Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1997, Blaðsíða 12
26 yndbönd lögreglunnar, Charlie Fallon. Reyndar virkar hann nokkuö gamall í hlut- verkið, enda orðinn gráhærður, en hann má eiga það að hann reynir ekki að elta hófana uppi, heldur sendir einfaldlega yngri félaga sinn á eftir þeim. Charlie er mikið hörkutól og ákaflega bitur og lætur glæponana finna vel fyrir sér. Hann kemur drukkinn út úr klámbúllu kvöld eitt og sér félaga sinn til margra ára liggja i blóði sínu í götunni og ókunnugan mann standa yfir honum. Charlie tryllist af reiði og lemur manninn til dauða. Að því loknu fleygir hann líkinu í höfnina og mætir í vinnuna daginn eftir eins og ekkert hafi í skorist. Hann fær nýjan félaga, ungan og metnaðarfullan framagosa, og fyrsta verkefni þeirra er að rannsaka morðið á manninum sem Charlie fleygði í höfnina. Fljótlega kemur í ljós að hann var lögreglu- maður í innra eftirliti lögreglunnar og var að rannsaka spillingu, sem tengdist m.a. fyrrum félaga Charlie. Sögufléttan í myndinni er nokkuð spennandi, en það er fremur illa unnið úr henni og endirinn er ein stór klisja. Leikarar standa sig allt frá nokkuð sæmilega til afar Ula, með einni undantekningu, sem er Sam Elliot, og í raun ótrúlegt hvað þessi gamal- reyndi leikari nennir að leggja sig fram í hlutverkinu. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: John Langley. Aöalhlutverk: Sam Elliot og Esai Morales. Bandarísk, 1996. Lengd: 95 mín. Bönnuð bömum yngri en 16 ára. -PJ ln The Bleak Midwinter: Lítið leikhúsævintýri Joe Harper er leikari sem hefur verið atvinnulaus í meira en ár og er á barmi sjálfsmorðs vegna þunglynd- is. Til að reyna að hressa upp á tilveruna ræðst hann í það verkefni að leikstýra Hamlet í gamalli kirkju i litl- um bæ. Hann hefur nánast enga peninga, engir áhorf- endur virðast hafa áhuga á sýningunni, og leikhópur hans er samansafn furðufugla sem virðast hafa hver sína skoðun á þvi hvaða leiðir eigi að fara í uppsetning- unni. Eini meðlimur hópsins sem er óákveðinn er bún- inga- og leikmyndahönnuðurinn sem alls ekki getur ákveðið sig með það hvemig útlit sýningarinnar á að vera. Áhorfandinn fær smám saman að kynnast persónunum í hópnum og vandamálum þeirra, og að lokum að sjá hver útkoman verður eftir alla vinnuna. Kenneth Branagh lætur sér nægja að leikstýra þessari mynd sinni og kemur ekki fram í henni. Það kemur ekki að sök, því að úrvalsleikarar em í hveiju hlutverki og Michael Maloney er óaðfmnanlegur sem Joe Harper. Myndin er oft mjög fyndin og uppfinningasemin í fyrirrúmi, en það er einnig stutt í tárin og dramatíkina, og er einnig vel unnið úr þeim þætti myndarinnar. Endirinn er þó svona einum of. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aðalhlutverk: Michael Maloney, Richard Briers, Joan Collins o.m.fl. Bresk, 1995. Lengd: 95 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Freeway: **•★< ber frá sér Hér er á ferðinni afar sérstök mynd sem s söguþráð í ævintýrið um Rauðhettu, en snýr að hætti Freuds. Myndin gerist í nútímanun Vanessu, kjaftforri unglingsstúlku sem býi sinni og stjúpfóður sínum. Þau era bæði ei lingar og móðir hennar selur sig á götunni fyrir utan húsið um hábjartan dag meðan stúpfaðirinn misnotar hana. Þegar lögreglan kemur og hirðir þau bæði sér Vanessa fram á að verða sett I fóstur, hlekkj- ar bamaverndamefhdarfulltrúann við rúmiö sitt og leggur af stað til ömmu sinnar sem býr í annarri sýslu. Þegar bíllinn hennar bilar fær hún far hjá Bob Wolferton, vinsamlegum sálfræðingi, sem síöan reynist vera geðsjúkur og kynferðislega brenglaður morðingi. Kiefer Sutherland leikur hann og hef- ur ekki verið betri síðan ég man ekki hvenær. Eftir mikinn hasar, þ.