Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Fréttir Áhöfh Sólfells EA vísaði fiskverðsdeilu til úrskurðamefndar: Undirmönnunum gert að hirða pokann sinn og skipinu lagt - skipverji segir menn rekna fyrir að kæra til úrskurðarnefndar - nefndin dæmdi okkur úr leik, segir útgerðarmaður J ° J ==i SífSan atti að taka við heiði „Það var bara hringt um borð og okkur sagt upp. Mönnum var mjög brugðið því þetta er mjög erfiöur tími núna. Það verður erfítt hjá ein- hverjum um jólin,“ segir skipverji af nótaskipinu Sólfelli frá DalvSk sem sagt var upp fyrirvaralaust í fyrradag. Alls var 10 af 14 skipverj- um sagt upp en áhöfnin hefur und- anfarið átt í stappi við útgerð sína um verð á síld og fór málið til úr- skurðamefndar sjómanna og út- gerðarmanna. Skipið hefúr verið gert út frá Reyðarfirði að undan- fómu en á að fara norður til Dalvík- ur í framhaldi af uppsögnunum. DV ræddi við nokkra skipverja í gær og var þeim mjög bmgðið við þessar aðgerðir útgerðarinnar. Und- irmennimir á Sólfelli verða launa- lausir frá næstu helgi en yfirmenn sem sagt var upp em með nokkrar vikur í uppsagnarfrest. Flestir mennimir eru fjölskyldumenn „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyr- ir mannskapinn og það liggur ekki atvinna á lausu fyrir menn,“ segir annar skipveiji. Viðmælendur DV úr áhöfninni sögðustekki þora að ræða mál þetta undir nafni af ótta við að fá hvergi skipsrúm. Mál áhafnar Sólfells fór fyrir úrskurðarnefndina i endaðan október og hljóðaði úrskuröurinn upp á að skipverjum bæri að fá 11 krónur fyrir kílóið. „Við vomm ekki sáttir við það að vera boðnar 9 krónur og 4 krónur Tíu af fjórtán skipverjum Sólfells hefur veriö sagt upp en áhöfnin hefur undanfarió átt í stappi viB útgerB sina um verB á síld og fór máliB til úrskurBarnefndar. SólfelliB hét áBur Sighvatur Bjarnason VE. DV-myna uu fyrir kílóið. Þegar við sögðum út- gerðarmanninum það og sögðumst ætla með það í úrskuröamefnd þá sagði hann að það væri í lagi með það,“ segir fulltmi sjómannanna. Eftir því sem DV kemst næst var gert samkomulag við áhöfnina fyrir nokkm um að útgerðin greiddi sam- kvæmt úrskurðinum hluta aflans. Aðgerðir ríkisstjórnar i fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum: Fagna mest 65 milljónum til lög- og tollgæslu Síöan átti að taka við „heiðurs- mannasamkomulag" um að lægra verð tæki gildi og þá í trássi við úr- skurð nefndarinnar. Ekki kom þó til þess því nú hefur sjómönnunum verið sagt að taka pokann sinn. Það er Útgerðarfélag Dalvíkinga sem gerir skipið út. „Menn héldu að það fylgdi úrskurðamefndinni eitt- hvert öryggi en síðan kemur bara í ljós að menn em reknir ef þeir vísa til hennar málum,“ segir hann. Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga, staðfesti í samtali við DV að undirmönnum á Sólfelli hefði verið sagt upp störfum. Hann sagði um að ræða 10 menn sem myndu láta af störfum. Hann segir uppsagn- imar afleiðingu af úrskurðamefnd- inni. „Úrskurðamefndin úrskurðaði okkur úr leik. Það var búinn sá kvóti sem tengist skipinu og enginn grundvöllur til að gera út á því verði sem okkur er gert að greiða. Þetta er því bein afleiðing af starfi hennar," segir Valdimar. Hann vildi ekkert tjá sig um það „heiöursmannasamkomulag" sem DV hefur heimildir fyrir að gert hafi verið milli áhafnar og útgerðar. Þá sagði hann að útgeröin hefði greitt samkvæmt úrskurðinum en ekki væri grundvöllur fyrir frekari síldveiðum. Valdimar segir aö skip- inu verði nú lagt fram yfir jól. ___________________________-rt Stuttar fréttir - segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður „Mér finnst skipta mestu að ríkis- stjómin skuli hafa tekið á þessu með jafn umfangsmiklum hætti og raun ber vitni. Kallað hefur verið eftir stefnu lengi og nú liggur hún fyrir. Ég fagna mjög þeim 65 millj- ónum sem bætast strax á næsta ári við til þess að efla