Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1997, Síða 9
I>V FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 HLJÓMPLjÍTll ÍIIIIYÍJJ Radiohead - OK Computer ★★★* Snertur af snilld Hljómsveitin Radiohead hefur vaxið jafnt og þétt síðan lagið Creep kom út á sínum tíma og gerði allt vitlaust. Síðasta plata hljómsveitarinnar var skref í rétta átt, en með árs upptökuferli á nýju plötunni var skreflð tekið til fúlls. Það er ekki laust við að snilldar- taktar skíni í gegnmn tónlistina og textana á þessari plötu sem er því miður ekki alveg gallalaus (en gall- amir eru svo smávægilegir að þeir draga plötuna aðeins niður um hálfa stjömu - þá er að flnna í lögunum Climbing up the Walls og No Surprises). En snúum okkur aftur að því sem vel er gert. Radiohead hefur fundið hljóm sem undirritaður hefur ekki heyrt eins fram settan áður. Sambland raflnagnsgítara, mýktar söngsins, kassagítara, ásláttarhljóðfæra og yflrhöfuð kraftmikils hljóðfæraleiks og sterkra laglína gerir plötuna að snilldarverki ársins til þessa. Textar plötunnar fjalla um mannlegan breyskleika í sinni víðustu mynd og ná liðsmenn Radiohead að gera það jafht smekklega og ósmekklega, en slíkt hið sama á við um lífið, þú upplifir ekki jákvæðni án neikvæðni. Einn skemmtilegasti textinn er talaður af tölvu (forriti sem smáriti Macintosh inniheldur). Lagið Paranoid Android hefúr enn vinningin yfir hin í mínum eyrum, en á plötunni era líka falleg lög eins og Exit Music, Lucky, Let down og kraft- meiri lög eins og Airbag og Surterranean Homesick Alien. Enginn verður svikinn af því að kaupa þessa plötu, jafnvel þó hún þurfi smáathygli til að byrja með, en það á líka alltaf við þegar snertur af snilld kemur nálægt tónlistarafúrðinni. Guðjón Bergmann Hanson - Middle of Nowhere Ungir og furðu efnilegir ★★★ Lagið MMMBop hefur tæpast farið fram hjá neinum sem á ann- að borð hefur átt leið fram hjá út- varpstæki í sumar. Hanson-bræð- urnir hafa komið því í efstu sæti vinsældalista um allan heim. Lag- ið er því hreinræktaður sum- arsmellur og á eftir að lifa fyrir þá sök, hvemig svo sem hlustendum hugnast smíðin. Hanson-bræðurnir era ungir að árum. Sá elsti, Isaac, er sextán ára, Taylor er þrettán og Zac aðeins ell- efu. Þeir hafa eigi að síður spilað, sungið og samið saman lög og texta í fimm ár. Á undan Middle of Nowhere hljóðrituðu þeir tvær plötur sem þeir gáfu út og dreifðu sjálfir. MMMBop er ekki alveg dæmigert fyrir plöt- una Middle of Nowhere. Þar eru vissulega fleiri lög sem era líkleg til vin- sælda en þau hafa ekki kúlutyggjóyfirbragð stórsmellsins. Lucy er þægi- leg poppballaða, Where’s the Love grípandi poppað rokklag, Yearbook sit- ur í huganum vegna textans og heilmikið er spunnið i lagið I Will Come to You. Hinir fomfrægu lagahöfundar Cynthia Weil og Barry Mann sömdu það reyndar með bræðranum. Middle of Nowhere er langt frá því að vera gallalaus plata og pródúsent- amir hafa greinilega ekki reynt að breiða yfir suma þeirra. Ella hefði platan virkað ótrúverðug vegna ungs aldurs Hansons-bræðranna. Miðað við útkomuna nú og það sem á undan er gengið eiga þeir áreiðanlega eft- ir að láta í sér heyra um langa framtíð. Ásgeir Tómasson Carrapicho - Fiesta de Boi Bumba Létt og góð sumarstemning ★★★ í Brasilíu era vistarverur tón- listarinnar margar og fjölbreytileg- ar enda landið stórt og hvert lands- hom geymir sína tónlistararfleifð, ef svo má segja. Hljómsveitin Carrapicho flytur tónlist sem nefn- ist Boi Bumba og er eins konar blanda af sambatónlist og þjóðlegri músík frá Andesfjöllum. Hún á eig- inlega meira sammerkt með tónlist annarra þjóða sem liggja að Andes- fiöllum heldur en annars konar hrasilískri músík. Sambahrynj- andi er til dæmis ekki mikið áber- andi nema í tæplega helmingi lag- anna þótt tónlistin sé ætíð hrynsterk. Laglínur era einfaldari en gjaman er í sambatónlist og því kannski meira grípandi við fyrstu heyrn. Hin oft flókna hljómræna uppbygging borgarsömbunnar er hér yfirleitt fjarri en má þó heyra vott af henni í lagi sem nefnist „Bailarina" og einnig ber lít- ið á hinni reggaeskotnu axétónlist frá Bahia nema í laginu „Iama“. Mér skilst að þessi diskur njóti nokkurra vinsælda á útvarpsstöðvum hérlendis um þessar mundir enda er hér létt og góð sumarstemning í gangi. Augljóst er að um verulega poppútfærslu á Boi Bumba mús- íkinni er að ræða hjá Carrapicho