Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 12
★★
Spy Hard
Njósnadella
"Swpremcty SiHy''
Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood hefur komist að
því að það borgar sig að gera öðru hvoru grin að sjálf-
um sér og Spy Hard er ein af mörgum myndum sem
reyna þetta. Hér er 007 skotspónn háðsins og auðvitað
kom enginn annar en Leslie Nielsen til greina í aðal-
hlutverkið. Hann er næstum því alveg eins og Roger
Moore í síðustu Bond- myndinni hans. Myndin byrjar í
klassískum Bond-stíl og eftir að búið er að kynna sögu-
hetjuna og erkióvininn til sögunnar ásamt nokkrum of-
urgellum fer njósnarinn að sjáifsögðu í vopnabúrið til
Q (sem reyndar er austurlenskur og heitir eitthvað allt
annað í þessari mynd) og heldur síðan á vit erkibófans í slagtogi með feg-
urðardrottningu sem slæst eins og atvinnudrápari. Á leiðinni til vonda
kallsins koma þau við í hinum og þessum myndum, svo sem Pulp Fiction,
Speed, True Lies og Sister Act, áður en Bond-grínið tekur aftur við í klass-
ískum lokabardaga. Myndin er brokkgeng en oft fyndin og þá sérstaklega
lokaatriðið þar sem dellan nær hámarki. Góður endir lyftir myndinni að-
eins upp en í heildina er hún miðlungsskemmtun (sem er reyndar vel yfir
meðallagi af svona myndum að vera).
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Rick Friedberg. Aðalhlutverk:
Leslie Nielsen og Nicolette Sheridan. Bandarísk, 1996. Lengd: 78 mín.
Leyfð öllum aldurshópum. PJ
tynyndbönd
'
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
Happy Gilmore
Adam Sandler og
Christopher
McDonald
Happy Gilmore er
mikill íshokkiaðdá-
andi og hefur alla tíð
dreymt um að verða
eftirsóttur leikmað-
ur. Það sem hefur
staðið honum fyrir
þrifum er hversu
skapstyggur hann er.
Af tilviljun kemst
Happy að því að með
því að nota íshokkís-
veiflu sína getur
hann slegið golíbolta
lengra en aðrir og
þar sem amma hans
skuldar skattinum
mikla peninga
ákveður Gilmore að
skrá sig í röð pen-
ingamóta þar sem
álitlegar peninga-
upphæðir eru í boði.
Trainspotting
Ewan McGregor og
Johnny Lee Miller
í þessari frægu
bresku kvikmynd
kynnumst við
nokkrum misrugluð-
um persónum sem
búa í Edinborg og
eiga það sameigin-
legt að hafa farið út
af sporinu í lífinu.
Þetta eru dópistinn
Mark Renton og vin-
ir hans, kvennamað-
urinn Sick Boy, hinn
vonlausi Spud, hinn
glataði Tommy og
rugludallurinn geð-
1 veiki, Begbie. Þeir
lifa í veröld eitur-
lyfia og eiga það
sameiginlegt að vera
allir að bíða eftir
dóplyftunni sem sí-
fellt er á ferðinni - á
leiðinni upp.
Kingpin
Woody Harrelson
og Randy Quaid.
Roy hefði getað
orðið stórt nafn í
keilu. En frá því
hann varð meistari
árið 1979 hefur allt
gengið á afturfótun-
um. Dag einn hittir
hann furðulegan ná-
unga, Ishmael, sem
virðist fæddur til að
spila keilu. Eina
vandamálið er að
hann er Amishtrúar,
klæðist svörtum
jakkafótum og er
með hatt. Það er því
erfitt fyrir Roy að
sannfæra hann um
að hann geti orðið
góður atvinnumaður
í keilu en Roy er
vanur að beita brögð-
um og hefur sitt
fram.
