Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1997 * « « * helgina______ Hátíðarvika á Selfossi Mikið verður um að vera á Sel- fossi í næstu viku en um þessar mundir er þess minnst að fimmtíu ár eru liðin frá því að Selfosshrepp- ur varð til. Á morgun hefst sérstök hátíðarvika Selfossbyggðar og í til- efni af henni verður ýmislegt á seyði í bænum. í Tryggvagarði verð- ur Brúðubíllinn með leiksýningar og mikið verður um alls kyns uppá- komur fyrir bömin, þar á meðal leiktæki, andlitsmálun og trampólín, auk þess sem rafmagns- bílar verða á sundhallarsvæðinu. Þá verður Listasafn Selfyssinga í samstarfi við Listasafn íslands með sýninguna í ljósi landsins þar sem sýnd verða verk eftir einn helsta meistara íslenskrar myndlistar, Ás- grím Jónsson. Hátíðarvikan nær hápunkti laugardaginn 12. júli en þá heimsækir forseti íslands Selfoss. Stykkishólmur: JSýning á verkum Islandsvinarins R. Weissauers í Norska húsinu DV, Vesturlandi:_________________________ „í Norska húsinu er nú sýning á myndverkum þýska íslandsvinarins R. Weissauers sem lést fyrir nokkmm árum. Amtsbókasafnið í Stykkishólmi á um tvö hundmð verk eftir hann og hér er sýnt örlít- ið brot sem Bragi Ásgeirsson list- málari aðstoðaði okkur viö að velja og setja upp. Aðrar sýningar í Norska húsinu tengjast ýmsum af- mælum, til dæmis fagnar Amts- bókasafnið 150 ára afmæli sínu en það hóf einmitt göngu sína í Norska húsinu. Þá er sögusýning í tilefni 75 ára afmælis HSH (sem eru samtök ungmennafélaganna hér á nesinu) og Bamastúkan Björk heldur upp á 70 ára afmæli sitt seinna á árinu og við höfum sett upp nokkra þætti sem tengjast henni. Stóra afmælið er þó eftir en það er 400 ára verslun- arafmæli Stykkishólmsbæjar og opnuðum við safnbúð á fyrstu hæð af því tilefni,“ sagði Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnvörður hjá Byggða- safni Snæfellinga og Hnappdæla, í samtali við DV. -DVÓ Hljómsveitin Taktmælar: Ljúfir tónieikar og létt stemning I dag klukkan 16 verður hljóm- sveitin Taktmælar með ljúfa tón- leika í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, þar sem leikin verður nýmóðins tónlist í léttari dúmum. Hljómsveitina skipa Kristján Eld- jám, Róbert Þórhallsson og Jóhann Hjörleifsson. Á meðan á tónleikun- um stendur verður boðið upp á lím- onaði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sálin Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur sumaryfirreið sína um landið með tónleikum í Ýdölum í Að- aldal annað kvöld. Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni rnn skeið og ættu þessar fréttir að vera aðdáend- um hljómsveitarinnar nokkurt til- hlökkunarefni. „Þetta er fyrsta tón- leikaröð okkar í langan tíma,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari hljóm- sveitarinnar, um tónleikana þrettán sem hljómsveitin hyggst koma fram á i sumar. „Við vorum að vísu að spila pínulítið í fyrrasumar og um jólin en það var ekki nema í mýflugumynd. Þannig er nefnilega mál með vexti að tveir okkar, þeir Guðmundur Jónsson og Atli Örvars- son, búa í útlöndum og hefúr þannig ekki verið hægt um vik að koma saman til tónleikahalds. Tækifærin til aö spila hafa helst gefist þegar þessir menn vitja ættjarðarinnar og þá höfum við slegið upp í tónleika. Við enun því að spila í orlofum, ef svo má að orði komast." Eitthvað verður af nýju efni á tón- leikunum en hljómsveitin er einmitt nýkomin úr hljóðveri. „Okkur fannst eiginlega ekki stætt á því að vera spila mikið án þess að vera með eitt- hvað nýtt. Upphaflega ætluðum við okkur að gera breiðskífu en þvi mið- Laugardagskvöld í saman ur vannst ekki tími til þess þannig að við létum okkur nægja að taka upp 3 ný lög á safhplötu sem kemur út innan skamms. Við verðum því ekki bara að spila gömlu hundana á þessum tónleikum okkar í sumar." Stefán segir nýju lögin sverja sig í ætt við fyrri lög Sálarinnar, tónlistin sé sem fyrr poppuð og melódísk og hljómsveitin haldi nokkurn veginn sinu striki. Aðspurður um það hvort ný plata sé á leiðinni segir Stefán: „Svo vill nú til að hljómsveitin held- ur upp á 10 ára starfsafmæli sitt á næsta ári og við höfum hugsað okk- áný ur að taka orlof þá, hvort sem það verður til þess að taka upp nýja breiðskífu eða ný lög á safnplötu. En við blásum að minnsta kosti í ein- hverja lúðra á næsta ári.“ Sem fyrr sagði hefjast tónleikar Sálarinnar í Ýdölum á miðnætti ann- að kvöld. Hljómsveitin Innvortis frá Húsavík hitar upp fyrir tónleikana en sú hljómsveit var nýlega kosin eftirtektirverðasta hljómsveit Mús- iktilrauna 1997. Sætaferðir verða á tónleikana frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri. -kbb Gallerí Listakot: Síðasta sýningarhelgi Nú um helgina er síðasta sýning- arhelgi á verkum 12 listakvenna í Gallerí Listakoti. Sýningin ber yfir- skriftina Menjar og er minjagripa- sýning. Listakonumar 12 hafa unn- ið að þróun þessa verkefnis í eitt ár og nú eru fyrstu eintökin af grip- unum komin á markað. Á sýning- unni eru verk unnin í leir, textíl, grafik, gler, bein og pappír. Lista- konumar fást við hinar ýmsu grein- ar myndlistar. Á sýningunni ber fyrir augu alls kyns íslensk dýr, vikinga, landslag, myndir unnar upp úr gömlum mynstrum og fleira. Gripimir em flestir smáir og í hentugum umbúð- um fyrir ferðalanga. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 8. júlí. Þangað til verður hún opin frá klukkan 10 til 16 á laugardaginn og frá 14-16 á sunnudaginn. Á mánu- dag verður sýningin opin frá 10 til 18. © Kryddolía á nautakjöt 2 1/2 dl sojaolía 2 1/2 dl olífuolía 2 msk. þurrkaöur McCormlck chlll plpar 1 msk. McCormlck papiikuduft 2 stk. lárvlðariauf, grófmullö 1 stk. ferskur engifer 2 stk. hvítlauksgelrar, grófsaxaölr Það var kátt á hjalla hjá „Kanarí- eyjaflökkurum" í fyrra. Kanaríeyjaflakk arar hittast „Kanaríeyjaflakkarar" standa fyrir sumargleði helgina 4 - 6.júlí í og við félagsheimilið og bændagist- inguna hjá Lýsuhóli á Snæfellsnesi. „Flakkaramir" vom með sams kon- ar mannfagnaö í fyrra og sökum þess hversu vel tókst til hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Farið verður í skoðunarferð í rútu undir leiðsögn Skúla Alexanderssonar. Þá ætla menn að grilla saman og dansa við undirleik harmóniku. Óperukjallarinn: Raggi Bjama og Milljónamæringarnir Milljónamæringamir verða með dansleik í Óperukjallaranum í helgina. Sérstakur gestur Milljónamæringanna verður hinn góðkunni söngvari, Ragnar Bjamason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.