Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Blaðsíða 10
2« myndbönd
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 B
London til viðræðna og þar
var honum gert það ljós að
hann fengi hlutverkið ef hann
vildi fara í enskunám. Band-
eras fékk aðeins fáeinar vik-
ur til að læra ensku og má
því segja að hann hafi lært
enskuna meðan á kvik-
' myndatökunni stóð enda við-
urkennir hann að hann hafl
lært hlutverkið án þess að
skilja textann.
Sló í gegn
The Mambo Kings, þar sem
Antonio Banderas leikur annan
tveggja bræðra sem stjórna
hljómsveit, fékk góðar viðtökur
og hið suðræna útlit Banderas féll
vel i kramið í Hollywood. Hann
tók sér þó tima til að læra enskuna
áður en hann lék í næstu kvikmynd
sinni vestanhafs. í millitiðinni lék
hann í tveimur spænskum kvik-
Ákvað að gerast leikari eftir að hafa séð
Antonio Banderas fæddist 10.
ágúst árið 1960 í Malaga á Spáni. í
æsku hafði hann mun meiri áhuga
á leikritum en kvikmyndum. Það
sem vakti fyrst með honum áhuga á
leiklist var uppsetning á Hárinu
sem hann sá þegar hann var fjórtán
ára. Þegar hann hafði aldur til inn-
ritaðist hann í leiklistarskóla í
Malaga. Þegar námi lauk flutti hann
til Madríd og réð sig sem leikara við
lítið leikhús. Kvöld eitt eftir sýn-
ingu kom maður til hans og sagði
sig langa til að gera kvikmynd og
hvort hann væri ekki til í að leika í
henni. Maðurinn var Pedro
Almodovar og eftir að hafa leikið í
einni kvikmynd fann Banderas að
þetta var eitthvað sem hann átti
auðvelt með og varð þá ekki aftur
snúið.
Þegar Antonio Banderas flutti
Never Talk to a Stranger lék Antonio
sem Rebecca DeMornay lék.
myndum, en síðan tók við töm í
ameriskum kvikmyndum sem enn
stendur yfir. Fyrst lék hann í hinni
rómuðu kvikmynd Philadelphia,
þar sem hann félí eins og aðrir leik-
arar í skuggann af stórleik Tom
Hanks. En það hafði ekkert að
segja, tilboðin streyndu til hans og
peningaupphæðimar sem hann
fékk fyrir hverja mynd hækkuðu og
næstu tvö árin vann hann hvíldar-
Banderas fórnarlamb geöveikrar konu
vestur um haf skildi leiðir hans og
Pedro Almodovars. Segja má að í
stað Almodovars hafi komið Robert
Rodriguez, en saman gerðu þeir De-
sperado og einn hlutann í Four Ro-
oms og svo ætluðu þeir að gera sam-
an kvikmynd um mexikönsku hetj-
una Zorro, en eftir deilur yfirgaf
Rodriguez skútuna, en Banderas ák-
vað að halda áfram og er myndin
enn í undirbúningi. Næst mun sjást
við gerð þessarar myndar og hafa
varla litið hvort af öðm síðan. Eiga
þau orðið eina dóttur sem fæddist á
Spáni, í heimalandi Banderas.
Áður en kom að fæðingu dóttur-
innar vann Banderas eins og óður
væri við kvikmyndaleik. Eftir að
hann lék í sinni fyrstu ensku kvik-
mynd hefur hann á fáum árum leik-
ið í tug mynda. Er skemmst að
minnast Never Talk to a Stranger,
Assassins, Desperado, Miami
Rhapsody, Four Rooms og Intervi-
ew with a Vampire, en allar þessar
kvikmyndir hafa verið sýndar hér á
landi í kvikmyndhúsum á innan
við tveimur árum. Það þarf því eng-
an að undra að hann skuli vera
mikill vinnuhestur. Og þegar litið
yfir feril hans frá því hann lék í
sinni fyrstu kvikmynd árið 1982
hefur hann leikið í meira en fjöru-
tíu kvikmyndum, að meðaltali
þremur á ári.
Samstarf við Almodovar
Antonio Banderas varð fljótt
Antonio
Banderas
leikur eitt aö-
alhlutverkið
í Two Much,
sem er ofar-
lega á mynd-
bandalistan-
um þessa
vikuna. í
henni leik-
ur hann á
móti eigin-
konu sinni
Melanie
Griffith og
kynnt-
þekktur leikari i heimalandi sínu í
gegnum samstarf sitt við Pedro
Almodovar, en hann lék í öllum
fyrstu kvikmyndum hans. Þar er
minnisstæðust Kona á barmi
taugaáfalls. Á Spáni var Banderas
orðinn eftirsóttasti leikarinn þegar
frægðarsólin beindist óvænt að
honum við það að Madonna lét hafa
eftir sér í kvikmynd sinni In Bed
with Madonna að hann væri sá sem
hún vildi sænga hjá. Allt í einu
varð hann ekki aðeins eftirsóttur í
heimalandi sínu heldur fóru nú til-
boðin að streyma til hans frá
Bandaríkjunum. í In Bed with
Madonna sést Madonna ræða við
Banderas smástund. Síðar viður-
kenndi Banderas að hann hefði
varla kunnað stakt orð i ensku þeg-
ar samtalið fór fram.
Fyrsta alvörutilboðið frá Banda-
ríkjunum var að leika í kvikmynd-
inni The Mambo Kings. Banderas
sendi svar um að því miður gæti
hann ekki tekið að sér hlutverkið
vegna þess að hann kynni ekki
ensku. Hann var samt boðaður til
Antonio Banderas ásamt eiginkonu sinni Melanie Griffith í Two Much.
laust eða þar til ástin blossaði upp
á milli hans og Melanie Griffith.
Þegar leik lauk í Philadelphiu lék
hann í House of Spirit, kvikmynd
sem féll í kramið hjá Evrópubúum
en kolféll í Bandaríkjunum. Vinsæl-
ustu kvikmyndir Banderas hingað
til hafa verið Interview with a
Vampire, Desperado og Assassins.
til Antonio Banderas um jólin i
Evitu, kvikmynd sem beðið hefur
veriö lengi eftir. Þar leikur hann á
móti Madonnu sem átti ekki lítinn
þátt í að gera hann heimsfrægan og
er talið að Evita sé vendipunktur
fyrir Madonnu hvort hún eigi ein-
hverja möguleika í kvikmyndum.
Hingað til hefur ekki borið mikið á
leikhæfileikum hjá henni. -HK
lék í sinni fyrstu ensku myna
Á Spáni var Antonio Band-
eras orðinn eftirsóttasti
leikarinn þegar frægðarsól-
in beindist óvænt að hon-
um við það að Madonna
lét hafa eftir sér í kvik-
mynd sinni In Bed with
Madonna að hann væri sá
sem hún vildi sænga hjá.
SPOLAN
I TÆKINU
Njörður Jóhannsson:
Birdcage. Hún var allt í lagi.
Þórir Bjarnason: La Frontera,
ég sá hana í spænskutíma. Hún
er mjög góð.
James Bond: The Living
Daylights. Hún var skemmtileg,
Bond klikkar aldrei.
i