Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 12
Richard III Miskunnarlaus harðstióri tt af þekktustu leikritum Wiiliams Shakespear Eitt af þekktustu ieiKritum wituams Shakespears er Rikharöur þriöji og hefur margur stórleikarinn spreytt sig á þeim óþokka, þ.á m. Sir Laurence Olivier. Hér er þaö Sir Ian McKellen sem leikur harðstjórann óaöfinnanlega. Húmorinn er í lagi hjá honum og oft hlakkar í óþokkanum þegar illvirki hans heppnast vel og honum tekst að draga fram bæði sjarmann og hiö illa innræti þannig aö áhorfandinn er farinn aö þekkja persónuna eins og lófann á sér undir lok myndarinnar. Sögusviðið er England á fjórða áratug 20. aldar, á vígvellinum er barist með byssum, skrið- drekum og sprengiflugvélum og ótal vísanir eru í fasistahreyfingamar sem blómstruðu á þessu tímabili sögunnar. Leikstjórinn Richard Loncraine nær að búa til glæsilega mynd, sannkallað augnakonfekt, og sjónrænir eiginleikar hennar mynda gott jafhvægi við hinn fomfálega texta Shakespeare en textinn er allur í hans gamaldags versum þó að sögusviðið sé nútímalegra. Öflugur leikhópur gæðir textann lífi og má þar sérstaklega minnast á Jim Broadbent og Nigel Hawthome, báðir þrautreyndir leikarar. Aðrir leikarar standa sig einnig meö prýði en rósimar fara i hnappagöt Richards Loncraines og Ians McKellens. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Richard Loncraine. Aðalhlutverk: Sir lan McKellen. Bresk, 1995. Lengd: 100 mín. -PJ FÓSTUDAGUR 7. MARS 1997 Power: ★★i Sagan gerist í smábæ i Texas og hefst á þvf að lögreglu- stjóri bæjarins kemst að þvi aö ungur hárlaus albinói hefur veriö lokaður frá umheiminum á litlu sveitabýli alla sína ævi. Hann er settur i skóla og fær ekki afltof blíðar viðtökur frá samnemendum sínum sem líta á hann sem viðundur. Fljótlega kemur þó í Ijós að sérstaöa hans felst ekki aðeins í útlitinu. Ekki nóg með aö hann sé svo afburðagreindur að annað eins hefur aldrei fýrr sést heldur hefur hann yfirnátt- úrulega hæfileika - getur lesið hugsanir fólks, fært til hluti með hugarorku o.fl. Flestir íbúar samfélagsins óttast hann en tveir af kennurum hans og lögreglustjórinn ná að kynnast honum og sjá manngæsku hans og hæfileika í bjartara ljósi. Sagan er ansi ólik- indaleg en nokkuð athyglisverð. Þrátt fyrir að velludraugurinn skjóti upp hausn- um af og til (sérstaklega í lokin) tapar myndin sér aldrei alveg (fyrr en í lokin) og nær fyrir mestan part að halda haus, ekki síst fyrir góða frammistööu leikar- anna, sérstaklega Lance Henriksen, sem brillerar í hverri myndinni á fætur ann- arri og ætti löngu aö vera orðinn stórstjama. Sean Patrick Flanery er of púðrað- ur til að geta sýnt mikfl tflþrif. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Victor Salva. Aðalhlutverk: Sean Patrick Flanery, Mary Steenburgen, Lance Henriksen og Jeff Goldblum. Bandarísk, 1996. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ The Arrival: Geimverutryllir Þessi mynd segir frá Zane Ziminski sem vinnur við að hlusta eftir hljóðmerkjmn úr geimnum. Eitt kvöldið verður hann var við hljóðmerki sem hann er sannfærð- ur um að sé merki um viti borið líf en viðbrögð yflr- manna hans koma honum á óvart. Hann er rekinn og svo virðist sem verið sé að reyna að breiða yfir uppgötv- unina. Hann hefur því rannsókn upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að ekki sé nóg með að geimverur séu