Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 5
mmm .i 'Mi sem lag ársins og fær hér fióröa bekk. Tek- ið skal fram aö lög- unum er ekki raðað í neina sérstaka áhersluröð á plöt- unni, frekar í áferð- arröð (líkt og tölvur útvarpsstöðvanna gera). iaurvegarar og Djörtustu vonir Nú hafa útgáfufyrirtækin Spor og Japis gefið út geisladisk sem inni- heldur tónlist velflestra þeirra sem tilnefndir voru á poppsviði íslensku tónlistarverðlaunanna 1997. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að fimmtudaginn 20. febrúar síðastliðinn voru íslensku tónlistarverðlaunin af- hent á Hótel Borg með pompi og prakt. í tilnefningum tónlist- arverðlaunanna var að finna þverskurð af því sem gerst hafði í íslensku tónlistarlífi áriö 1996 og voru flestir þeir er tilnefnd- ir voru mættir í sínu finasta pússi, enda tónlistarverðlaunin eins konar uppskeru- hátíð íslenskra tón- listarmanna. Nú hafa útgáfufyr- irtækin Spor og Japis gefið út geisladisk sem inniheldur tón- list velflestra þeirra sem tilnefndir voru á poppsviði íslensku tónlistarverðlaun- aima 1997. Víðfeðm flóra Geislaplatan inniheldur 16 lög með jafhmörgum flytjendum sem taldir verða upp hér á eftir. Stefán Hilmarsson breytti heilmikið um stíl á síðasta ári með plötu sinni Eins og er .... úr hljóðfærapoppinu í tölvupoppið. Platan fékk ágætisviðtökur almennings og Stefán hlaut verðlaun sem lagahöfundur ársins ásamt Mána Svavars- syni og Friðriki Stur- lusyni. Titiilag plöt- unnar er það fyrsta í röðinni á þessari safn- plötu. Emilíana Torrini átti söluhæstu plötu síðasta árs, Merman, vann titilinn söngkona ársins og lag hennar The Boy who Giggled so Sweet prýðir þessa plötu, en það var til- nefiit sem lag ársins. Páll Óskar vakti gíf- urlega athygli á síðasta ári með plötu sinni Seif, plastgallanum sin- um og myndbandinu við lagið Making Love sem varð síðan í öðru sæti í myndbandaan- nál Sjónvarpsins. Af Seif er það lagið Stans- laust stuð fær þriðja sæti þessarar safn- plötu. Todmobile átti end- urkomu síðasta árs með plötvmni Perlur og svin. Hljómsveitin var tilnefiid til fjölda verð- launa þetta árið, en varö því miður að fara tómhent heim af verð- launahátíðinni. Lagið hennar Voodooman var hins vegar tilnefiit Hijómsveitin Botnleðja tók þrenn verðlaun heim með sér þetta árið. Hún var valin hljómsveit/flytjandi ársins, átti geislaplötu ársins sem titlaðist Fólk er fifl og átti lag ársins, Hausverkun sem fær að sjálfsögðu heiðurssess á þessari plötu. Rappsveitin Quarashi kom öllum á óvart á síðasta ári með vel útfærðri smáskífu og má búast við miklu frá þeirri sveit þetta árið. Quarashi var tilnefiid sem bjartasta vonin, en það er lag hennar Swichstance sem prýðir þessa plötu. Kolrassa krókríðandi vakti gífurlega athygli á síðasta ári með plötu sinni Köld eru kvennaráð og fékk frábæra dóma í hvívetna þó almenningur hafi ekki tekiö við sér hvað varðar kaup á plötunni. Hljómsveitin var tilnefnd til fjölda verðlauna, en líkt og Todmobile fór hún tómhent heim. Lagið Opnaðu aug- un þín er framlag hennar til safnplöhmnar. Jóhann Helgason átti ákveðið comeback með plötu sinni KEF á síðasta ári. Hans framlag er lagið Bid Me to Live. Anna Halldórsdóttir var bjartasta von ársins og fékk hún þann titil fyrir útgáfu plötunnar Villtir morgnar og er þvi við hæfi að titillagið prýði þessa plötu. Söngvarinn Bjarni Arason gaf út aðra sólóplötu sína af níu ára ferli á síðasta ári og fékk hún góðar viðtökur almennings. Platan þótti ljúf og vel sungin í alla staði og af henni er hér lagið í örmum þér. Margrét Kristín kom öllum á óvart með útgáfu plötunnar Fabula á síðasta ári. Margrét var tilnefhd sem bjartasta vonin og syngur hér lagið Heavy Secret. Gömlu kempurnar KK og Magnús Eiríksson urðu teymi á síðasta ári með útgáfu plötunnar Ómissandi fólk og fengu fyrir hana góða dóma. Þeir skarta hér titillagi plötunnar. Gospelsöngur og