Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 2
30 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 Range Rover dfsil turbo int. '97, ssk., dökkgrænn, ek. 5 þús. km, leöurinnr., álfelgur, ABS o.fl. Skipti. Verö 5.350.000. Hs. 557 6061. Subaru Legacy Outback ’97, ssk., vínr./grár, álfelgur, ABS o.fl. Glæsil. bíll. Verö 2.750.000. Gott stgrverö. Einnig dökkbl., beinsk. MMC Lancer GLXi 4x4 ’94, 5 g., vínr., ek. 64 þús. km, rafm. í öllu, skipti. Verö 1.190.000. Isuzu Trooper 2,6 MPi ’90, 5 g., grár, ek. 120 þús. km, álfelgur, 31“ dekk, gott eintak, einn eigandi, skipti. Verö 1.290.000. Grand Cherokee Laredo V8 ’94, ssk., grænn, ek. 60 þús. km. Verö 2.980.000. Eigum einnig Limited ’93-’96. Golf Grand ’96, blár, spoiler, ál- felgur. Corolla XLi ’96, ek. 9 þús. km, 3 d., spoiler. Opið mánud. til föstud kl. 10-19 laugardaga kl. 12-16.30. Vetrarakstur og búnaður Snjór og kuldi dag eftir dag getur tekið á taugarnar hjá mörgum bíleig- andanum þegar hann kemur að bíln- um sínum á kafi í snjó og með frosn- ar læsingar á hveijum morgni. Þegar hélt áfram að snjóa í vikunni sem er að líða hefur mörgum eflaust orðið hugsað til þess á miðvikudaginn „að öskudagur á sér átján bræður" og enn gæti verið von á snjó. Það væri kannski við hæfi að athuga bílinn bet- ur og gera hann færari til að takast á við snjó og hulda, að ekki sé talað um hálku og ófærð. Við höfum áður fjallað um ýmislegt sem hægt er að gera til að létta sér umgengni við bíla þegar svona viðrar og skal sitthvað af því rifjað upp hér vegna áskorana frá lesendum. Þegar allt er frosið Ef allar læsingar eru frosnar og ekkert gengur að þíða þær með blæstri getur þrautalendingin verið að fara út með heitt vatn í könnu eða fótu og hella yfir læsinguna á farþega- hurðinni. Við hitann á hún að hrökkva upp svo hægt er að komast inn í bílinn þá leiðina. Það gerir minna til þó að hún frjósi aftur því hitinn frá miðstöðinni þíðir læsinguna á hinni hurðinni strax og byrjað er að keyra og þá er hægt að ganga eðlilega um þeim meg- in. Skafið rúðurnar varlega Þegar snjór og ís hylur allar rúður getur þurft að grípa til snjósköfunnar til að hreinsa þær. Til eru nokkrar gerðir af snjósköfum, ýmist með málmbrún eða brún úr plasti til að skafa með ísinn og gúmmíkanti á hinni brúninni til að hreinsa. Beitið ekki of miklu afli og ef skaf- an er með málmbrún þarf að beita henni rétt tii að skemma ekki rúðuna, gúmmíkantana eða skrautlistana sem umlykja hana. Hreinsið rúðuþurrkurnar Mjög mikiivægt er að hreinsa rúðu- þurrkurnar og þá sérstaklega þurrku- blaðið um leið og rúðan er hreinsuð. Brjóta þarf íshröngl úr þurrkunni með því að slá henni nokkrum sinn- um á rúðuna og beygja hana tvisvar eða þrisvar á milli handanna til að hún lagi sig örugglega að bogmyn- daðri rúðunni. Notið ekki sterk leysiefni til að hreinsa tjöru af þurrkublaðinu því við það harðnar gúmmíið og þurrku- blaðið hættir að skila sínu verki eðli- lega. Notið frekar létt hreinsibón eða smurefnið WD-40 til að hreinsa gúmmiið. Við það mýkist gúmmíið og endingin verður