Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Blaðsíða 12
26 lyndbönd MYNDBJim öíiej'iíiY. Bottle Rocket ★★★ Misheppnaðir glæpamenn Bottle Rocket er vægast sagt sérstök mynd. Hún seg- ir frá félögunum Anthony, Dignan og Bob, sem reyna í sameiningu að ná árangri í lífinu sem glæpa- menn. í upphafi myndarinnar kemur Anthony út af geðveikrahæli, þar sem hann hefur verið í meðferð vegna þunglyndis. Á móti honum tekur félagi hans, Dignan, en fljótlega kemur í ljós að hann er sennilega mun ruglaðri í kollinum en Anthony. Dignan er búinn að skipuleggja lif þeirra næstu 50 árin. Eftir að hafa verið rekinn úr starfi í garðyrkjufyr- irtæki manns, sem hann telur einnig vera bófaforingja, er hann orðinn staðráðinn í að öðlast virðingu hans á ný með því að feta glæpabraut- ina. Saman byrja þeir félagamir á því að ræna hús Anthonys og fá síðan Bob sem bílstjóra. Bob er ekki eins einbeittur og þeir félagar og hugsar mest um að öðlast viðurkenningu eldri bróður síns, sem notar Bob eins og gólfþurrku. Fljótlega minnkar áhuginn einnig hjá Anthony þegar hann á flóttanum hittir hótelþemu nokkra frá Venesúela og verður ást- fanginn. Leiðir félaganna skilja en að lokum koma þeir saman til að fremja eitt rán enn undir leiðsögn garðyrkjustjórans, sem er ieikinn af James Caan. Þessi mynd er vináttusaga í iéttum dúr, og alls ekki spennumynd, þótt glæpir séu mikið í forgrunninum á myndinni. Leikar- amir ungu standa sig stórkostlega og lifa sig mjög vel inn í persónum- ar. Myndin er afar uppfinningasöm og skemmtileg allan tímann og end- irinn passar vel við söguna, sérstaklega em öriög Dignans skemmtileg, en þótt hlutimir hafi ekki farið eins og hann ætlaðist til, virðist hann hæstánægður og í raun hafa náð aðalmarkmiðum sínum. Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: Wes Anderson. Aöalhlutverk: Luke Wilson og Owen C. Wilson. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ The X-Files: The Master Plan Óútskýranleg fyrirbrigði ★★ The X-Files eru með vinsælustu sjónvarpsþáffúm. I þeim rannsaka FBI-fu!ltrúamir Fox Mulder og Dana Scully ýmiss konar yfímáttúruleg fyrirbrigði, þ.e. Fox Mulder rannsakar það sem hann heldur að séu yfimáttúruleg fyrirbrigði og Dana Scúlly reynir að viðhalda vísindafegum sjónarmiðum og aðferðmn og útskýra fyrirbrigðin visindalega. Þessi mynd er sam- sett úr tveimur slíkum þáttum, Talitha Cumi og Her- renvolk, og nefnist sameinuð afurðin Master Plan. Undirritaður hefur sosum ekki séð neinn urmul af þessum þáttum, en sérfræðingar frdlyrða að þættim- ir hafi þynnst allnokkuð út með tímanum, sem ætti ekki að koma á óvart. Söguþráðurinn er orðinn ansi ólíkindalegur, Mulder og ScuUy eru ekki lengor að rannsaka einstök fýrirbrigði, heldur eru orðin flækt í dularfúUt alheimssamsæri, sem virðist ganga út á ein- hverja nýlendustefnu geimvera á jörðinni, og meira að segja ríkjandi stjómvöld í Bandaríkjunum eiga að vera eitthvað flækt í málið. Enn fremur em gefnar vísbendingar um að Fox Mulder eigi að leika eitthvað stórt hlutverk í samsærinu og sé samsærisfólkinu mikilvægur. Með þvi að skeyta tveimur þáttum saman er reynt að búa tU kvikmynd úr þeim, en andrúmsloftið er engu að síður mjög í anda sjónvarpsþátta. Efnið er svona með skárra móti, af sjónvarpsefni að vera, en þættimir koma víst í sjónvarpinu einhvem tímann í vetur. Á eftir þáttunum er örstutt viðtal við höfund þáttanna, Chris Carter. Útgefandl: Skífan. Lelkstjóri: R.W. Goodwin. Aöahlutverk: David Duchovny og Gillian Anderson. Bandarísk, 1996. Lengd: 91 mín. