Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1996, Blaðsíða 7
I>V FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1996
IIEIKHUS
Þjofllejkhúsið
Villiöndin (stóra sviðið)
föstudaginn 27. desember kl.
20.00 (uppselt)
laugardaginn 28. desember
kl. 20.00 (uppselt)
föstudaginn 3. janúar kl.
20.00
Leitt hún skyldi vera
skækja (Smíðaverkstæðið)
föstudaginn 27. des. kl. 20.30
| laugardaginn 28. des.kl. 20.30
í: föstudaginn 3. jan. kl. 20.30
Íí hvítu myrkri (litla sviðið)
sunnudaginn 29. desember
kl. 20.30
laugardaginn 4. janúar kl.
20.30
Þrek og tár
| (stóra sviöið)
laugardaginn 4. janúar kl.
20.00
Kennarar óskast
|(stóra sviðið)
fimmtudaginn 2. janúar kl.
20.00
sunnudaginn 5. janúar kl.
20.00
Borgarleikhúsið
Trúðaskólinn
S(stóra sviðið)
sunnudaginn 29. desember
j kl. 14.00.
ISvanurinn
(litla sviðið)
laugardaginn 28. desember
kl. 20.00
sunnudaginn 29. desember
kl. 20.00
föstudaginn 3. janúar kl.
20.00
Stone Free
föstudaginn 27. desember kl.
20.00
laugardaginn 28. desember
kl. 22.00
Imánudaginn 30. desember kl.
20.00
Bar par
(Leynibarinn í kjallaranum)
föstudaginn 27. desember kl.
20.30
laugardaginn 28. desember
kl. 20.30
Mótettukórinn er á sínu 15. starfsári, skipaöur 60 söngvurum á aldrinum 17-50 ára. Stjórnandi hans er Hörður Ás-
kelsson. Kórinn flutti Jólaóratóríuna í fyrsta skipti í fyrra viö góöar undirtektir og fékk þá frábæra blaöadóma.
Tvennir tónleikar í Hallgrímskirkju:
Mótettukórinn
flytur jólaóratóríuna
Mótettukór Hallgrímskirkju, ein-
söngvarar og hljómsveit flytja jóla-
óratóríuna á tvennum tónleikum í
Hallgrímskirkju á milli jóla og
nýárs. Fyrri tónleikamir verða
sunnudaginn 29. desember kl. 17 og
þeir seinni mánudaginn 30. desemb-
er kl. 20.30.
Fluttar verða fjórar af sex kantöt-
um Jólaóratóríunnar eftir Johann
Sebastian Bach, óstyttar. Einsöngv-
arar í þetta skipti eru allir í hópi
yngri söngvara landsins sem dvalið
hafa erlendis undanfarin ár og njóta
þegar mikillar viðurkenningar.
Þóra Einarsdóttir (sópran) kemur
frá London þar sem hún starfar um
þessar mundir, Rannveig Fríða
Bragadóttir (alt) kemur frá Vínar-
borg þar sem hún hefur tekið þátt í
fjölda óperusýninga undanfarin ár,
Gunnar Guðbjömsson (tenór) hefur
undanfarið verið á samningi hjá óp-
eruhúsinu í Lyon í Frakklandi og
Loftur Erlingsson (barítón) býr nú í
Hveragerði eftir margra ára nám í
Bretlandi. Öll hafa þau mikla
reynslu af óratóríusöng, þó ekkert
þeirra hafi áður sungið Jólaóratórí-
una í Reykjavík.
Um þrjátíu manna hljómsveit
leikur með, um helmingur þeirra,
flestir strengjaleikaranna, er ungir
hljóðfæraleikarar í fremstu röð ís-
lenskra tónlistarmanna sem stunda
nám í útlöndum (Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Belgíu og Hollandi) og
dvelja heima í jólafríi. Þeir sem
leika á blásturshljóðfærin eru flest-
ir hinir sömu og fluttu óratóríuna
fyrir jólin í fyrra.
Mótettukór Hallgrímskirkju er
nú á sínu 15. starfsári. Hann er skip-
aður 60 söngvurum á aldrinum
17-50 ára og stjómandi hans er
Hörður Áskelsson. Kórinn flutti
Jólaóratóríuna í fyrsta skipti í fyrra
við góðar undirtektir og fékk þá frá-
bæra blaðadóma. Þá flutti kórinn
fyrri helming verksins, kantötur
1-3, sem fjalla um fæðingu frelsar-
ans. Nú bætir kórinn við kantötu
númer 5, sem sjaldan heyrist, en
hún fjallar um komu vitringanna.
-ingo
Hótel Borg:
Todmobile á
Greifarnir um áramót:
Hótel íslandi
gamlárskvöld
Todmobile hefur komið saman
aftur eins og hljómsveitin hafi ekki
verið lokuð inni í helli undanfama
mánuði og á gamlárskvöld muii
sveitin fagna áramótunum á Hótel
Borg. Þar munu gestir eflaust fá að
heyra eldri Todmobile-tónlist og
nýja tónlist af plötunni Perlur og
svín sem hefur gengið vel ofan í tón-
listarþyrsta íslendinga á árinu sem
er um það bil að líða í aldanna
skaut. -JHÞ
Greifarnir hafa komiö víöa viö á þessu ári. Hér eru þeir aö skemmta á Ing
ólfstorgi í sumar.
