Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 17
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 iatenning Bókin Scottish Skalds and Sagamen eftir Júlí- an Meldon D’Arcy um norræn áhrif á skoskar nútímabókmenntir hef- ur fengið góða dóma í breskum blöðum og bók- menntatímaritum, og nýlega var hún tilnefnd til skoskra bókmennta- verðlauna. Júlían er ættaður frá Wales en er nú íslenskur ríkisborg- ari og talar reiprenn- andi íslensku. Hann er dósent við enskudeild Háskóla íslands. Upp- haflega skrifaði Júlían doktorsritgerð um þetta efni við Háskólann í Aberdeen, en bókin er stytt útgáfa af henni og ætluð almenningi. Hann var spurður fyrst hvernig áhuginn hefði vaknað á efninu. Fyrirburður á himni „Ég las fyrir u fimmtán árum - eigin- lega af tilvOjun - skáldsöguna Magnus eftir vin- sælan skoskan höfund sem hét George Mackay Brown og dó í fyrra,“ segir Júlían. „Hún gerist í Orkneyjum og íjallar um Magnús Erlendsson hinn helga sem Hákon Pálsson lét höggva á pásk- um árið 1117. Þeir kepptu um völdin á Orkneyj- um og hittust á eins konar leiðtogafundi á Egils- ey til að semja um valdaskiptingu. Þangað átti hvor um sig að koma með tvö langskip. En Hákon kom með átta skip og lét drepa frænda sinn. Mackay Brown endursegir þessa sögu upp úr Orkneyingasögu en bætir inn í hana atriðum úr útrýmingarherferð nasista á þessari öld og sýnir hvernig hugsjónamönnum er miskunnarlaust út- rýmt á öllum tímum. Mér fannst þetta afar sterkt og áhrifamikið listaverk. Magnús Erlendsson var tekinn í dýrlingatölu 1137 og sagan lifir enn. Ég fór á ráðstefnu í Orkneyjum 1987 og einn daginn var farið með okkur til Egils- eyjar. Þar skoðuðum við forna kirkju sem veggirnir einir standa uppi af. Þakið er fallið. Meðal þátttakenda var maður frá Færeyjum sem las upphátt úr Orkneyingasögu lýs- inguna á drápinu. Þetta var bjartur dagur snemma sumars og hvít góðveðursský á himni. En meðan hann var að lesa leið stórt svart ský yfír himininn fyrir um norrænan arf ofan okkur og það varð allt í einu nístingskalt. En um leið og hann var búinn braust sólin fram á ný. Þetta var alveg ótrúlegt! Magnús kveikti áhugann og ég fór að leita. Næst fann ég Neil M. Gunn og bókina The Silver Darlings sem íjallar um síldarævintýri á Kata- nesi í Skotlandi í byrjun 19. aldar. Mér til undr- unar og skemmtunar fannst mér ég vera að lesa um Islendinga á ensku. Gamall norrænn hugsun- arháttur og lífsspeki eru svo ríkjandi í sögunni að ég fór strax að kenna hana uppi í háskóla til að athuga hvemig íslendingar tækju henni. Einn nemandi minn hafði verið sjómaður og hann furðaði sig á því hvað skoskir og íslenskir sjó- menn fóru nákvæmlega eins að hlutunum. Sömu venjur, sama hjátrú. Og ein stelpan sagðist kann- ast við alla karakterana í bókinni, þeir væru all- ir sprelllifandi og byggju í Neskaupstað! Eftir það fór ég að athuga af alvöm norræn áhrif á skosk- ar bókmenntir." Norræn-keltnesk togstreita „Fornnorræn áhrif má víða sjá á skosku máli, í nafngiftum og örnefnum," heldur Júlían áfram, „og líka í lífsvenjum og hugsunarhætti. Þetta er gamall arfur sem margir rithöfundar em meðvit- aðir um. En það er líka skuggahlið á þessu máli. Milli 1880 og 1940 var mikið deilt í Skotlandi um uppruna Skota, hvort þeir væm Keltar eða nor- rænir menn. Menn kusu ýmist að vera af nor- rænum eða keltneskum uppruna og hver skrifaði út frá sinni afstöðu. Keltar voru á þessu tímabili algerir „lúserar" Júlían Meldon D’Arcy - komst að því að for- tíðin lifir enn. DV-mynd PÖK eins og sagt er. Alltaf undir gagnvart Eng- lendingum og tungumál þeirra alveg að týnast, og margir vildu ófúsir tengja sig við slíkan óæðri kynstofn. En Skotar vildu heldur ekki vera engilsaxnesk- ir. Að vera af norrænu bergi brotinn var ein- hvers staðar á milli og tengdi þá við glæsilega sögu og menningu. Þetta varð leið til að skapa þeim sérstöðu. En núna finnst okkur þetta rasismi og alger- lega úrelt." Arfurinn lifir - Bókin fjallar eink- um um verk átta rithöf- unda - hvernig vald- irðu þá? „Þegar ég byrjaði á ritgerðinni minni ætlaði ég bara að skrifa um George Mackay Brown og Erik Linklater sem eru báðir frá Orkneyjum. Svo ætlaði ég rétt að nefna Neil Gunn af því hann var frá Katanesi sem er þar rétt hjá. En þegar ég fór að lesa meira bætt- ust fleiri og fleiri við og ég var alveg gapandi af undrun. Áhrifin eru gegnumgangandi í verkum þeirra átta, en auk þeirra nefni ég fjölmarga höf- unda sem skrifuðu eina og eina bók þar sem sjá má þessi áhrif, sumar afar skemmtilegar. En George Mackay Brown - sá fyrsti sem ég las - er líka sá besti.