Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Side 7
45
i iV MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
Qnyndbönd
Doug Kinney er að fara yfirum á stressi vegna
starfsins og heimilislífsins. Álagið í vinnunni er
mikið og fer vaxandi, þar á ofan þarf hann að sinna
bömunum og eiginkonunni, sem vill fara að vinna
aftur, og hann hefur engan tíma fyrir sjálfan sig. Þegar erfðafræðingur
nokkur býðst til að klóna hann tekur hann boðinu fagnandi og fær
meira að segja annað eintak nokkru síðar, þannig að hann hafi einn til
að sinna vinnunni, einn í heimilisstörfin og geti sjálfur notið lífsins.
Klónarnir tveir fá sér síðan aðstoðarmann með því að láta klóna Doug
2. Persónuleikar klónanna þróast síðan hver í sina áttina og auðvitað fer
allt í flækju með fjögur stykki af sama manninum í sama húsi. Myndin
er ansi góð í svona klukkutíma, oft mjög fyndin, og Michael Keaton finn-
ur sig mjög vel í hlutverkunum sínum. Persónuleikar klónanna em vel
skrifaðir og vel leiknir af Keaton, þannig að maður veit alltaf hver er
hver, þótt þeir líti allir auðvitað eins út. Þvi miður hrapar myndin síð-
asta hálftímann eða svo. Hún hættir snögglega algjörlega að vera fyndin
og leysist upp í gmnnt tilfinningadrama. Síðasti hálftíminn dregur
myndina niður um hálfa til eina stjömu.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalhlutverk: Michael Keaton.
Bandarisk, 1996. Lengd: 113 min. Öllum leyfð. -PJ
Crime of the Century irick
Saklaus dæmdur
Crime of the Century segir frá Bruno Richard
Hauptman, þýskum innflytjenda sem handtekinn var
og ákærður fyrir frægt rán og morð á barni Lindberg-
hjónanna sem vora hetjur í Bandaríkjunum. Megnið
af lausnargjaldinu fyrir bamið fannst falið í íbúð
hans og á grundvelli þess og vitnisburðar nokkurra vitna var hann sak-
felldur og síðar tekinn af lifi í rafmagnsstól. Myndin gerir ráð fyrir sak-
leysi hans og samkvæmt henni báru mörg vitnin ljúgvitni og lögreglan
beitti þvingrmum og blekkingum til að fá fram sakfellingu. Uppbygging
sögunnar er með ágætum og leikur einnig. Stephen Rea er mjög góður
i aðalhlutverkinu og skartar trúverðugum hreim. Isabella Rossellini er
ekki eins eftirtektarverð í hlutverki eiginkonunnar, en vert er að nefna
J.T. Walsh í hlutverki lögreglustjórans sem hvað harðast berst fyrir sak-
fellingu Hauptmans. Persónusköpun er fremur grunn og svarthvít og
myndin verður oft melódramatísk. Þá vantar algjörlega að einhverjar
tilraunir séu gerðar til stílbragða i kvikmyndatöku, þannig að myndin
er fremur þurr. Þetta er sjónvarpsmynd og ágæt sem slík, en ekki til-
þrifamikil.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Mark Rydell. Aðalhlutverk: Stephen Rea og Isa-
bella Rossellini. Bandarísk, 1995. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
öiiöj'jjm
Stealing Beauty: ★★*
Sakleysi kvatt
i
Hin átján ára gamla Lucy kemur til vinafólks á Ítalíu til að eyða þar
sumarleyfinu og láta gera höggmynd af sér. Þar að auki er hún með fyr-
irætlanir um að losa sig við meydóminn með strák sem hún hefur ver-
ið skotin í síðan hún var þarna síðast fjórum áram áður, og þá vill hún
leysa leyndardóminn um föður sinn, en hún var getin á þessum slóðum
eftir eina ástarnótt móður hennar. Hún kemst í kynni við dauðvona rit-
höfund, sem fyllist áhuga á vakningu stúlkimnar, og raunar eru flestar
persónumar lífsnautnafólk, frjálslegir listabóhemar. Leikstjórinn Bern-
ardo Bertolucci stillir nautninni upp gegn sakleysinu og tekst að mörgu
leyti vel til. Rómantísk kvikmyndataka er eitt af kennimerkjum hans og
þá eru leikaramir vandanum vaxnir, sérstaklega stendur Liv Tyler sig
vel, og þá er Jeremy Irons klassaleikari. Því miður missir Bertolucci
söguna út í tilgerðarlegt listasnobb af og til og margar persónumar eru
hreint óþolandi stereótýpur. Listabóhemamir eiga að vera voða dular-
fullir og rómantískir í sínu nautnalífi, en eru hálfbjánalegir og leiðinleg-
ir. Að lokum liggur við að maður hrópi húrra þegar Lucy ákveður að
glata meydómnum með ósköp venjulegum strák, sem á í raun illa heima
meðal nautnaseggjanna.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Bernardo Bertolucci. Aðalhlutverk: Liv Tyler
og Jeremy Irons. Bandarísk, 1996. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 12 ára.
