Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Qupperneq 10
* *■ myndbönd FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 sem hann leikur Johnny Depp er vissulega kvik- myndastjama í hugum flestra þótt hann hafi lítið sem ekkert gert til þess að svo yrði. Þegar Speed og The Firm voru frumsýndar við miklar vinsældir voru þa” fáir sem fóru að sjá Benny and Joon eða What’s Eat- ing Gilbert Grape? en Depp hefði að öllum lík- indum getað leikið bæði í Speed og The Firm, en valdi í stað- inn að leika í tveimur ágætum kvikmynd- um sem fóru fyrir ofan garð og neðan hjá bandarískum áhorfendum. Þannig hefur kvikmyndaferill Johnny Depp verið allt frá því hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, The Nightmare on the Elm Street. Þegar aðrir vilja að hann fari til hægri tekur hann ör- ugglega vinstri beygju. Eina kvikmyndin sem hann hefur Wood kom enginn leikari til greina annar en Johnny Depp í hlutverk hins illræmda leikstjóra. What’s Eating Gilbert Grape? var önnur hugmynd sem hann hreifst af og hrinti í framkvæmd og það var Johnny Depp sem fékk Marlon Brando til að leika á móti sér í Don Juan DeMarco, en þess má geta að leikstjóri og handritshöfundur þeirrar myndar, Jeremy Levin, hafði aldrei komið nálægt hand ritagerð eða leikstjóm á kvik mynd þegar hann viðraði hug myndina að Don Juan.... fyr- ir Johnny Depp. Leitandi persóna Johnny Depp hefur fengið sinn skammt af mis- kunnarleysi fjölmiðla. Samband hans við leikkonuna Winona Ryder var stormasamt og fjölmiðlar fylgdust vel með, það sama má segja um sam- band hans við ofurfyrirsæt- una Kate Moss, en það sem honum hefur þó sámað mest er hvemig fjölmiðlar tóku á dauða River Phoenix og hans þætti í þeirri atburðarás sem leiddi til dauða hans: „Það var margt hræði- legt skrifað í kringum dauða River. Það vill svo 1 til aö hann var vmur leikið í sem er dæmigerð, dýr Holly- wood-kvikmynd er Nick of Time, sem þessa vikuna er ofarlega á myndbandalistanum. Og þótt hún fengi sæmilega aðsókn vestanhafs náði hún varla upp í mikinn kostn- að. í Nick of Time leikur Johnny Depp föður sem verður fyrir því að dóttir hans er rænt á járn- brautarstöð. Þarf hann að gera upp við sig hvort hann geti farið eftir kröfum ræningjanna um að drepa öldungadeildarþingmann. Það er samt sama hvemig gengi mynda Johnny Depp er, hann er -alltaf jafn eftirsóttur og getur valið úr hlutverkum. Greinilegt er að Depp hefur gaman af að taka áhættu því af síðustu sex kvik- myndum sem hann hefúr leikið í hefúr hann byrjað að vinna við fjór- ar án þess aö trygging fyrir greiðsl- um sé fyrir hendi. Hinn 33 ára Johnny Depp er í uppáhaldi hjá mörgumn leikstjór- um, má nefna Tim Burtons, Oliver Stone og John Waters og sem leik- ari og maður nýtur hann mikllar virðingar hjá öðrum ungum leikur- um í Hollywood. Johnny Depp er yf- irleitt mjög svo dagfarsprúöur en á það til að sleppa fram af sér beislinu og hefur orðið til vandræða á hótelum og einkalíf hans hefúr verið á milli tann- anna á slúöurdálkahöfúnd- um í Hollywood, sérstak- lega samband hans við frægar leikkonur og tísku- sýningardömur. Spilaði í rokkbandi Johnny Depp fæddist í smábænum Owensboro, í Kentucky árið 1963 en ólst upp í Miramar, Flórída. Hann hætti í skóla meðan hann gekk enn í gagnfræða- skóla og stofnaði rokk- hijómsveitina Kids og gifti sig áður