lengri. Hreinsið allan snjó af bílnum Það er mikilvægt að hreinsa allan snjó af bílnum áður en ekið er af stað. Það er sjálfsögð venja að hreinsa allar rúður vel, ljós og númeraplötur. En það á ekki að láta staðar numið þar. Laus snjór á þaki bílsins getur verið ökumanninum sjálfum og öðrum í umferðinni til ama. Ef skilinn er eftir snjór á þaki bíls- ins getur hann runnið fram af þakinu og byrgt ökumanni útsýni ef hann þarf að hemla skyndilega, einkum ef bíllinn er byijaður að hitna og snjó- lagið næst bílnum er byrjað að bráðna. kantana. Þannig hrinda þeir frá sér vatni og raka og frjósa síður. Forðist raka inni í bíln- um Fátt er hvimleiðara en að rúðumar í bílnum hrimi að innan þegar billinn hefur staðið óhreyfður um stund. Ástæðan er oftast sú að raki mynd- ast í bílnum vegna þess að við berum með okkur bleytu og snjó sem bráðn- ar þegar bíllinn hitnar en verður að raka sem sest innan á rúðumar og frýs þegar kólnar. Hægt er að draga úr rakamyndun með því að skilja eftir smárifú á sögðu að hreinsa rúðuna vel að innan með hreinsilegi og pappír eða tusku. Gott getur verið að hafa gamalt lítið handklæði í bilnum þegar veðrabreyt- ingar eru örar og nota það til að strjúka móðuna burt áður en ekið er af stað. Notið afturrúðuhitara í hófi Flestir bílar eru með afturrúðu- hitara sem eru örfinir þræðir innan á afturrúðunni. Þegar rafstraumi er hleypt á þræðina hitna þeir og bræða ís og eyða móðu. Afturrúðuhitarinn er rafmagns- frekasta tæki bílsins og það á að nota í hófi, bæði til að spara rafmagnið og eins til að auka endingu þráðanna. Sem betur fer em flestir nýir bílar með tímarofa á hitaranum, sem kem- ur í veg fyrir ofnotkun, en aðrir ekki og þá þarf að gæta þess að slökkva. Góð regla er að slökkva á aftur- rúðuhitaranum þegar þræðimir eru sýnilega famir að virka. Þótt slökkt sé á hitaranum er rúðan orðin það heit að hún heldur áfram að eyða móðunni þótt búið sé að slökkva. Mikilvægt er að gæta þess að þurrka afturrúðuna að innan ávallt langsum eftir vírunum en ekki þvert á þá því með tímanum slitnar hlifðar- húðin yfir þeim og of harkaieg hreins- un getur orðið til þess að skemma þræðina. Það þar ekki nema örfina rispu í þráðinn til þess að hann hætti að leiða rafmagn og þar með hættir hann að hitna. Lausamjöll á þaki bílsins getur far- ið að rjúka um leið og ekið er af stað og bíllinn sem á eftir kemur getur lent í óvæntum „skafrenningi” sem byrgir útsýnið og getur þar með valdið hættu. Smyrjið alla gúmmí- kanta og læsmgar Til að koma í veg fyrir að hurðir og læsingar frjósi þarf að smyrja þær reglulega. Margar gerðir af lásaúða eru til á bensínstöðvum og í bílabúðum. Úðið reglulega inn í læsingamar því smur- efnið ýtir rakanum frá og kemur í veg fyrir að þær fijósi. Geymið úðabrús- ana í vasanum eða inni í hita til þess að úðaefnið virki vel og geti þítt frosna læsingu ef á þarf að halda. Gúmmíkantamir safna á sig raka þegar bíliinn hitnar og kólnar á víxl. Smyrja þarf kantana reglulega og það er hægt að gera með sérstökum si- líkon-stiftum sem fást í bílabúðum, til dæmis