til, þær eru þegar komnar til jarðarinnar og standa f einhverjum dularfúflum framkvæmdum sem mikfl leynd hvflir yflr. í ljós kemur að þær hafa ekkert gott f hyggju og Zane þarf aö reyna að koma upp um áætlanir þeirra og fá einhverja tfl að trúa sér jafnframt því að forðast að vera drepinn. Myndin kemur nokkuð á óvart með því að vera bara ágætlega spennandi og alls ekki eins heimskuleg og söguþráðurinn kannski gefur tflefni til. Auðvit- að eru gloppur en þær eru ekkert óskaplega áberandi og auðvelt að hunsa þær. Andrúmsloftið í myndinni er svipað og í X- ffles þáttunum, dularfufl fyr- irbrigði og víðtæk samsæri tröllríða öllu en hér er svolitlum hasar bætt við. Charlie Sheen er mjög alvörugefmn í sínu hlutverki, eins og hans er von og vísa. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: David Twohy. Aðalhlutverk: Charlie Sheen. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ myndbönd MYNDBAHDA Last Man Standing: Bvssurnar tala Last Man Stanaing byggir á Yojimbo, víðfrægri sam- úræjamynd eftir Akira Kurosawa. Söguþræði Yojimbo er fylgt nokkuð nákvæmlega eftir þótt sögusviðið og stfl- brigðin séu önnur. Hér er sögusviðið lítifl bær í Texas, nálægt mexíkönsku landamærunum. Þar berjast tveir bófaflokkar um yfirráð, annar ítalskur og hinn írskur. Einfarinn John Smith kemur í bæinn, lendir strax upp á kant við aðra klíkuna og ræður sig í vinnu hjá hinni. Síðar meir skiptir hann síðan um liö en í raun stendur hann með engum nema sjálfum sér. Hann kyndir undir átökum milli gengjanna og plaffar siðan niður þá sem eftir eru. Inn í söguna blandast síðan kærustur klíkuforingjanna, spilltur lögreglustjóri og bareig- andi, ansi skemmtilega leikinn af William Sanderson, sem margir ættu að muna eftir sem J.F. Sebastian í Blade Runner. ítalska klíkan er fremur litlaus en sú írska bætir það upp þó að Cristopher Walken sé reyndar svolitið þreytt- ur í ansi dæmigerðu hlutverki. David Patrick Kelly er hins vegar mjög lífleg- ur sem hinn taugaveiklaði foringi gengisins. Bruce Wfllis gerir lítið annað en að yggla sig, enda i ofurharðhausahlutverki, og segði nánast ekkert ef ekki væri fyrir sögumannshlutverkið. Styrkur myndarinnar liggur í stil hennar. Samspil frábærrar tónlistar Ry Cooder og fagmannleg notkun myndavélarinn- ar skapar skemmtflega blúsað andrúmsloft. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Walter Hill. Aðalhlutverk: Bruce Willis. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Independence Day varö aö gefa eftir efsta sæti list- ans og þar settist Last Man Standing, nútímavestri sem státar af aö hafa Bruce Willis í aðalhlutverki. Ein ný mynd setur sterkan svip á listann. Er það framtíö- artryllirinn The Arrival meö Charlie Sheen í aðalhiut- verki. Hún fer beint í fjóröa sæti listans. Þrjár aðrar nýjar myndir koma inn á listann en þær skipa síö- ustu þrjú sætin. Fyrsta ber aö nefna úrvalsmyndina Richard III. sem er gerð eftir leikriti Williams Shakespeares og er leikritiö fært til fjóröa áratugar þessarar aldar. Sunset Park er gamansöm mynd um körfuboltastráka sem fá kvenþjálfara yfir sig og Flirt- ing with Disaster er rómantísk gamanmynd meö Ben Stiller og Patriciu Arquette í aöaihlutverkum. Last Man Standing Bruce Willis og Christopher Walken Sögusviðið er lítfll bær, Jericho í Texas. Þangað kemur dag einn ókunnugur maður sem neöiir sig John Smith. Ekki liöur á löngu