Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 myndbönd jwj jngar skoska hreimnum. Hann hætti í skóla 17 ára til að snúa sér að leik- list og hefur smám saman fengið stærri hlutverk. Hann hefur leikið í sjónvarpi, m.a. í Cadfael, og lék að- alhlutverkið í kvikmyndinni Hackers. Aðeins einu ári eftir að Kevin MacKidd útskrifaðist úr leiklistar- skóla hafði hann komið fram í tveimur skoskum kvikmyndum, Small Faces, þar sem hann lék ill- menni myndarinnar, og Trainspott- ing, þar sem hann leikur Tommy sem passar ekki aiveg inn í hópinn. Hann er sakleysislegur áhugamaður um Iggy Pop og gönguferðir í nátt- úrunni og hann notar ekki flkni- efni, þ.e. ekki til að byrja með. Eftir að kærastan hans yfirgefur hann fer hann að neyta flkniefna, umhreytist algjörlega og sakleysið hverfur. Robert Carlyle hefur á síðustu árum aflað sér virðingar í Skotlandi með aðalhlutverkum í Priest og mynd Ken Loach, Riff Raff, ásamt aðalhlutverki í sjónvarpsseríu BBC, Hamish Macbeth. Hann er í hlut- verki Begbie sem er sannkallaður brjálæðingur. Hann er ekki flkni- efnaneytandi og er alltaf að angra félaga sína með athugasemdum um eitrið en drekkur síðan nokkra lítra af bjór og kemur af stað blóðugum slagsmálum. Vinsæl tónlist Tónlist spilar stórt hlutverk í myndinni og hafa mörg lög úr henni náð vinsældum, t.d. Mile End með Pulp og Born Slippy með Und- erworld. Ásamt Pulp og Underworld eiga Iggy Pop, Brian Eno, Primal Scream, Heaven 17, Sleeper, New Order, Blur, Lou Reed, Ice MC, Bedrock, Elastica og Leftfield lög í myndinni en einnig syngur Ewen Bremner eitt lag. Paltrow í Emmu og síðan í Brassed off með Töru Fitzgerald og Pete Postlewaite. Ewen Bremner lék Mark Renton í leikhúsuppfærslum Trainspotting, bæði í Edinborg og London, en fær hlutverk Spud í myndinni. Spud er einhver vonlausasti dópisti sem sög- ur fara af en hann er viðkunnanleg- ur og meinar alltaf vel. Ewen Bremner hefur leikið mikið í leik- húsum, sjónvarpi og kvikmyndum Sick Boy fékk viðurnefni sitt vegna þess að félögunum þótti hann einfaldlega vera stórbilaður. Ólíkt sumum hinna virðist hann geta smeygt sér inn og út úr dópista- heiminum án fyrirhafnar en per- sónuleiki hans er fremur óyndisleg- ur og virðist verri, ef eitthvað er, þegar hann er án fikniefna. Johnny Lee Miller, sem leikur Sick Boy, er sá eini í hópnum sem ekki er skosk- ur og þurfti því að ná stjórn á hörm UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Eyjólfur Kristjánsson Leikstjórinn Danny Boyle, fram- leiðandinn Andrew MacDonald og handritshöfundurinn John Hodge sameinuðu krafta sína til að gera Shallow Grave, hressilegan trylli, sem sló eftirminnilega í gegn. Danny Boyle hafði unnið mikið í sjónvarpi, Andrew MacDonald hafði verið aðstoðarleikstjóri í breskmn kvikmyndum og sjónvarpi og John Hodge var læknir. Þeir félagarnir ákváðu að halda áfram vel heppn- uðu samstarfi sínu og næsta verk- efni þeirra var að gera mynd eftir sögu Irvine Welsh (sem reyndar kemur fram í myndinni í litlu hlut- verki fíkniefnasala), Trainspotting, um Mark Renton og félaga hans sem eru ófrýnilegt samansafn undir- málsmanna, lygara, geðsjúklinga, þjófa og eiturly'fjasjúklinga. Myndin er ekki í þessum sósíal-realíska stíl sem myndir um svipað efni eru oft í og Ken Loach hefur m.a. verið þekktur fyrir. Myndin gerir i raun miskunnarlaust grín að bæði sögu- hetjum sínum og samfélaginu sem umlykur þær og er súrrealísk at- burðarásin oft með ólíkindum. Fálegt safn furðufugla Mark Renton er miðdepill sög- unnar. Hann er sá eini þeirra félaga sem einhverja von virðist hafa um að geta skapað sér betra líf. Hann er í hlutverki sögumanns í myndinni og hnyttnar athugasemdir sögu- mannsins skapa mikið af húmorn- um í myndinni. Hann er leikinn af Ewan McGregor sem einnig lék í Shallow Grave. Fyrsta hlutverk hans var í mynd Dennis Potters, Lipstick on Your Collar, en það var Shallow Grave sem skapaði honum nafn í kvikmyndaheiminum. Eftir Shallow Grave lék hann í Blue Juice, sem nú er verið að sýna í Há- skólaþíói, og The Pillow Book eftir Peter. Greenaway. í kjölfar