Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Síða 6
26
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1997
íþróttir
DV
*
\ Z* 3. DEILD KARLA
A-riöill:
Ármann-Framherjar .........12-2
Haukar-ÍH...................5-1
Hamar-KFR...................0-4
Smástund-Léttir ............3-5
Haukar Lokastaðan: 14 12 2 0 54-15 38
Árxnann 14 9 1 4 47-27 28
Léttir 14 8 2 4 39-23 26
Framherjar 14 6 2 6 39-54 20
Smástund 14 5 1 8 29-39 16
ÍH 14 4 3 7 28-37 15
KFR 14 3 3 8 28-35 12
Hamar 14 2 0 12 20-54 6
B-riðill:
Afturelding-Njarðvík..........3-2
GG-Bruni .....................2-5
Grótta-KSÁÁ...................5-1
Snæfell-Víkingur Ó............1-4
Lokastaðan:
Víkingur Ó. 14 11 2 1 48-17 35
Afturelding 14 11 1 2 42-12 34
Njarðvík 14 9 3 2 49-20 30
Bruni 14 6 0 8 24-35 18
GG 14 5 2 7 25-35 17
KSÁÁ 14 4 2 8 29-43 14
Grótta 14 4 1 9 22-36 13
Snæfell 14 0 1 13 13-54 1
C-riöill:
Emir Í.-Reynir Hn.............7-0
HVÍ-Bolungarvík..............1—12
Lokastaðan:
Emirís. 12 11 0 1 92-12 33
Bolungarvík 12 9 0 3 83-19 27
ReynirHn. 12 4 0 8 37-41 12
HVÍ 12 0 0 12 5-145 0
D-riðill:
Hvöt-Tindastóll................1-0
Magni-KS .....................0-2
Nökkvi-Neisti H...............2-1
Lokastaöan:
TindastóU 15 12 2 1 48-13 38
KS 15 12 1 2 44-15 37
Hvöt 15 9 0 6 43-26 27
Nökkvi 15 4 0 11 20-56 12
Neisti H. 15 3 2 10 16-31 11
Magni 15 1 3 11 1444 6
E-riöill:
Höttur-Neisti D...............3-1
Lokastaðan:
Höttur 8 3 2 2 18-12 14
Leiknir F. 8 2 4 2 13-16 10
NeistiD. 8 2 2 4 21-24 8
Þessi lið mætast í átta liða úrslit-
um deildarinnar:
Haukar-Afturelding
Vikingur Ó.-KS
TindastóU-Höttur
Emir Ís.-Ármann
Fýlkir á flugi
1-0 Kristinn Tómasson (10.)
1- 1 Kristján Jóhannsson (54.)
2- 1 Ólafur Stlgsson (60.)
Fylkismenn eru á mikilli siglingu
í 1. deildinni í knattspymu og á
fostudagskvöldið unnu þeir sinn
fjórða sigur í röð þegar þeir unnu
Reyni i Sandgerði, 2-1, á heimavelli
sínum í Árbænum. Með sigrinum
komust Árbæingar upp í 7. sæti
deildarinnar en Reynismenn sitja
sem fastast á botninum, em enn án
sigurs og fátt virðist geta komið í
veg fyrir fall þeirra i 2. deildina.
Nokkurt jafnræði var með liðun-
j um í leiknum en Fylkismenn vom
þó hættulegri í sóknaraðgerðum
sínum og sköpuðu sér fleiri færi en
Sandgerðingar. Eftir mjög brösótt
gengi í sumar virðast Fylkismenn
vera komnir á rétta sporið. Leik-
menn eru komnir með sjálfstraust
og allur leikur liðsins er mun heil-
steyptari en fyrr í sumar. 1 jöfnu liði
Fylkis átti Ólafur Stígsson besta
leikinn og sigurmark leiksins gerði
hann upp á eigin spýtur með því að
tæta vöm Reynismanna í sig.
Líkt og í mörgum leikjum í sum-
ar voru Reynismenn síst lakari aöil-
, inn í leiknum og með smáheppni
hefðu þeir getað náð stigi í þessum
leik. Heilladísimar vora hins vegar
sem fyrr ekki á bandi Sandgerðinga.
