Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Síða 4
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 DV
18
ísland
plötur og diskar—
t 1.(2) Mermann
Emilíana Torrini
t 2.(7) Secrets
Toni Braxton
t 3. ( 6 ) í Álftagerði
Álftagerðisbræður
| 4. ( 4 ) Spice
Spice Girls
t 5. (15) Strumpastuð
Strumparnir
t 6. ( - ) Rnzor Blade Suitcase
Bush
$ 7. ( 3 ) Travelling Without Moving
Jamiroquai
t 8. (14) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 9. ( - ) Antichrist Superstar
Marilyn Manson
110. (12) Stoosh
Skunk Anansie
111. (18) NoDoubt
Tragic Kingdom
« 12. (11) Falling Into You
Celine Dion
#13. (10) Seif
Páll Óskar
114. (17) II
Presidents of the USA
$ 15. ( 5 ) Coming Up
Suede
116. (20) Pottþétt 6
Ymsir
117. ( 9 ) Greatest Hits
Simply Red
118. (Al) Pottþétt dans
Ýmsir
119. (Al) New Adventures in Hi-Fi
REM
t 20. (Al) Older
George Michael
London
—lög—
t 1.(2) Professional Widow
Tori Amos
t 2. ( - ) Quit Playing Games
Backstreet Boys
t 3. ( - ) Hey Child
East 17
t 4. ( - ) People Hold On
Lisa Stansfield
t 5. (10) Don't Cry for Me Argentina
Madonna
| 6. (1 ) 2 Become 1
Spice Girls
t 7. ( - ) Say What You Want
Texas
$ 8. ( 4 ) Un-Break My Heart
Toni Braxton
| 9. ( 5 ) Don't Let Go
En Vogue
t 10. ( - ) Where do You go
No Mercy
New York >
-lög-
| 1.(1) Un-Break My Heart
Toni Bcpxton
t 2. ( 3 ) Don't Let Go
En Voguc
| 3. ( 2 ) I Belive I Can Fly
R. Kelly
| 4. ( 4 ) Nobody
Keith Sweat Featuring Athena..
| 5. ( 5 ) I Belive In You And Me
Whitney Houston
| 6. ( 6 ) No Diggity
Blackstreet
t 7. ( 8 ) Mouth
Merril Bainbridge
| 8. ( 7 ) l'm Still In Love With You
New Edition
t 9. (10) It's All Coming Back To Me Now
Celine Dion
t 10. ( - ) Fly Like An Eaglc
Seal
Bretland
- plötur og diskar^
| 1. ( 1 ) Spice
Spice Girls
t Z (10) Evita
Various
| 3. ( 3 ) Blue Is The Colour
The Beautiful South
I | 4. ( 2 ) Falling into You
Celine Dion
| $ 5. ( 4 ) Travelling Without Moving
Jamiroquai
| 6. ( 6 ) Ocean Drive
Lighthouse Family
| 7. ( 5 ) The Score
Fugees
| 8. ( 8 ) Everything Must Go
Manic Street Preachers
$ 9. ( 9) Greatest Hits
Simply Red
I 10. ( 7 ) K
Kula Shaker
- Bandaríkin
— -plöturog diskar -
t 1. (1 ) Tragic Kingdom
No Doubt
t Z ( 4 ) Romeo + Juliet
Soundtrack
| 3. ( 2 ) Falling Into You
Celine Dion
t 4. ( 5 ) The Preacher's Wife
Soundtrack
t 5. ( 6 ) Spice Jam
Soundtrack
$ 6. ( 3 ) Razorblade Suitcase
Bush
| 7. ( 7 ) Secrets
Toni Braxton
| 8. ( 8 ) Blue
Leann Rimes
| 9. ( 9 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t10. ( - ) Did I Shave My Legs For This?
Deana Carter
Bandarískir plötuútgefendur og -
seljendur kvarta hástöfum yfir lé-
legri plötusölu á nýliðnu ári. í upp-
lýsingum SoundScan, sem fylgist
með plötuviðskiptunum frá degi til
dags, seldust samtals 616,6 milljón
eintök í Bandaríkjunum árið 1996.
