Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
7
DV Sandkorn
Tvö þau frægustu
Tvær fréttir vöktu mesta athygli
í íþróttaheiminum hér á landi í
gær. Önnur var erlend og um þaö
aö Ítalíumeistarar AC Milan hefðu
látiö þjálfara
sinn, Oscar
Washinton
Tabares, fara.
Hin var inn-
lend og um þaö
aö íslands-
meistarar ÍA
heföu látið
þjálfara sinn,
Guöjón Þóröar-
son, fara. Þessi
mál voru aö
sjálfsögöu rædd
manna á meðal
í gær og sýndist sitt hverjum. Áköf-
um aðdáanda Skagamanna í knatt-
spymu var ekki skemmt en sagöi
þó: „Það er merkilegt aö þessi tvö
frægu lið skuli láta þjálfara sína
fara sama daginn. Ætli Skagamenn
séu búnir að ræöa við Tabares?
Sex í Glasgow
Það er alkunna að íslendingar
eru ekki jafn sleipir í tungumálum,
þegar til útlanda er komið, og þeir
vilja vera láta. Víkurfréttir skýra
frá því að þrjá
frúr hafi farið á
dögunum í inn-
kaupaferð til
Glasgow. Áður
en þær lögðu af
stað í inn-
kaupaleiðang-
urinn vildu
þær vita hvað
þær mættu
vera með marg-
ar töskur meö
sér heim i flug-
vélinni án þess
að greiða fyrir það sérstaklega. Þær
sneru sér þvi til skoskrar stúlku
sem sat við afgreiðsluborð í upplýs-
ingum. Sú fyrsta spurði: „Can I
have funm bags?" Sú skoska horfði
á konuna og skildi hana ekki. Sú
næsta gerði betur og spurði: „Five
bag okey?“ og áður en sú skoska
fékk færi á að svara kom sú þriðja
og spurði: „Can I have sex . . . ?“
Lambið orðið að
gemlingi
Enn skal gripið niður i þá góöu
bók Þeim varð aldeilis á í messunni
sem kom út á dögunum. Þar er saga
sem segir frá því að prestur einn
hafi húsvitjaö á
ónefhdum
sveitabæ. Varð
honum tiðrætt
við son bónd-
ans og lagði
það á pilt að
læra og muna
þessa setningu
og segja sér
þegar hann
kæmi næst að
húsvitja: „Sjáið
það guðs lamb,
sem burt ber
heimsins syndir." Þegar prestur
húsvitjaði síðan á bænum ári síðar
spurði hann strák hvernig setning-
in hljóðaði. Svarar strákur rogginn:
„Sjá þann guðs gemling, sem burt
ber heimsins syndir.“ Reiðist þá
prestur og æpir að stráknum: „Þetta
er ekki rétt aulinn þinn.“ „Ja, hafi
það veriö lamb í fyrra," svaraði
strákur, „þá er um gemling að ræða
núna!“
Fösttil eilífðar
Síðustu vikur hafa verið anna-
samar hjá fjárlaganefnd Alþingis
eins og alltaf vill verða þegar unnið
er að lokafrágangi fjárlagafrum-
varpsins.
Ne&din kallar
til sín marga
aðila og þá ekki
síst úr mennta-
málimum, enda
er þar um að
ræða einn af
flárfrekustu
málaflokkum
landsins. Á dög-
unum var Her-
mann Jóhann-
esson i mennta-
málaráðuneyt-
inu á fundi fjárlaganefiidar. Þar
ræddi hann meðal annars um að
minnka ætti útgjöld til skóla á
Sauðárkróki. Þar var við kviku
komið. Séra Hjálmar Jónsson, sem
sæti á í fjárlaganefnd, brást hart
við, stóð fastur á móti hugmyndinni
og sagði það aldrei skyldu verða. Þá
orti Hermann:
Þótt fjárlögin séu flókin bók
fasta reglu má greina þar.