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. - PJ La Séparation Hjónabandsvandræði La Séparation segir frá hjónakornunum Anne og Pierre, en samband þeirra hefur kulnað og eitt kvöldið tilkynnir Anne að hún sé ástfangin af öðrum manni. Pierre veit ekki hvemig hann á að meðhöndla ástandið og reynir að byrgja það inni, en smám saman missir hann stjóm á af- brýðiseminni og reiðinni. Að lokum fær Anne nóg og Pierre missir konu sína, barn og hús. Myndin skiptisf að mestu á miUi atriða þar sem hjónakomin nöldra hvort út í annað og atriða þar sem Pierre grætur utan í öxlina á vinafólki sínu. Leikstjórinn virðist ekki hafa mikið vit á kvikmyndalist, því það em nánast engin stUbrögð að fmna í myndinni og því aðeins þurr frásögnin sem á að finna athygli áhorfandans, sem er vonlaust mál með jaöi óspennandi söguþráð og raun ber vitni. Persón- umar em of leiðinlegar tU að ná að vinna einhverja samúð, svo manni er nákvæmlega sama hvað inn þær verður og hvemig leysist úr vandan- um. Ég hélt að sænsku vandamálamyndimar væm útdauðar en Frakkar virðast ætla að endurvekja þær, en án þess að bæta neinu við. La Séparation er nauðaómerkUeg mynd og nær í sína einu stjömu út á góða ffammistöðu aðaUeikaranna. Daniel AuteuU virðist því miður harð- ákveðinn í því að feika eingöngu í leiðindamyndum, eins og sést t.d. á hinni ömurlegu Un Coer en Hiver, sem er einhver leiðinlegasta mynd sem undirritaður hefur séð. IsabeUe Huppert hefúr sennUega meiri metnað, aUa vega var hún í aðalhlutverki í Amateur, ágætri mynd eftir Hal Hartley sem sýnd var á nýafstaðinni kvikmyndahátíð. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Chrístian Vlncent. Aöalhlutverk: Daniel Auteuil og Isa- belle Huppert. Frönsk, 1994. Lengd: 92 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ Normal Life Sjálfseyðingarhvöt ★★Á Hér segir frá lögreglumanninum Chris Anderson sem hittir draumastúlkuna sína á bar eitt kvöld. Eftir stutt tilhugalíf giftast þau en fljótlega kemur í ljós að eigin- kona hans ræður ekkert aUtof vel við eiginkonuhlut- verkið. Við höfúm séð nokkrar svona kvenpersónur í kvikmyndum undanfarin ár (Mad Love, Betty Blue o.s.frv.), rosalega sexí og faUegar stúlkur sem elska kaUana sína ofúr heitt, en eru því miður Ula geðbUað- ar. Auk þess að hafa litla stjóm á elskuimi sinni á Chris erfitt í vinnunni vegna of mikUlar samvisku- semi og er að lokum rekinn. TU þess að redda fjár- hagnum fer hann að ræna banka og eftir að hafa safnað dágóðri summu af peningum setur hann á fót bókabúð. Eiginkonan er hins vegar orðin háð hasamum og krefst þess að þau haldi áfram bankaránunum og það endar að sjálfsögðu eins og það hlýtur að enda. Myndin kemur nokkuð á óvart. Luke Perry og Ashley Judd gera hlutverkum sínum nokkuð góð skU, sérstaklega Ashfey Judd, sem virkar smástelpuleg í byrjun en eldist um mörg ár 1 þunglyndisköstum persónunnar. Luke Perry er kannski ekki mjög merkUegur leikari, en passar mjög vel í hlutverkið sitt - hæfi- lega heimskulegur og hrokafuUur. AUa vega nær sagan að halda athygl- inni nokkum veginn aUan tímann, þótt endirinn sé fyrirsjáanlegru'. Útgefandl: Sanvmyndbönd. Leikstjórí: John McNaughton. Aöalhlutverk: Luke Perry og Ashley Judd. Bandarísk, 1996. Lengd: 98 mín. Bónnuö bórnum yngri en 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI j VIKA iSkBBSS vikur ; Á LISTAj J TITILL J ÚTGEF. j "7"'i •' ••'■ ! TEG. j j 1 j 2 i 2 í 12 Monkeys 1 CIC-Myndbönd 1 Spenna 2 i 1 j 3 5 Broken Arrow Skífan ■ j Spenna 3 1 N* i 1 i: Birdcage Warner -myndir j Gaman 4 ; 4 ) J 3 j J Grumpier Old Men Warner -myndir Gaman J 5 7 3 j C 1 I 5 J Get Shorty J • Warner-myndir j Gaman 6 5 11 ~ . . j {' 2 i - - 1 ‘ Up Close And Personal J ... - Myndform i Drama 7 r 7 j 4 j Sudden Death J ClC-myndbönd J Spenna 1 8 6 Í 6 -j 1 Casino . ---- - ■■■-'• ..