á m. vistun í harðsvímðu kvennafangelsi, kemst Vanessa loks til ömmu sinnar, þar sem úlfúrinn bíður eftir henni, og f þetta skiptið er veiðimaðurinn ekki til staðar til að hjálpa. GrimmOeg og hrottaleg saga, ásamt svörtum húmor og góðum leik gera myndina mjög eftirminnilega. Segja má að myndin endi „vel“, þ.e. Rauðhetta/Vanessa sigrar í lokin, en myndin skilur áhorfandann samt eftir með áleitnar og óþægilegar hugrenningar. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Matthew Bright. Aðalhlutverk: Reese Witherspoon og Kiefer Sutherland. Bandarisk, 1996. Lengd: 98 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. PJ The Cable Guy: ★i (O&k Uppáþrengjandi vinur ™ Eftir Ace Ventura eitt og tvö, The Mask og Dumb and Dumber er Jim Carrey orðinn einn af dýrastu leikurum Hollywood og sló víst enn einu sinni persónulegt launa- met sitt með þessari, þar sem hann leikur mann sem vinn- ur við að tengja kapalsjónvarp fyrir fólk. Matthew Broder- ick er í hlutverki Steven Kovacs, eins af viðskiptavinum hans, sem fær kvikmyndarásimar ókeypis hjá Carrey. I ljós kemur að Carrey ætlast til þess að þeir Steven verði vinir og félagar í kjölfarið og lætur vesl- ings Steven ekki í friði. Þegar Steven loks fær nóg og segist ekki vilja vera vinur hans snýst uppáþrengjandi vináttuleit upp í hreinustu ofsóknir, þar sem ekkert er heilagt og Steven er í hættu með að missa atvinnuna, kærast- una og fjölskylduna. Jim Carrey var drepfyndinn þegar maður sá hann fyrst I Ace Ventura, en stælamir í honum missa sjarmann smám saman og hann getur varla mjólkað þá öllu lengur. Það era að vísu nokkur fýndin atriði í myndinni, en gallinn er að maður er þegar búinn að sjá helminginn af þeim i auglýsingum. Á köflum virðist myndin breyta um ham og snúast upp í sál- fræðitrylli, sem ómögulegt er að taka alvarlega vegna þess að myndin er fyrst og firemst dellufarsi, sem byggist á aulahúmor. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ben Stiiler. Aðalhlutverk: Jim Carrey og Matthew Broderick. Bandarísk, 1996. Lengd: 92 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 17. JANUAR 1997 31.des. til fi.jan. .ffT, FYRRI sæt,:í vika VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ht 1 Rock Sam-myndbönd Spenna ] 2 1 3 Trainspotting Warner-myndir Spenna 3 1 3 4 4 Copycat Warner -myndir Spenna ’ 4 Kingpin Sam-myndbönd Gaman NÝ 1 Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman 6 f 3 4 From Dusk till Dawn , Skrfan Spenna 7 5 6 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman 8 *il#í . i 7 « W—M Juror ■MHBnn Sktfan Spenna 9 6 7 Primal Fear ClC-myndbönd Spenna 1« 8 9 Executive Decision Wamer-myndir Spenna 11 12 5 Don't be a Menace Skrfan Gaman 12 ■ l 14 V. ' .: 1 3 f Crying Freeman Myndform Spenna 13 18 1 Giri 6 Skffan Gaman 14 » 7 Down Periscope , Skífan Gaman 15 15 6 Before and After Sam-myndbönd Spenna 16 jjjHBHBHf 4 i Agnes Myndform Drama 17 18 16 8 NickofTime ClC-myndbönd Spenna 17 5 ■WHW