MYNDBAUDA
mam nwu* srm
íícjobujg s, aucr sescm
FÁRGO,
t -
Fargo ★★★★
Svartur húmor í hvítri veröld
Cohen-bræðurnir eru einhverjir athyglisverðustu og
metnaðarfyllstu kvikmyndagerðarmenn í Vesturheimi
og Fargo flokkast með bestu myndum þeirra ásamt
Blood Simple og Millers Crossing. Fargo líkist að nokkru leyti Blood Simple
en er þó mun léttari og hreint út sagt drepfyndin. Hún er byggð á sannri
sögu (!) og segir frá ansi misheppnuðum náunga, bílasölumanni sem lætur
ræna konu sinni svo hann geti fengið lausnargjald fyrir hana frá ríkum
tengdafóður sínum og bjargað sér út úr skuldafeni. Áætlun, sem átti að vera
ofureinfóld, snýst upp í hreina martröð því að krimmamir skjóta fólk út og
suður og tengdafaðirinn er alls ekki eins meðfærilegur og bílasölumaðurinn
hafði gert ráð fyrir. í ofanálag er snjall lögreglustjóri á slóð þeirra, hin
kasólétta Marge Gunderson sem Frances McDormand leikur af stakri snilld.
William H. Macy er hér um bil jafhgóður sem Jerry Lundegaard, misheppn-
aði bílasalinn. Steve Buscemi, Peter Stormare og Harve Presnell skapa
skemmtilegar persónur undir styrkri leikstjóm Coen bræðranna. Handritið
er feikivel skrifað, öll samtöl svo fersk og sneisafull af norðvestur-
ríkjaglettni (jaa!) að maður getur ekki annað en brosað. Atburðarásin sjálf
er uppfull af hryllilegum atburðum en Coen-bræður fá mann til að hlæja af
hreinasta kvikindisskap. Landslagið er fullkomin umgjörð og tónlistin kem-
ur stemningunni vel til skila. Án efa ein af bestu myndum siðasta árs.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Joel Coen. Aðalhlutverk: Frances
McDormand, William H. Macy og Steve Buscemi. Bandarísk, 1996.
Lengd: 100 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. PJ
Mulholland Falls
Hattadeildin
★★★
Mulholland Falls segir frá sérdeild innan lögreglunn-
ar i Los Angeles í byrjun 6. áratugarins, hverrar hlut-
verk er að koma í veg fyrir að skipulagðir glæpir nái
fótfestu í borginni. Þeim er gefinn laus taumurinn og
starfsaðferðir þeirra em óhefðbundnar, svo að ekki sé
dýpra í árinni tekið. Maflósamir eru einfaldlega barðir
í buff hvort sem einhver sönnunargögn eru fyrir hendi
eða ekki og gælunafn sitt fá þeir frá höttunum sem þeir
bera eins og sannir mafiósar. Þegar viðhald foringjans
finnst myrt úti á víðavangi og formaður kjamorkumála-
nefndar Bandaríkjanna flækist í málið fer hins vegar að
hitna undir þeim. Inn í söguna fléttast vangaveltur um völd og ábyrgð en
þær pælingar eru ekkert sérstaklega áhugaverðar. Spennan er ágæt í fyrstu
en myndin verður fljótlega gegnsæ og missir flugið. Mestu skemmtunina má
fá út úr góðum leikurum og þá sérstaklega Nick Nolte í aðalhlutverkinu.
Chazz Palminteri, John Malkovich, Andrew McCarthy og Treat Williams eru
líka góðir en Chris Penn og Michael Madsen sjást nánast ekkert. Melanie
Griffith er óspennandi i aðalkvenhlutverkinu en Jennifer Collelly er hæfi-
lega dularfull i lykilhlutverki konunnar sem hleypir atburðarásinni af stað.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Lee Tamahori. Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Chazz Palminteri, John Malkovich og Treat Williams. Bandarísk, 1996.
Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. PJ
The Truth About Cats & Dogs
Misskilningsástarsaga
★★★
Abby er útvarpsdýralæknir, greind og öragg í fasi en
því miður ekki svo snoppufríð (auðvitað er hún falleg en
það eru ljótu andarungamir í Hollywood alltaf). Noelle er
hins vegar nautheimsk en gullfalleg fyrirsæta sem býr í
næstu íbúð. í fáti lýsir Abby sér sem Noelle þegar Íjós-
myndarinn Brian hringir i hana og býður henni út með
sér í kjölfar góðra ráðlegginga sem hann fékk hjá henni í
útvarpsþættinum. í kjölfarið fylgir mikið sjónarspil þar
sem Brian stendur í símasambandi við Abby en hittir
Noelle í eigin persónu og verður ástfanginn af sameigin-
legum persónuleika og fegurð þeirra. Eftir pælingar um innri og ytri fegurð
og sprengingu þar sem Brian loks kemst að hinu sanna fer hann í fylu um
sinn en áttar sig svo og tekur rétta afstöðu (bjuggust þið við öðra?). Sögu-
þráðurinn er svosum ekki gáfulegur en það er vel spunnið úr honum og er
myndin oft viðkunnanlega hlægileg. Janeane Garofalo og Uma Thurman
standa sig vel en Ben Chaplin á bara að vera sætur og óframfærinn (guði sé
lof fyrir að Hugh Grant var ekki fenginn í hlutverkið). Með því að horfa ekki
á myndina með of gagnrýnum huga má hafa ágæta skemmtun af henni.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Lehmann. Aðalhlutverk: Janeane
Garofalo og Uma Thurman. Bandarísk, 1996. Lengd: 95 mín. Leyfð öllum
aldurshópum.