uns hann er búinn að flækja sig hressilega i harðvítugar deilur tveggja glæpagengja sem beijast um völdin í bænum. Smith er samt ekkert lamb að leika sér við eins og andstæð- ingar hans komast fljótt að og hann aflar sér fljótt virðingar glæpaforingjanna. - Hann gengur til liðs við annan foringjann en leikur einnig um stund tveimur skjöldum. Independence Day Jeff Goldblum og Bill Pullman Vísindamenn NASA verða varir við að einhverjir risa- stórir hlutir eru á sveimi í geimnum og áður en langt um líð- ur kemur í ljós að þetta eru geimfór frá óþekktri plánetu. Á skömmum tíma sigla þessi risastóru skip inn í gufuhvolfið og taka sér stöðu fyrir ofan allar helstu höf- uðborgir heimsins. Brátt skýrist aö ekki er um neina vináttu- heimsókn að ræða heldur steflia geim- verurnar á að útrýma jarðarbúum. Mission: Impossible Tom Cruise og Jon Voight Um skeið hefur CIA haft grun um að einhver innan leyni- þjónustunnar sé að selja hátæknileyndar- mál. Njósnarinn Et- han Hunt og hans fólk er að undirbúa að afhjúpa bæði svik- arann og kaupand- ann. Allt gengur sam- kvæmt áætlun þar til aðgerðinni er aö ljúka, þá fer aflt úr- skeiðis og allir eru drepnir nema Hunt. Fljótlega áttar Hunt sig á að hann er sjálf- ur orðinn hinn grun- aði í málinu, enda sá eini sem eftirlifandi er sem vissi um að- gerðina. The Arrival Charlie Sheen og Ron Silver Stjömufræðingurinn Zana vinnur við að hlusta efdr hljóðmerkj- um utan úr geimnum. Kvöld eitt uppgötvar hann einkennilegt hljóð sem hann telur strax að gefi slíka vísbendingu. Þegar Zane fer að skil- greina hljóðin betur verður hann æ sann- færðari um að hljóðin séu ekki af þessum heimi. Hann á hins veg- ar í miklum vandræð- um með að sanníæra yf- irmann sinn enda kem- ur í ljós að hljóðmerkin koma frá jöröu, þannig að Zane þarf að sann- færa yfirmann sinn að geimverur séu á jörð- inni og það gengm illa. Zane hyggur þvi á eigin rannsókn. Eye for an Eye Sally Field, Kiefer Sutherland og Ed Harris Líf McCann- fjöl- skyldunnar breytist í martröö þegar dóttir þeirra er myrt á hrottalegan hátt. Skömmu síðar hand- tekur lögreglan mann sem er sterklega grunaður um moröiö. Það verður mikið áfall fýrir móðurina þegar manninum er sleppt því hún er sannfærð um að þessi maöur sé morðinginn og ákveður nú að fylgjast með ferðum hans. Áðpr en langt um líður finnst lík ungrar konu og flest bendir til að um sama mann sé að ræða. 24.feb. til 2.mars. 5ÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 2 2 Last Man Standing Myndform Spenna 2 1 3 independence Day Skífan Spenna 3 3 5 Mission Impossible ClC-myndbönd Spenna i : * 1 Arrival Háskólabíó Spenna 5 4 3 Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna 6 5 6 Fargo HMHMj Háskólabíó Spenna 7 1 7 2 Diabolique Warnermyndir , Spenna 8 8 6 Truth about Cats and Dogs Skífan Gaman 9 ' 14 2 Powder Sam-myndbönd < Drama 10 { 6 3 ; Mr.Wrong Sam-myndbönd Gaman 11 ; 16 2 Spacetruckers Bergvík Gaman 12 13 8 Rock f f Sam-myndbönd Spenna 13 ; 9 ; 4 ; Bio-Dome Sam-myndbönd , Gaman J 14 12 ! s : Happy Gilmore i ClC-myndbönd i Gaman 15 ! n ; 4 ! Last Dance ! Sam-myndbönd , Drama 1 16 10 i 6 ; ■■R Spy Hard t Sam-myndbönd Gaman 17 ’ 15 ! 7 > T Cable Guy Sunset Park Skrfan Gaman j NÝ • i ; Skrfan Spenna NÝ ; i ; Richard III Sam-myndbönd 1 Drama NÝ : i 1 - Flirting with Disaster Sktfan Gaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.