var Sigurður Örn Steingrímsson, guðfræöingur og prófessor við HÍ. Bríet og Sigurður Örn skildu. Dætur Bríetar og Sigurðar Arnar eru Sigríður Laufey, f. 10.5, 1955, fiðluleikari; Guðrún Theódóra, f. 24.12. 1959, sellóleikari. Eftirlifandi eiginmaður Brí- etar er Þorsteinn Þorsteins- son, kennari og þýðandi. Dóttir Bríetar og Þorsteins er Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona. Systir Brietar, samfeðra, er Katríri, f. 1.4.1927, húsmóð- ir í Reykjavík. Foreldrar Bríetar voru Héðinn Valdimarsson, f. 26.5. 1892, d. 12.9. 1948, alþm., forstjóri og formaður Dagsbrúnar, og k.h., Guðrún Pálína Pálsdóttir, f. 15.9.1909, söngkennari í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.