Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Blaðsíða 7
2» jffri helgina FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 T^V FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 helgina VEIHNGASIftDIR A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., s. 565 1693. Opiö 11.30-22.30 alla daga. Amigos Tryggvagötu 8, s. 551 1333. Op. 17.30-22.30 v.d. og sd., 17.30- 23.30 fd. og ld. Argentína Barónsstíg lla, s. 551 9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asía Laugavegi 10, s. 562 6210. Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„ 11.30- 23.30 fd. og ld. Askur Suðurlandsbr. 4, s. 553 8550. Op. 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. og ld. Austur Indía fjelagið Hverfisgötu 56, s. 552 1630. Opið a.d. frá kl. 18. Á næstu grösum Laugavegi 20, s. 552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d., 18-22 sd. og lokað Id. Banthai Laugavegi 130, s. 552 2444. Op. 18-22 md.- fid. og 18-23 fod.-sd. Carpe Diem Rauðarárstíg 18, s. 562 3350. Opið 11-23 alla daga. Caruso Þingholtsstræti 1, s. 562 7335. Opið sd.-fid. 11.30-23.30. Fd. og ld. 12.-2. Grænn kostur Skólavörðustíg 8b, s. 552 2028. Opið md.-ld. frá 11.30-21 og sd. frá 16-21. Hard Rock Café Kringlunni, s. 568 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„ 12-23.30 sd. Hornið Hafnarstræti 15, s. 551 3340. Opið 11-23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, s. 551 1440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Esja Suðurlandsbraut 2, s. 568 9509. Opið 11-22 alla daga. Hótel Holt Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og ld. Hótel Loftleiðir Reykjavikurflug- velli, s. 552 2322. Opið í Lóninu 5-23, í Blómasal 18.30-22. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, s. 552 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15 og 18-23.30 fd. og ld. Hótel Saga Grillið, s. 552 5033, Súlnasalur, s. 552 0221. Skrúður, s. 552 9900. Grillið opið 19-22.30 a.d., Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 og 18-22 a.d.. Humarhúsið Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og sd. Indókína Laugavegi 19, s. 552 2399. Opið 11.30-22.30 alla daga, ld. frá 11.30- 23.30. Ítalía Laugavegi 11, s. 552 4630. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jónatan Livingston Móvur Tryggvagötu 4-6, s. 551 5520. Opið 17.30- 23 v.d„ 17.30-23.30 fd. og ld. Kínahofið Nýbýlavegi 20, s. 554 5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ ld. og sd. Kína-húsið Lækjargötu 8, s. 551 1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„ 17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kínamúrinn Laugavegi 126, s. 562 2258. Opið fd„ ld„ 11.30-23.30, sd.-fid. 11.30-22.30. Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2, s. 551 1855. Opið 10-01 sd.-fid. og 11- 03 fd. og Id. Kringlukráin Kringlunni 4, s. 568 0878. Opið 12-1 v.d., 12-3 fd. og ld. Lauga-ás Laugarásvegi 1, s. 553 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka Bankastræti 2, s. 551 4430. Opið md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Madonna Rauðarárstíg 27-29, s. 562 1988. Opið 11.30-23.30 a.d. Marhaba Rauðrárstíg 37, s. 562 6766. Opið a.d. nema md. 17.30- 23.30. Naustið Vesturgötu 6-8, s. 551 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d., 12- 14 og 18-03 fd. og ld. Ópera Lækjargötu 2, s. 552 9499. Op. 18-23.30 v.d., 18-24.30 fd. og ld. Pasta Basta Klapparstíg 38, s. 561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til I. 00 og um helgar til 3.00. Perlan Öskjuhlíð, s. 562 0200. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. Potturinn og pannan Brautarholti 22, s. 551 1690. Opið a.d. 11.30-22. Primavera Austurstræti, s. 588 8555. Op. 12-14.30, 18-22 v.d., 18-23 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd. Salatbarinn bjá Eika Fákafeni 9, s. 588 0222. Opið alla daga frá kl. II. 30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16. Lokað á sd. Samurai Ingólfsstræti la, s. 551 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23. Singapore Reykjavíkurvegi 68, s. 555 4999. Opið 18-22 þd.-fid„ 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, s. 551 6513. Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd. Sjö rósir Sigtúni 38, s. 588 3550. Opið 7-23.30 alla daga. Skólabrú Skólabrú 1, s. 562 4455. Opið frá kl. 18 alla daga og í hd. Steikhús Harðar Laugavegi 34, s. 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„ 11.30- 23.30 fd. og ld. Tilveran Linnetsstíg 1, s. 565 5250. Opið 11-23 alla daga. Við Tjörnina Tbmplarasundi 3, s. 551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 ld. og sd. Viðeyjarstofa Viðey, s. 568 1045 og 562 1934. Opið fid.- sud., kaffist. kl. 14-17. Veitingasalur kl. 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, s. 551 7200. Opið 15-23.30.v.d„ 12-02 a.d. Þrír Frakkar hjó Úlfari Baldurs- götu 14, s. 552 3939. Opið 11-14.30 og 18-23.30 ld. og sd. Sumartónleikar í Skálholti: Nýtt íslenskt verk frumflutt Sönghópurinn Voces Thules. Myndin er tekin á æfingu í Háskólabíói. Sönghópurinn Voces Thules frumflytur á morg- un í Skálholtskirkju nýtt islenskt tónverk, Missa temporum nostrorum (Messa vorra tíma) eftir Oli- ver Kentish, fyrir raddir, slagverk og orgel. „Það hefur verið að detta í mig í köflum síðustu tvö ár,“ segir höfundurinn, Oliver Kentish, um verkið. Oliver á ættir að rekja til Bretlands en hann hefur verið búsettur á íslandi frá 1977 og er íslenskur ríkisborgari. Um tildrög þess að hann kom til íslands segir Oliver: ,Ég var ráðinn hingað sem sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit íslands. Síðan hef ég starfað sem tónlistarkennari, fyrst á Akureyri, en siðustu 11 árin hef ég búið í Reykja- vík og kennt m.a. við Nýja tónlistarskólann og skóla í Hafnarfirði og Keflavík." En hvað fær tónskáld til að semja messu með lat- neskum texta nú á dögum? „Latneska messuform- ið hefur alltaf heillað mig, enda er þetta svo falleg- ur texti. Þá fmnst mér ég hafa meira frelsi um efn- istök með latnesku messuna heldur en með ís- lenska sálma sem margir hafa mjög eindregnar skoðanir á hvernig eigi að semja tónlist við. Auð- vitað koma trúarskoðanir einnig inn í verkið en það er meira um hvernig ég skynja trú almennt heldur en persónulega uppiifun mína á henni.“ Oli- ver hefur farið ótroðnar slóðir við tónsmíðarnar. Hann fór til að mynda inn á Internetið og leitaði þar fanga í texta fyrir einn kafla tónverksins. „Ég nota efnið í Credo-kaflanum (trúarjátningunni) þar sem trúarjátningin kemur fyrir á 70 tungumálum." Frá Eystrasaltslöndunum í Skálholt Sönghópurinn Voces Thules er nýkominn úr vel heppnaðri tónleikaferð um Eystrasaltslöndin. „Við komum fram í öllum helstu borgum Eystra- saltslandanna og okkur var í alla staði mjög vel tekið,“ segir Sverrir Guðjónsson, einn liðsmanna Voces Thules. Að sögn Sverris gerir verkið mikl- ar kröfur til flytjenda og hefur hópurinn verið stækkaður sérstaklega til að mæta þeim. „Við höf- um kallað til liðs við okkur tvo drengjasóprana og tvær ungar söngkonur með drengjalegan raddblæ til að ná fram þeim áhrifum sem verkið krefst." Sverrir segir það einstæða reynslu fyrir tónlistar- menn að starfa 1 Skálholti og allar aðstæður þar séu eins og best verður á kosið. „Það er hreinlega stórkostlegt að geta verið á þessum stað, andrúms- loftð þar er einstakt," segir Sverrir. Löng og sterk hefð Sumartónleikar í Skálholtskirkju verða nú haldnir í tuttugasta og þriðja sinn í sumar. Tón- leikaröðin hefur því gengið samfleytt síðan 1975 og er því löngu