en hann varð tví- tugur. Hjónabandið stóð ekki lengi og hélt hann með hljómsveit sína til Holly- wood þar sem sæmilega gekk á tímabili í tónlistar- bransanum en ósætti kom upp og hljómsveitin hætti störfum. Hryllingsmyndaleikstj ór- inn frægi, Wes Craven, sá til Depps á tónleikum og leist vel á piltinn og bauð honum hlutverk í kvik- mynd sem hann var að gera, A Nightmare on the Street. Úr varð ein frægasta hryllingsmyndasería kvikmynd- anna, en Depp lék ekki meira í Elm Street kvikmyndum fyrir utan að hann birtist aðeins í Freddy’s Dead: The Final Nightmare. í kjölfarið fylgdi lítið hlutverk í Platoon og síð- an frægö fyrir leik i sjónvarpsser- íunni 21 Jump Street. í þessum vinsælu sjónvarpsþátt- um lék Depp í þrjú ár en segist hafa verið oröinn svo leiður á hlutverki sínu að þegar John Waters bauð honum aðalhlutverkið í Cry-Baby notaði hann tækifærið og hætti og segir nú að John Waters hafi bjarg- að líf sínu. Cry-Baby vakti athygli og nú fóru kvikmyndatilboðin aö streyma til Depps. En það þýddi ekki þá frekar en nú að freista hans með einhverj- um klisjuhandritum þótt miklir peningar væru í boði. Aftur á móti var hægt að segja Depp einhveija grunnhugmynd af sögu sem ekki var farið að festa á blað og þá allt eins gat hann orðið spenntur og vildi endilega fá að leika í mynd- inni. Þannig var það með Edward Scissorhands sem Tim Burton leik- stýrði og þeim varð það vel til vina að þegar Burton hóf að imdirbúa Ed Elm minn og hann dó á stað sem ég á (The Viper Room) og ég var staddur þar þetta sama kvöld. Við komum ekki saman þangað, hann kom með unnustu sinni og hafði gítarinn sinn meðferðis og fékk að spila og syngja. Það var friðsamur og ham- ingjusamur maður sem þama var á ferð. Við vitum ekki af hverju hann var með þessi efni í líkamanum, en eitt er ég viss um - þetta var hörmu- legt slys sem þama átti sér stað.“ Johnny Depp er ekki aöeins með leikarablóð í æðum, tónlistin er honum enn hugleikin og þótt leik- listin sé hans aðalvinna þá er hann einnig í hijómsveit sem kallast P og þar em fyrir meðal annarra Flea og Sal Jenco úr Red Hot Chili Peppers og Steve Jones úr Sex Pistols, þá hefur hann verið með í nokkum tíma í undirbúningi að leikstýra kvikmyndinni The Brave sem gerð er eftir handriti sem hann og bróðir hans, D.P. Depp, hafa skrifað í sam- einingu eftir skáld- sögu Gregory McDonald. Hér á eftir fer listi yfir þær kvik- myndir sem Johnny Depp hefur leikið í: A Nightmare on the Elm Street, 1984 Private Resort, 1985 Platoon, 1986 Cry-Baby, 1990 Edward Scissor- hands, 1990 Benny and Joon, 1993 What's Eating Gilbert Grape, 1993 Arizona Dream, 1993 Ed Wood, 1994 Don Juan DeMarco, 1995 Nick of Time, 1995 Dead Man, 1996 ar i sjonvarpsseriunm 21 Jump Street, en segist hafa verið orðinn svo leiður á hlutverki sínu að þegar John Wa- ters bauð honum aðal- hlutverkið í Cry- Baby þá notaði hann tækifær- ið oa hætti op segir nú ao John Waters hafi bjargað lífi hans. -HK Johnny Depp sem Don Juan endurborinn f Don Juan De Marco. I TÆKINU Arnar Einarsson: Get Shorty. Hún stóð ekki undir vænting- um. Ragnar Sigurösson: Nýtt líf. Besta íslenska mynd sem hefur verið gerð. Þórdís Kristinsdóttir: Dumb and Dumber. Mér fannst hún guðdómleg. Rannveig Tryggvadóttir: Walk in a Cloud. Hún var væm- in.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.