Unglingalandsliðsmaðurinn Krist-
ján Jóhannsson var bestur í liði
Reynis og Sigurður B. Sigurðsson
stóð sig vel í markinu.
Maður leiksins: Ólafur Stígs-
son, Fylki. -GH
Norsku meistararnir í Trondheims Örn fagna Norðurlandameistaratitlinum í Kopavogi á laugardaginn. Ann Kristin
Arönes, markahæsti leikmaður mótsins, er lengst til vinstri í aftari röð. DV-mynd S
Norðurlandamót kvenna í knattspyrnu í Kópavogi:
Norsku bestar
- Trondheims Örn Norðurlandameistari - Breiðablik í 4. sæti
Trondheims Öm frá Noregi vann
Fortuna Hjörring frá Danmörku
með yfirburðum, 5-0, í úrslitaleik
Norðurlandamóts kvenna í Kópa-
vogi á laugardaginn. Fortuna hafði
unnið mótið tvö undanfarin ár.
Brit Sandaune skoraði tvö mörk í
úrslitaleiknum og þær Ragnhild
Guldbrandsen, Ann Kristin Arönes
og Monica Enild eitt hver.
Blikastúlkur ekki langt frá
framlengingu
Álvsjö AIK frá Svíþjóð vann
Breiðablik, 3-2, í leik um bronsverð-
launin. Sænska liðið byrjaði mun
betur og komst í 3-0 en Kristrún
Daðadóttir og Ásthildur Helgadóttir
minnkuðu muninn fyrir Blikastúlk-
ur og þær vom ekki langt frá því að
jafna metin og ná í framlengingu.
Loks vann HJK Helsinki frá Finn-
land öruggan sigur á úrvalsliði KSÍ,
3-0, í leiknum um 5. sætið.
Besti árangur okkar til
þessa
„í heildina séð er ég mjög ánægð
með okkar útkomu og mótið í heild.
Fjórða sætið er besti árangur okkur
tÚ þessa og á þessu móti erum við
alltaf að spila við nokkur af bestu
félagsliðum Evrópu,“ sagði Sigfríð-
ur Sophusdóttir, markvörður
Breiðabliks, við DV í gær.
„Ég tel að við höfum sýnt að
sterkustu liðin hér á landi, við og
KR, eigum fullt erindi í keppni á
móti þessum liðum. Munurinn felst
fyrst og fremst í aðstöðu, norsku
stúlkumar þurfa t.d. aðeins að
vinna hálfan daginn og landsliðs-
konurnar þar eru á launum hjá
knattspyrnusambandinu.
Þátttakan í svona móti gefur líka
mjög mikilvæga reynslu, ekki síst
fyrir ungu stelpurnar hjá okkur
sem voru margar að spila í fyrsta
skipti við lið í þessum styrkleika-
flokki,“ sagði Sigfríður.
Riðlakeppninni lauk á föstudag.
Trondheims Örn vann HJK, 2-0,
fékk 6 stig i A-riðli. Breiðablik fékk
3 og HJK ekkert.
Fortuna Hjörring og Álvsjö AIK
skildu jöfn, 1-1, í B-riðli. Fortuna
fékk því 4 stig, Álvsjö 2 og úrvalslið
KSÍ eitt stig.
Ann Kristin Arönes úr Trond-
heims Öm varð markahæst á mót-
inu með 4 mörk. Næst kom Julia
Carlson, Álvsjö, með 3 mörk.
