Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Spurningin Hvaö sendir þú mörg jólakort í ár? Björg Skarphéöinsdóttir hjúkr- unarfræðingur: Þau verða mörg. Helga Ösp Jóhannsdóttir hús- móðir: Milli 40 og 50. Eyrún Ósk Friðjónsdóttir hús- móðir: Svona 35, held ég. Páll Þorsteinsson, starfsmaður Slippstöðvarinnar: 40 í ár. Stefán Þorsteinsson, starfsmaður ÚA: Þau verða á milli 30 og 40. Lesendur Barnaníðingar Arnar Sverrisson skrifar: Það berst um þessar mundir ótíð- indafjöld af íslenska kærleiksheim- ilinu. Þjóðin tekur andköf yfir lág- um einkunnum í raungreinum og hver ótíðindahrinan á fætur annarri um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum skellur á okkur í svörtu skammdeginu. Það er vont að vakna upp af værum blundi við fréttir um að bamaníðingar, eins og sumir kalla þá, gangi lausir. í sömu andrá er kallað á refsingu. Við vilj- um hefnd. Kvenfrelsarar, sem hafa verið á góðri leið með að gera kynferðislega ósiðsemi og glæpi gegn bömum að kvenfrelsunarmáli, beina spjótum að „ljóta karlinum". En hér er um fjölskyldu- og þjóðarvanda að ræða fyrst og fremst. Yfirgnæfandi fjöldi ofbeldisseggja rúmast innan fjöl- skyldunnar eða eru nátengdir henni. Rannsóknir granna okkar sýna og að um fimmtungur þjóðar- innar hafi mátt þola kynferðislega áreitni í bemsku. Jafnt karlar og konur. Lengi vel virtust stúlkur vera fleiri meðal fórnarlamba en eftir því sem vísindaleg athyglisgáfa skerpist og aðferðir batna minnkar bilið. Of- beldi gegn drengjum er langvinnara og hrottalegra en gagnvart stúlkum og piltar eiga almennt miklu erfið- ara með að ljóstra upp um ódæðið. Um fjórðungur þeirra er að öllum lí- kindum misnotaður af eldri kyn- bræðrum. Feðurnir em stórtækast- ir en allmargir drengir eru misnot- aðir af karlmönnum úr uppeldis- stéttum. Ódæði kvenna i þessu sam- bandi er torveldara að henda reiður á enda oft falin í sjálfu móðurhlut- verkinu, eins og það hefur skil- greinst. Kynferðisafbrotamenn af báðum „Kynferðisafbrotamenn af báðum kynjum feiast meðal vor í öllum stéttum." kynjum felast meðal vor í öllum stéttum. Oftast hefja þeir feril sinn á unglingsárum eða um miðjan ald- ur. Hópur kynferðisafbrotamanna er margleitur eins og títt er um aðra afbrotamenn. Það væri fagleg kór- villa að sundurgreina þá ekki. Til að mynda er víöáttumunur á ung- lingsstúlku sem tælir barnungan svein til samræðis og afbrotamanni sem endurtekið skelfir og meiðir til frambúðar fjölda bama. I þessu ljósi þarf að hemja refsigleöina. Við vit- um að í mörgum tilvikum mundi fangavist stuðla að frekari óham- ingju. í öðrum tilvikum væri geld- ing nauðsynleg. Á siðustu veraldarráðstefnu um betrun kynferðisafbrotamanna virt- ist það almenn reynsla að fangelsis- vist hefði engan annan tilgang en að refsa eða skapa öryggi. Meðferðar- stöðin i Ósló býður t.d. norskum yfirvöldum lækningu sérhvers af- brotamanns fyrir örfáar milljónir, fyrir minni kostnað en fangelsis- vist. - Aukinheldur ber hún oftar en ekki árangur. Kollhúfulegt dómhús Sigurlaugur Kjartansson skrifar: Nú, þegar hvíti litur vetrarins tekur við af hinum græna lit sem var óvenju tilkomumikill síðasta sumar, er fátt sem minnir á sumar- tímann. - Nema ef vera kynni græni liturinn á spanskgræna kassanum sem vígður var í haust og kallast dómhús Hæstaréttar. Þýskur vinur minn, sem var hér á ferð á dögunum og skoðaði borg- ina, sagði að húsið minnti sig mest á lagerskála Zeppelíufaranna fom- frægu. Honum fannst byggingin kollhúfuleg og spurði: Hvar er hinn þungi tígu- og virðuleiki sem á að prýða hús réttvísinnar? - Hann er ekki til. Gamla Hæstaréttarbygging- in sýnir miklu frekar þennan virðu- leika. Mér varð hugsað til þess hvert ís- lenskir arkitektar hins svokallaða „nútíma-arkitektúrs“ væru að leiða okkur. Eru þeir algjörlega slitnir úr sambandi við gömul og sígild gildi í arkitektúr? Eða eru þeir bara að grínast með okkur? Sjómenn biðja ekki um vorkunn Páll Jóhannesson skrifar: Þetta er opið bréf til Ásu sem skrifaði greinarkom í lesendabréf DV. Á þeim tíma gat ég ekki neitað því að ég fékk tár í augun við að lesa greinarstúfinn þinn. - Ég er hins vegar ekki alveg viss um af hverju ég táraðist en ég hallast helst að því að það hafi verið af því að ég vorkenni þér fyrir þá fáfræði sem opinberaðist við skrif þín. Vegna starfs míns (ég er sjómað- ur, þú skilur) sem gerir það að verk- um að ég les blöðin oft rúmlega