Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 11
lyndbönd 25 FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1997 Mission: Impossible Gamalt sjónvarpsefni í nýjum búningi Vinsæll meðal leikar- anna í starf leikstjóra vildi Tom Cruise fá Brian De Palma sem tók vel í hug- myndina. Brian De Palma er einn af þekktustu leikstjórum Bandaríkj- anna og hefur leikstýrt mörgum stór- myndum, þ. á m. Scarface og The Untouchables. Hann er vinsæll með- al leikara og hefur orð á sér fyrir að vita hvað hann vilji fá út úr þeim, en sé alltaf opinn fyrir uppástungum og gefi leikurum oft lausan tauminn, en hann fór einmitt þá leið með mörg hlutverk í Mission: Impossible. Marg- ir leikaranna byrjuðu með tiltölulega ómótaðar persómn sem síðan þróuð- ust og breyttust með tímanum. T.d. fékk Jean Reno í byrjun einungis að vita að persónan hans væri frönsk, svikari og reykingamaður. Þau Cruise, Wagner og De Palma höfðu i huga að gera myndina þann- ig að hún höfðaði til gamalla aðdá- enda sjónvarpsþáttanna, en gæti jafn- framt staðið ein og sér sem vönduð og spennandi njósnamynd. Meining- in var að ná stemningunni úr sjón- varpsþáttunum, en þó þannig að myndin væri sjálfstætt verk. Þess má geta að leikmyndahönnuðurinn Norman Reynolds tók þá ákvörðun að horfa ekki á einn einasta Mission: Impossible þátt til að tryggja að ekki yrði um neinar eftirlíkingar að ræða. Þá eru persónur aðrar en í þáttunum og er Jim Phelps eina nafnið sem einnig var í þáttunum, en Jon Voight leikur hann. Sú persóna er jafnframt allnokkuð frábrugðin þeirri upp- runalegu. Vönduð tæknivinna Eitt af aðalmarkmiðunum var að gera mynd sem liti vel út, væri vönd- uð og flott, en jafnframt trúverðug og ætti sér grunn í raunveruleikanum. Tölvugrafik er mikið notuð í mynd- Mission: Impossible var nafn sjón- varpsþátta sem sýndir voru á CBS- sjónvarpsstöðinni í lok sjöunda ára- tugarins og byrjun þess áttunda og náðu miklum vinsældum. Þeir hafa verið taldir klassískt sjónvarpsefni og er upphafsstef þeirra vel þekkt, allavega meðal bandarísks almenn- ings, og náði aftur vinsældum i með- förum þeirra U2-félaga, Adam Clayton og Larry Mullen jr. Tom Cruise, sem hafði mikinn áhuga á þáttunum, komst að því að Para- mount ætti réttinn á þeim, og sann- færði það um að þeir yrðu kjörið efni í kvikmynd, sem yrði fyrsta verkefni Cruise/Wagner Productions, en það er framleiðslufyrirtæki innan Para- mount og gæluverkefni Tom Cruise og Paula Wagner. Afurðin kemur út á myndbandi í næstu viku, í aðal- hlutverki er Tom Cruise, en aðrir leikarar eru Jon Voight, Henry Cz- emy, Emanuelle Beart, Jean Reno, Ving Rhames, Kristin Scott-Thomas og Vanessa Redgrave. inni og notaður var vél- og hugbún- aður frá bæði Apple og IBM. Ýmiss konar vel þekktur hugbúnaður sést í myndinni, svo sem After Dark, Netscape og Adobe Photoshop. Hvað tæknibrellur og áhættuatriði varðar sést ýmislegt í myndinni sem ekki hefur sést áður í kvikmynd, þ. á m. er atriði þar sem leikararnir þurfa að virðast vera að skríða utan á hraðlest með þyrlu á eftir sér. Tom Cruise var ekki ánægður með neina af vindvél- unum sem prófaðar voru og fannst þær ekki vera nógu öflugar, en að lokum náðu þeir í fallhlífarstökks- hermi, hinn eina sinnar tegundar í Evrópu, sem náði vindhraða allt að 200 km/klst og reyndi mikið á áhættuleikarana. Tom Cruise er einn af stærstu stjörnunum í Hollywood leið hans upp á stjömuhimininn var með ólík- indum. Hans fyrsta stóra hlutverk var í myndinni Taps, en með ungl- ingagrínmyndinni Risky Business aflaði hann sér vinsælda, og skaust síðan eftirminnilega upp á stjömu- himininn með næstu mynd sinni, Top Gun. í kjölfarið fylgdu margar stórmyndir, svo sem The Color of Money, Rain Man, Far and Away og Born on the Fourth of July, sem færði honum óskarsverðlaunatilnefn- ingu. Síðustu þrjár myndir hans á undan Mission: Impossible voru The Firm, A Few Good Men og Interview with the Vampire, sem hafa halað inn samtals um 750 milljón dollumm á heimsvísu. Hann hefur nú haslað sér völl sem framleiðandi með Mission: Impossible. -PJ Tom Cruise leikur leyniþjónustumanninn Ethan Hunt. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Edda Björgvinsdóttir Ég er mjög lítil mynd- bandakona og sofha gjam- an strax og kynningartextinn er af- staðinn en það eru þó nokkur myndbönd sem ég held rosalega upp á. Nú á ég við myndbönd nokkur sem ég set í tækiö, sjálfri mér til ánægju, en á þeim eru eld- gamlir þættir sem mér em sendir frá Ameríku. Þetta eru þættir með Lucy Ball, Mary Tyler Moore, Red Skelton og slíku fólki. Það er alltaf verið að endur- flytja þessa þætti þarna í út- land- inu öðru hverju og ég fæ sendar upp- tökur. Þetta er mitt efni og ég sofha ekki yfir því. í raun er þetta eina efnið sem ég set í tækið sjálf- viljug. Efst á listanum er þó hún Lucy Ball en hún er í algjöru uppá- haldi hjá mér. Hún er ein- hver sú flinkasta gam- anleikkona sem ég hef á ævi minni séð. Ég fæ alltaf krampa yfir henni en ann- ars fæ ég ekki hlátur- krampa yfir mjög mörgu. Þegar ég er ein heima og ræð yfir myndbands- tækinu, sem er sjaldnast, þá nota ég iðulega tækifærið og skelli þessum þáttum í. Ég get horft á sama þáttinn aftur og aftur og verð aldrei þreytt á þessu. The Fresh Unabomber The Quest The Fresh er dramatísk kvik- mynd sem gerð er af miklum metn- aði. Aðalper- sónan er Fresh, tólf ára dreng- ur sem býr í Brooklyn. í fyrstu er ekki hægt að merkja að hann sé öðruvísi en aðrir krakkar á sama reki en starf hans er þó ekki beint ætl- að krökkum. Hann er sendisveinn nokkurra fíkniefhasala sem hver fyrir sig hef- ur óskráðan umráðarétt yfir sölu hinna ýmsu eiturlyfja f hverfinu. Fresh er hinn ánægðasti með starf sitt. Að vísu á hann mjög erfitt með að sætta sig við að systir hans er orðin eiturlyfjaneytandi. Hugur hans gagnvart eiturefnum breytist þegar vinkona hans og bekkjarsyst- ir er skotin til bana á leikvelli skól- ans af eiturlyfjasala sem Fresh hef- ur unnið fyrir og grípur til eigin ráða til að bjarga því sem honum þykir kærast. Sá sem leikur Fresh heitir Sean Nelson og er um frumraun hans að ræða. Á móti honum leika aftur á móti þekktir leikarar á borð við Samuel L. Jackson og Giancarlo Epoasito. Háskólabíó gefur Fresh út og er hún bönnuö börnum innan 16 ára. Útgáfudagur var 21. janúar. Bandaríkjamenn eru mjög fljótir til þegar upp kemur i fréttum eitt- hvert mál sem hægt er að gera kvikmynd úr. Réttarhöldin yfir O.J. Simp- son voru varla hálfnuð þegar fyrsta sjón- varpsmyndin leit dagsins ljós. Þegar hinn frægi Una- bomher var loks handtekinn í fyrra, en hann hafði hrellt fólk víða í sautján ár, þóttust sjónvarpsstöðv- ar hafa komist í feitt og strax var farið að gera mynd um ævi þess sem har ábyrgð á sprengingunum. í myndinni er fylgst með rannsókn málsins frá upphafi og er aðalper- sónan Ben Jeffries sem i mörg ár leitaði að sprengjumanninum. Einnig er skyggnst inn í líf sprengjumannsins sem var há- menntaður og hafði starfað sem há- skólakennari. I aðalhlutverkum eru Robert Hays, Dean Stockwell og Tobin Bell. Bergvik gefur út Unabomber og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 28. janúar. The Quest er með Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki og leik- stýrir hann einnig myndinni og skrifar hand- rit ásamt Frank Dux. Van Damme leikur smá- bófann Chris Dubois sem er á flótta undan lög- reglunni í New York árið 1920. Á flóttanum verð- ur honum fóta- skortur svo hann dettur niður í lest af fragtskipi og rotast. Þegar hann rankar við sér er hann lagður af stað í mikla hættu- og ævmtýraför yfir hálfan hnöttinn, alla leið til týndrar borgar í Himalaya-fjöllum. Á leiðinni hittir hann og á í höggi við bíræfna vopnasmyglara, sjóræn- ingja og heimsins bestu bardaga- menn þegar hann tekur þátt í har- dagakeppni aldarinnar. Helsti mótleikari Van Damme í The Quest er ekki af verri kantin- um, sjálfur fyrrum James Bond, y Roger Moore, en hann leikur sjó- ræningjaforingja einn sem fer illa með Van Damme. Myndform gefur út The Quest og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 28. janúar. N ' ArsJ I.JAMmi I 1« * H *SÍ * .< » I * II | *l' I M |« |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.