Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1996, Síða 8
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1996 3D?*'V
MYNDBAHDA
Mary Reilly
Gömul saga í nýjum búningi
Sagan um dr. Jekyll og mr. Hyde hefur oft verið
kvikmynduð en hér eru nýjar leiðir famar. Mary
Reilly, þjónustustúlka doktorsins, er miðdepiil myndarinnar og atburð-
um lýst frá hennar sjónarhóli. Hún er ánægð í þjónustu hjá dr. Jekyll
en verður vör um sig þegar hún fléttast inn í tilraunir doktorsins og
kemst í kynni við dularfullan og óyndislegan aðstoðarmann hans, herra
Hyde, sem aldrei sést á sama tíma og doktorinn. Um leið skapast tilfmn-
ingaspenna mUli hennar og læknisins og einnig milli hennar og aðstoð-
armannsins en þau dragast hvort að öðru þrátt fyrir augljósan skepnu-
skap hans. Sagan tekur á sig allt annað yfirbragð með því að taka þenn-
an pól í hæðina. Hryllingurinn er i aukahlutverki meðan boðskapur
sögunnar um hina andstæðu póla frelsis og ábyrgðar kemst betur til
skila í heimspekilegmn samræðum persónanna sem eru vel skrifaðar.
Reyndar er að flestu leyti vel að verki staðið í myndinni. John Mal-
kovich sýnir enn einu sinni fantagóðan leik og Julia Roberts er furðu
þolanleg í hlutverki sínu, enda undir styrkri stjórn Stephens Frears.
Helsti galli myndarinnar liggur í því að maður veit meginsöguþráðinn
svo að segja fyrirfram.
Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Stephen Frears. Aðalhlutverk: Julia Roberts
og John Malkovich. Bandarísk, 1995. Lengd: 104 mín. Bönnuð börnum
yngri en 16 ára. -PJ
II Postino
Miðjarðarhafsrómantík ★★★
Þessi mynd gerist á afskekktri miðjarðarhafseyju
þar sem skáldið og kommúnistinn Pablo Neruda
dvelst í útlegð vegna sfjórnmálaskoðana sinna.
Mario er fiskimannssonur sem fær vinnu sem póst-
beri. Ekki er það þrælavinna, því að á svæði hans er
skáldið eini maðurinn sem fær einhvem póst. Smám
saman tekst með þeim vinátta, þótt Mario sé heldur
feiminn og þegar hann verður síðan ástfanginn af
blómarós þorpsins fær hann hjálp Pablo Nemda til
að vinna ástir hennar. Skáldið hefúr ennfremur
meiri áhrif á líf Mario, því hann dáist mikið að
skáldinu, fer að aðhyllast kommúnisma og reyna fyrir sér í skáldagáf-
unni. Myndin er í hefðbundnum ítölskum feelgood stíl - fallegt Miðjarð-
arhafslandslag við suðræna letitónlist og tempóið er letiiegt líka. Mynd-
in er nokkuð lengi að komast á skrið en þegar hún er komin í gang er
hún ágæt afþreying. Hún er hins vegar heldur átakalítil og því ekki mjög
eftirminnileg en góður leikur aðalleikaranna Massimo Troisi og Phil-
ippe Noiret ásamt vel heppnuðu Miðjarðarhafsandrúmslofti gera mynd-
ina vel þess virði að sjá hana.
Útgefandi: SAM myndbönd. Leikstjóri: Michael Radford. Aöalhlutverk:
Philippe Noiret og Massimo Troisi. ítölsk, 1995. Lengd: 105 mín. Leyfð öll-
um aldurshópum. -PJ
From Dusk till Dawn
★★★★ Blóðsugubanar
Quentin Tarantino og Robert Rodrigues era með '
áhugaverðustu ungu leiksfjórum Bandaríkjanna og
því spennandi að sjá þann síðamefnda leikstýra
handriti eftir hinn fýrrnefnda. Útkoman er vægast
sagt fersk. Tarantino leggur til vel skrifað og fyndið
handrit með hnyttnum samtölxun og Rodrigues
skapar sjónræna veislu með sinni góðu tiifmningu
fyrir sjónarhomum og hreyfingu myndavélarinnar.
