Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 36
ÞrefctMur 1* vinningur ________Vertu inðbúinjn) vinningi @@(20) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FOSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Helgarblað DV: Jólin á götunni Helgarviðtalið er að þessu sinni við Einar Lárus Pétursson en hann hefur átt við áfengis- og fikniefna- vanda að stríða og eytt aðfangadags- kvöldi á götunni. Einar Lárus er á áfangaheimili á Akureyri og hefur náð tökum á lífi sínu. Sagt er frá vöskum kórbömum sem taka að sér að syngja jólakveðj- ur fyrir utan heimili, fjallað er um kynþokkafulla karlmenn og sýndar svipmyndir frá fimmtugsafmæli Hemma Gunn. Menningarumfjöll- unin er að sjálfsögðu á sínum stað, fréttaljós og margvíslegt annað efni. -GHS Dalborgin fékk ekki að fara DV, Akureyri: Dalborg EA, rækjutogari frá Dal- vík, sem átti að halda frá St. John á Nýfundnalandi í gærkvöldi, var meinað að fara þaðan og hafa borist óstaðfestar fregnir um að skipið hafi verið kyrrsett. Skipið átti að fara á veiðar í 2-3 daga en koma síð- an heim fyrir jól eftir langa vera á miðunum í Flæmska hattinum en skipið hefur landað í St. John. Konráð Alfreðsson formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar sagði í morgun: „Það er greinilega eitthvað þama á ferðinni sem þarf að lagfæra, en ég veit ekki nógu mikið um málið til að láta hafa neitt eftir mér um það í fjölmiðlum.“______-gk Fjárlagaumræðan í dag hefst á Alþingi 2. umræða um fjárlagafrumvarpið. Fyrir utan bandormsfrumvarpið verða helstu átakapunktamir um þann niður- skurð og frestun framkvæmda sem ákveðin hefur verið til að draga úr þenslu á næsta ári. -S.dór Fíkniefnalögreglan að upplýsa gríðarstórt flkniefnamál: 20 kíló af hassi tekin og átján manns í haldi Fikniefnalögreglan í Reykjavík er um það bil að leysa gríðarstórt fikniefhamál þar sem lagt hefur verið hald á mesta magn fikni- efna fyrr og síðar. í morgun voru átján manns i haldi eftir „heljar- aðgerðir" gærdagsins - 20,5 kíló af hassi höfðu fundist, tæplega 500 alsælutöfiur, 270 grömm af amfetamín, nokkur hundruð þús- und krónur í peningum og mikið magn af öðrum vamingi sem ver- ið var að henda reiður á í morg- unsárið. Málið hófst með handtöku tveggja Hollendinga, pars sem var aö koma til landsins í fyrra- kvöld með 10 kíló af hassi í far- angri sínum. í kjölfar þessa hófust mjög umfangsmiklar hús- leitir og handtökur fjölmargra ís- lendinga. Björn Halldórsson, yfir- maður fíkniefnadeildarinnar, sagði við DV í morgun að hol- lenski maðurinn, sem er á fimm- tugsaldri, virtist hafa mikil ítök hér á landi og margir sem tengj- ast honum. Parið fékkst úrskurð- að í gæsluvarðhald til 9. janúar og sagði Bjöm að búast mætti við að einnig yrði farið fram á úr- skurð yfir ýmsum úr hópi hinna 16 íslendinga sem einnig sátu í haldi í morgun. Bjöm sagði að allur hans mannafli hefði lagt nótt við dag síðustu sólarhringa vegna máls- ins. Hann vildi ekki upplýsa með hvaða hætti lögreglan hefði fyrst komist á snoðir um þetta um- fangsmikla mál en toUgæslan á Keflavíkurflugvelli hefði vissu- lega fundið hassið á HoUending- unum. Síðan hefði verið farið í ótal húsleitir og framangreindur fjöldi íslendinga handtekinn. Grunur leikur á að fjórir þeirra hafi átt og eða hafi staðið að inn- flutningi á öUu því mikla magni af fikniefnum lagt var hald á eft- ir að Hollendingamir voru hand- teknir. -Ótt Snjómoksturstæki að ryðja snjó af samgönguleiðum í Siglufiröi. Færð á landinu er góð nema á fjaMvegum á Vest- fjöröum. Mokað var í morgun í A-Barðastrandarsýslu og á Dynjandisheiði og athuga átti færð á Hrafnseyrarheiði í dag. Hláka er nú á Norðurlandi, éljagangur og hálka er á Öxnadalsheiði og í Víkurskaröi og spáð er kóinandi veðri. DV-mynd ÞÖK Húsbréfaviðskipti: Grunur um 80 milljóna veðsvik Fasteignasala á höfuðborgarsvæð- inu og nokkrir aðrir aðUar eru grun- aðir um 80 miUjóna króna veðsvik í húsbréfaviðskiptum við Húsnæðis- stofhun frá október í fyrra ffarn á þetta ár. LögfræðideUd stofnunar- innar hefur sent málið tU RLR tU op- inberrar rannsóknar. Um er að ræða 16 húsbréfalán og samkvæmt heim- Udum DV eru þau vegna húseigna um aUt land. í flestum tUvikum vom þetta verðlitlar eignir en verðmæti þeirra á kaupsamningum var hins vegar sagt aUt annað og meira. -bjb Þýfi fannst Lögreglan lagði hald á þýfi í hús- leit í íbúð við FannarfeU í Breið- holti í gær. í íbúðinni fundust tölvur, hljóm- flutningstæki og myndavélar sem tengist líklega fleiri en einu inn- broti. Maður og kona voru handtek- in í íbúðinni og em grunuð um að vera viðriðin þjófnaðinn. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. -RR L O K I Veðrið á morgun: Hvöss norð- austanátt Á morgun snýst hann í hvassa norðaustanátt með kóln- andi veðri um land aUt í fyrra- málið. Sums staðar verður stormur eða rok um landið norðvestanvert. Snjókoma verður um landið norðan- og austanvert en éljagangur á Vestfjörðum þegar líður á dag- inn. Sunnanlands og vestan má einnig gera ráð fyrir éljagangi. Veðrið í dag er á bls. 44 SM0BY ELDHUS með öliu fyrir börnin Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.