Það er aðeins um það bil þrjú
hundruð þúsund fleiri stykki en
árið þar á úndan sem er innan við
eins prósents aukning. Þetta þykir
útgefendum og kaupmönnum þunn-
ur þrettándi miðað við tveggja stafa
aukningartölur ár frá ári í upphafi
þessa áratugar. Hefðu viðskiptin
síðustu vikurnar fyrir jól ekki verið
í blóma er talið að framleiðendur
tónlistar hefðu þurft að horfa upp á
samdrátt í fyrsta skipti síðan
diskóöld leið undir lok í upphafi ní-
unda áratugarins. Þetta er annað
árið i röð sem vöxtur bandarískrar
hljómplötuútgáfu vestra telst óvið-
unandi.
Blómleg útgáfa og sala fyrir
nokkrum árum er að sjálfsögðu því
aö þakka að geisladiskar leystu
vinylplötur af hólmi. Fólk þurfti að
endumýja plötusafnið sitt og keypti
því gömlu eftirlætisgripina í stórum
upplögum. í fyrra og hittifyrra
fundu menn fyrir því að sú gósentíð
var að líða. Það eru einungis The
Beatles og þeirra aðstandendur sem
geta kæst yfir góðri sölu gamalla
laga. Árið 1996 reyndist hið stærsta
í sögu hljómsveitarinnar fomfrægu
og seldust með henni um það bil
tuttugu milljón plötur.
Uppsagnir og gjaldþrot
Að því er kemur fram í banda-
rískum blöðum hefur léleg plötusala
síðasta árs víðtækar afleiðingar.
Þrjár risastórar plötuverslanakeðj-
ur, Warehouse Entertainment,
Peaches Entertainment og Camelot
Music, hafa fengið greiðslustöðvun.
Sú fjórða, Blockhuster Music, hefur
orðið að loka um það hil fimmtíu
verslunum. Þá hefur hundruðum
smærri verslanakeðja og einstakra
verslana verið lokað síðustu misser-
in. Ýmislegt hefur verið reynt til að
rétta hlut plötunnar í bandarísku
viðskiptalífi. Meðal annars hefur átt
að ná til kaupenda með plötubúðum
á Internetinu. Sala þeirra verslana
mælist einungis núll komma tvö
prósent af heildarviðskiptunum enn
sem komið er.
Einn hluti vandans er að mati
sérfræðinga dagblaðsins Was-
hington Post sá að allt of mikið er
gefið út af plötum vestanhafs. Á síð-
asta ári komu út yfir tuttugu þús-
und nýir titlar. Aðeins núll komma
núll fimm prósent þeirra seldust í
250 þúsund eintökum eða meira.
Við það mark telja útgefendur að
plata fari að skila hagnaði. Á hitt er
að líta að meirihluti platnanna sem
komu út í fyrra var gefinn út hjá
litlum, óháðum fyrirtækjum.
Rekstrarkostnaður þeirra er mun
minni en risanna og þar af leiðandi
þarf að selja minna af hverri plötu
til að hún teljist borga sig.
Yfirmenn sumra stóru útgáfanna
biðu ekki einu sinni fram yfir jól til
að lækka kostnað í fyrirtækjum sín-
um með þvi að reka starfsfólk og
segja upp útgáfusamningum við tón-
listarfólk. Þá var byrjað að leita að
Miklar vonir eru bundnar við að nýjasta plata U2 eigi eftir að fá góðar viðtökur þegar hún kemur út í mars.
sökudólgum utan fyrirtækjanna
eins og þegar markaðurinn hrundi í
lok diskótímans. Þá var skuldinni
skellt á Pacman, Pong dg ýmiss kon-
ar videoleiki. Að þessu sinni eru
það Intemetið, tölvuleikir og ýmiss
konar önnur margmiðlunarþing
sem talið er að neytendumir verji í
tíma sínum og peningum.