•-■■ ) j ClC-myndbönd J Spenna i 9 i 8 i 9 i 2 BarbWire j Háskólabíó 1 Spenna 10 i j j 3 j örc-:: • J Virtuosity i... ClC-myndbönd ■ ' ■ > 'WB&Sm j Spenna 11 i n 1 7 1 j * J Dead Mann Walking Háskólabíó i Drama 12 ! Ný :r -j j 1 ! j j Things To Do In Denver... J WIMSBSfi 1 Skrfan t '• Spenna 13 i 10 ' 4 í Sense & Sensebility J j Skrfan j Drama 14 14 ; s | CityHall . II ji»- • Skífan j&ggjllllg Spenna j £Í>9£k J Gaman i - 15 15 i 6 í : Apaspil J Skrfan 16 ^j i 13 ! 1» Heat i Warner-myndir J j Spenna 17 i 12 J 7 \ { 2 J J *' Father of the Bride 2 Sammyndbönd j Gaman 18 20 Mighty Aphrodite Skrfan j J Gaman HWB 19 17 1 7 1 j ' J Thin Line Between.. { Myndform j Gaman 20 |Jg||§jjg|j|g|j ; 16 J * j 4 ; Screamers 1 Myndform j 1 Spenna Framtíðartryllirinn 12 Monkeys og Broken Ar- row hafa sætaskipti þessa vikuna. Íí þriðja sæti er svo gamanmyndin Birdcage en hún náði óhemju vinsældum í Bandaríkjunum og átti samleikur þeirra Robins Williams og Nathans Lane ekki lítinn þátt í því. Hér á myndinni sjást þeir í hlutverkum sínum. Aðeins ein önnur ný mynd er á myndbandalistanum, Things to Do in Denver when You’re Dead sem er nokkuð sér- stök sakamálamynd með mörgum úrvalsleikur- um, þar á meðal Andy Garcia og Christopher Walken. 12 Monkeys Bruce Willis og Brad Pitt Bruce Willis leik- ur mann að nafni Cole sem finnst sturlaður og er sendur á geðveikra- hæli. hann segist vera frá árinu 2035 og hafi verið sendur til að koma í veg fyrir útbreiöslu á veiru sem eigi eftir að eyða nær öllu lifi innan nokkurra vikna. Þótt fáir trúi honum tekur geð- læknirinn Kathryn eftir því að ýmislegt styður það að Cole sé að segja sann- leikann. Framvind- an verður svo æ dularfyllri og það verður ekki auðvelt fyrir Cole að leita að uppruna veirunnar. Broken Arrow John Travolta og Christian Slater Vic er einn besti fLugmaður banda- ríska hersins og einn af fáum sem stjóma vél sem ber kjamaodda. í leyni- legri sendifór með slík vopn kemur hins vegar í ljós að Vic er ekki allur þar sem hann er séður. Með honum er flugmaðurinn Riley sem lítur upp til Vics. Sú aðdáun breytist hins vegar í skelfingu þegar vélinni er rænt og Riley verður ljóst að það er Vic sem stendur fyrir rán- inu. Hótar hann sprengingu ef ekki verði farið að vilja hans. The Birdcage Robin Williams og Nathan Lane Félagamir Arm- and og Albert hafa búið saman um ára- bil og saman hafa þeir alið upp son Armands, Val, sem nú er fluttur að heiman. Þegar Val tilkynnir um trúlof- im sína og dóttur þingmanns leggja þeir blessun sína yfir ráðahaginn, en það verður heldur betur handagangur í öskjunni þegar von er á þingmann- inum og eiginkonu hans í heimsókn til tilvonandi tengda- foreldra dóttur þeirra og þing- mannshjónin vita ekki betur en að „móðir“ Vals sé kona. Grumpier Old Men Jack Lemmon og Walter Matthau Það er komið sumar í heimabæ nágrannanna Johns og Max, hlýnað hef- ur í samskiptum nöldurseggjanna, en þá kemur hin íðil- fagra Maria í bæinn og allt verður vit- laust. Hún hefur yf- irtekið beituversl- unina og hyggst breyta henni í ítalskan ristorante. Þetta eru að sjálf- sögðu helgispjöll í augum félaganna sem ákveða að láta sverfa til stáls og koma í veg fyrir fyrirætlanir Mariu en hún er ekkert lamb að leika sér við, eins og þeir komast fljótt að. Get Shorty John Travolta og Gene Hackman Handrukkarinn Chili Palmer er einn sá albesti í fag- inu. Hann er feng- inn til að fara til Las Vegas til að innheimta peninga sem mafían gerir tilkall tíl. í leiðinni er hann beðinn að koma við í Hollywood og inn- heimta smáskuld hjá kvikmynda; framleiðanda. í framhaldi fær Pal- mer mikinn áhuga á kvikmyndabrans- anum og ákveður að hella sér út í hann á fullu. Og hæfileikar hans sem handrukkara koma honum að gagni í kvikmynda- heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.