Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 T>V
zo gifíi helgina
VEITINGASTAÐIR
A. Uansen Vesturgötu 4, Hf., sími
565 1693. Opið 11.30-22.30 alla daga.
A nœstu grösum Laugavegi 20, sími
552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d„
18-22 sd. og iokað ld.
Amigos Tryggvagötu 8, sími 511
1333. Opið 17.30-22.30 virka daga og
sd, 17.30-23.30 fd.ogld.
Argentína Barónsstíg lla, sími 551
9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Asía Laugavegi 10, sími 562 6210.
Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„
11.30- 23.30 fd. og ld.
Askur Suðurlandsbraut 4, sími 553
8550. Opið 11-22 sd.-fid„ 11-23.30 fd.
ogld.
Banthai Laugavegur 130, sími 552
2444. Opið 18-22 mán. til fim. og
18-23 fös. til sun.
Café Opera Lækjargötu 2, sími 552
9499/562 4045. Opið 18-1 fd. og ld„
11.30- 1 v.d.
Caruso Þingholtsstræti 1, sími 562
7335. Opið sun.-fim. 11.30-23.30. Fd.
og ld. 12.-2.
Carpe Diem Rauðarárstíg 18, sími
562 3350. Opið 11-23 alla daga.
Hard Rock Café Kringlunni, sími
568 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„
12-23.30 sd.
Hornið Hafnarstræti 15, sími 551
3340. Opið 11-23.30 alla daga.
Hótel Borg Pósthússtræti 11, sxmi
551 1440. Opið 8-23.30 alla daga.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími
552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30
v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og ld.
Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflug-
velli, sími 552 2322. Opið í Lóninu
0-18, í piómasal 18.30-22.
Hótel Oðinsvé v/Óðinstorg, sími 552
5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15
og 18-23.30 fd. og ld.
Hótel Saga Grilíið, sími 552 5033,
Súlnasalur, sími 552 0221. Skrúður,
sími 552 9900. Grillið opið 19-22.30
alla daga, Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður
12-14 og 18-22 alla daga.
Humarhúsið Amtmannsstíg 1, simi 561
3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og sd.
Italía Laugavegi 11, sími 552 4630.
Opið 11.30- 23.30 alla daga.
Jónatan Livingston Mávur
Tryggvagötu 4-6, sími 561 5520. Opið
17.30- 23 v.d„ 17.30-23.30 fd. og ld.
Kínahofið Nýbýlavegi 20, sími 554
5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„
ld. og sd.
Kína-húsið Lækjargötu 8, sx'mi 551
1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„
17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd.
Kínamúrinn Laugavegi 126, sími
562 2258. fd„ ld„ sd. 11-23. má.-fi.
11-22.00.
Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2,
sími 551 1855. Opið 10-01 sd.-fi. og
11-4)3 fd. og ld.
Kringlukráin Kringlunni 4, sími 568
0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld.
Lauga-ás Laugarásvegi 1, sími 553
1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar.
La Primavera Húsi verslunarinnar,
sími 588 8555. Op. 12.00-14.30,18-22
v.d„ 18-23.00 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd.
Las Candilejas Laugavegi 73, sími
562 2631. Opið 11-24 alla daga.
Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími
551 4430. Opið mán.-miðvd.
11.00-23.30, fim.-sd. 11.00-0.30.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími
562 1988. Opið 11.30-23.30 alla daga.
Marhaba Rauðarárstíg 37, sími 662
6766. Opið alla daga nema md.
11.30- 14.30 og 17.30- 23.30.
Naustið Vesturgötu 6-8, sími 551
7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14
og 18-03 fd. og ld.
Opera Lækjargötu 2, sími 552 9499.
Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Notre Dame efri hœð Ingólfskaffl,
Ingólfsstræti, sími 896 4609. Helgar
frá kl. 18.
Pasta Basta Klapparstíg 38, sími
561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til
I. 00 og um helgar til 3.00.
Perlan Öskjuhlíð, sími 562 0200.
Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Potturinn og pannan Brautarholti
22, sími 551 1690. Opið alla daga
11.30- 22.
Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9,
sími 588 0222. Opið alla daga frá kl.
II. 30.-20.30. nema Id. frá 11.30.-16.
Lokað á sunnudögum.
Samurai Ingólfsstræti la, sími 551
7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23.
Siam Skólavörðustíg 22, sími 552
8208. Opið 18-22 v.d„ 18-22.30 fd. og
ld. Lokað á md.
Singapore Reykjavíkurvegi 68, sími
555 4999. Opið 18-22 þd.-fimmtud.