Risasamningar
Hljómplötuútgefendur hafa á und-
anfómum ámm gert risasamninga
við stærstu stjömur dægurtónlistar-
innar - samninga sem í mörgum til-
vikum hafa valdið vonbrigðum.
Sony reið á vaðið með fimmtíu
milljóna dollara samningi við Mich-
ael Jackson árið 1990. Stjarnan hef-
ur átt ákaflega mögur ár að undan-
fómu og til dæmis seldist plata
hans, HlStory, i aðeins þremur
milljónum eintaka á sautján mánuð-
um. Janet Jackson og Virgin gerðu
með sér sjötíu milljóna dollara
samning i fyrra. Plata með safni
þekktustu laga hennar seldist að-
eins í fimm hundruð þúsund eintök-
um. George Michael og Prince
gerðu sömuleiðis stórsamninga í
fyrra. Hvoragum hefur famast vel
enn sem komið er.
Hið nýjasta úr þessum geira er
endumýjun útgáfusamnings R.E.M.
og Wamer Bros. i ágúst síðastliðn-
um. Fyrsta plata R.E.M. eftir endur-
nýjunina var platan New Advent-
ures in Hi-Fi. Seld eintök af henni
era aðeins ríflega átta hundrað þús-
und sem þykir rýrt á þeim bæ. Og
fleiri listamönnum gekk illa á síð-
asta ári þrátt fyrir miklar auglýs-
inga- og kynningarherferðir. Sheryl
Crow var langt frá því að standa
undir væntingum útgefandans.
Sömuleiðis Sting, Counting Crows
og Cranherries. Plata Pearl Jam, No
Code, seldist aðeins í ellefu hundruð
þúsund eintökum, Fairweather
Johnson með Hootie & The
Blowfish staðnæmdist í tveimur
milljónum (sú næsta á undan fór í
tólf milljón eintökum) og Nirvana
náði sér ekki á strik.
Hvað næst?
í blöðum hefur því verið spáð að
rokkbylgjan, sem spratt upp í kjöl-
far velgengni hljómsveita frá
Seattle, heyri nú sögunni til og
sömuleiðis bófarapp. Enginn veit
hvað getur leyst þessar stefnur af
hólmi. Ný-soul tónlistin hefur ekki
náð sér á strik nema kannski með
Babyface. Ska virðist ekki ætla að
festast í sessi og gagnrýnendur Was-
hington Post telja ólíklegt að breska
klúbbmúsíkin, sem svo er kölluð,
eigi eftir að ná fótfestu vestanhafs.
Til þess sé hún of hrá og hröð.
Nokkrar plötur era taldar eiga
eftir að slá i gegn á fyrsta fjórðungi
þessa árs. Menn virðast vera sam-
mála um að Pop með írsku hljóm-
sveitinni U2 eigi eftir að gera það
gott þótt vafalaust eigi margir aðdá-
endur eftir að bregðast ókvæða við
þegar þeir heyra að gömlu kemp-
umar era famar að fást við dans-
tónlist. Pop kemur út fyrri hluta
marsmánaðar. Þá er því einnig spáð
að nýjasta plata Aerosmith eigi eft-
ir að gera það gott og sömuleiðis
plötur með Live, Mary J. Blige, The
Offspring og David Bowie. Hvort sú
spá rætist verður síðan að koma í
ljós. Samantekt: ÁT
-
Hótel Island um helgina
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur
á stórdansleik á Hótel íslandi fostudagskvöld-
ið 17. janúar.
Áfram dreymt
Draumalandið leikur á Staðnum, Keflavík,
fostudagskvöldið 17. janúar og laugardaginn
18. janúar.
Rúnar Þór skemmtir
Föstudagskvöldið 17. janúar og laugardags-
kvöldið 18. janúar leikur trúbadorinn Rúnar
Þór á Rauða ljóninu.
plötasala
ríkjunum
sídasta
Banda
ari
a
/
-1
±