trúboð Páls Rósinkranz á síðasta ári vann honum inn titilinn söngvari árs- ins sem hann deilir nú meö Guði. Hann syngur titillag plöfimnar I Belive in You á safnplötunni. Hljómsveitin Dead Sea Apple hlaut tilnefningu sem bjartasta vonin fyrir plötu sína Crush, en af henni þótti lagið Sick of Excuses bera af og er það því á þessari plötu. Hljómsveitin Slowblow var einnig tilnefnd fyrir plötu sína Fousque og prýðir lag hennar Sack the organist þessa plötu. Bestu hljóðfæraleikarar landsins eiga síðan síðasta lag plötunnar, en það eru að sjálf- sögðu þeir Eyþór Gunnarsson, Gunn- laugur Briem, Frið- rik Karlsson og Ósk- ar Guðjónsson úr Mezzoforte sem spila lagið Monkey Fields af samnefndri plötu. ATH! Athygli vekur að menn eins og Bubbi Morthens og Megas sem voru báðir tilnefndir til verðlaima (Megas vann titilinn textahöfundur ársins) skuli kjósa að sniðganga tónlistarverð- launin og plötuna sem þeim fylgir. Báðir þessir menn hafa ver- ið ungum tónlistarmönnum fyrirmynd sem lagahöfundar og textasmiðir og því skrítið að þeir kjósi að leggja sig gegn verð- launaafhendingu sem þessari. Bara smávangaveltur! Hins vegar er nokkuð ljóst að íslensku tónlistarverðlaunin eru komin til að vera og styðja þau mjög við bakið á íslenska tónlistariðnaðinum sem mun vonandi blómstra sem aldrei fýrr á þessu herrans ári, 1997. -GBG Kryddstelpur ná heimsyfirráðum Fyrirsögnin er kannski ýkjur. Á næstu sex mán- uðum mun sveitin taka upp aðra plötu sína, gera kvikmynd og byrja tónleikaferð út um alla heim. Kvikmyndin er sögð vera sambland af A Hard Days Night á sínum tíma og This is Spinal Tap. Sveitin er sennilega vinsælasta breska sveitin sem sótt hef- ur á Ameríkumarkað á þessum áratug. Tjallar gera það gott Eric Clapton fékk þrjú af helstu Grammy-verð- laununum í ár en 39 ár eru síðan byijað var að af- henda þau. Hann taldist eiga besta lagið (Change the World), plötu ársins og þótti besti karlsöngvar- inn. Breskir og írskir popparar hrepptu fimmtán Grammy-verðlaun og því fleiri tjallar en Spice Girls sem gera það gott í fyrirheitna landinu. Stjörnugjöf tónlistargagnrýnenda < Óútgáfuhæf ★ Slæm ★★ Slök ★★ í meöallagi ★ ★Á Sæmileg ★ ★★ Góö ★ ★★★ Frábær ★★★★ Meistaraverk ★★★ Older-George Michael: Platan er fyllilega samboðin fólki sem kann að meta þægilega hljómandi og vel samansettar laglínur. -AT ★★★ Fjall og fjara - Anna Pálína og Að- alsteinn Ásberg: Þetta er jassskotin vísnatónlist meö tangóívafi á köflum; ákaflega einlæg og stílhrein. Allir textarnir eiga þaö sameiginlegt aö vera í mjög háum gæöaflokki, vel samdir og innihaldsrfk- ir. Fjall og fjara er vönduö og góö plata sem á alla athygli skilið. -SÞS ★★^ All This Useless Beauty - Elvis Costello: Hér er á ferðinni ein besta plata Costellos síöan Imperial Bedroom kom út 1982. All This Useless Beauty er í fáum orðum sagt firnasterk plata þar sem saman fara frábærar laga- smíöar og flutningur í hæsta gæöa- flokki,- SÞS ★★★ Mersybeast - lan McNabb: Þaö er sama hvar boriö er niður, hvergi er veikan punkt aö finna; hvert lagiö er öðru betra og þetta er besta rokkplata ársins þaö sem af er. -SÞS ★★★'i Ledbetter Heights - Kenny Wayne Shepard: Kenny Wayne er kornungur, hvitur strákur sem afsannar þaö aö hvítir geti ekki leikiö blús enda hlaöa gamlir blúshundar hann lofi. Tónlistin er rokk- skotinn gítarblús í anda Stevie Ray Vaughans og ef hann heldur rétt á spilunum gæti Kenny Wayne oröiö arf- taki Stevie Ray. -SÞS ★★★ Lesters Bowie Brass Fantasy-The Fire This Time: Rutningurinn spannar marga stíla og kynslóðir í djassi. Tónlistín vill stund- um hljóma dálitiö tómleg í neöri reg- istrum, þar sem túba gefur ekki sömu fyllingu og rafmagns- eöa kontrabassi, en þaö venst bærilega. Þaö er nóg af góöri tónlist hér en þaö er uppáfinn- ingasamur gleöskapur sem er í fyrir- rúmi frekar en nákvæmni.-IÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.