Train- spottitig lék hann á móti Gwyneth síðasta áratuginn og hefur nýlega átt hlutverk í Judge Dredd, Naked og As You Like It. Ungir og upprennandi leikarar Mark Renton og félagar hans eru ófrýnileg samansafn undirmálsmanna, lygara, geðsjúklinga, þjófa og eiturlyfjasjúk- linga. hjá mér. Hún er klassísk. Ég er búinn að sjá hana nokkrum sinnum en það er þó orð- ið svolítið síðan síðast. Það er því al- veg kominn „Mér dettur í hua mynd með Kevin Kostner, Field of Dreáms. Það er mynd sem ég hef tekið oftast því ég hef virkilega gaman af henni. Ég er örugglega búinn að sjá hana 3-4 sinnum. Mér finnst handritið sérstaklega vel gert. Þetta er skemmti- lega sagá og þó að það sé ekkert voðalega mikið lagt í myndina skilar hún öllu því sem hún þarf að skila. Svo er náttúr- lega Casa- blanca með Hump- hrey Bogart í miklu uppá- haldi tími á að maður taki hana aftur. Það kemur oft fyrir að ég tek myndband oftar en einu sinni en það líður þó alltaf dálítill tími á milli. Maður kemst í kontakt við ákveðna hluti sem maður ella missir af ef maður horf- ir bara á myndina einu sinni og maður er gnrýnni á lana í annað sinn. Ég leigi mér þó ekki oft spólur því ég er í þannig vinnu að ég er að vinna flest kvöld flestar helgar. Ég læt mér því yf- ir- leitt sjónvarpið nægja en maður tekur þó alltaf tarnir." -ingo Girl 6 er ný mynd frá Spike Lee en eftir hann liggja margar frábær- ar myndir, má þar nefna Do & , the Right W' Thing, Jungle Fever, Mo Bett- er Blues og Malcolm X. Girl 6 er gam- anmynd þar sem Lee gerir óspart grín að „kynlífslín- unni“. Theresa Randle leikur unga en hæfileikaríka leikkonu sem fær ekkert betra hlutverk en að svara í símann hjá símakynlífsþjón- ustu. Og þar sem hún er ákveðin og heldur í heiðri vísdóminn um að maður eigi ekki að einbeita sér að gera frábær hluti á hverjum degi heldur því að gera hversdagslega hluti frábærlega vel, einsetur hún sér að gera sitt besta í vinnunni. Og það er ekki að spyrja að því, hún verður sú vinsælasta í faginu. Theresa Randle er ung og efnileg leikkona, en í öðrum hlutverkum eru meðal annarra Madonna, Ron Silver, Quentin Tarantino, Naomi Campell, Peter Berg og John Turt- urro. Skífan gefur út Girl 6 og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Út- gáfudagur er 27. desember. Ciying Freeman Empire Records Réttlæti, græðgi og hefnd er þem- að i Crying Freeman, en nafnið er gælunafn á aðal- persónunni, sem I Mark Dacascos I leikur. I byrjunj myndarinnar fylgjumst við með | þegar ung kona, I Emma O’Hara, I sem stödd er í I San Francisco, j verður vitni að | aftöku glæpa- mannsins Sonny| Shimizaki og tveggja lífvarða hans. Áður en morðinginn hverfur af vettvangi kynnir hann sig sem Crying Freem- an. Síðar kemst Emma að þvi að Crying Freeman er morðingi hinn- ar öflugu hreyflngar sem kallar sig Syni drekans. Faðir þess myrta sver þess dýran eið að hann muni ekki unna sér hvíldar fyrr en morðingi sonar hans sé fundinn. Sá veit að vitni var að morðunum og hefur hann leit að Emmu sem hann hyggst nota sem tálbeitu. Myndform gefur út Crying Free- man og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 30. desember. íh« t} fl>» k|t iMtmUi Empire Records er fjörug gaman- mynd sem greinir frá sérlegá við- burðaríkum degi í lífi nokkurra af- j greiðslumanna og afgreiðslustúlkna I versluninni Empire Records. Verslunarstjór- inn, sem leikinn er af Anthonu la Paglia, verður að hafa sig allan við að stjórna sínu fólki sem er villt og vill leika sér, Eins og nærri má geta er mikið um tónlist í mynd sem gerist i plötu- verslun og í myndinni eru leikin lög með mörgum þekktum hljómsveit- um. Má þar nefna The Cranberries, Toad the Wet, Sprucket, Cracker, Gin Blossoms og fleiri hljómsveitir sem unga kynslóðin dýrkar. Auk LaPaglia leika í myndinni Rory Cochrain, Robin Tunney, Jo- hnny Withworth, Rene Zellweger og nýjasta stórstjarnan Liv Tyler. Leik- stjóri er Alan Moyle (Pumpkin Up the Volume). Warner-myndir gefur út Empire Records og er myndin leyfð öllum. Útgáfudagur er 30. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.