Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Blaðsíða 10
myndbönd w-k * FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 T>V John McClane (Bruce Willis) hefur hér lent í enn einum hremmingunum f Die Hard: With a Vengeance. Lítil skólaganga Bruce Willis fæddist í New Jersey í mars 1955. Ekki fór mikið fyrir náms- áhuga og hætti hann námi strax eftir gagnfiæðaskóla og fór að vinna við ýmis störf. Seinna sá hann að sér og innritaðist í leiklistardeild Montclair State College og stundað þar nám tun tíma. Að lokinni skólagöngunni fór hann að leita fyrir sér í New York og fékk sitt fyrsta hlutverk í leikritinu Heaven and Earth. Þetta var árið 1975. Það fór fyrir honum eins og mörgmn öðrum leikurum í New York. Vinnan var stopul og vann hann fyrir sér sem barþjónn á nótt- unni en eyddi deginum í að leita að vinnu í leikhúsum borgarinnar. Smám saman bar erfiði hans árangur og hann fékk ýmis hlutverk í leikrit- um á Broadway og utan þess, ekki voru þau stór en nóg til þess að hann gat framfleytt sér á leiklistinni. Bruce Willis hefúr tónlistarhæfi- leika og ágæta söngrödd eins og sann- ast hefúr og gat hann með leiklistinni hlaupið í skarðið hjá ýmsum blús- hljómsveitum þegar vantaði mann og tók hann þá gjaman upp munnhörpu- na og spilaði af fmgrum fram. 1984 verður stórstökk fram á við á leiklistarferli Willis, þá fékk hann sitt fyrsta aðalhlutverk, tók við af öðrum leikara í leikriti Sams Shepards Fool liðtækur söngvari og hefur gefið út tvær plötur undir eigin nafiii og rek- ur eigin hljómsveit sem hann ferðast með og spilar í klúbbum þegar tími gefst til. Þá er hann í samkrulli með Amold Schwarzenegger og Sylvester Stallone en þeir reka saman hina vin- sælu veitingahúsakeðju Planet Hollywood. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Bmce Willis hefúr leikið í: The First Deadly Sin, 1980 The Verdict, 1982 Blind Date, 1987 Sunset, 1988 Die Hard, 1988 Look Who's Talking (rödd), 1989 In Country, 1989 Die Hard 2, 1990 The Bonefire of the Vanities, 1990 Mortal Thoughts, 1991 Billy Bathgate, 1991 The Last Boy Scout, 1991 The Player, 1992 Death Becomes Her, 1992 Striking Distance, 1993 North, 1993 Color of Night, 1994 Pulp Fiction, 1994 Nobody's Fool, 1994 Die Hard: With a Vengeance, 1995 Four Rooms, 1995 Twelve Monkeys, 1996 Last Man Standing, 1996. -HK kannski sú kvik- mynd Brace Willis sem áhorfendur og gagn- rýnendur upphæðir heldur upphæð sem væri á milli 20 og 30 milljónir dollara. Willis hefur samt alfarið neitað þvi að leika harðjaxlinn og lögguna John McClane í annarri mynd, hann hafi betra við tímann að gera og það má til sanns vegar færa að ekki er það peningaleysið sem þjáir hann. Það er ekki nóg með að hann fái svimandi há laun heldur er eiginkona hans Demi Moore hæst launaða leikkonan í Hollywood, metupphæðina fékk hún fyrir leik sinn í Striptease. Brace Willis fellur mjög vel í hlut- verk einfarans í Last Men Standing sem trónir í efsta sæti myndbanda- listans þessa vikuna. Myndin, sem byggð er á hinni klassísku Yojimbo eftir Akira Kurosawa, segir frá manni sem kemur inn I smábæ í Texas á bannárunum og gerir allt vit- laust í röðum tveggja glæpagengja. Gengi Last Men Standing hefur ekki verið sama gullnáman og Die Hard myndimar og það hefúr raunar engin mynda Willis verið en skemmst er þó að minnast hinnar ágætu Twel- fe Monkleys, sem náði miklum vin- sældum um allan heim og er það um heimshomum enda vel gerð og sérstök spennumynd. Mikill fjölmiðlamatur Það hefúr ekki alltaf dugað að hafa Brace Willis innanborðs. Hann hefúr leikið í nokkrum kvikmyndum sem hafa kolfallið. Má