lög- og tollgæslu og til þess að efla meðferðarúrræði fyrir ungmenni í áhættuhópum. Þetta er það sem menn hafa talið brýnast," segir Dögg Pálsdóttir hrl. sem fór fyrir tveimur nefndum sem skipaðar vom til þess að skila tillög- um og leggja fyrir ríkisstjórnina. „Þessar tillögur voru unnar í sam- starfi við lögreglu og tollayfirvöld og ég er ekki í nokkmm vafa um að þær eiga eftir að skila árangri," seg- ir Dögg. Stefna ríkisstjómarinnar miðar að því að efla forvamir, einkun þær sem beint er að einstaklingum sem em í áhættuhópum gagnvart notk- un fikniefna, áfengis og tóbaks; að hefta aðgengi bama og ungmenna að efnunum; að auka öryggi al- mennings meö fækkun fikniefna- tengdra brota; að efla andstöðu í þjóðfélaginu gegn notkun bama og ungmenna á fikniefrium, áfengi og Tillögur rfkisstjórnarinnar tll a&gerBa í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum voru kynntar á1 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigBisráöherra, Porsteinn Pálsson dómsmálaráBherra og Dogg Palsdottir h£v ° pQK inum. y tóbaki og síðast en ekki síst að efla meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem orðið hafa fikninni að bráð. Gert er ráð fyrir að stofnað verði Áfengis- og vimuvamaráð sem leysa muni Áfengisvarnaráð af hólmi. Þá hefur verið ákveðið að ganga til samstarfs við Reykjavíkurborg um verkefnið ísland án ólöglegra fikni- efna árið 2002. Loks hefur dóms- málaráðherra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningalögum sem auðvelda á yfir- völdum að taka á fikniefnamálum. -sv Eignir bæti menntun Sjálfstæðismenn í borgarstjóm Reykjavíkur leggja til að 15% tekna af eignasölu fari til að efla þróunarstarf og vísindakennslu í grunnskólunum. Ekki til tölvusmokkur Ríkið getur ekki tekið sér lög- sögu yfir Internetinu. Það er ekki til neinn tölvusmokkur sem það getur sett yfir netið til að verja þegnana, segir Friðrik Skúlason í Degi- Tímanum. Herferð gegn hentifánum Alþjóöa flutningasambandið hefur skipað fulltrúa á íslandi og hefur hann umsjón með hentifá- naútgerð skipafélaga hér á landi. Eimskip er með 10 skip undir hentifánum en eitt undir íslensk- um fána, segir i tilkynningu frá samtökunum. Vilja ekki svara í símann Tveir yfirmenn hjá Slökkvilið- inu hafa afsalað sér yfirmanna- stöðum til að þurfa ekki að svara í síma hjá Neyðarlínunni, segir Alþýðublaðið. Ríkisútvarpiö hf. Ríkisútvarpinu verður breytt hlutafélag og staða útvarpsstjóra lögð niöur samkvæmt frétt í Degi- Tímanum. Þetta er sögö vera nið- urstaða nefndar sem útvarpsstjóri skipaði sl. haust. Þú getur svarað þessari spurningu meö því a& hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Er tekið of vægt á barnaníðingum? Öll skotin foru rétta leið Úrslit leikja í NBA í nótt: New York-Miami.............75-99 Atlanta-Boston............105-95 Cleveland-Toronto..........93-74 Minnesota-Sacramento .... 89-96 Millwaukee-Chicago .... 104-107 Portland-Indiana...........93-98 Golden State-Denver .... 114-99 LA Clippers-Charlotte .... 96-89 LA Lakers-Seattle.........110-96 Júgóslavinn Sasha Danilovic hjá Mi- ami Heat var með hittnina í lagi í Madi- son Square Garden í nótt, öll sjö 3ja stiga skotin rötuöu rétta leiö, alls 21 stig. Shaquille O’Neal var gríðarlega sterk- ur þegar LA Lakers lagði Seattle, skor- aöi 32 stig og tók 16 fráköst. Detief Schrempf gerði 27 stig fyrir Seattie. Barros skoraði 25 stig fyrir Boston en þau dugðu skammt gegn Atianta þar sem Mutombo skoraði 21 stig. Milwaukee hékk í Chicago en Michael Jordan sá til þess aö sigurinn lenti rétt- um megin er hann skoraði 40 stig fyrir Chicago. Indiana sigraði Portiand í jafnri viður- eign. Miller var stigahæstur hjá Indiana með 40 stig en Anderson gerði 29 stig fyrir Portland. Sprewell skoraöi 28 stig fyrir Golden State í auðveldum sigri á Denver. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.