Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 7
I>V FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 helgina | LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Hamingjuránið sunnudagur kl. 20.00 Þrek og tár föstudagur kl. 20.00 Nanna systir laugardagur kl. 20.00 Kardemommubærinn sunnudagur kl. 14.00 Leitt hún skyldi vera skækja laugardagur kl. 20.30 í hvítu myrkri fóstudagur kl. 20.30 Isunnudagur kl. 20.30 Borgarleikhúsið Trúðaskólinn laugardagur kl. 14.00 sunnudagur kl. 14.00 Ef væri ég gulifiskur laugardagur kl. 20.00 Svanurinn laugardagur kl. 20.00 Largo Desolato sunnudagur kl. 16.00 Barpar fóstudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Stone Free föstudagur kl. 20.00 Loftkastalinn Á sama tíma að ári sunnudagur kl. 20.00 Sirkús Skara skripó föstudagur kl. 20.00 Deleríum Búbónis I laugardagur kl. 20.00 Islenska Óperan Master Class laugardag kl. 20.00 Hermóður og Háðvör Birtingur I föstudagur kl. 20.00 laugardagur kl. 20.00 Kaffileikhúsið Spænsk kvöld föstudagur kl. 21.00 laugardagur kl. 21.00 sunnudagur kl. 21.00 Skemmtihúsið Ormstunga föstudagur kl. 20.30 sunnudagur kl. 20.30 Nemendaleikhúsið Komdu ljúfi leiði föstudagur kl. 20.00 Hafnarborgin Grísk veisla föstudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Möguleikhúsið Einstök uppgötvun laugardagur kl. 14.00 Vesti, kjólar og slæður Um helgina verður Inga Arnar fatahönnuður með sýningu á vestum, kjólum og slæðum úr silki og góbelínefnum í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélagsins að Laufásvegi 2. Inga Arnar rekm- Gallerí Grófina í Listagilinu á Akur- eyri þar sem hún ásamt öðr- um handverkskonum var með opna vinnustofu. Selur hún þar sérsaumaðan fatnað úr handmáluðu silki og fleira. Þá hefur Inga haldið námskeið i ýmsum greinum fatasaums, bútasaums og silkimálunar. Homstofan er opin á morgun frá kl. 10 til 18 og á sunnudaginn frá kl. 13 til 18. Aðgangur er ókeypis. -ilk Barokktónleikar í Dómkirkjunni í tilefni af 200 ára afmæli Dómkirkj- unnar í Reykjavík verða haldnir þar barokktónleikar á morgun. Flytjendur verða Ragnheiður Haraldsdóttir og Camilla Söderberg blokkflautuleikarar, Anna Margrét Magn- úsdóttir semballeik- ari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sem spilar á selló og violu da gamba. Vaxandi áhugi er á flutningi bar- Hérna sjást þær Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Anna Margrét Magnúsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Camilla Söderberg. okktónlistar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vel- unnarar Dóm- kirkjunnar hafa fest kaup á sembal til notk- unar í kirkjunni og er hann nú í smíðum. Tón- leikarnir á morgun eru í röð tónleika sem efnt er til vegna afmælisins. Hefj- ast þeir klukkan 17.00 og eru allir velkomnir. -ilk Gyðjan, börn, gróður og ævintýri í Kaffi Mílanó í Faxafeni 11 ætlar Alda Ármanna Sveinsdóttir að opna málverkasýningu á morgun. Þar mun hún sýna um það bil tíu olíumálverk, öll máluð á þessu ári. Viðfangsefni hennar er gyðjan, börn, gróður og ævin- týri og hvemig þarf að sinna þeim til að þau dafni. Sýningin mun standa yfir í nóvember og desember og verður myndunum skipt út á tímabilinu. Alda Ármanna hefúr haldið 17 einkasýningar hér á landi sem og erlendis. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin verður opnuð klukk- an 17.00 á morgun og eru velunn- arar og allir áhugasamir boðnir velkomnir. I bjartri orku gróöurs eftir listakonuna. Finnskt kærustupar sýnir Á landinu eru tveir fmnskir lista- menn með sýningar á verkum sín- um. Þetta er kærustuparið Pekka Niskanen og Sari Tervaniemi. Pekka opnaði sýningu sína í gær í Ingólfsstræti 8 og mun sýning hans standa til 1. desember. Fáir listamenn nota tölvuna jafn mikið og Pekka. Efniviður hans eru sögur sem hann vefur saman í ritvinnslu, svo úr verður einhvers konar skáld- skapur; ýmist tölvugerðar teikni- myndir eða sambland ljósmyndunar og leturgerða sem hægt er að færa yfir á bleksprautuskilti eða ljós- prentanir, svo dæmi sé tekið. Sari opnaði einnig sýningu á verkum sínum í gær. Það gerði hún hins vegar í galleríinu Úmbru á Bernhöftstorfunni og mun sýning hennar standa til 21. nóvember. Sari vinnur með ljósmyndir og texta með tölvu og einnig videoverk. I verkum hennar er nú aðalviðfangs- efnið að skoða viðhorf manna í nú- tímasamfélagi. Verkin sem hún sýn- ir núna eru í seríunni Darkly Comics eða Gálgahúmor frá árinu 1996. í myndröðinni eru sex stórar tölvumyndir sem hún segir að séu sálrænt rými fyrir sögur af fólki sem býr í samfélagi þar sem karlar, fjölmiðlar og tækni ráða ríkjum. Gallerí Úmbra er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13.00 til 18.00 og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Ingólfsstræti 8 er opið frá kl. 14.00 til 18.00 en lokað mánudaga og þriðjudaga. -ilk Útgáfutónleikar fyrir norðan: Þetta eru þær Elín Guömundsdóttir og Elísabet F. Eiríksdóttir. Sópransöngkonan Elísabet F. Eiriksdóttir og píanóleikarinn Elín Guðmundsdóttir ætla að halda tónleika á morgun á Ólafs- firði. Þegar þeim lýkur munu þær stöllur bruna til Akureyrar en ætlunin er að halda tónleika þar á sunnudaginn. Yflrskrift tónleikanna er Um undrageim. Það er samhljóða titli nýútkomins hljómdisks með íslenskum sönglögum sem Elísa- bet og Elín hafa sent frá sér. Á efnisskrá tónleikanna verða frægar söngperlur ásamt lögum sem sjaldnar hafa heyrst. Elísa- bet og Elín eru báðar kennarar við Söngskólann í Reykjavík og hafa komið fram við fjölmörg tækifæri utan skólans. Tónleikamir á Ólafsfirði verða haldnir í Félagsheimilinu Tjam- arborg og heijast klukkan 17.00. Á Akureyri fylla tónlistarkon- umar safnaðarheimili Akureyar- kirkju af fögrum tónum og byrja þær á því á sama tíma á sunnu- dag. ilk 1 SYNINGAR | Ari í Ögra, Ingólfsstræti 3. Kitta | sýnir 20 giísgrímur á veggjum Ara í 1 Ögra. Gallerí Birgir Andrésson, Vestur- götu 20. Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk. Galleríiö er opið kl. 14-18 á fimmtudögum en aöra daga eftir sam- komulagi. Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Harald- ur (Harry) Bilson er meö málverkasýn- ingu sem hann nefnir „Ævintýri an- dans“. Sýningin stendur til 17. nóv- ember og er opið daglega frá kl. 10-17 i og sunnudaga frá kl. 14-17. ÍGallerí Greip, Hverfísgötu 87, Sam- sýning 64 listamanna lýkur 17. nóv- ember. Gallerí Ingólfsstræti 8. Finnski listamaðurinn Pekka Niskanen. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. Benedikt Kristþórsson er með sýningu sem ber yfirskriftina „Kyrralífsteikn- ingar“. Gallerí Jörð, Reykjavíkurvegi 66, Hafíiarfírði. Sigurbjörn Ó. Kristins- son sýnir tússteikningar. Sýningin verður opin mánud.-fóstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16. Gallerí List, Skipholti 50b. Guðrún Indriðadóttir leirlistakona er listamað- ur mánaðarins. Galleríið er opið frá kl. 11-18 alla virka daga og frá kl. 11-14 á laugardögura. Gallerí Listakot, Laugavegi 70. Sýning Margrétar Guðmundsdóttur „Haustsýning". Sýningin stendur til 18. nóvember og er opin virka daga frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 10-14. Gallerí Míró, Fákafeni 9. Ingó er með einkasýningu á ljósmyndum. Sýn- ingin er opin á verslunartíma og stendur til 22. nóvember. Gallerí Smíðar & skart, Skóla- vörðustíg 16a, Nú stendur yfir kynn- ing á speglum Kristínar Þóru Guð- bjartsdóttur og stendur hún til 28. | nóvember. Gallerí Sævars Karls. Ivar Török er með verk sín til sýnis. Galleríið er opið frá kl. Hh-18 virka daga. Gallerí Umbra, Amtmannsstíg 1, Finnska myndlistarkonan Sari Tervaniemi og stendur hún til 21. nóv. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga frá 14-18. Hlaðvarpinn, Vesturgötu 3. Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona er með sýninguna „Tehús“. Sýningin stendur til 5. desember. Sýningin er opin á laugardögum milli 14 og 17. Höfðaborgin, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Anna Jóa stendur fyrir málverkasýningu í Höfðaborg- inni. Opið daglega kl. 14-18 til 24. nóvember. Jómfrúin, Lækjargötu 4. Dilli sýnir „portrett-myndir". Sýningin stendur til 21. nóvember. Opið frá kl. 11-19. Kaffí Mílanó, Faxafeni 11. Alda Ár- manna Sveinsdóttir heldur sýningu á verkum sínu. Sýningin stendur yfir í nóvember og desember. Kjarvalsstaðir. Nú stendur yfir sýn- ing á málverkum og skúlptúrum Matta. Sýningin er’opin daglega frá kl. 10-18. Austursalur. Sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Sýningin stendur til 22. desember. Listasafn Akureyrar. Sýning Þor- valds Þorsteinssonar, Eilíft líf, stendur yfir og stendur til 24. nóvember. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 14-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7. Sýning Edvard Munchs verður opnuð 9. nóvember og stendur hún fram til 19. janúar 1997. Sýning á verkum Ás- gríms Jónssonar er í Listasafni ís- lands. Sýningin stendur til 1. des. Listasafn Kópavogs. Hrólfur Sig- urðsson listmálari, Sigrid Valtingojer sýnir grafíkmyndir og Gunnar Árna- son sýnir lágmyndir og skúlptúra. Sýningarnar standa til 10. nóvember og eru þær opnar alla daga nema mánudaga frá 12 til 18. Listasafn Siguijóns Ólafssonar, Laugarnesi. I Listasafni Sigurjóns stendur yfir sýning á völdum verkum hans. Opið er laugardaga og sunnu- daga milli kl. 14 og 17. Listgallerí. Guðrún Lára Halldórs- dóttir kynnir verk sín. Kynning á verkum hennar til 28. nóvember. Listhús 39, Strandgötu 39, Hafnar- fírði. Sigríður Ágústsdóttir sýnir handmótaða reykbrennda leirvasa Sýningin stendur til 11. nóvember. Listhúsið í Laugardal, Engjateigi 17. Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjöfn Har. Galleríið er opið virka daga kl. 13-18 og laugar- daga kl. 11-14. Mokkakaffí Jón M. Baldvinsson list- málari er með málverkasýngu og stendur hún til 5. desember. Norræna húsið. Sýning á olíumál- verkum eftir Margréti Jónsdóttur. Sýningin stendur til 10. nóv. og verður opin daglega kl. 14-19. Margrét Jóns- dóttir sýnir málvek sín til 10. nóv. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b. Stein- grímur EyQörð og Margrét Sveinsdótt- ir. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 17. nóvember. Sjónþing, Hverfísgötu 12. Sýning á nýjum verkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Sýningin stendur til 10. nóvember. Skruggusteinn, Hamraborg 20a. Skruggurnar með samsýningu. Opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-16 og kl. 12-18 sunnudaga. Sýn- ingin stendur til 10. nóvember. Studio Bubba, Hringbraut 119, Rvík. Bubbi, skúlptúr, Chris Sayer, grafík, Jóhann G. Jóhannsson, vatns- litur, og Sigurður Vilhjálmsson, olía, hafa sýningu á verkum sínum. Sýning- in stendur til 10. nóv. Opið daglega kl. 14-18, sunnud. 14-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.