Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1997, Qupperneq 1
Marion Jones tryggir sér sigur í 100
m hlaupi kvenna á heimsmeistaramót-
inu í Aþenu.
Símamynd Reuter
allt um HM í frjálsum á bls. 20-21
Eyjólfur gegn Evrópumeisturunum
Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín geröu jafntefli viö Evrópumeistara Borussia
Dortmund i fyrstu umferö þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Eyjólfur er hér til hægri
í baráttu viö Wolfgang Feiersinger, leikmann Dortmund. Sjá nánar á bls. 22.
Símamynd Reuter
KR-ingar fa ofl-
ugan miðherja
Ólafur Gottskálksson:
Kevin Tucxon frá Missouri-háskóla
Ólafur Gottskálksson fékk óskabyrjun í JMHm
skosku knattspymunni á sunnudag þegar lið .JT?P^K
hans, Hibernian, vann óvæntan sigur á Celt- ONÉll
ic, 2-1, í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.
„Þetta var mjög þægileg byrjun. Ég fékk
bara þrjú umtalsverð skot á mig og markið
þeirra var með óveijandi skalla eftir hom- .R
spyrnu. Áhorfendur studdu vel við bakið á
mér, tóku mér mjög vel þegar ég kom inn á völlinn og lögðu sig
greinilega fram við að hjálpa mér í þessum fyrsta leik,“ sagði
Ólafur við DV.
--------------------- Mikið var Ijallað um Ólaf í skoskum
blöðum fyrir leikinn, mest á jákvæðum
nótum, en þó var nokkuð Qallað um þá
umdeildu ákvörðun Jims Duffys fram-
kvæmdastjóra að taka Ólaf fram yfir
varamarkvörð Hibs til margra ára, Chris
Reid.
„Þetta setti talsverða pressu á mig, ég
varð að standa mig, og sem betur fór
gekk þetta allt vel. Ég er mjög bjartsýnn
á framhaldið," sagði Ólafur Gottskálks-
son. -VS
Bandaríkjamaðurinn Kevin Tucxon,
frá Missouri-háskóla í St. Louis, mun
leika með liði KR í DHL-deiIdinni í
körfubolta í vetur.
Tucxon, sem er rúmir tveir metrar á
hæð, leikur stöðu framherja og mið-
herja. Hann skoraði 17 stig og tók 11
fráköst í leik fyrir skólalið sitt á liðnu
keppnistímabili. Tucxon var annar í
vali á besta leikmanni riðilsins. Miss-
ouri-skólinn leikur í 2. deild banda-
riska háskólakörfuboltans. Tucxon er
væntanlegur til landsins eftir næstu
helgi. -BL
Jónafan Bow
til Bayeruth?
Olafur
til KFÍ
Ólafur Jón Ormsson,
fyrrum unglingalandsliðs-
maður úr KR, hefur
ákveðið að leika með ís-
fírðingum í DHL-deildinni
í körfubolta í vetur. Ólaf-
ur hefur ekkert leikið
með KR-ingum í langan
tíma vegna meiðsla. -BL
Jónatan Bow, landsliðsmaður úr KR, æfir
með einu sterkasta liði Þýskalands, Bayeruth
þessa dagana.
Samkvæmt heimildum DV mun koma í ljós
í vikunni hvort þýska liðið vill fá Jónatan til
liðs við sig fyrir komandi keppnistímabii.
Komi ekki til þess mun hann áfram leika
með KR. -BL
Jón Arnar og
Guðrún hófu
keppni í morgun
Jón Amar Magnússon og Guð-
rún Arnardóttir hófu keppni á
heimsmeistaramótinu í Aþenu i
morgun. Jón Arnar átti að byrja
í tugþrautinni klukkan 5 að ís-
lenskum tíma en keppni þar lýk-
ur síðdegis á morgun. Um klukk-
an 5.30 var síðan 400 m grinda-
hlaupið á dagskrá hjá Guðrúnu.
Hafi það farið að óskum hjá
henni keppir hún í undanúrslit-
um síðdegis á morgun.
-VS
Shearer ætlar
að mæta tví-
efldur til leiks
Alan Shearer, fyrirliði enska
landsliðsins í knattspyrnu, ætlar
ekki að leggja árar í bát þótt
hann þurfi að hvíla sig fram yfir
áramót og jafnvel í heila átta
mánuði.
Shearar, sem sleit liðbönd og
braut bein í ökkla fyrir rúmri
viku, sagði í viðtali við News of
the World um helgina að hann
myndi snúa aftur tvíefldur eftir
áramótin og hjálpa Newcastle til
að vinna titla. „Síðan ætla ég að
verða markakóngur heimsmeist-
arakeppninnar í Frakklandi
næsta sumar. Við eigum nógu
góða leikmenn til að komast í
lokakeppnina en þegar þangað
kemur mun ég hirða aftur peysu
númer níu. Hún verður aðeins í
láni þangað til,“ sagði Shearer.
-VS
Valdimar var
í sigurliði
Valdimar Grímsson skoraði
eitt mark fyrir heimsliðið í
handknattleik þegar það vann
danska landsliðið, 29-26, í
Odense á sunnudag. Leikið var í
tilefni af 100 ára afmæli íþróttar-
innar. Mörk heimsliðsins gerðu
Dujsjebajev 5, Cavar 5, Perkovac
4, Kudinov 4, Eles 3, Smajlagic 3,
Kervadec 2, Valdimar 1, Gopin 1
og Yoon 1. Lars Christiansen
skoraði 6 mörk fyrir Dani.
-VS
Dinamo tapaði
Leikmenn Dinamo Búkarest
eru greinilega ekki búnir að
jafna sig eftir ófarimar gegn KR.
Deildakeppnin í rúmensku
knattspyrnunni hófst um helg-
ina og Dinamo beið lægri hlut
fyrir Craiova, 2-1.
-VS
Tap gegn Dönum
íslenska stúlknalandsliðið,
skipað leikmönnum 20 ára og
yngri, tapaði fyrsta leik sínum á
Norðurlandamótinu í Danmörku
1 gær. Það var gegn gestgjöfun-
um, 3-0. Staðan var 1-0 í hálf-
leik. ísland mætir Bandarikjun-
um í dag.
-VS
Gunnar skoraði
Gunnar Einarsson skoraði eitt
marka hollenska úrvalsdeildar-
liðsins MW Maastricht um
helgina þegar það gerði jafntefli,
3-3, við Genk frá Belgíu, lið
Þórðar Guðjónssonar, um helg-
ina. Leikurinn var liður í bikar-
keppni Limburgarhéraðs sem
liggur í báðum löndunum. Gunn-
ar, sem er 21 árs, skoraði þarna
fyrsta meistaraflokksmark sitt á
ferlinum. Þórður lék mjög vel
með Genk.
-VS
Lottó:
13 22 23 28 38 B: 10
Sænski boltinn:
xll 111 1x2 lxx2