Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON ABstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Orrustan um Bretland Kosningabaráttan er komin á fulla ferð í Bretlandi. Forystumenn þeirra stjómmálaflokka sem njóta umtals- verðs fylgis um allt landið hafa þegar kynnt stefnuskrár sínar og helstu fjölmiðlar eru í æsilegum kosningaham. John Major forsætisráðherra dró eins lengi og hann mögulega gat að efha til kosninganna sem fara fram 1. maí næstkomandi. Þetta gerði hann í von um að sú efna- hagslega uppsveifla sem virðist í gangi í landinu yrði al- menningi smám saman augljósari, ef það mætti verða til að skila glötuðu kjörfylgi til baka til íhaldsflokksins. Enn sem komið er hefur þessi von þó ekki ræst, ekki síst vegna þess að margháttuð hneykslismál einstakra þing- manna íhaldsflokksins vekja mun meiri athygli fjöl- miðla og kjósenda en ástand efnahagsmála. íhaldsmenn hafa farið með völd á Bretlandi allt frá ár- inu 1979 að Margaret Thatcher braust til valda og hóf umbyltingu á mörgum sviðum, einkum i efnahags- og at- vinnumálum og rikisrekstri. Þegar henni var bolað frá af sínum eigin flokksmönnum tók John Major við stjóm- artaumunum. Hann lagði upp í þingkosningamar árið 1992 með verulega minna fylgi samkvæmt skoðanakönn- unum en helsti keppinauturinn, Verkamannaflokkur- inn, og vann það afrek að snúa dæminu við og ná meiri- hluta þingmanna - þótt á bak við þann meirihluta væri minnihluti greiddra atkvæða þar sem einmenningskjör- dæmakerfið færir stóm fLokkunum tveimur miklu fleiri þingmenn en atkvæðahlutfall þeirra í landinu öllu rétt- lætir. En það var eins og gæfan sleppti hendinni af John Major að kosningunum loknum. Síðustu árin hafa verið samfelld martröð fyrir breska forsætisráðherrann. Tvennt hefur þar skipt mestu máli. Annars vegar marg- vísleg hneykslismál sem snerta einstaka þingmenn flokksins, ýmist vegna fjármálalegs siðleysis eða kynlífs- mála sem breskir flölmiðlar virðast hafa einstakan áhuga á. Hins vegar hatrammar, opinberar deilur innan íhaldsflokksins um Evrópusambandið. Margir þing- menn hafa miklar efasemdir um réttmæti þess að stefna að nánari samvinnu í Evrópu, hvað þá samruna. Á sama tíma og John Major og íhaldsflokkurinn hafa sýnt sínar verstu hliðar opinberlega og misst af þeim sökum mikið fylgi hefur Tony Blair, sem tók við for- mennsku í Verkamannaflokknum á miðju kjörtímabili, gjörbreytt ímynd flokksins. Markmið hans var það eitt að sannfæra kjósendur um að flokknum væri treystandi til að taka við stjóm landsins eftir mörg ár í eyðimörk valdaleysis. Með það í huga kom hann böndum á hags- munahópa stéttarfélaganna og róttæklinga af gamla skólanum innan flokksins og gerði í reynd ýmis helstu stefnumál íhaldsflokksins síðustu árin að sínum. Hann hefur jafnvel lofað að tekjuskattur verði ekki hækkaður næstu fímm árin fái hann völdin í landinu. Jafnframt hefur hann biðlað til kjósenda í Skotlandi og Wales með hugmyndum um heimaþing í þessum landshlutum. Skoðanakannanir síðustu mánuða benda til þess að Tony Blair hafi tekist að selja verulegum hluta kjósenda þessa nýju glansmynd af Verkamannaflokknum. Þá eru margir Bretar hreinlega orðnir leiðir á langri stjómar- setu íhaldsflokksins og telja tímabært að gefa honum frí. John Major heldur því enn fram að hann muni endur- taka afrekið frá því í kosningunum 1992 og fara með sig- ur af hólmi núna. Fáir trúa því að honum muni takist að vinna slíkt pólitískt kraftaverk og veðja frekar á Tony Blair sem næsta forsætisráðherra Bretlands. Elías Snæland Jónsson núllpunkti tímatalsins. - Kristur var ekki látinn fæðast „áriö 0“, sem mér vitanlega hefur aldrei verið tii, heldur í skuröarpunkti tveggja tíma ..." Hvenær eru aldamót? sólguðsins skyldi verða meginhátíð kristninnar ásamt páskahátíðinni sem átti sér rætur í gyð- ingdómi. Einsog í Mið- jarðarlöndum voru jól- in stórhátíð í heiðnum sið á íslandi og urðu sjálfkrafa helsta hátíð í kristnum sið. í raun réttri skiptir engu meginmáli hvaða ár Kristur fæddist né hvenær ársins það var. Það sem skiptir öllu máli er að fæðing hans var látin tákna vatna- skil í tímatalinu. Hún varð tímamót i eiginleg- um skilningi orðsins: tveir tímar mættust í „Ég hygg að allir geti verið sam- má/a um, að tugur endi á 10 og tíu tugir á 100. Þarmeð fer varla milli mála að tuttugustu öld lýkur með árinu 2000 og næsta öld hefst með árinu 2001.