Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Blaðsíða 36
> 44 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 aÞJMaonn Eins og að eignast börn „Þetta er spennandi og ögrandi- verkefni sem fram und- an eru. Mér finnst þetta eins og aö vera að eignast þrjú ný börn.“ Þórarinn Jón Magnússon í DV um nýju tímaritin. Met í nútíð „Ég vildi slá metið því mér finns það eiga heima í nútið en ekki í þátíð.“ Þorbjörn Jensson í Mbl. um nýtt markamet Gústafs Bjarna- sonar i landsleik. Djöfulgangur „Svona djöfulgangur er nei- kvæður og getur þýtt að félags- stjórnin hætti að vinna svona opið eins og við höfum gert.“ Halldór Björnsson í Degi-Tím- anum. Ummæli Vinnubrögð til vansa „Við styðjum ekki þessi vinnubrögð og teljum þau vera ráðherranum til vansa.“ Rannveig Gudmundsdóttir í Al- þýðublaðinu um starfsleyfi umhverfisráðherra til álversins. Ekki aðgerðalausir „Við ætlum ekki að sitja að- gerðalausir, ætlumst til að tekið verið mark á okkur varðandi veiðiráðgjöf. Við reynum að fara af stað á friðsamlegum nóturn." Grétar Már Jónsson í DV Sumir víla þaö ekki fyrir sér aö bíöa í röö. Löng biðröð Fátt finnst mörgum leiðin- legra en að bíða í biðröð. Kevin Melish (f. 2. ágúst 1948) fór í bið- röð vegna teppaútsölu þar sem boðin var meira en 86% verð- lækkun. Hann stóð í biðröð í 20 daga utan við Arding and Hobbs í Clapham í London, frá 7. til 27. desember 1986. Blessuð veröldin Stærsta gjaldþrot Rahjendra Sethia (f. 1950) var handtekinn í Nýju-Delih 2. mars 1985 og ákærður fyrir glæpsam- legt samsæri og falsanir, auk annars. Undirréttur í London hafði lýst hann gjaldþrota 18. janúar 1985 þegar ljóst var að Esal Commodities skuldaði hvorki meira né minna en 170 milljónum punda. Einkaskuldir hans voru taldar nema 140 millj- ónum punda. William G. Stem (f. i Ungverjalandi 1936), sem bú- settur er í Golders Green í norð- urhluta London en hefur verið bandarískur rikisborgari síðan 1957, stofnaði fésýslufyrirtækið Wilstar Group Holding Co í London 1971. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota í febrúar 1979 og námu skuldir þess þá 104.390.248 pundum. Sú upphæð reyndist vera hærri og var hún komin í 142.978.413 pund í febrúar 1983. Stern var látinn laus 28. mars 1983 gegn 500.000 punda greiðslu sem innt skyldi af hendi innan tveggja og hálfs árs. Kaldi eða stinningskaldi 990 mb lægð um 500 km vestur af Reykjanesi þokast austnorðaustur. Önnur lægð er nokkuð djúpt suð- vestur af landinu, hreyfist í norð- austurátt. Veðrið í dag í kvöld verður suðlæg átt á iand- inu, víðast kaldi eða stinningskaldi og hiti 2-6 stig. Um landið norðan og norðaustanvert rofar til en gera má ráð fyrir rigningu annað slagið sunnanlands og vestan, einkum þó seint í nótt og fyrramálið. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi eða stinningskaldi og rigning annað slagið, einkum þó í fyrramálið, hiti 3-6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.37 Sólarupprás á morgun: 06.21 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 18.31 Árdegisflóð á morgun: 06.52 Veórið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri slydduél 0 Akurnes slydda 2 Bergstaöir úrkoma í grennd 0 Bolungarvík snjókoma 1 Egilsstaöir alskýjaó 1 Keflavíkurflugv. rigning og súld 4 Kirkjubkl. rigning 2 Raufarhöfn skafrenningur -1 Reykjavík skýjaó 2 Stórhöföi skýjað 4 Helsinki snjóél 0 Kaupmannah. léttskýjaö 5 Ósló léttskýjaö 6 Stokkhólmur snjóél á síó. klst. 2 Þórshöfn alskýjaó 3 Amsterdam léttskýjaö 9 Barcelona heiöskírt 20 Chicago léttskýjaö 13 Frankfurt léttskýjaó 4 Glasgow alskýjaö 10 Hamborg léttskýjaó 6 London skýjaó 12 Lúxemborg léttskýjaó 7 Malaga léttskýjað 20 Mallorca léttskýjaö 21 Paris léttskýjað 14 Róm þokumóöa 15 New York alskýjaö 12 Orlando heiöskírt 18 Nuuk snjókoma -10 Vín snjóél á síö. klst. 5 Washington alskýjaö 12 Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavikur: Stelpurnar sprungu út DV, Suðurnesjum: „Stelpunum hefur verið tekið sem hetjum hér í bænum. Þær komu stórkostlega á óvart og ekki bara þeim sjálfum heldur allri þjóð- inni. Þær áttu þetta svo sannarlega skilið og þær hreinlega sprungu út i úrslitakeppninni," sagöi Margeir Guðmundsson, formaöur körfu- knattleiksdeildar Grindavíkur, en á skírdag varð kvennalið Grinda- víkur í fyrsta skipti í sögu félagsins íslandsmeistari í körfuknattleik. Liðið