mánaðargömul las ég ekki grein þína fyrr en ég var farinn út á sjó aftur. Þegar ég hafði jafnað mig á sjokkinu og þerrað tárin (þú skilur, við getum líka tárast) varð mér hugsað til þess hvers konar mann- eskja það væri sem fullyrti að allir sjómenn væru hátekjumenn, og þeir Þarf að vorkenna þeim? þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 minútan - eða hringið í síma 5000 ifuíli kl. 14 og 16 og eiginkonur þeirra ættu enga vor- kunnsemi skilda. Þetta eru jú há- tekjumenn upp til hópa og hafa allt til alls og rúmlega það (þín fullyrö- ing). - Gaman væri að vita hvað þú starfar. Ég reyndi að gera mér grein fyrir hvað gæti búið að baki skrifum þín- um. Ég tel þó víst að þú sért ekki sjómannskona. Þú getur ekki verið kona sem þekkir aðstöðu sjómanns- konunnar en hikar þó ekki við að skora á alþjóð að vorkenna ekki sjó- mönnum eða sjómannskonum. - Ása, mig langar að benda þér á að sjómenn hafa aldrei beðið um að þeim sé vorkennt, menn vona ein- faldlega að störf sjómannsins og eig- inkonunnar séu metin að verðleik- um. Og, Ása, þar sem ég hef mjög tak- markað pláss til að svara þér verð- ur eitt og annað bíða betri tíma. Þar sem ég veit ekkert um þig get ég ekki dæmt þig eða þína starfsstétt, enda ekki í mínum verkahring, hvað þá að mér liði betur. Þá vil benda þér á að það væri mjög skyn- samlegt áður en þú sest niður og dæmir heila starfsstétt ásamt mök- um þeirra að kynna þér staðreyndir málsins. - Hugsa fyrst og skrifa svo. Börnin heim fyrir jól! Anna Mikaelsdóttir hringdi: Allir landsmenn fylgjast af áhuga með hvernig Sophiu Hansen reiðir af í baráttu sinni fyrir að fá að hitta dætur sínar í Tyrklandi og fá sinn rétt í umsjá þeirra. Ég legg til að í öllum ís- lenskum kirkjum verði þess beð- ið í messum nk. sunnudag að dætur Sophiu fái að koma heim fyrir þessi jóL Ég skora á kirkju- yfirvöld að koma því svo fyrir að bænargjörð verði samræmd í öll- um kirkjunum. Vonin er mikil- væg og sameiginleg bæn styrkir hana. Bömin heim fyrir jól! Konur í opinberum störfum: 9 mánaða fæð- ingarorlof? Gunnhildur skrifar: í Þjóðarsálarþætti nýverið var spurt um hvort rétt væri að kon- ur í tilteknu starfl (sem ég man ekki lengur hvað var) hjá hinu opinbera fengju 9 mánaða fæö- ingarorlof. Þáttarstjórnandinn sagðist ekki vita svarið og ekk- ert við það aö athuga. Undir lok þáttarins kom hann með svar sem hann virtist hafa náð að kló- festa í millitiðmni. Svarið var að fæðingarorlof hinnar tilteknu starfsstéttar væri það sama og annars staðar hjá ríkinu. - Ekk- ert um það hvort það væri 9 mánuðir eða 6. Hin almenna regla á hinum frjálsa vinnu- markaði er 6 mánaða fæðingar- orlof. Á maður að trúa að ríkis- starfsmenn sitji við annað borð? Nektardansinn nú óáreittur Þorbjöm skrifar: Ró virðist hafa komist yfir mannskapinn sem hvað ákafast mótmælti og reitti hár sitt út af nektardansinum á Óðali og fleiri skemmtistöðum hér. Konumar á Alþingi virðast sáttar að kalla og allir aðrir, leikir og lærðir, sýn- ast ekki óánægðir með málalok- in og nektardansinn dunar nú óáreittur fyrir kynþyrsta karla, unga sem gamla, hér á Fróni. Þetta gæti sparað utanlandsferð- ir fyrir suma og þá um leið ómældan gjaldeyri, nema til að greiða erlendu stúlkunum sem dansa, úr því ekki er hægt aö flokka þessa uppákomu undir „íslenskt, já takk“. „Bang“á Bessastöðum? Ólafur Sigurðsson skrifar: Ég tek undir meö leiðara í Mbl. sl. miðvikudag þar sem seg- ir að gjafir til forseta íslands hljóti í flestum tilvikum að vera gjafir til íslensku þjóðarinnar, utan tækifærisgjafir til forseta, að sjálfsögöu. Nýlega voru nú- verandi forseta íslands skenktar svokallaöar „græjur" eða hljóm- flutningstæki af „Bang og Oluf- sen“-gerð úr hendi Danadrottn- ingar. Spuming er ef þessar græjur eru notaðar á Bessastöð- um hvort þær em þá ekki eign embættisins, hafí þær sárlega vantað á staðinn. Hvemig þessu var háttað í tíð fyrri forseta veit ég ekki en nú ætti að vera kom- ið fullkomið „Bang“-tæki á Bessastaði. Shell við Kleppsveg G.Ó. skrifar: Oft er tamara að tala um það sem miður fer en minna um það sem vel er gert. Ég hef átt við- skipti við Shellstööina á homi Kleppsvegar og Langholtsvegar um árabil þar sem þjónustan er með hinni mestu prýði og hjálp- semin fram úr öllu hófi. Fólkinu á bensínstööinni færi ég bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu gegnum árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.