-PJ
Feiti prófessorinn
Hér er klassísku verki Jerry Lewis nauðgað ræki-
lega af konungi kúk- og pissbrandaranna, Eddie
Murphy. Efnafræðiprófessorinn Sherman Klump er
akfeitur og klaufalegur, en bráðgáfaður. Eftir að hafa
verið niðurlægður vegna vaxtarlags síns fyrir framan
fegurðardísina sem hann er hrifinn af, ákveður hann að prófa megrun-
arformúlu sem hann hefur verið að þróa á sjálfum sér. Umsvifalaust
breytist hann í hinn þvengmjóa og spengilega Buddy Love, en sullinu
fylgir sú aukaverkun að persónan breytist um leið í samviskulaust
partídýr sem ekki getur séð kvenfólk í friði. Eddie Murphy er í sjö hlut-
verkum í myndinni. Sem Sherman Klump reynir hann að vekja samúð
áhorfendans. Sem Buddy Love og sem líkamsræktareðjót í sjónvarpi
lætur hann eins og fífl, og í hinum fjórum hlutverkunum, sem móðir,
faðir, amma og bróðir prófessorsins, klæmist hann og fretar. Þetta er
ekki félegur kokteill, enda klikkar hann gjörsamlega á aðalatriðinu, að
kalla fram hlátur. Eddie Murphy er afar þreyttur og allra þreyttastur
sem orkunaglinn Buddy Love. Hefur hann gert eitthvað af viti síðan
Trading Places?
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Tom Shadyac. Aðalhlutverk: Eddie
Murphy. Bandarísk, 1996. Lengd: 91 mín. Öllum leyfð. -PJ
Multiplicity
Michael Keaton og
Andie Macdowell
Doug er einn af þess-
um mönnum sem hafa
allt of mikið að gera og
því er ekki að neita að
hann er að sligast und-
an álaginu. En þetta
breytist þegar Doug
hittir erfðafræðinginn
dr. Owen Leeds sem
fundið hefur upp að-
ferð til að búa til „af-
rit“ af fólki. Hann býr
tO Doug og skyndilega
er hann laus allra mála
i vinnunni, „afritið"
sér um þann þátt hins
daglega lífs. Þungu
fargi er þar með létt af
Doug og ekki líður á
löngu uns hann fær sér
annað afrit til að sinna
heimilisstörfunum og
krökkunum.
The Islandofdr.
Moreau
Marlon Brando og Val ■: &
Kilmer.
Stórsnjall erfðafræð-
ingur dr. Moreau hefúr
ásamt aðstoðarmanni
sínum Montgomery
gert afdrifaríkar og ógn-
vekjandi tilraunir með
erfðaeftii á afskekktri
eyju. Þegar ungur skip-
brotsmaður, Edward
Douglas, verður eftir á
eyjunni skýtur vísinda-
maðurinn skjólshúsi
yflr hann. I fyrstu
finnst Edward hann
vera heppinn með að
hafa komist lífs af úr
skipbrotinu, en áður en
langt um líður kemst
hann að því að undir
sléttu og felldu yflr-
borði eyjarinnar leynist
hroðalegur leyndar-
dómur.
The Nutty Professor
The Nutty
Professor
Eddie Murphy og Jada
Pinkett.
Hinn góðlegi, bráð-
gáfaði og akfeiti erfða-
fræðiprófessor dr.
Sherman Klump verður
umsvifalaust ástfang-
inn af hinni fógru Cörlu
Purly þegar hún kemur
til starfa við háskólann.
Hann gerir sér þó fljót-
lega grein fyrir því að
hann á litla möguleika
á að vinna hjarta henn-
ar nema honum takist
að ná af sér 200 kílóum.
Hann grípur til þess
ráðs að taka inn nýtt
fitueyðandi lyf og eftir
einn sopa breytist hann
í Buddy Love,
hraðmæltan, stæltan og
tággrannan kvenna-
bósa.