Sagan segir frá Gecko bræðrunum sem taka fjöl-
skyldu í gislingu til að komast yfir landamærin til
Mexíkó og halda á bar nokkurn þar sem þeir ætla að
hitta mann árla næsta morguns. Þar breytir myndin algerlega um
stefnu, úr harðsoðnum töffarahasar í blóðugan splatterhrylling. í ljós
kemur að barinn er rekinn af blóðþyrstum vampírum og þurfa sögu-
hetjumar að kljást við heiian her af þeim. Á efth- fylgir mikið blóðbað
þar sem vampírum er slátrað tvist og bast á sífellt subbulegri hátt þang-
að til allir liggja i valnum, nema tvær söguhetjanna. Tilgangur mynd-
arinnar er þó alls ekki að hræða fólk eða vekja með því óhug heldur
fyrst og fremst að kitla hláturtaugarnar og tekst það vel. Stjömuleikar-
ar, fantagóð tónlist og frumleg stílbrögð í kvikmyndum gera sniðuga
sögu að fyrsta flokks afþreyingu.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Robert Rodrigues. Aðalhlutverk: George
Clooney, Quentin Tarantino, Harvey Keitel og Juliette Lewis. Bandarísk,
1996. Lengd: 103 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára.
Cppycat
Utvötnuð Ripley
Sigoumey Weaver er sálfræðingur
í fjöldamorðingjum. Eftir að einum slíkum tekst næst-
um því að drepa hana fær hún taugaáfall og í kjölfar-
ið víðáttufælni sem lýsir sér í því að hún getur ómögu-
lega hugsað sér að fara út úr húsi. í rúmt ár er helsta
dægradvöl hennar vínsull og piiluát en þá kemur til
sögunnar rannsóknarlögreglukonan M.J. Monahan.
Eitt illmennið hefur verið að dunda sér við að stúta
ungum konum í bænum og Monahan leitar sérfræði-
aðstoðar doktorsins sjúskaða. Doktorinn er ekki lengi
að finna út hvað brjálæðingurinn er að gera. Hann er að herma eftir
helstu fjöldamorðingjum sögimnar en síðan kemur í ljós að áætlanir
hans beinast að doktornum sjáifum. Sigourney Weaver náði að skapa
nokkuð áhugaverða persónu i fyrstu Alien- myndinni. Síðan hefur hún
ekki skipt um hlutverk svo að i Copycat er hún enn sama Ripley, bara
svolítið útvatnaðri. Þá era geðsjúklingarnir fremur óspennandi staðal-
gerðir, spennan lítil og handritið iila skrifað og heimskt. Ljósi punktur-
inn í myndinni er Holly Hunter en hún er ansi skemmtileg sem smá-
stelpuleg löggan. Þá era nokkrir ágætir aukaleikarar.
Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Jon Amiel. Aðalhlutverk: Sigourney
Weaver og Holly Hunter. Bandarísk, 1995. Lengd: 118 mín. Bönnuð börn-
um yngri en 16 ára. -PJ
-PJ
bresk mynd en kom af stað ein-
hverri langlífustu kvikmyndaser-
íu sem um getur. Sean Connery
lék Bond í sex myndum í viðbót -
From Russia with Love, Gold-
finger, Thunderball, You only Live
Twice, Diamonds Are Forever og
Never Say never again. Hann hef-
ur einu sinni hlotið óskarsverð-
launin en það var fyrir hlutverk
í The Untouchables. Of langt
mál væri að telja upp fræg-
ar myndir sem hann hefúr
leikið i en meðal þeirra
nýlegri eru m.a. The
Name of the Rose, Indi-
ana Jones and the Last
Crusade og First Knight.
Fyrir jólin hófúst hér sýn-
ingar á Dragonheart
þar sem hann talar
fyrir drekann.
Nicolas
Cage hefur
með fjöl-
breyttum
leik,
Nafn myndarinnar The Rock
vísar til Alcatraz-fangelsisins ill-
ræmda sem byggt er á klettaeyju
rétt fyrir utan San Francisco. Al-
catraz var upphaflega virki sem
síðan var notað sem herfangelsi og
komst þá strax orðróm-
ur á kreik um
dýflissur, leyni-
göng og
kvikyndis-
lega með-
ferð á föng-
um. í
miðri
fyrir.