-VS
Höfuð, herðar, hné og tær
íy 1« DEILD KARLA
Dalvík-Víkingur R. 2-1
KA-FH 0-1
Fylkir-Reynir S. . 2-1
Þróttur R.-Breiðablik 3-2
ÍR-Þór 3-2
Þróttur R. 13 10 2 1 31-10 32
ÍR 13 9 2 2 36-16 29
Breiðablik 13 8 2 3 20-10 26
FH 13 7 3 3 24-15 24
Þór A. 13 6 1 6 19-26 19
KA 13 4 4 5 19-21 16
Fylkir 13 4 2 7 17-21 14
Víkingur R. 13 4 1 8 14-20 13
Dalvík 13 2 3 8 16-31 9
ReynirS. 13 0 2 11 8-34 2
Markahæstir:
Kristján Brooks, ÍR..............15
Einar öm Birgisson, Þrótti R. .. . 8
Kjartan Einarsson, Breiðabliki .. 8
Guðjón Þorvarðarson, ÍR...........7
Vignir Sverrisson, Þrótti R.....6
Steingrímur Eiðsson, KA...........6
Brynjar Gestsson, FH..............6
ííj2. DEIID KARLA
Fjölnir-Þróttur N.............2-4
Þorvaldur Logason, Kristinn Kæme-
sted - Vilberg Jónasson 2, Þráinn
Haraldsson, Daöi Ámason.
Sindri-Æglr................frestað
Völlurinn ófær vegna rigninga.
Selfoss 13 9 3 1 34-23 30
KVA 14 9 2 3 38-25 29
Víöir 13 9 1 3 38-20 28
HK 13 9 1 3 32-22 28
Leiknir R. 13 5 3 5 27-16 18
Völsungur 14 5 2 7 24-32 17
Ægir 13 3 4 6 30-30 13
Þróttur N. 14 4 0 10 30-39 12
Fjölnir 14 3 2 9 23-41 11
Sindri 13 2 0 11 1945 6
Vörnin
hélt hjá
ÍR-ingum
1- 0 Guöjón Þorvarðarson (13.)
2- 0 Geir Brynjólfsson (20.)
3- 0 Kristján Brooks (28.)
3-1 Páll V. Gíslason (32.)
3-2 Hreinn Hringsson (76.)
- Þróttur vann toppslaginn gegn Breiðabliki, 3-2
1- 0 Einar Öm Birgisson (18.)
2- 0 Logi U. Jónsson (39.)
2- 1 Þórhallur Hinriksson (42.)
3- 1 Gunnlaugur Einarsson (45.), víti
3-2 Atli Kristjánsson (84.)
„Það má alltaf búast við svona
hörku þegar topplið mætast. Ég er
mjög ánægður með hvemig strák-
amir héldu á málum i þessum leik
og börðust af krafti allan tímann.
Við vorum ákveönir í því að spila
skynsamlega en þetta varð erfitt eft-
ir að við misstum mann út af og
þeir náðu að pressa á okkur. Það er
ekkert orðið tryggt með úrvalsdeild-
arsæti. Þetta er bara eitt skref okk-
ar af mörgum sem þarf að stiga til
að komast þangað," sagði Willum
Þór Þórsson, þjálfari og leikmaður
Þróttar, eftir að hafa fagnað vel með
sínum mönnum góðum sigri liðsins
á Breiðabliki í toppslag 1. deildar á
fóstudagskvöldið þar sem stuðnings-
menn og leikmenn Þróttar sungu
„höfuð, heröar, hné og tær“ af mikl-
um móð þegar sigurinn var í höfh.
Leikurinn var harður og bráð-
fjörugur, þá sér í lagi í fyrri hálfleik
þar sem Blikar gáfu tóninn með
góðu færi áður en Þróttarar tóku öll
völd. í síðari hálfleik misstu Þrótt-
arar einn leikmann sinn út af með
rautt spjald. Blikar gengu þá á lagið
og pressuðu stíft að marki heima-
manna en náðu aðeins að setja eitt
mark þrátt fyrir að ráða gangi
leiksins.
„Það er ekki gott að tapa i svona
mikilvægum leik en þetta er langt í
frá að verða búið. Leikur okkar hef-
ur verið of sveiflukenndur og við átt
í erfiðleikum að skapa okkur góð
færi en það verður lagað og við ætl-
um okkur upp,“ sagði Kjartan Ein-
arsson, leikmaður Blika, eftir leik-
inn.
Maður leiksins: Fjalar Þor-
geirsson, markvörður Þróttar,
sem lék af miklu öryggi. -ÖB
ÍR-ingar ætla ekki að gefa neitt
eftir i aö tryggja sér sæti í efstu
deild í fyrsta sinn. Sigurleikurinn
gegn Þór á laugardag, 3-2, var þó
ekki auðunninn og langt frá því að
kallast sannfærandi.