án þess þó að upprunanum sé kastað fyrir róða. Flutningur og hljómburður er vandaður eins og alltaf er á brasilískum geislaplötum og þetta hinn eigulegasti gripur. Hann gæti jafnvel komið hlustendum á bragðið með að kynna sér stærri spámenn í brasilískri músík. Ingvi Þór Kormáksson tónlist Hljómsveitin Gipsy Kings var stofnuð ein- hvem tíma á átt- unda áratugnum af Reyes-bræðr- unum og Bali- ardo-frændun- um. Hún hét upphaflega Los Reyes og var til að byrja með al- mennt álitin þjófótt ferða- hljómsveit með smávægilega tónlistarhæfi- leika. Fyrstu tvær plötur hljómsveitarinn- ar náðu ekki miklum vin- sældum, jafnvel þótt hún næði til eyrna eins og þeirra sem voru fest á haus Charlie Chaplin og Brigitte Bar- dot í samkvæm- um í San Tropez. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem hljómsveit- in hitti upptöku- stjórann Claude Martinez og þá fór boltinn að rúlla. Martinez sagðist hafa uppgötvað sjaldgæfan eiginleika við rödd Nicolas Reyes og benti á að Tonino Baliardo byggi yfir nákvæmni og tækni sem setti hann í fremstu röð gítarleikara. Hann tók líka eftfr því hversu hljómlistarmennirnir Gipsy Kings áttu auðvelt með að deila gleði tónlistarinnar með áhorfend- um sínum. Martinez hjálpaði hljóm- sveitinni að losa um nokkrar höml- ur og árið 1987 kom platan Gipsy Kings á markað, en meðal annars með lögunum Bamboleo og Djobi Djoba sem almenningur hreinlega gleypti. Flestir þekkja sögu Gipsy Kings frá útkomu nefndrar plötu til nú- tímans. Arabísk og suðuramerísk áhrif hafa gert tónlist sígaunanna fræga um allan heim og nú verður vart gengið inn á veitingastað sem kennir sig við eitthvert það land sem hefur rómanskt mál að ekki heyrist óma í Best of Gipsy Kings sem kom út 1994. Compas Ný plata með Gipsy Kings ber nafnið Compas og á henni eru 15 lög. Lögin fjalla velflest um ástina, enda eru sígaunar sagðir afar ástríðufullir. Á plötunni má þó fmna eina barnagælu, lag um af- brýðisemi (sem er víst afar óheppi- legur fylgifiskur ástríðunnar) og lag um þann eignarrétt sem sígauna- karlmenn telja sig hafa yfir konum sínum (annar óheppilegur fylgifisk- ur). Upptökustjóri nýju plötunnar var Chris Kimsey, en hann er þekktur fyrir verk sín með INXS (Full Moon over Dirty Hearts) og Rolling Stones (Steel Wheels). Gipsy Kings eru blóðheitir sígaunar þó hárið sé farið að grána og hefur tónlist þeirra vakið dans- hug og ástríðu á heitari stöðum heimsins til þessa. Spumingin er hins vegar: Verður nógu heitt á ís- landi í sumar, eða kemur fólk heim með þessa úr sumarleyfinu? -GBG Númer þrjú Hin nýja plata Prodigy „Fat of The Land“ er þessa vikuna í þriðja sæti breska vinsældalistans, á eftir Men in Black og nýju plötunni frá Spice Girls „Spice“. Platan var einnig tilnefnd til Mercury Music Prize og þykir mjög sigurstrangleg. Ásamt Fat of the Land voru OK’Computer með Radiohead, Van- ishing Point með Primal Scream, Dig Your Own Hole með Chemical Brothers, Trailer Park með Beth Orton, Coming up með Suede, New Forms með Roni Size og að lokum Spice með Spice Girls tilnefúdar til verðlaunanna. Verðlaunaafhending- in fer fram 28. ágúst. Jeff Buckley í dag verður haldin minningarat- höfú um Jeff Buckley en sem kunn- ugt er drukknaði hann 4. júní síðast- liðinn. Athöfúin er opin almenningi og fer hún fram í Saint Ann and the Holy Trinity Church í Brooklyn Heights í New York. Mamma Buck- leys hefur beðið gesti að mæta í hvít- um eða ljósum fotum og í stað þess að gefa blóm biður hún fólk að styrkja the Memphis Zoological Soci- ety. Fyrr á þessu ári vann Buckley verkefni fyrir dýragarðinn og tók ást- fóstri við dýrin og náttúruna, sér- staklega tígrisdýr og fiðrildi. • ••••• l'll Be Missing You Margir höfðu spáð því að Oasis myndi vera í fyrsta sæti vinsældalistans í Bret- landi svo mánuðum skiptir. En nei, eftir aðeins viku á toppnum slógu Puff Daddy og Faith Evans félagana út VI Ul I rjjmj' með ganúa Police- laginu Every Breath You Take. Nýja útgáfan aflaginukall- ast 111 Be Missing You og er til minningar um rappar- ann BIG sem var skotinn til bana í Los Angeles í mai-s síö- astliðnum. Lagiö hefur slegið rækilega í gegn í sumar og er búið að vera í efsta sæti íslenska listans síðustu fimm vikurn- ar. í lok síðustu viku höfðu hvorki meira né minna en 700.000 eintök veriö seld af smáskifunni í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.