Fjárveiting spm er sett á Krók
situr þar föst til eilífðar.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Athafnamaðurinn Snorri Hjaltason um stöðu mála f Grafarvoginum:
Býðst til að lána borginni hús
fyrir félagsstarf unglinga
meö réttum aðgerðum má bjarga einstaklingum, segir Snorri
Snorri Hjaltason vill margt til vinna aö krökkum í Grafarvogi veröi sköpuö
viðunandi aöstaöa. Hér er hann í verslun sinni, Rimavali, sem flutt var í nýtt
húsnæöi um liöna helgi. DV-mynd Pjetur
„Það tekur okkur sárt þegar við
horfum upp á það að nokkrir ein-
staklingar skuli geta skemmt fyrir
þúsundum, jafnvel heilu hverfun-
um. Uppbyggingin hefur verið gríð-
arleg í Grafarvogi, fjórtán þúsund
manna byggð hefur byggst upp á tíu
árum og það kallar vissulega á
ákveðna spennu hjá unglingum. All-
ir þurfa víst að sanna sig og hugsan-
lega hafa menn sofið á verðinum að
sumu leyti. Þrátt fyrir gott starf hef-
ur einhver hópur gleymst," segir
Snorri Hjaltason, athafnamaður í
Grafarvogi, en hann og kona hans
hafa boðið borginni gömlu Rima-
valsbúðina endurgjaldslaust til þess
að byggja upp aðstöðu fyrir ung-
linga.
Snorri Hjaltason opnaði stóra
verslunarmiðstöð viö Langarima í
Grafarvogi um liðna helgi og þang-
að flutti matvöruverslunin Rimaval,
úr litla húsnæðinu, i margfalt
stærra húsnæði hinum megin við
götuna.
Aðstöðuleysi unglinga
„í búðinni hef ég orðið sterklega
var við aðstöðuleysið sem þessir
krakkar búa við. Þeir hírast héma
við búðina og við hjónin ákváðum
að bjóða borginni húsið til láns með
því skilyrði að þar yrði komið upp
aðstöðu fyrir krakkana. Vonandi
getur borgin lagt fram starfsmann
til þess að sjá um þetta. Húsið er
færanlegt svo að það má setja niður
hvar sem er.“
Ástandið síst verra
Grafarvogsbúar eru að sögn
Snorra ósáttir við hversu mikil um-
ræða hefur spunnist um Rimahverf-
ið og Grafarvoginn i sambandi við
ofbeldi og glæpi. Hann segir það
hafa haft i fór með sér að krakkar af
höfuðborgarsvæðinu í heild hafi
dregist að hverfmu og haldið að þar
væri allt „fjörið".
„Ég er formaður Fjölnis og er með
puttana i hinu og þessu hér í hverf-
inu og ég veit að ástandið er ekki
slæmt héma; ekkert betra en annars
staðar en síst verra. Fólk verður
sjaldnast vart við það sem hér á að
hafa gerst og sjálfur hef ég ekki orð-
ið var við það sem meira að segja á
að hafa gerst í búðinni hjá mér. Ég
veit að við eigum í vanda með örfáa
krakka sem ekki hafa fundið beina
veginn og við verðum að leggja
áherslu á að hjálpa þeim. Við þekkj-
um það af frábæru starfi sem unnið
er í Mótorsmiðjunni að með réttum
aðgerðum má bjarga einstaklingum
og fjölskyldum. Þorrinn fylgir beina
veginum og þessir örfáu einstakling-
ar skemma fyrir honum þegar
hamrað er á því að rót alls ills eigi
upptök sín í Grafarvogi."
Árangur foreldrarölts
Snorri segir foreldra hafa verið
vel meðvitandi um hvað gera þurfi.
Komið hafi verið upp foreldrarölti
til þess að fylgjast með. Hann nefn-
ir landasölu sem eitt af vandamál-
unum sem unnið hafi verið að og
þar hafi lögreglan í Grafarvogi unn-
ið geysigott starf til þess að uppræta
það. Hún sé reyndar bara á vakt á
daginn.
„Við stöndum frammi fyrir alvar-
legu ástandi hér á höfuðborgar-
svæðinu vegna löggæslunnar. Það
varð ég áþreifanlega var við eitt
föstudagskvöldið. Þá var eitthvað
um að vera hér fyrir utan og lög-
reglubíll með tveimur mönnum
kom að. Eftir stutta viðveru var
kallað til þeirra og þeir beðnir að
hraða sér í Breiðholtið. Þá var að-
eins einn bíll á öllu þessu svæði,
Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti. Ég
ætlaði ekki að trúa lögreglumönn-
unum þegar þeir sögðu mér þetta,“
segir Snorri.