orðin fastur liður í íslensku tón- listarlífi. Eitt af markmiðum Sumartónleikanna er að gefa almenningi kost á úrvalstónlist á þess- um fornhelga stað en óviða á landinu eru skilyrði tO tónlistarflutnings betri en í Skálholtskirkju. Þess má geta að aðgangur að tónleikunum hefur ávallt verið ókeypis og aðsóknin hefur oft verið slík að gestir hafa fundið sér sæti inni í kór eða hlýtt á tónleikana standandi. Auk Voces Thules kemur Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari fram á tónleikunum. Meðal þeirra verka sem Rut leikur á tónleikunum eru einleiks- verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Tryggva M. Baldvinsson. Klukkan 14 á laugardag- inn fyrir tónleikana flytur Kári Bjarnason erindi í Skálholtsskóla um síra Einar Sigurðsson í Eydölum, sálmaskáld, en hann er þekktastur fyr- ir Kvæðið af stallinum Kristí („Nóttin var sú ágæt ein“). Boðið verður upp á tvenna tónleika í Skálholti um helgina. Þeir fyrri verða á morgun, laugardag, klukkan 17 en hinir síðari á sunnudaginn klukk- an 15. -kbb Nýlistasafnið: Ævintýri, yngsta kyn- slóðin og fleiri Magnús Pálsson veröur meö raddskúlptúr í Nýlistasafninu á laugardags- kvöld. Myndin er frá æfingu nú í vikunni. Á morgun hefjast flmm nýjar sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Magnús Pálsson hefur komið sér fyrir í Gryfjunni og verður þar með raddskúlptúrinn „Ævintýr" sem verður frumflutt- ur við opnun klukkan 20.30 á morgun. Áslaug Thorlacius sýnir ljós- myndir og þrívíð verk í Bjarta og Svarta sal. Þetta er fyrsta sýning Áslaugar en hún útskrifaðist úr MHÍ árið 1991 og lauk B.A.-prófl í rússnesku 1993. í Forsal kynna sýningarstjórar Gallerí Gúlp og Undir Pari „Yngstu kynslóðina“. Á efstu hæð hússins eða i Súm- sal verður haldið upp á 20 ára af- mæli sýningarhússins Suðurgata 7. Fyrir tuttugu árum varð ákveð- in vakning hérlendis sem fólst í því að menn fóru að endurmeta gildi gamalla húsa. Nokkrir lista- menn lögðu sitt af mörkum til þessarar hreyfingar með því að sýna framúrstefnulist og standa fyrir margþættri menningarstarf- semi í látlausu timburhúsi við Suðurgötu 7. Húsið er nú safn- gripur á Árbæjarsafni. Verkin á sýningunni eru eftir 30 listamenn sem allir sýndu í Suðurgötunni eða á hennar vegum á árunum 1977-81. í Setustofu sýnir Jón Reykdal nokkur ný málverk en hann á að baki margar einkasýningar og hefur tekið þátt í samsýningum hér og erlendis. Sýningamar eru opnar daglega nema á mánudögum frá klukkan 14 til 18 og þeim lýkur 20.júlí. At- hygli er vakin á því að sýningin verður opnuð á óhefðbundnum tíma á morgun, klukkan 20. Tvennir tónleikar í Hallgrímskirkju um helgina Á morgun klukkan 12 leikur Hed- wig Bilgram, prófessor við tónlistar- háskólann í Múnchen, á hádegistón- leikum í Hallgrímskirkju. Leikin verða orgelverk eftir nokkra meist- ara barokktímabilsins. Hádegistón- leikar eru í Hallgrímskirkju alla laugardaga og fimmtudaga í júli og ágúst. Hedwig leikur einnig á tón- leikum tónleikaraðarinnar Sumar- kvöld við orgelið klukkkan 20.30 á sunnudaginn kemur. Hedwig Bilgram leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Wulf Kirschner sýnir í Hafnarborg í kvöld klukkan 20.00 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á verkum þýska lista- mannsins Wulfs Kirschners. Á sýningunni eru skúlptúrar og verk sem unnin eru úr list- um úr abaki-viði. Kirschner fæddist í Kiel árið 1947. Hann nam við listaháskólann í Hamborg 1970-1978 og lagði einnig stund á heimspeki við háskólann þar í borg. Fyrstu sýningu sína hélt hann 1979 og síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar víðs vegar um heim. Sýningin er liður í menningarsamskiptum vinabæjanna Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjarðar. Cuxhaven er heimabær lista- mannsins en hann hefur úndanfarin ár unn- ið að list sinni í Berlín. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Henni ilýkur 21. júlí. Verk eftir þýska listamanninn Wulf Kirschner eru á sýningu í Hafnarborg þessa dagana. Sumartónleikar á Norðurlandi Sumartónleikar á Norðurlandi hafa verið fastur liður í tónlistarlífi Norðlendinga undanfarin 10 ár. í sumar verða tónleikarnir alls 12 og verða þeir allir haldnir í kirkjum. Fyrstu tónleikar starfsársins eru á sunnudag. Þá munu Hafliði Hall- grímsson, tónskáld og sellóleikari, og Bjöm Steinar Sólbergsson orgel- leikari leika verk eftir Bach og Haf- liða í Akureyarkirkju. Tónleikamir hefjast klukkan 17 og er aðgangur ókeypis. Sýning í Eden Birgir Schiöth myndlistarkenn- ari sýnir þessa dagana myndverk í Eden í Hveragerði. Flestar mynd- irnar em málaðar með pastellitum en einnig eru til sýnis blýantsteikn- ingar og svartkrítarmyndir. Sýning- in stendur til 13. júlí. Birgir Schiöth heldur sýningu í Eden þessa dagana Hljómsveitin Taktmælar: Ljúfir tónleikar og létt stemning í dag klukkan 16 verður hljóm- sveitin Taktmælar með ljúfa tón- leika í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, þar sem leikin verður nýmóðins tónlist í léttari dúmum. Hljómsveitina skipa Kristján Eld- járn, Róbert Þórhallsson og Jóhann Hjörleifsson. Á meðan á tónleikun- um stendur verður boðið upp á lím- onaði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Málverkasýning í Þrastarlundi Þessa dagana sýnir Edwin Kaaber olíumálverk og vatnslitamyndir í Þrastarlundi, veitingastaðnum við Sog. Þetta er 13. einkasýning Ed- wins og verður hún opin til 20. júlí. Edwin Kaaber er meö málverkasýn- ingu í Þrastarlundi. Gallerí Ingólfsstræti 8: Sýning á verkum Tuma Magnússonar I gær opnaði Tumi Magnússon sýningu á málverkum í listhúsinu Ingólfsstræti 8. Tumi er meðal fremstu nútímamálara hérlendis af yngri kynslóðinni og hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði hér heima og erlendis. Eru verk eftir hann í Listasafni íslands, Listasafni Reykjavíkurborgar og víðar. Tumi tók þátt fyrir hönd íslands í alþjóð- lega tvíæringnum 1994, þar sem hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt. Sýningin er 11. einkasýning Tuma. Tumi Magnússon ásamt nokkrum verkum sínum. SÝNINGAR I Gallerí Handverks & hönnunar, j Amtmannsstíg 1. Gullsmiðjan Stubb- ur er með sýningu á leikfdngum. Til j sýnis eru leikföng, hönnuð og smíðuð ! af Georg Hollanders. Sýningin stendur til 12. júlí og er opin virka daga kl. | 11-17 og á laugardögum 12-16. j Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýning með | nýjum málverkum eftir 'I'uma Magnús- j son. Stendur til 31. júlí. IGallerí Nema hvað, Þingholts- stræti 6. Laugardaginn 5. júlí opnar Kolbrún Sigurðardóttir fyrstu einka- sýngu sína. Sýningin er opin frá 5.-17. júlí, frá kl. 15-18 þrid. til fód. og kl. I 14-18 lau og sun. > Gallerí Regnbogans, Hverfisgötu S 54. Sýning á verkum Sigurðar Orlygs- j sonar er opin virka daga frá kl. 16-24 j og frá kl. 14-24 um helgar. i> GaUerí Sýnirými: Sýningar í júlí. j Gallerí Sýnibox: Liþa B., Egilsdóttir,. | GaUerí Barmur: Hulda Ágústsdóttir, j berendur eru Bruce Concle og Hildur | Bjarnadóttir. j GaUerí Hlust: (551-4348): Kristberg- 'i ur Ó. Pétursson. f GaUerí 20 m2: Oliver Kochta. Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. ! Síðasta sýningarhelgi á textílsýningu Philippe Ricart. Opið daglega kl. 14-18 til 7. júlí. >! GaUerí Sævars Karls, Bankastræti 9, 2. hæð. Ragna St. Ingadóttir er með j sýningu sem samanstendur af innsetn- , ingum. Opið frá kl. 10-18 virka daga | og stendur sýningin til 9. júlí. j Gerðuberg. Jón Jónsson er með mál- I verkasýningu. Opið fimmtud. til S sunnud. frá kl. 14-18. (i Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafn- arfirði. f dag, fóstudaginn 4. júlí, kl. 20, verður opnuð sýning á verkum ; þýska listamannsins Wulfe Kirschners. Sýningin er opin alla daga nema þrid. 5 frá kl. 12-18 fram til 21. júlí. ( ísafoldarhúsið, Þingholtsstræti 5. 