Eraser
Arnold
Schwarzenegger og
Vanessa Williams
Leyniþjónustumað-
urinn John Krager,
sem hefur þann starfa
að halda hlífiskildi yfir
mikilvægum vitnum al-
ríkislögreglunnar, hef-
ur fengið það verkefhi
að vemda fegurðardís-
ina Lee sem er eina
vitnið í máli gegn öflug-
um glæpamönnum sem
era við það að ná valdi
á hættulegu gjöreyðing-
arvopni. Kruger er
leiddur í gildru og látið
líta svo út sem hann sé
svikari. Hann þarf þvi
ekki aðeins að vemda
vitnið heldur þarf hann
að vemda sjálfan sig
fyrir eigin mönnum og
sanna sakleysi sitt fyrir
yflrmönnum sínum.
rétt skríöur í
nítjánda sætið.
í þeirri mynd
leikur eitt aðal-
hlutverkið
Ewan
McGregor sem
þykir eiga
bjarta framtíð
fyrir sér í
Hollywood eft-
ir aö hann sló í f*
gegn í Train-
spotting.
Matthew McConaug-
hey og Sandra Bullock.
Myndin gerist í
Mississippifylki þar
sem kynþáttafordómar
era enn rikjandi. Tveir
raddar ræna tíu ára
gamalli blökkustúlku,
nauðga henni og mis-
þyrma svo illilega að
þeir telja hana látna.
Svo er þó ekki og lög-
reglustjórinn kemst
fljótt að því hvaða
menn vora að verki og
handtekur þá. Faðir
stúlkunnar tekur full-
ur af heift lögin í sína
hendur og skýtur mis-
indismennina til bana.
Það kemur i hlut lög-
fræðingsins Jakes
Brigance að verja
gjörðir föðurins og
bjarga honum frá því
að fá dauðadóm.
17. til 23. mars
SÆTI FYRRI VIKA 1 VIKUR A LISTA 1 J TITILL | ÚTGEF. TEG.
1 \ 1 i 2 J i { Nutty Professor ; ClC-myndbönd j Gaman
2 Ný ; * ! i ! j i Time to Kill ) Warner myndir Spenna
3 j L ) 2 1 i 3 ) Eraser : Warnermyndir Spenna
4 1 N* i ) ) 1 i i J Multiplicity ) i J Skífan J Gaman J
S i Ný j i r Island of Dr. Moreau j Myndform ; Spenna
6 i ! 9 j ) ! 2 i Heavens Prisoners j j Sam-myndbönd Spenna J ' ■ ■ V j
7 i 5 j Z J Celtic Pride ) Sam-myndbönd ) Gaman
S j 4 J J * i ^ ! i J The Arrival j Háskólabíó Spenna ) ' )
9 j V i 2 i Stealing Beauty Skífan ; Drama
10 í 3 i i 5 ! ) J Last Man Standing ) Myndform Spenna
11 ; 7 ! 6 ! Independence Day -! Skífan \ Spenna
12 ) i 12 i i 9 i Truth about Cats and Dogs ) ) 1 Skífan J Gaman ) )
13 ! 6 T 8 J i 8 ) Mission: Impossible i 1 j ClC-myndbönd j Spenna
14 1 * » 1 1 ! 9 i Fargo ) i Háskólabíó Spenna j ••■■• ■;<
15 i 11 J t j 5 i Powder J Sam-myndbönd ' Drama
16 J ; io j i. ! 9 i i J Eye for an Eye ! ClC-myndbönd \ Spenna )' . )
17 i 13 i 3 i Mrs. Winterbourne | Skffan \ Gaman
18 ; i6 ! 6 i j )■ Mr. Wrong ) ) Sam-myndbönd Gaman
19 i Ný ) i j i 1 is Blue Juice ! Háskólabíó 1 Gaman
20 ; 19 i n ; Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman
AHmetoKill
Þriðju vikuna í röð heidur The
Nutty Professor efsta sæti mynd-
bandalistans og ekki einu sinni A
Time to Kill, sem gerð er eftir skáld-
sögu John Grisham, nær efsta sæt-
inu af Eddie Murphy. Á myndinni
eru aðalieikaranir í A Time to Kill,
nýstirnið Matthew McConaughey
og Sandra Bullock. Annars eru
sviptingar í efstu sætum listans og
þrjár nýjar myndir eru meöal fimm
efstu mynda. Aöeins ein önnur ný
mynd kemst inn á lista, breska
brimbrettamyndin Blue Juice, sem