Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 1
 ii/ilíii/iíiiíi/iiíi/iliiii/ii/iiiii Þegar allt er frosið: Vetrarbúnaður bílsins þarf að vera í lagi Vetur konungur hefur látið til sín taka undanfarna daga og lítið lát ætlar að verða á snjó og frosti. Margir bíleigendur hajfa þurft að standa í því aö moka snjó frá bílum sínum, skafa rúður og sópa af þeim snjó svo þeir séu færir í umferðina. Þetta gengur misvel hjá mönn- um, sumir koma að bEunum sínum svo kirfilega frosnum að það tekur langa stund að brjótast inn í þá, aðrir nenna ekki að hreinsa snjó- inn nægilega vel og enn aðrir eru á vanbúnum bílum sem eru alls ekki færir um að komast leiðar sinnar. Við höfum áður fjallað um ýmis- legt sem lýtur aö því að gera bílinn kláran fyrir vetrarakstur. Góð vísa er samt aldrei of oft kveðin og vegna fjölda fyrirspuma frá lesend- um um góð ráð varðandi vetrar- búnað bílsins og akstur í vetrar- færð þá riflum við upp nokkur at- riði varðandi þetta í DV-bílum í dag. - sjá bls. 30 Bíllinn á kafi í snjó, allt frosiö og lasaúöinn f hanskahólfinu. Þessi sjón hefur mætt mörgum bíleigendum siöustu daga og því oft betra aö vera vel undirbúinn og smávegis fyrirhyggja getur auöveldaö gangsetningu á köldum morgni. DV-mynd Hilmar Þór Volkswagen Lupino er alveg að koma: 20 sm styttri en Polo Volkswagen lætur ekki á sér standa með svar við smábílnum Ka frá Ford sem virðist fá góðar móttökur. Volkswagen er þegar kominn með Seat Arosa sem kynntur verður á meginlandinu nú eftir fáeina daga, líklega á bíla- sýningunni í Genf í byijun mars, en síðan kemur sams konar bíll undir merkjum Volkswagen. Sá hefur fengið kenninafnið Lupino og verður um sumt eilítið öðru- visi en Seat Arosa. Þar munar mestu að hann verður með kringlótt aðalljós og stansaða, rúnnaða brún yst á vélarhlífinni og upp af þeim, allt að framrúðu, en Seat Arosa er „skáeygður“, með slétta vélarhlíf upp á brúnir. Arosa mun einnig eiga að vera með hliðarlista en lúpínan frá Volkswagen ekki. Litli Volkswagen verður 20 sm styttri en Polo, sem þykir þó ekki langur, en þyngdin verður sú sama, vegna örygg- iskrafna Volkswagen. Fyrst í stað verður val um 50 og 60 ha. bensín- vélar með eyðslu ná- lægt 6 lítrum á hundraðið. Seinna koma tvær þriggja strokka dísilvélar með forþjöppu, 55 og 70 ha., og eru sagðar eiga að láta draiun forstjórans, Ferdin- ands Piechs, rætast: koma eyðslunni niður í þrjá á hundraðið. Bæði Volkswagen Lupino og Seat Arosa mun eiga að smíða í Þýskalandi - ekki á Spáni - og framleiðslugetan er 180 þúsund bílar á ári! Það eru fleiri forvitnilegir bílar á leiðinni. Gamli, sígildi Cherokee kemur nú með gagngerðari and- litslyftingu en verið hefúr lengi og þegar í næsta mánuði er von á nýrri og áhugaverðri kynslóð af Mitsubishi Galant. Við segjum stuttlega frá báð- um þessum bílum á bls. 36 Volkswagen Lupino - svar Volkswagenhópsins viö Ka-bílnum frá Ford. Akstur í snjó og hálku: Höfum gott bil á milli bíla Akstur í snjó og hálku leggur enn meiri skyldur á herðar ökumanna en við aðrar aðstæð- ur. Hemlunarhæfhi bíla er mun minni og það tekur miklu lengri tíma að stöðva þá ef eitt- hvað óvænt ber að höndum. Nokkuð hefúr borið á því að undanfömu að bílar hafi lent i árekstrum vegna þess að öku- manni hafi fatast stjóm á bíl sínum, misst hann út í snjó- mðning við götubrún og stöðv- ast og þá hafi sá sem á eftir kom ekki haft nægan vara á sér og ekki náð að hemla í tæka tíð og ekið aftan á þann sem stöðvaðist Slíkir árekstrar em algerlega ónauðsynlegir og er skemmst að minnast fjöldaáreksturs á Kringlumýrarbraut. Þar varð mikið eignatjón vegna þess að menn óku ekki miðað við að- stæður og gátu ekki stöðvað bíl- inn í tæka tíð þegar hindrun varð á vegi þeirra. Mjög misjafet er hvemig yf- irborö vega er í snjó og hálku og ekki bætir það úr ef dekkin era búin að safna á sig tjöm- lagi sem virkar eins og besti skíðaáburður. Best er að reyna hemlunar- hæfni bílsins strax í upphafi ferðar og ef enginn er rétt á eft- ir er best að stiga létt á heml- ana og finna hvemig hjólin draga úr ferðinni. Ef hjólin læs- ast strax og bíllinn rennur sfjómlaust áfram er betra að athuga sinn gang, hreinsa dekkin með dekkjalureinsi og aka síðan miðað við aðstæður. -JR Of stutt bil á milli bíla er oft or- sök árekstra. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm LAUGAVEGI 174 -SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 VW Polo 1,0 ‘95, 3 d., 5 g., ek. 38 þús. km, grænn. Verö 800.000. OPIÐ: virka daga 9-18, laugardaga 12-16. Lanakjör til allt aö 36 manaða Raðgreiöslur til allt aö 36 mánaöa VW Vento GL ‘93, 4 d., 5 g., ek. 45 þús. km, blár. Verö 1.140.000. VWGolf GL st. 96, 5 d., 5 g., ek. 10 þús. km, svartur, 15“ álfelgur. Verö 1.490.000. MMC Galant GLSi ‘95, 4 d„ MMC Pajero SW ‘92, 5 d„ 5 g„ ek. 23 þús. km, hvítur, ssk„ ek. 126 þús. km, blár, 4x4, spoiler, upph. ABS, topplúga. Verö 1.850.000. Verö 2.260.000. Nissan Patrol ‘92, 5 d„ VW Golf CL ‘95, 3 d„ ssk„ ssk„ ek. 80 þús. km, rauður. ek. 21 þús. km, rauður. Verö 2.490.000. Verö 1.240.000. MMC Lancer st. ‘93, 5 d„ 5 g„ ek. 71 þús. km, blár. Verö 1.150.000. Nissan Pathfinder ‘93, 5 d„ ssk„ ek. 56 þús. km, hvítur. Verö 2.290.000. MMCL-200 DDC ‘91,4d„ 5 g„ ek. 89 þús. km, blár. Verö 1.050.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.