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Er ekki hverjum manni ljóst hvenær einni öld lýkm- og önnur tekur við? Svarið er ekki jafn- einfalt og virðast mætti við fyrstu sýn. Ég hef hitt fjölda fólks sem stendur á þvi fastar en fótunum að næsta öld hefjist þegar árið 2000 gengur í garð. Ein af röksemd- unum er sú, að Kristur hafi fæðst í byrjun „ársins 0“ og fyrsta áratug tímatalsins hafi lokið með árinu 9. í útvarpsþáttunum „Saltfiskur með sultu“ hef ég þrá- sinnis heyrt talað um „árið 0“, og hlýt aö játa að það var mér nýnæmi. Hvaðan er sú hug- mynd komin að „árið 0“ sé söguleg staðreynd? Ég hef hvergi séð það nefnt í sagnfræði- ritum eða öðrum heimildum, enda ber það keim af röklegri þver- stæðu! Fæðing Krists Nú er talið nokkumveginn sögulega sannað, að Kristur hafi fæðst nokkrum árum fyrr en talið hefur verið, sennilega árið 5 eða 6 f. Kr., og ekki vitað hvenær ársins sá afdrifaríki atburður átti sér stað. Þegar jólin voru gerð að fæð- ingarhátíð Frelsarans var það hagnýt ráðstöfun. Helsta hátíð heiðninnar skyldi fá kristilegt inntak og yfirbragö. Kátíð einum punkti. Við þessi þáttaskil tók tíminn tvær stefnur: afturá- bak útí óendanleikann og fram- mávið útí óendanleikann. Kristur var ekki látinn fæðast „árið 0“, sem mér vitanlega hefur aldrei verið til, heldm- í skurðarpunkti tveggja tíma, núllpunkti tímatals- ins. í þessum skurðarpunkti lauk árinu 1 f. Kr. og árið 1 e. Kr. gekk í garð. í því sambandi skiptir ekki máli þó „fyrstu jól“ séu dagsett sex dögum fyrir umrædd tíma- mót. Stærðfræðilegur vandi Þessar vangaveltur skipta litlu máli þeg- ar ákvarða skal hvenær einni öld ljúki og önnur hefjist. Jafiivel þó „árið 0“ væri staðreynd, þá stæði það utanvið viö tímatalið, væri sannkallaður ótími. Spumingin sem við emm að velta fýrir okkur er einfaldlega stærðfræðileg. End- ar tugur á tölunni 9 eða 10? Enda tíu tugir á tölunni 99 eða 100? Ég hygg að allir geti veriö sam- mála um að tugur endi á 10 og tíu tugir á 100. Þarmeð fer varla milli mála að tuttugustu öld lýkur með árinu 2000 og næsta öld hefst með árinu 2001. Þetta skildu forfeður okkar mætavel, enda fognuðu þeir síðustu aldamótum þegar árið 1901 gekk í garð. Hinn stærðfræðilegi vandi er í því fólginn, að menn bera saman tommustokka og hitamæla ann- arsvegar og tímatal hinsvegar. Talan 10 á tommustokk eða hita- mæli markar einn ákveðinn punkt, en árið 10 í tímatali tekur yfir 12 mánaða skeið. I tímatali ætti í raun réttri að setja töluna 1 við upphaf fyrsta árs, en ekki þeg- ar því er lokið, og lýkur því ári þegar kemur að tölunni 2. Á 10 ára afmælisdegi er bam að sönnu búið að lifa áratug, en því aðeins að fyrsta árið komi ekki til álita fýrren því er lokið. Eftir tíu ára afmælið heldur það áfram að vera 10 ára næstu 12 mánuði, enda er talað um að þaö sé á ellefta ári. Þegar það verður 11 ára, hefst fýrsta ár i öðrum áratug. Er þá árið 2000 ekki aldamóta- ár? Vitaskuld er það aldamótaár jafnt og árið 2001. Aldamót verða þegar þessi tvö ár koma saman. Svo er árið 2000 afmælisár kristni- töku á íslandi og heilagt ár í kaþ- ólskum sið, aukþess sem sjálft ár- talið heftir í sér fólgna einhverja töfra sem ég get ekki fýllilega útli- stað. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Skattasiðferði í molum „Það er óþolandi fyrir cilmenna launþega, sem standa skil á skatti af hverri krónu sem þeir vinna sér inn, að horfa upp á að stór hluti þeirra, sem afla tekna, borgi litið sem ekkert í sameiginlegan sjóð landsmanna - að minnsta kosti miklu minna en þeim ber. Þetta á ekki sízt við um ýmsa hópa, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart skattsvikurum grefur undan skattasiðferði og stuðlar beinlínis að auknum skatt- svikum.“ Úr forystugreinum Mbl. 4. apríl. Ritskoðun stjórnmálamanna „Stjómmálamenn beiti óbeinni ritskoðun á starfs- menn ríkisfjölmiðlanna. Þegar valdamiklir ráðherr- ar setja opinberlega ofan í við nafngreinda einstak- linga á sviði fjölmiðla, eða snupra tiltekin vinnu- brögð, eru þeir að beita valdi. Þeir em að minna ger- valla starfsmenn ríkisfjölmiðlanna á, hvar valdið liggur, og til aö undirstrika það frekar, em sendiboð- cur þeirra í úvarpsráði annað slagið látnir bóka van- þóknun sína á tilteknum vinnubrögðum." Úr forystugrein Alþýðubl. 4. aprll. Bætt „aðgengi“ samkyn- hneigðra „Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og póst- módemískLU' lífskúnstner, fyrir utan allt annað, hef- ur gert fordómafullu þjóðfélagi mikið gagn ...Páll Óskar hefur áreiðanlega bætt „aðgengi" samkyn- hneigðra að meginstraumi samfélagsins ...Minnumst þess að tiltölulega stutt er síðan félagi hans í tónlist og lífskúnst hraktist af landi brott fyrir opinbera samkynhneigð. Hörður Torfason. Milli þessara tveggja listamanna eru örfá ár, en hafsjór af fordóm- um. Sem nú víkja smátt og smátt, og er mikið fagn- aðarefiii." Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 4. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.