Árið 1996 hefur verið gott fyrir
Greifana. Þeir komu saman á ný og
gáfu út plötuna vinsælu Dúkka upp
í sumar. Hún var ein af þeim plöt-
um sem voru viðloðandi íslenska
plötulistann fyrir jólin þó að margir
aðrir tónlistarmenn þyrftu að láta í
minni pokann í þeirri baráttu. Þeir
félagar spiluðu líka um allt land á
árinu og eins og í plötubransanum
gekk þeim vel á sumarballamarkað-
inum. Þeir ætla að kveðja nýja árið
á stórdansleik á Hótel íslandi á
gamlárskvöld og er viðbúið að þar
fái gestir að heyra ný og gömul
Greifalög.
JMn helgina *
I SÝNINGAR
i; Deiglan. Snorri Ásmundsson. „Lát
* sæng þína ganga“. 30% af ágóða sýn-
| ingarinnar fara í fíkniefnaforvamir.
| Galierí Fold, Rauðarárstíg. Olíu-
I og akrýlmálverk nokkurra þekktra
| núlifandi listamanna. Opið fram yfir
í hátíðimar.
1 Gallerí Horaið, Hafnarstræti 15.
| Elia Magg (Elín Magnúsdðttir) sýnir
í verk sín. Opið til 30. des. alla daga
i kl. 11-23.30 utan aöfangad. og jólad.
3 Annan í jólum kl. 14-18.
í Gallerí Listakot, Laugavegi 70.
Jólasýningin Ljós, 13 listakonur
| sýna. Opið á verslunartíma og á
3 sunnud. frá 13-18.
Gallerí Sýnirými. Þrjár sýningar,
Sýnibox: Lýður Sigurðsson. f Barmi:
; Vilhjálmur Vilhjálmsson, berandi er
I Gera Lyn Stytzel. í Hlust: Haraldur
I Jónsson.
Gallerí Úmbra. Fyrri sýnendur
gallerísins ásamt Guðnýju verða með
verk sin til sölu og sýnis til áramóta.
| Gerðarsafn Kópavogi. Síðasta sýn-
ingarhelgi Ljósmyndaraféiags ís-
lands í Gerðarsafni í Kópavogi.
Kaffihúsið Nönnukot, Hafnar-
) firði. Myndlistarmaðurinn Garðar
1 Bjamar Sigvaldason með smámynda-
| sýningu á englamyndum. Sýningin
3 stendur til 1. janúar.
Kaffi Mflanó, Faxafeni 11. Alda
Armanna Sveinsd. er með sýningu á
í verkum sínum í nóvember og des-
ember.
Kjarvalsstaðir. Ný aðfóng, kaup og
'
gjafir síðustu fimm ára, til jóla. Sýn-
1 ingin er opin daglega frá kl. 10-18.
i Laugavegur 53b. Sigurdís Amars-
t dóttir myndlistarmaður hefúr opnað
s ■ vinnustofusýningu. Sýningin kallast
1 Bækur og stendur út desember.
t Listacafé, Listhúsi Laugardal.
jí Magdalena Margrét Rjartansdóttir
E: sýnir verk sín.
| Listasafn íslands. Sýning á verkum
Edvards Munch stendur til 19. jan.
: Myndlist Eiríks Smith 1963-68. Til
1 2. febrúar 1997. Opið frá 11-17 alla
daga nema mánud.
I Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
| Laugarnesi. Sýning 91 á völdum
!; verkum hans. Opið er laugard. og
sunnud. milli kl. 14 og 17.
Listahoraið, Akranesi, Ragnheiður
Bjamadóttir sýnir hannyrðir til 6.
janúar.
S Listhúsið í Laugardal, Engjateigi
S 17. Verk eftir Sjöfn Har. Opið virka
S daga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14.
; Listþjónustan, Hverfisgötu 105.
j Gunnar Öm með sýningu í nýrri sýn-
ingaraðstöðu. Opið virka daga frá
12-18 og um helgar frá 14-18. Lokað
j á mán.
Menntamálaráðuneytið, Sölv-
hólsgötu. Daði Guðbjartsson sýnir
olíumálverk.
Mokka, Skólavörðustíg 3a. Sýning
S Ara Alexanders Ergis Magnússonar,
Hlé, stendur til 6. janúar.
Norræna húsið. í anddyri: litríkar
j myndir unnar af nemendum Mynd-
listarskóla Reykjavíkur á aldrinum
6-11 ára. í sýningarsal í kjallaranum
sýna böm myndir tengdar jólunum.
Sýningar standa út des.
Ráðhús Reykjavíkur. Anna Leós
með myndlistarsýningu. Opið virka
daga frá 8-19 en um helgar frá
12-18.
Sólon íslandus, Bankastræti.
Cheo Cmz sýnir 12 olíumálverk á
annarri hæð staðarins. Opið alla
daga frá 12-19 til 6. janúar.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis, Alfabakka 14. Sýning á
verkum Vignis Jóhannssonar. Stend-
ur til 8. apríl.