American Quilt r ClC-myndbönd Drama 19 NÝ 1 Crossing Guard Birdcage Skífan Spenna 20 13 11 WBStSStSBnBBBm r Wamer-myndir Gaman Það fór eins og búast mátti við, The Rock kom stormandi inn á myndbandalistann, fór beint í efsta sætið og lætur það iíklega ekki af hendi á næstunni. The Rock er ein besta spennumynd síöasta árs og góð skemmtun fyrir alla spennufikla. í aðalhlutverk- um eru Sean Connery og Nicholas Cage og eru þeir á myndinni. í fimmta sæti er svo önnur ný mynd, Happy Gilmore, sem er létt grímynd þar sem golfí- þróttin kemur mikið viö sögu. Þaö þarf að fara alla leiö í nítjánda sæti til að finna þriöju nýju myndina. Er það The Crossing Guard, sem Sean Þenn leik- stýrir og í aðalhlutverki er Jack Nicholson. The Rock Sean Connery og Nicholas Cage Snjöllum her- manni tekst ásamt mönnum sínum að ná völdum í Alcatr- az- fangelsinu. Hann hótar að varpa öfl- ugu efhavopni á San Francisco þar sem fimm milljónir manna búa. Eina færa leiðin virðist sú að senda menn inn í Alcatraz og freista þess að af- tengja sprengjumar og ráða niðurlögum óvinarins og er ákveðið að kalla til aðstoðar eina mann- inn sem hefúr tekist að brjótast út úr fangelsinu. Trainspottíng Ewan McGregor og Johnny Lee Miller. í þessari frægú bresku kvikmynd kynnumst við nokkrum misrugluð- um persónum sem búa í Edinborg og eiga það sameiginlegt að hafa farið út af sporinu í lífinu. Þetta era dópistinn Mark Renton og vinir hans, kvennamaðurinn Sick Boy, hinn von- lausi Spud, hinn glat- aði Tommy og ragiu- dallurinn geðveiki, Begbie. Þeir lifa í ver- öld eiturlyfja og eiga það sameiginlegt að vera allir að bíða eft- ir dóplyftunni sem sí- fellt er á ferðinni - á leiðinni upp. Copycat Sigourney Wea- ver og Holly Hunter Sigoumey Weaver leikur afbrotasál- ffæðing sem fékk taugaáfall eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás morðingja og hefur lokað sig inni í íbúð sinni mánuðum sam- an. Þegar hrottaleg morð era framin stendur lögreglan á gati yfir því hver morðinginn er. Af- brotasálfræðingur- inn lætur vita af því að hún geti sagt hver morðinginn er og fer lögreglukona á fund hennar. Þessar tvær konur stiila saman strengi sína eftir stirða byijun í leit að morðingjanum. Kingpin Woody Harrelson og Randy Quaid. Roy hefði getað orðið stórt nafh í keilu. En frá því hann varð meistari árið 1979 hefur ailt gengið á afturfótun- um. Dag einn hittir hann furðulegan ná- unga, Ishmael, sem virðist fæddur til að spila keilu. Eina vandamálið er að hann er amishtrúar, klæðist svörtum jakkafótum og er með hatt. Það er því erfitt fyrir Roy að sannfæra hann um að hann geti orðið góður atvinnumað- ur í keilu en Roy er vanur að beita brögðum og hefur sitt fram. Happy Gilmore Adam Sandler og Christopher McDonald. Happy Giimore er mikill íshokkiaðdá- andi og hefúr aila tíð dreymt um að verða vinsæll íshokkíleik- maður. Það sem hefúr staðið honmum fyrir þrifúm er hversu skapstyggur hann er. Af tilviljun kemst Happy að því að með því að nota íshokkís- veiflu sína getur hann slegið golfbolta lengra en aðrir og þar sem amma hans skuldar skattinum mikla pen- inga ákveður Happy Gilmore að skrá sig í röð peningamóta þar sem álitlegar peninga- upphæðir era í boði fyrir sigurvegarann og þar með er hann orðinn að martröð at- vinnugolfarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.