Eftir rólega byrjun liðanna kom
góður kafli ÍR-inga á 20 mínútum i
fyrri hálfleik. Hann skilaði þriggja
marka fomstu sem Þórsarar náöu
ekki að vinna upp þrátt fyrir stífa
pressu að marki Breiðhyltinga.
ÍR-ingar, sem höfðu öll völd á
vellinum megnið af fyrri hálfleik,
duttu aftur á móti niður eftir þriðja
markið og Þórsarar, sem virtust
ætla að láta „mala“ sig á upp-
hafsmínútum leiksins, komu aftur
inn í leikinn.
Vítaspyma sem Ólafúr Gunnars-
son, markvörður ÍR-inga, varði frá
Páli V. Gíslasyni á 36 mínútu vó
Sóunt þungt í lokin en hún hefði
galopnað leikinn og gefið Þórsumm
færi á að ógna ÍR-liðinu.
Þórsarar vora síöan mun hetri í
seinni hálfleik en ÍR-vömin, með
Kristján Halidórsson fremstan í
flokki, hélt út og liðið er nú með 29
stig í öðra sæti deildarinnar.
Af mörkum leiksins skilja tvö eft-
ir góðar minningar. Annað mark
ÍR-inga var glæsilegt skallamark
Geirs Brynjólfssonar og Hreinn
Hringsson Þórsari þandi netmöskva
ÍR-liðins af löngu færi.
ÍR-ingar skiluðu þremur stigum i
hús en Þórsarar, sem hafa verið að
sýna á sér ýmsar hliðar í sumar,
hefðu með örlítillri heppni geta náð
inn stigum í þessum leik.
Maður leiksins: Kristján Hall-
dórsson ÍR. -ÓÓJ
Dalvík á enn von
O-l Sigurjón Kristjánsson (3.)
1- 1 Rúnar Bjamason (49.)
2- 1 Þorleifur K. Árnason (70.)
Dalvíkingar eiga enn von um að halda sæti sínu
í 1. deild eftir 2-1 sigur á Vikingum á
Dalvík á föstudagskvöldið. Fyrir Víkinga þýða þessi
úrslit að þeir eru komnir í fallhættu á ný eftir að
hafa aðeins fengið eitt stig i síðustu fimm leikjun-
um. Eins og staðan er virðist líklegast að Dalvík og
Víkingur bítist um að forðast þau örlög að fylgja
Reyni niður í 2. deild.
Útlitið var ekki bjart fyrir Dalvíkinga lengi vel
því Siguijón Kristjánsson skoraði glæsilegt skalla-
mark fyrir Víkinga í upphafi leiks. Heimamenn
gáfust þó ekki upp og náðu að knýja fram sinn
annan sigur á tímabilinu með tveimur skallamörk-
um í síðari hálfleiknum.
Maður leiksins: Heiðmar Felixson, Dalvík.
FH í baráttunni
DV, Akureyri:
0-1 Lúðvlk Arnarson (53.)
FH-ingcU- gerðu góða ferð til Akureyrar á fóstu-
dagskvöld þegar þeir lögðu KA í frekar tilþrifalitlum
leik, 0-1. Þar með em þeir áfram í baráttunni um
sæti í efstu deild en norðcmmenn sigla lygnan sjó í
1. deild.
Leikurinn einkenndist af baráttu um miðjuna þar
sem FH-ingar höfðu ráðin lengstum. Gestimir vom
beittari, án þess þó að skapa sér mörg tækifæri, sem
löngum hefur háð liðinu í sumar. Lítið gekk upp hjá
KA-mönnum í fyrri hálfleik og ógnuðu þeir marki
FH lítið sem ekkert. í síðari hálfleik var sama upp á
teningunum, FH-ingar vom meira með boltann.
Mark þeirra kom eftir vel útfærða sókn. Lúðvík
Amarson rak endahnútinn á hana með hnitmiöuðu
skoti í bláhomið.
Maður leiksins: Davíð Ólafsson, FH. -JKS