þar nefha Sunset, The Bonefire of Vanities, Hudson Hawk, The Last Boy Scout og Color of Night. Allar þessar myndir gerðu út á vinsældir Willis en dæmið gekk ekki upp. Willis hefur samt ekki einskorð- að sig við stórar sakamálamyndir. Má t.d. nefria frammistöðu hans í In Country þar sem hann sýndi virki- lega góðan leik í dramatískri mynd sem fjallaði um fyrrum Vietnamher- mann sem á erfitt með að aðlagast mannfólkinu. Einnig má nefna stór- góðan leik hans í Twelve Monkeys. Þá hefur Willis tekist vel upp í litlum hlutverkum. Má þar nefna Pulp Fict- ion og Nobody’s Fool og ekki var síð- ur góð og skemmtileg raddsetning hans í Look Who’s Talking. Nærri allan sinn feril eftir að Will- is varð frægur hefúr hann verið á f Twelve Monkeys sýnir Bruce Willls góöan leik í hlutverki tímaflakkara. Mefi honum á myndinni er Madelaine Stowe. milli tannanna á fjölmiðlafólki og ekki minnkaði áhuginn á honum eft- ir að hann giftist Demi Moore. Ekki vora spádómar hjónabandinu hlið- hollir í byrjun og sáu flestir eitthvað athugavert við samband þeirra en þau hafa skellt skollaeyram við sliku umtali og hafa nú verið gift í níu ár og eiga þrjú börn. Willis kippir sér ekki upp við slæma umfjöllun flöl- miðla: „Blaðamenn era yfirleitt á þeirri línu að slæmt umtal selji meira en gott umtal svo ég er hættur að æsa mig upp þótt alltaf birtist af og til í blöðunum eitthvað sem ekki er sann- leikanum samkvæmt eða Það er engum blöðum um það að fletta að Brace Willis er í hópi allra vinsælustu leikara í Hollyyood og í raun kom- inn yfir það að geta fallið af stalli sínum. Willis hefúr vel fylgt launaskrið- inu hjá stór- stjömunum í Hollywood og nú er talað um að ef hann myndi samþykkja að leika í fjórðu Die Hard myndinni þá gæti hann sett met í laun- um og þá er nú ekki verið að tala um neinnar hafa samein- ast um að hæla sem mest. Last For Love og frammistaða hans þar varð til þess að hann fékk hlutverk Davids Addisons í sjónvarpsseríunni Moonlighting. Lék hann þar á móti Cybill Shepard. Er skemmst frá því að segja að Moonlighting varð vinsæl- asti sjónvarpsmyndaflokkurinn í Bandaríkjunum í ftögur ár og fékk Willis Emmy- og Golden Globe-verð- launin fyrir leik sinn. Ekki var sam- starf hans og Cybill Shepard upp á það besta í lokin, enda var hann far- inn að skyggja mikið á hana en hún var í upphafi þáttanna stjaman. Blake Edwards tryggði sár Willis Það var hinn kunni leikstjóri Blake Edwards sem fyrstur tryggði sér Brace Willis til að leika fyrir sig í kvikmyndum, leik- stýrði hann fyrstu tveimur kvik- myndum Willis, Blind Date og Sun- set, þar sem hann leikur aðalhlut- verkið. Þessar tvær myndir gerðu ekki mikið fyrir Brace Willis en ann- að var upp á teningnum í næstu mynd kappans, Die Hard. Sú mynd kom honum í einum hvelli upp á stjömuhimininn í Hollywood og það- an hverfur hann ekki svo létt aftur. Leiklistin á ekki allan hug Willis, hann hefúr ekki lagt tónlistina á hill- una enda er tónlistin hans helsta áhugamál. Hann er eins og áður sagði Allan sinn frægðarferil hefur Bmce Willis verið á milli tann- anna á fjölmiðlafólki og ekki minnkaði áhuginn á honum eftir að hann giftist Demi Moore. Ekki voru spádómar hjónabandinu hliðhollir í byrjun en þau hafa skellt skollaeyrum við slíku umtali og hafa nó verið gift í níu ár og eiga þrjú böm. Ölafur Þór Jóelsson: Casino. Hún var alveg stórgóð. Daníel Kjeldal: Independence Day. Hún var fin. Ásgeir Öm Nordqust: Death Train. Hún var spennandi, mjög góð Nikulás Ásgeirsson: How to Make an American Quilt. Hún var stórfin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.