Bilanausti, eða setja létt bón eða WD-40 í tusku og strjúka yfir glugga en það er þó ekki alltaf hægt þegar skafrenningur er því að ekki þarf nema smárifu til að fylla bílinn af snjó. Gott ráð er að setja gömul dagblöð á gólfið undir gúmmímottumar. Þeg- ar snjórinn bráðnar sest rakinn í dag- blöðin og þegar þau blotna er þeim einfaldlega hent og önnur þurr sett í staðinn. Hreinsið rúðurnar að innan Núna þegar sólin er farin að skína lengri stund dag hvem er lika betra að hafa rúðurnar hreinar að innan. Miklar hitabreytingar skiija eftir óhreinindi innan á rúðunum og ef reykt er í bílnum eru rúðurnar fljótar að fá á sig slikju sem myndar mikið ljósbrot þegar horft er á móti sól. Þegar móða er innan á rúðu má alls ekki strjúka hana af með hendinni. Með því smyijum við út óhreininda- laginu innan á rúðunni og gerum út- sýnið enn verra. Betra er að hafa hanska á hendinni en best er að sjálf- Hreinsið dekkin reglu- lega Loks skal það ítrekað enn og aftur að hreinsa hjólbarðana á bilnum reglulega með tjöruhreinsandi efni. Þegar tjaran sest á yfirborð dekkj- anna virkað hún eins og besti skíðaá- burður og veggrip dekkjanna minnk- ar eða það hverfur nánast. Dekkjahreinsir í úðabrúsa ætti að vera í hverjum bíl og þegar götur hafa verið saltbornar í nokkra daga er komin svo mikil tjara á dekkin að hreinsa þarf þau. Besta ráðið er að úða yfir dekkin og hafa gamla upp- þvottaburstann við höndina og bursta létt yfir yfirborð slitflatarins á dekk- inu. Við það losnar tjaran og dekkið verður aftur samt og fært um að takast á við snjóinn. Hægt er að nota hreinsiethi á borð við white spirit eða terpentínu til að hreinsa Ijöruna en umsjónarmenn DV-bíla hafa besta reynslu af inn- lenda dekkjahreinsinum sem efna- gerðin Sámur framleiðir. -JR Fiat Punto 75 SX ’95, græns- ans., ek. 50 þús. km, rafm. í öllu, dráttark., ástsk., einn eig. Verö 810.000 Tilboð 750.000 Nissan Primera 2,0 SLX ’92, rauöur, ek. 91 þús. km, ssk., rafdr. I öllu, sumard. álf., ástsk., einn eigandi. Verö 1.080.000 Tilboö 960.000. Subaru 1800 STW GL ’85, Ijós. blár, gott lakk, ek. 169 þús. km, góöur i snjóðinn. Verö 280.000. WV Passat 2,0 CL Variant |93, rauður ek. 76 þús. km, dráttarb., einn eigandi, reyklaus dekurbíll. Verö 1.190.000. Istraktor SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ, SÍMI 565 65 80 Sérpantanir Aukahlutir- Varahlutir Jeppabreytingar j/ía&er BFCoodrich MMC Pajero Wagon ’87, 7 manna, blár/grár, 5 g., álfelgur, ek. 208 þús. km. Visa/Euro. Verö 790.000. Tilboö 570.000. Ford Ranger Super Cab STX ’92, upph., 31“ álfelgur, plasthús, 5 g., ek. 99 þús. km. Bílalán. Verö 1.470.000. Tilboö 1.250.000. Nissan Primera SLX ’92, ssk., r/ö, álfelgur, spoiler, ek. 99 þús. km. Bílalán. Verö 1.070.000. Tilboö 890.000. Hyundai Pony GLSi ’92, rauöur, ssk., r/ö, topp- lúga, ek. 69 þús. km. Visa/Euro. Verö 690.000. Tilboö 590.000. MMC Lancer GLX sed- an ’87, ssk., r/ö, hvítur, Visa/Euro. Verö 330.000. Tilboö 195.000. UPPÍTÖKUBÍLAR Vagnhöföa 23 Sími 587-0-587

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.