Hann segist hvergi annars staðar
vilja búa en í Grafarvogi, friður fæ-
rist yfir um leið og ekið sé yfir Gull-
inbrúna. -sv
Vesturbyggð:
Bæjarstjor-
inn hættur og
meirihlutinn
sprunginn
- nýr meirihluti myndaður 1
Gisli Ólafsson, bæjarstjóri í Vest- samstarf og það var
urbyggð, hefur sagt af sér sem bæj-
arstjóri af persónulegum ástæðum. í
samtali við DV segir hann að vegna
breytinga sem orðið hafa á högum
hans sjái hann sér ekki fært að
gegna embættinu áfram. Hann
muni hins vegar sitja áfram í bæjar-
stjóm.
í gærdag gerðist það síðan að
sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Vest-
urbyggðar slitu meirihlutasamstarf-
inu við Alþýðuflokkinn og hófu
meirihlutasamstarf við F-lista,
óháðra, en bæjarfulltrúi þeirra er
Finnbjörn Bjamason, umboðsmað-
ur íslandsflugs á Bíldudal. Slitin
milli D- og A-lista urðu nokkuð
óvænt því að í samtali við Kristínu
Jóhönnu Björnsdóttur, bæjarfull-
trúa Alþýðuflokksins, í gærmorgun
sagði hún að við tilkynningu Gísla
um afsögn hans sem bæjarstjóra
þann 30. nóv. sl. hefði meirihluta-
samstarf flokkanna ekkert breyst..
„Það var komin þreyta í þetta
Rangt farið með
nafn Ástríðar
Rangt var farið með nafn Ástríð-
ar Thorarensen forsætisráðherra-
frúar í myndatexta í blaðinu í fyrra-
dag. Ástríður er beðin afsökunar á
mistökunum.
gær
gengið 'það
langt að okkur fannst ekki ástæða
til þess að halda því áfram, heldur
að koma á öðru heilsteyptara og
betra samstarfi," sagði Gísli Ólafs-
son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
og fyrrverandi bæjarstjóri Vestur-
byggðar, við DV. G'isli segir að hinn
nýi meirihluti muni á næstu dögum
ganga formlega frá málefnasamn-
ingi og á næsta fundi bæjarstjómar
þann 9. des. nk. verði kosið á ný í
starfsnefndir bæjarfélagsins. Þá sé
nýi meirihlutinn þegar farinn að
svipast um eftir nýjum bæjarstjóra
til að gegna starfinu það sem eftir
lifir af kjörtímabilinu. -SÁ
Mikið af hval
í Eyjafirði
- segir Árni Halldórsson í Hauganesi
DV, Akureyri:
„Elstu menn mima ekki ann-
að eins af hval hér og verið hef-
ur að undanfomu,“ segir Árni
Halldórsson i Hauganesi við ut-
anverðan Eyjafjörð, en mjög
mikið hefur verið um hval í firð-
inum.
Árni segir að hér sé aðallega
um að ræða hnúfubak og hrefhu.
Dæmi eru um að sést hafl til átta
hnúfubaka samtímis og Ámi seg-
ir það daglegt brauð að íbúar í
Hauganesi horfi á hvalina út um
gluggana á húsum sínum.
Þá er einnig mjög mikið um
svartfúgl í firðinum og menn
sem hafa farið eftir honum hafa
verið að fá upp i um 200 fugla á
dag. Bæði fuglinn og hvalirnir
eru í miklu æti en mikið er af
ungloðnu og smásíld i firðinum.
-gk
ARTUNSHOLT OG NAGRENNI
Jólin nálgast - muniö aö panta tímanlega.
Nú er jólatilboö á litun og permanenti.
Hárgreiöslustofa Agnesar Einars
Bleikjukvísl 8-sími 567-3722
IIGRÆNA JOL
— edauwé áw
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
7 0 ára ábyrgð
**■ 7 0 stærðir, 90 - 370 cm
?»■ Stálfótur fylgir
» Ekkert barr að ryksuga
** Truflar ekki stofublómin »» Skynsamleg fjárfesting
h. Eldtraust
Þarf ekki að vökva
n íslenskar leiðbeiningar
>» Traustur söluaðili
o