1 Heidi Kristiansen sýnir myndteppi. í Opið alla virka daga frá kl, 12-18. > Kjarvalsstaðir Sýningin íslensk 5 myndlist til 31. ágúst. Opið alla daga frá kl. 10-18. , j Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur, | Freyjugötu 41. Sýning á verkum eftir j Þórdísi Óldu Sigurðardóttur sem ber heitið Spjöld sögunnar. Sýningin stendur til 6. júlí og er opin alla daga j frá kl. 14-18 nema laugardaga. } Listasafn íslands. Sýning á myndlist og miðaldabókum íslands. Á sýning- j unni eru málverk, grafik og högg- j myndir sem byggðar eru á íslenskum j fomritum. j Listasafn Kópavogs. Ása Ólafedóttir j myndlistarkona er með sýningu sem ( ber heitið Brot af fornum arfi. Sýning- jj unni lýkur sunnudaginn 6. júlí. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Einnig sýnir fris Elfa Frið- riksdóttir. Opið daglega frá kl. 12-16, lýkur 6. júlí. j Enn fremur er sýning á málverkum eftir Sigurbjöm Jónsson og stendur ( hún einnig til 6. júlí. i Listhúsið í Laugardal. Gallerí Sjöfn Har. Myndlistarsýning á verkum eftir I Sjöfn Har. Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-14. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, ( Laugarnesi. Sumarsýning á 27 völd- | um verkum eftir Siguijón. Opið alla j daga nema mánudaga frá kl. 14-17. j Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Finninn Harri Syijanen er með sýn- ingu á verkum sínum. Opið mán.- fós. frá kl. 10-18 og lau. frá kl. 11-14. j Mokka, Skólavörðustíg 3A. Hljóðir j hælar Sigurdísar. Sýning á verkum j Sigurdísar Amardóttur myndlistar- j konu. I Norræna húsið. Sýningin Sögn í sjón - myndlýsingar í fslenskum fomritaút- S gáfum á 20. öld. Sýningin verður opin j daglega kl. 13-19 og henni lýkur f sunnudaginn 6. júlí. ( Nýlistasafnið, Vatnasig 3B. 5. júlí j kl. 20 verða opnaðar fimm sýningar. | Raddskúlptúr eftir Magnús Pálsson. í j Forsal kynna Særún Stefánsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Hlín Gylfadóttir, Dóra fsleifedóttir og Sigrún Hrólfedóttir I „Yngstu kynslóðina". Áslaug Thorlaci- j us sýnir (jósmyndir og,þrívíð verk í j Bjarta og Svarta sal. Á efetu hæð hússins, eða í Súm-sal, verður haldið j upp á 20 ára afmæli sýningarhússins 1 Suðurgötu 7. Umsjónarmenn em Hall- : dór Ásgeirsson og Steingrímur Eyfjörð. f setustofu Jón Reykdat. Sýningamar ! em opnar daglega nema á mán. frá kl. í 14—18 og þeim lýkur 20. júlí. Sjóminjasafn Islands, Hafiiarfirði. | Sýning á 20 olíumálverkum eftir j Bjama Jónsson listmálara. Sýningin stendur yfir sumartímann. Frá 1. júní | til 30. september er Sjóminjasafhið opið alla daga frá kl. 13-17. Sjónarhóll, Hverfisgötu 12. Laugar- j daginn 5. júlí kl. 14 opnar Helgi Hjal- í talín sýningu á Sjónarhóli. Sýningunni j lýkur þann 27. júlí. Sjónarhóll er op- inn fim-sun kl. 14—18. ! Snegla, listhús, Grettisgötu 7. Kynning á verkum Sigríðar Erlu úr j jarðleir. Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 10-14 laugard. ; SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Sýn- ing á verkiun Aðalheiðar Valgeirsdótt- ur til 8. ágúst. j Stofnun Ama Magnússonar, Áma- ( garði. Sumarsýning handrita 1997. Opið daglega kl. 13-17 til ágústloka. j Vorhugur, sýning á skúlptúrverkum j Þorgerðar Jömndardóttur og Mimi B Stallborn í húsnæði Kvennalistans að Pósthússtræti 7, 3. hæð. Opið kl. (> 13-17 alla virka daga. 8 Skálholt. Sýningin Kristnitaka sem jj er samvinnuverkefni Myndhöggvarafé- lagsins f Reykjavík, Skálholtsstaðar og |j Skálholtsskóla. Stendur til 14. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.