18-23 fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, sx'mi 651 6513.
Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd.
Sjö rósir Sigtúni 38, sími 588 3550.
Opið 7-23.30 alla daga.
Skólabrú Skólabrú 1, sími 562 4455.
Opið frá kl. 18 alla daga. Opið í hádeg-
inu.
Steikhús Harðar Laugavegi 34, sími
551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„
11.30- 23.30 fd. og ld.
Thailand Laugavegi 11, sími 561
8111 og 551 7627. Opið 18-22 alla daga.
Tilveran Linnetsstíg 1, sími 565
5250. Opið 11-23 alla daga.
Veitingahúsið Esja Suðurlands-
braut 2, sími 568 9509. Opið 11-22
alla daga.
Verdi Suðurlandsbraut 14, sími 581
1844. Opið md.-fd„ 11.30-22 og
fd.-sd. 11.30-23.
Vxð Tjörnina Templarasundi 3, sími
551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30
md.-fd„ 18-23 ld. og sd.
Viðeyjarstofa Viðey, sími 568 1045
og 562 1934. Opið fimmtud - sunnud.
Kaffistofa opin 14-17. Veitingasalur
opinn 18-23.30.
Vitabar Bergþórugötu 21, sími 551
7200. Opið 15-23.30 v.d„ 12-02 aðra.
Nýjasta verk Úlafs Hauks Símonarsonar frumsýnt:
Fólk skellihlær og grætur
- segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri
Kennarar óskast heitir
nýjasta leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar og í kvöld
verður það frumsýnt á stóra
sviði Þjóðleikhússins. Um er
að ræða alvarlegt og dramat-
ískt verk með hnyttnum texta
og skrautlegum persónum.
„Einkenni Ólafs er að þó
hann fjalli um alvarleg mál
gerir hann það á þann hátt að
áhorfendur skellihlæja en
gráta kannski um leið. Það er
kannski þess vegna sem hann
nær svona vel til almenn-
ings,“ segir Þórhallur Sig-
urðsson en hann er leikstjóri
verksins.
Tvö verk Ólafs
Hauks á stóra svið-
inu
Verk Ólafs Hauks falla svo
sannarlega vel í kramið hjá
landanum. Til marks um það
má geta þess að nú hafa
hvorki meira né minna en
þrjátíu þúsund manns séð
Þrek og tár en leikritið hefur
verið sýnt á stóra sviðinu í
rúmt ár. Ólafur Haukur hefur
því afrekað það að vera höf-
undur tveggja leikrita sem
sýnd eru á stóra sviði Þjóð-
leikhússins i einu. Það mun
vera einsdæmi.
Ólafur Haukur skrifaði
einnig leikritin Bílaverk-
stæöi Badda, Hafið og Gaura-
gang en þau nutu ekki síður
vinsælda áhorfenda. Öll þessi
verk hafa verið sett upp und-
ir stjóm Þórhalls.
„Átta sinnum hef ég sett
upp verk eftir Ólaf og við
vinnum vel saman viö þau.
Ólafur er viðstaddur allar æf-
um leið
ingarnar og verkið tekur sí-
felldum breytingum á æf-
ingatímanum. Viö héldum
þannig áfram allan tímann
að vinna að sýningunni.
Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt en það er alltaf
sérstaklega gaman að vinna
með nýtt, íslenskt verk,“
segir leikstjórinn.
Borgarbúar og
sveitamenn
„í þessu verki er fyrst og
fremst fjallað um fólk í litlu
samfélagi úti á landi.
Ákveðniratburðir koma upp
á yfírborðið þegar fólk að
sunnan kemur til að kenna í
skólanum. Þeir sem fyrir
era í plássinu þurfa þar af
leiðandi að endurmeta stöðu
sína. Ólafur fjallar hér um
fólk og viðbrögð þess við því
sem upp kemur i verkinu,“
segir Þórhallur.
Leikendur í Kennurum
óskast eru þau Sigrún Edda
Bjömsdóttir, Þröstur Leó
Gunnarsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Örn Ámason,
Hjálmar Hjálmarsson, Gunn-
ar Eyjólfsson og Harpa Am-
ardóttir.
Þá er bara að skella sér á
frumsýningu í kvöld en
kunnugir halda því fram að
enginn verði fyrir vonbrigð-
um. -ilk
Gunnar Eyjólfsson og Sigrún
Edda Björnsdóttir í hlutverk-
um sínum. Nýi kennarinn
mættur á svæðið og sá gamli
tekur á móti með heitu kaffi.