PJ
14
jan. til 20.jan
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ’ . UTGEF. 1 TEG.
1 1 2 Rock Sam-myndbönd Spenna
BK NÝ mm i HnHHHHHHHHI Cable Guy hhhhhhhh Skífan Gaman
3 5 2 Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman
4 2 4 Trainspotting HSHHBBBBhhBRHHHÍ Wamer-myndir L i.» Spenna
5 4 5 Kingpin Sam-myndbönd Gaman
6 HHK 3 5 Copycat Warner -myndir : Spenna
|7 NÝ 1 Mullholland Falls Myndform Spenna
8 .1 6 t From Dusk till Dawn Skrfan Spenna
9 7 7 ; Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman
8 7 Juror Skrfan Spenna
11 , 12 3 Crying Freeman Myndform Spenna
12 w 11 MK 6 ... - HHHB Dont be a Menace i Skrfan Gaman
13 9 14 8 Primal Fear ClC-myndbönd \ Spenna
r 14 , 8 Sgí'' jg|g||gg | M jf M | Down Periscope i I Skrfan j Gaman
15 i8 ; 6 : American Quilt ClC-myndbönd Drama
16 ' r 16 i 5 « % r Agnes 1 Myndform i Drama
17 - 20 : 12 ; Birdcage Warner-myndir ■ Gaman
is ; W-‘ ■ • 13 f 1 3 Girl 6 Skffan Gaman
19 15 ' * : Before and After Sam-myndbönd 1 Spenna
NÝ m [ i ; Empire Records 1 Wamer-myndir Gaman
Það kom ekki á óvart aö The Rock skyldi standast
allar atlögur að efsta sætinu. Hún er mikil og góð
spennumynd sem heldur áhorfandanum vel við
efnið meðan á sýningu stendur. í annað sætið
kemur aftur á móti Jim Carrey stormandi inn á
listann í sinni nýjustu kvikmynd, The Cable Guy.
Mynd þessi náði ekki sömu vinsældum og fyrri
myndir kappans, enda rær hann nokkuð á önnur
mið þótt stundum sé ekki langt í farsaleikinn hjá
honum. Á myndinni er Jim Carrey ásamt mótleik-
ara sínum, Matthew Broderick. Aðeins ein ný
mynd kemur inn á listann, sakamálamyndin Mul-
holland Falls sem er í sjöunda sæti.
The Rock
Sean Connery og
Nicolas Cage
Snjöllum her-
manni tekst ásamt
mönnum sínum að
ná völdum í
Alcatraz-fangelsinu.
Hann hótar að
varpa öflugu efna-
vopni á San Fran-
cisco þar sem fimm
milljón manns búa.
Eina færa leiðin
virðist sú að senda
menn inn í Alcatraz
og freista þess að af-
tengja sprengjurnar
og ráða niðurlögum
óvinarins og er
ákveðið að kalla til
aðstoðar eina
manninn sem hefur
tekist að bijótast út
úr fangelsinu.
The Cable Guy
Jim Carrey og
Matthew Broderick
Steven Kovacks
ætlar að svindla á
kerfinu og múta kap-
almanninum og
þannig fá nokkrar
sjónvarpsrásir fríar
inn i íbúð sína. Kap-
almaðurinn, sem
hann fær, er ekki
rétti maðurinn til að
múta. Þess í stað gef-
ur hann sterklega til
kynna að hann hafi
ekkert á móti því að
eignast Kovacs sem
vin. Kovacs líst ekk-
ert á þá hugmynd,
enda finnst honum
kapalmaðurinn vera
hinn mesti furðu-
ftigl, en hann kemst
fljótt að því að kapal-
maðurinn veit ekki
hvað nei þýðir.
t