Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 14
MIÐVKUDAGUR 7. MAI 1997
34
rðar og gróður
Áburðargjöf:
Á hverju ári ætti að bera á alla
garða. í heilbrigðan gróinn garð
dugar einhver alhliða áburður, t.d.
blákom, 6-8 kíló á hverja 100 fer-
metra. Bestur árangur næst ef
áburðinum er skipt á tvær gjaflr.
Fyrri gjöfin fer þá fram snemma
vors en sú seinni í júnílok-júlíbyrj-
m un. Fyrri gjöfin ætti að vera heldur
stærri en sú seinni en 6-8 kíló á 100
fermetra er heildartala áburðar yfir
sumarið.
Þegar borið er á skal gæta þess að
dreifa áburðinum jafnt yfir. Ekki
dreifa miklu í kringum stofna
trjánna því að ræturnar ná langt út
fyrir stofninn og það eru þær sem
taka upp næringuna.
Besta veðrið til áburðargjafar er
þurrt veður og lygnt og að von sé á
rigningu. Ef borið er á í glampandi
sólskini eða rigningu er hætta á að
gróðurinn brenni undan áburðin-
um. Eftir áburðargjöf ætti að ganga
á trjágróðurinn og hrista hann
þannig að öruggt sé að áburðarkom
sitji ekki í laufum hans en það get-
ur brennt gróðurinn illa, sérstak-
lega barrtré.
Aðal-
næringarefnin
Aðalnæringarefni plantna eru
þrjú, köfnunarefni (N), fosfór (P) og
kalí (K). Skortur eða ofgnótt á einu
þessara efna hefur mikil áhrif á
vöxt og þrif plantna.
Köfnunarefni eykur fyrst og
fremst blað- og stöngulvöxt. Við
skort á köfhunarefni verða plöntur
ljósgrænar og síðan gular og allur
vöxtur verður kyrkingslegur. Of
mikið köfnunarefni veldur því að
blöðin verða dökkgræn og slöpp og
stönglar linir.
Fosfór eykur rótarvöxt og flýtir
fyrir blómgun, aldin- og fræmynd-
un. Skortur á fosfór verður greini-
legastur á blöðunum, þau verða
rauðblá, einkum á neðra borði, en
síðan gul. Rótarvöxtur verður treg-
ur og lítið um blómmyndun. Auka-
skammtur af þrífosfati getur verið
lausn í görðum þar sem blómgun er
lítil.
Kalí styrkir stoðvefjamyndun
plantna og eykur frostþol þeirra,
mótstöðu gegn þurrki og sveppa-
sjúkdómum. Skort á kalí er ekki
gott að sjá en hann kemur þó oft
fram í kyrkingslegum vexti og ung
blöð verða gul og visna, einkum á
blöðkujöðrum.
Auk þessara þriggja aðalnæring-
arefna em ýmis snefilefni nauðsyn-
leg plöntum.
Þeir sem era að byrja með nýja
garða eða eiga í einhverjum vand-
ræðum meö þrif á gróðri geta tekið
jarðvegssýni og sent til Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins til að fá
leiðbeiningar um hvaða næringar-
efni skortir og eins til að fá upplýs-
ingar um sýrustig jarðvegs.
Lífrænn
áburður
Hér áður fyrr notuðu nær allir
garðeigendur hrossaskít á garðana
sína, en með auknu framboði á til-
búnum áburði hefur notkun hans
og annars húsdýraáburðar farið
minnkandi en er þó nú aftur í upp-
sveiflu. Notkun annars lífræns
áburðar hefur einnig aukist, s.s.
safnhaugamoldar, þöranga, kjöt- og
fiskimjöls. Notkun lífræns áburðar
getur fyllilega komið í stað tilbúins
áburðar, þó er alltaf auðveldara að
nota tilbúinn áburð ef einhver stök
næringarefni skortir. Húsdýraá-
burður er sérlega jarðvegsbætandi
og þar sem lítið líf er í jarðveginum,
t.d. lítið af ánamöðkum, er alveg
upplagt að bera á skit og er þá best
að nota staðinn skít, ársgamlan eða
eldri. Húsdýraáburð er hægt að
bera á hvort sem er að vori eða
hausti. Hætt er þó við að köfnunar-
efni tapist úr honum þegar hann er
borinn á að hausti.
Molta, framleiðsla úr lífrænum
garðaúrgangi frá Sorpu, er nýr
möguleiki fyrir höfuðborgarbúa.
Moltan hefur reynst mjög næringar-
rík en þar sem hún var fyrst til sölu
fyrir almenning í fyrrasumar er
ekki komin full reynsla á hana enn
þá, en hún lofar mjög góðu.
Henta á svalir - verandir og til útstillinga
Breidd: 133 cm, 200 cm og 400 cm.
Grasteppi
frá abeins kr.824,- pr. fm.
Fagurgræn - gegndræp
Má nota úti sem inni allt árib.
Við sníðum eftir þínu máli.
Opiö virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 10-13.
V/SA
TEPMBUÐIN
GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - SIMI 568-1950
Berið áburö á garöinn ykkar á hverju ári. Dreifiö jafnt yfir allt svæðiö.
Garðamaríustakkur:
Alchemilla mollis
í garðyrkju sem og annarsstaðar
eru tískustraumar sem ráða vali
fólks. Margar blómaplöntur sem
margar gerðir, tilvalið á tröppurnar,
svalirnar og bílskurinn.
Mjög hagstæð verð.
V
0*
X
■
200-***
V
Nýbýlavegi 30 - Kópavogi - Sími 554 6800
...eitt mesta flísaúrval landsihs á einum stað...
voru í nánast hverjum einasta gcirði
fyrir nokkrum áram síðan sjást
varla nú. Sumar plöntur eru þó sí-
vinsælar og er garðamaríustakkur
ein þeirra tegunda sem víða má sjá
í dag og margur kannast við úr
æsku.
Garðamaríustakkur er af rósaætt,
hann er 30-50 sm hár með óvenju
stóram ljósgrænum blöðum. Blóm-
stilkamir eru langir með stórum
toppum af ljósgulum blómum.
Garðamaríustakkurinn er skemmti-
leg planta í steinhæðir og eins fram-
an til í trjábeðum. Það má einnig
nota hann sem botngróður í hálf-
skugga en hann er mjög harðgerður
og sáir sér talsvert. Garðamaríu-
stakkurinn blómgast í júlí-ágúst en
fram að þeim tíma skreytir hann
með sínum fallegu og stóra laufblöð-
um.
Garöamaríustakkur blómstrar gulum blómum í júlí og ágúst.
«