Sagan segir frá hershöfðingjan-
rnn FrcUicis Xavier Hummel (Ed
Harris) sem rænir hættulegu eit-
urgasi frá hernum, hertekur
Alcatraz ásamt málaliðum simun
og hótar að skjóta eldflaugum
hlöðnum eiturgasi á San
Francisco ef kröfum hans um
bætur handa her-
Sean Connery og Nicholas Cage leika ólíka bandamenn í The Rock.
glæpaöldu bannáranna og krepp-
unnar miklu tók dómsmálaráðun-
eytið við eyjunni og breytti henni
í alríkisfangelsi þar sem vista átti
hættulegustu óvini þjóðfélagsins. í
29 ára sögu fangelsisins gerðu alls
34 fangar 14 tilraunir til að flýja en
allir náðust aftur eða voru drepnir
nema þrír sem talið er að hafi
drukknað. Eftir fjölmiðlaumfjöll-
un um ómannúðlega meðferð
fanga og endurteknar flóttatil-
raunir var fangelsinu loks lokað
árið 1962, sumpart vegna þess hve
dýr rekstur þess var orðinn. í dag
er Alcatraz flokkað sem þjóðgarð-
ur og sögustaður og 1,3 milljónir
túrista heimsækja fangelsið ár-
lega.
Alinn upp af okkar
manni
Mörg tæknileg vandamál fylgdu
kvikmyndim á Alcatraz en
tökuliðið naut aðstoðar þjóðgarð-
svarða og truflaði aldrei daglegar
skoðunarferðir túrista. Eftir að
hafa notað skipskrana til að hífa
125 tonn af búnaði upp á eyna
þurfti að setja búnaðinn upp en
þar sem engir vegir og engar lyft-
ur var að finna þurfti að bera all-
an búnaðinn á milli staða. Enn
fremur mátti ekki skemma neitt á
svæðinu svo að ekki var hægt að
bora holur, negla nagla eða skrúfa
skrúfur í veggi eða gólf. Þá er
veðrið afar óútreiknanlegt á eyj-
unni og tafði það oft tökur.
The Rock er fyrsta mynd leik-
stjórans Michael Bay sem hóf feril
sinn hjá Steve Golin og Sigurjóni
Sighvatssyni í Propaganda Films
þar sem hann skapaði sér nafn
með því að leikstýra tónlistar-
myndböndum og auglýsingum og
hefur hann hlotið mörg verðlaun
mönnum sem dáið hafa í leynileg-
um hernaðaraðgerðum er ekki
mætt. Yfirvöld ákveða að senda
sérsveit á vettvang til að yfirbuga
hryðjuverkamennina og bæta við
tveimur sérfræðingum, efna-
vopnasérfræðingnufn Stanley
Goodspeed (Nicolas Cage) og Pat-
rick Mason (Sean Connery), sem
er eini maðurinn sem hefur tekist
að flýja frá Alcatraz.
Njósnari hennar hátign-
ar
Sean Connery er goðsögn í kvik-
myndaheiminum og hefúr leikið í
svo mörgum myndum að dágóða
stund tæki að rekja þær allar. Eft-
ir lítil hlutverk í kvikmyndum og
sjónvarpi fékk hann hlutverk
James Bond í fyrstu Bond-mynd-
inni, Dr. No, sem var lítil og ódýr
bæði grínleik og dramatískum,
skapað sér nafn sem einn af hæf-
ustu leikurum yngri kynslóðar-
innar í Hollywood og hlaut á sið-
asta ári óskarsverðlaunin fyrir
hlutverk sitt í Leavtng Las Vegas.
Hann byrjaði leikferil sinn 15 ára í
San Francisco American
Conservatory leikhúsinu og fyrsta
kvikmyndahlutverk hans var í
Rumble Fish en það var leikur
hans í mynd Alans Parkers, Birdy,
sem kom honum á framfæri sem
alvöruleikara. Hlutverk í Mo-
onstruck og Wild at Heart hafa
verið mikilvæg í ferli hans en
meðal annarra mynd hans era The
Cotton Club, Peggy Sue Got
Married, Raising Arizona, Vamp-
ires Kiss, Honeymoon in Vegas,
Guarding Tess og It Could Happen
to You.
-PJ
Sean Connery er hér á tali við Michael Bay, leikstjóra The Rock.