DV-mynd ÞÖK
Dagur
harmónikunnar
Leikin verður létt tónlist af
flytjendum á öllum aldri í Dans-
húsinu í Glæsibæ við Álfheima á
sunnudaginn. Um er að ræða há-
tíðahöld í tilefni dags harm-
ónikunnar.
Böm og unglingar munu leika
nokkur lög og Stórsveit Harm-
ónikufélags Reykjavíkur líka und-
ir stjóm Karls Jónatanssonar.
Einnig leika Matthías Kormáks-
son (15 ára), Ólafur Þ. Kristjáns-
son, Karl Jónatansson og Sveinn
Rúnar Bjömsson. Að lokum mun
Léttsveit Harmónikufélagsins
leika nokkur lög.
Boðið verður upp á kaffiveit-
ingar og gestum gefinn kostur á
að stíga léttan dans undir dun-
andi harmónikutónlist Léttsveit-
ar H.R.
Það verður sem sagt fjör í
Glæsibæ á sunnudaginn. -ilk
Gefum flöskunni frí í dag
Bindindisdagur - allra hagur.
í dag er Bindindisdagurinn.
Hann er áskorun til allra lands-
manna um að gera daginn að áfeng-
islausum degi. Hann er dagur fjöl-
skyldnanna í landinu þar sem
áfengisneysla er látin víkja fyrir
fjölskylduheill. Hann er auk þess
dagur Scunúðar með þeim sem misst
hafa ástvini sína vegna áfengis- og
annarrar fikniefnaneyslu, bæði í
slysum og með öðrum hætti.
Þeirra verður minnst með blysfór
sem hefst á Hlemmi klukkan 17.30
og lýkur henni á Ingólfstorgi.
Lúðrasveit mun leika fyrir göng-
unni og Helgi Seljan, fyrrverandi al-
þingismaður, mun flytja stutt ávarp
í göngulok. Hópur fermingarbama
tekur þátt í göngunni með blys í
hendi og kærleika í hjarta og munu
þau vafalaust setja sitt mark á blys-
förina. Allir em hvattir til að taka
þátt í göngunni og sýna þannig hug
sinn i verki til þessara mála.
Fjölskylduskemmtun
Á morgun verður svo fjölskyldu-
skemmtun í Vinabæ í tilefni Bind-
indisdagsins. Skemmtunin þar hefst
kl. 14.00 og verður þar margt til
gamans gert. Á dagskrá er leikþátt-
ur, söngur, töframaður og fleira
skemmtilegt. Kynnir verður Mókoll-
ur og mun aðgangur verða ókeypis.
Gefum nú flöskunni frí og helgum
daginn fjölskyldunni og hamingju
hennar en kjörorð Bindindisdagsins
er: Bindindisdagur - allra hagur.
-ilk
Gallsrí Fold:
4! itamenn
með litlar myndir
Samsýning 48 listamanna verður opnuð á morgun í gallerí Fold. Sýn-
ingin nefnist 8 plús 40 gera 48 en átta karlar og 40 konur taka þátt í henni
og sýna litlar myndir. Myndirnar em 170 talsins og hafa hafa ekki verið
sýndar áður. Listamennimir fengu það veganesti að halda stærð mynd-
anna innan ákveðinna marka og stiúa verði þeirra í hóf.
Sýningin mun standa til 8. desember og er opin daglega frá kl. 10.00 til
18.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnudaga frá kl. 14.00 til 17.00.
-ilk
Syngjandi bæjarstjóri
DV, Akranesi:_______________________
Glæsileg skemmtiatriði og létt-
ar veitingar munu einkenna
kvöldið í kvöld í Kirkjuhvoli á
Akranesi. Um er að ræða sérstakt
hátíðarkvöld til styrktar rekstri
Kirkjuhvols. Þeir sem koma fram
eru Hörpusystur, sem syngja
nokkur lög, Valgerður Dan og Þor-
steinn Gunnarsson, sem verða
með leiklestur, og Anna Halldórs-
dóttir og Sólarmegin flytja lög af
nýjum diski. Þá mun Melasveitin,
með Gísla Gíslason í broddi fylk-
ingar, leika nokkur létt lög með
gestasöng en Melasveitin hefur
vakið mikla athygli. Gísli bæjar-
stjóri hefur ekki síður vakið at-
hygli fyrir gítarspil og góðan söng
og það þykir Skagamönnum ekki
amalegt. Bæjarstjóri sem syngur,
spilar og semur gamanvísur er
ekki á hverju strái.