lagði tvö stórlið af velli, fyrst Keflavík og síðan KR í úr- slitarimmu. Maður dagsins „Það voru flestir á því að þær myndu ekki hafa það af að leggja Keflavík að velli í undanúrslitum. En þær sýndu hvers þær eru megn- ugar og eftir sigur á Keflavík í fyrsta leik fengu þær meira sjálfs- traust. Það eru mjög ungar og góð- ar stelpur í liðinu og ef þær halda áfram eiga þær svo sannarlega glæsilega framtíð fyrir sér. Þær hafa fengið frábær viöbrögð og eft- ir sigurinn er fullt af fyrirtækjum sem vill auglýsa á búningum Margeir Guömundsson. DV-mynd ÆMK þeirra. Þá margfaldaðist áhorf- endafjöldinn hjá þeim og stemning- in var eins og hjá strákunum í fyrra í úrslitunum. Því er það eng- in spurning að stúlkurnar eru á hraðri uppleið." En hvaða þýðingu hefur íslands- meistaratitillinn á kvennakörfuna í Grindavik? „Það verður miklu meira vandað til kvennaboltans en hefur verið. Því miður hefur hann fengið að sitja á hakanum og það vildu margir leggja kvennakörfuna niður hér í Grindavík fyrir einum 3 árum.“ En það má segja að Margeir sé lukkunnar pamfíll í kringum körfuboltann. Hann var einnig for- maður í fyrra en þá urðu Grindvík- ingar íslandsmeistarar í fyrsta skipti i sögu félagsins í karlaflokki. „Þetta er búið að vera frábær tími og skemmtilegur. Það er alveg ólýs- anlegt hvað þetta er gaman og ekki hægt að lýsa þvi í orðum. Þá er stjómin orðin miklu virkari og við höfum frábæran gjaldkera, Ottó Hafliðason, og það er mikið starf sem fer í gegnum hann". Margeir segir að skiðin hafi átt hug hans fyrir körfuboltann og hann hafi áhuga á öllum iþróttum og útiveru sem tengist fjölskyld- unni. Á sumrin segir hann fjöl- skylduna fara saman í útilegu. Margeir vinnur hjá trésmíðafyr- irtækinu Grindinni í Grindavík. Eiginkona hans er Marisa Sigrún Sicat og eiga þau tvö börn saman, Dínu Maríu, 8 ára, og Stefaníu Ósk, 5 ára. Marisa átti 19 ára tví- burastelpur fyrir, önnur býr í Keflavík en hin er í skóla í Banda- ríkjunum. -ÆMK Myndgátan Fær greinagóðar upplýsingar Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Portmynd- ir á Lauga- vegi. Á laugardaginn hófst mynd- listarsýningin Portmyndir við Laugaveg og Bankastræti. Mark- mið sýningarinnar er að fara út úr hefðbundnum sýningarsölum og tengja listina annríki dagsins. Tólf myndlistarmenn taka þátt í sýningunni. Uppistaðan í hópn- um eru myndlistarmenn sem hafa verið virkir á þessum vett- vangi sl. tíu ár. Margir hverjir hafa hlotið viðurkenningu fyrir Sýningar verk sín, notið styrkja frá ríki og borg og eiga verk á opinberum söfnum. Þátttakendur eru: Alda Sigurðardóttir, Arnfinnur Ein- arsson, Ásta Ólafsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hlynur Helgason, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Reynisdóttir, Magnús S. Guðmundsson, Pétur Örn Friðriksson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þóra Sigurð- ardóttir. Fólk fær leiðarkort um sýninguna í verslunum við Laugaveginn. Bridge Síðasta umferðin í Landsbanka- mótinu var æsispennandi og athygli allra áhorfenda beindist að viður- eign Antons Haraldssonar og Lands- bréfa, tveggja efstu sveitanna. Fyrir lokaumferðina hafði sveit Antons 152 stig en sveit Landsbréfa 150 stig. Ljóst var því að jafntefli nægði sveit Antons en 16-14 sigur hefði nægt sveit Landsbréfa. Reglugerð mótsins kvað svo um að ef sveitir enduðu jafnar að stigum myndi innbyrðis viðureign ráða um sætaskipan á milli þeirra. Sveit Antons hafði frumkvæðið í leik sveitanna og náði á tímabili 21 impa forystu. En sveit Landsbréfa saxaði jafnt og þétt á þann mun í lokin og þegar 2 spil voru eftir í samanburðinum munaði aðeins einum impa, Antoni í hag. Bæði spilin, sem eftir voru, virtust vænleg fyrir Anton. Annað spilið var 3 grönd, sögð og unnin á 24 punkta. Sveit Landsbréfa spilaði hins vegar 4 spaða og vann þá og græddi því 1 impa á því spili. í síð- asta spilinu höfðu Steinar Jónsson og Jónas P. Erlingsson látið staðar numið í 3 hjörtum. ♦ KD97 » 983 G843 * K8 é Á432 » KG105 ♦ Á6 * 742 é G106 » 74 ♦ 975 * ÁDG65 Vörnin tók 4 slagi í þessum samn- ingi. í lok leiksins bárust þau tíð- indi að spiluð hefðu verið 4 hjörtu í lokuðum sal og vörnin gaf ekki færi á sér. Spilið fór 1 niður, sveit Ant- ons græddi 5 impa á spilinu og þar með leikinn 16-14. ísak Örn Sigurðsson Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.