Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 helgina 27 Garðar Bjarnar við englamyndir sínar. Nönnukot í Hafnarfirði: Englamyndir í kaffihúsi Myndlistarmaðurinn Garðar Bjarnar Sigvaldason hefur opnað smámyndasýningu á englamyndum í kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnarfirði. Englamyndir þessar sækja uppruna sinn til hefðar við helgimyndagerð í ungverska hluta Rúmeníu en þar málar bændafólk helgimyndir á gler eða pappír. Myndlistarmaðurinn kynntist list þessari fyrir nokkrum árrnn þegar hann var á hjólreiða- ferðalagi um Austur-Evrópu. Sýningin var sett upp þann 1. des- ember og verður opin fyrir gesti kafEihússins fram til 1. janúar. -ingó Ljstcafé, Listhúsið í Laugardal: I takt við heimilis- störfin Myndlistakonan Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir sýnir nú verk sin í tveimur sölum í Listcafé i Laugardalnum. I fremri salnum eru verk unnin í takt við heimilisstörf- in, þ.e. hún þrykkir lit af koparplöt- um á pappír, oftast ímynd þess er hún fæst við í matargerð. Stundmn er notuð matvara í bland við litina, t.d. rúgbrauð, hrisgrjón, pasta o.fl. I innri salnum eru stærri verk, dúk- ristur á pappír. Verkin eru frá ár- inu 1987 til dagsins í dag. Magdalena lauk námi frá grafik- deild Myndlista- og handíðaskólans árið 1984 og er þetta 12. einkasýning hennar. Hún hefur jafnframt tekið þátt í yfir 50 samsýningum víða um heim, t.d. í Japan, Þýskalandi, Dan- mörku og í Bandaríkjunum. -ingo Sigurdís Arnarsdóttir. Jólabókaflóð Sigurdísar „Bækur Sigurdísar" kallast vinnustofusýning Sigurdísar Arn- arsdóttur að Laugavegi 53b sem stendur í desember. Á henni gefur að líta jólabókaflóð listakonunnar, fjölmörg verk unnin úr og á bækur. Sigurdís er Vestmannaeyingur sem nam við Myndlistarskólann á Akureyri 1989-1994. Hún hefur hald- ið fjölmargar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum innan lands og utan á síðustu árum. Sýningin er opin alla daga og verkin eru til sölu á vægu verði. -ingo Kammersveit Reykjavíkur: Jólatónleikar í Áskirkju Næstkomandi sunnudag, þann 22. desember mun Kammersveit Reykjavíkur halda jólatónleiká í Ás- kirkju kl. 17. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „Bach og synir“ en á efnis- skránni er Sinfónía í D-dúr Wq 183 eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Kvintett í D-dúr op. 11 nr. 6 eftir Jo- hann Christian Bach, Konsert í D- dúr BWV 1064 fyrir 3 fiðlur og kammersveit og Brandenbúrgar- konsert nr. 1 í F-dúr BWV 1046 eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi og einleikari á tónleik- . r'. unum er hinn þekkti fiðluleikari og stjórnandi, Roy Goodman, en hann hefur verið mikilvirkur í hinni miklu vakningu á flutningi barokktónlistar sem orðið hefur í heiminum undanfarin 15 ár. Aðrir einleikarar á tónleikum Kammer- sveitarinnar eru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir óbóleikaramir Daði Kolbeinsson, Eydís Franzdóttir og Peter Tompkins og homleikaramir Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson. -ingo Brúðuleikhúsið gefur fólki kost á að slaka örlítið á í jólaundirbúningnum. Brúðuleikhús á Sóloni Leikhúsið 10 fmgur og kaffihúsið ' Sólon íslandus standa fyrir brúðu- leikhúsi fyrir bömin á Sóloni sunnudaginn 22. desember og mánu- daginn 23. desember (á Þorláks- messu) kl. 15 og 17. Brúðuleikhús Helgu Amalds mun flytja „Jólaleik" sinn þar sem Leið- indaskjóða segir söguna af fæðingu frelsarans með hjálp bamanna og leikbrúða sem gæjast upp úr jóla- pökkunum hennar. Sýningin tekur um 40 mín. og er miðaverð kr. 600. -ingo Háteigskirkja á sunnudagskvöld: Aðventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju verða að þessu sinni sunnudag- inn 22. desember kl. 20.30 en und- anfarin ár hafa margir brotið upp eril jólaföst- unnar og undir- búið komu jól- anna með því að hlýða á söngvana. Tekið verður á móti kirkjugest- um með lúðra- hljómi, blásara- kvintett leikur íslensk og tékk- nesk jólalög af svölum kirkjunnar áður en eig- inleg dagskrá hefst. Fjölbreytt aðventu- og jólatónlist verð- ur flutt af ein- söngvurum, hljóðfæraleik- urum, barnakór og kirkjukór kirkjunnar og ennfremur mun Vilborg Dag- bjartsdóttir skáld lesa úr ljóðum sinum. Það eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. -ingo 904 1750 Hafðu jólagjafa- handbók sem kom út 4. desember við höndina og taktu þátt í frábærri verðlauna- getraun. Þú getur unnið þessi glæsilegu tæki hér til hliðar. BRÆPURNIR (mcmASSCMHF Lágmúla 8 - sími 533 2800 AKAI SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Síðumúla 2 - simi 568 9090 lr m ■ $ST Einar Farestveit&Cohf. Botganúni 28 P 562 2901 og 562 »00 ATV MMÚU38 SÉl 5531133 SIMATORG DV 9 0 4 * 1 7 5 0 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.