“ - Nú eru allir höfundarnir þínir átta dánir nema einn. Skáldkonan Naomi Mitchison lifir og er 100 ára á þessu ári. Eru norræn áhrif á skosk- ar bókmenntir þar með úr sögunni? „Nei. Höfundar sem skrifa um skoskt efni frá miðöldum komast ekki hjá því að lesa Orkney- ingasögu og aðrar norrænar heimildir og nota þær. Víkingaöld lauk á Englandi 1066 þegar Har- aldur harðráði var drepinn. En norrænum áhrif- um lauk ekki í Skotlandi fyrr en 1263 þegar Há- kon gamli reyndi að gera innrás í Skotland og lést í Orkneyjum eftir að hún mistókst. Þar mun- ar 200 árum. Orkneyjar og Hjaltland voru meira að segja undir Dönum fram á 15. öld og margir Orkneyingar og Hjaltlendingar vildu heldur vera enn þá undir danskri en enskri stjórn, hlíta frem- ur lögum Magnúsar lagabætis en Elísabetar drottningar!" Bók Júlíans er gefin út af Tuckwell Press og Háskólaútgáfunni í Reykjavík í sameiningu og fæst í Bóksölu stúdenta. 1 PS • • • Hetjusaga Nú eru óðum að leka út frá forlögunum fréttir af spennandi bókum á haust- og jólamarkaði. Ein heitasta fréttin er að samn- ingar hafi tekist milli Máls og menningar og piltanna „okkar” þriggja sem klifu Everest í vor. í bók þeirra munu birtast ijöl- margar myndir úr ferðinni sem ekki hafa áður komið á prenti. Það fylgdi sögunni að ferðalagið hefði verið mun erfiðara og flóknara en hinn almenna borg- ara grunaði meðan á því stóð, og mun raunar litlu hafa munað að það mistækist. Þremenning- amir héldu allir dagbækur í ferðinni og munu brot úr þeim verða birt í bókinni... Nýstárleg ævisaga Frá Ormstungu berast þær fréttir að væntanleg sé ný og ný- stárleg ævisaga Guðmundar frá Miðdal, föður Errós og Ara Trausta, en hann hefur nú verið tekinn til rækilegs endurmats sem listamaður. 111- ugi Jökulsson verð- launahöfundur reynir þar að gera öllum hans fjöl- mörgu hliðum skil, bæði í eigin texta og textum frá öðrum sem hann prjónar inn í sinn. Þar á meðal kemur mikið efni frá' Guðmundi sjálfum. „Þetta er ævisaga í takt við nýjan múltí- medía tíma!“ sagði útgefandinn. Um list Guðmundar fjallar Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur sérstaklega í bókinni. Þrumuraust í Langholti Þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór héldu tónleika í Langholtskirkju síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Bæði eru enn í námi; Hulda lauk burtfararprófl frá Söng- skólanum í Reykjavík í fyrra og er nú í framhaldsnámi í Berlín, Jó- hann er aftur á móti aðeins með þriggja ára söngnám að baki. Á efnisskránni voru lög og aríur eftir Sigfús Einarsson, Schubert, Verdi, Lehár og fleiri. Undirleikari á píanó var Ólafur Vignir Alberts- son, en einnig kom Freyja Gunn- laugsdóttir klarinettuleikari við sögu. Tónlist Jónas Sen Tónleikarnir hófust með fjórum íslenskum lögum sem Jóhann söng, og var hið fyrsta Gigjan eftir Sigfús Einarsson. Jóhann er greinilega afar efnilegur og söng margt ótrú- lega vel miðað við litla reynslu. Hann var þó lengi að koma sér í gang, var mjög stífur og lá við að taugaspenningur bæri hann ofur- liði í upphafi tónleikanna. Gígjan var ekki vel sungin en lögin sem á eftir komu, Draumalandið eftir Sig- fús Einarsson, Heimir eftir Sig- valda Kaldalóns og Sjá dagar koma Hulda Björk Garöarsdottir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson munu láta aö sér kveða. DV-mynd Pjetur eftir Sigurð Þórðarson voru skárri. Jóhann er með mikla, sterka rödd og er það spá undirritaðs að hann eigi efth- að verða mun raddsterk- ari I framtíðinni. Vonandi verður hann listamaður líka. Næst á efnisskránni var Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert. Það er fyrir söngrödd, klarínettu og frumstæðan píanóundirleik - nokk- uð sem Schubert passaði sig venju- lega á. Þær Hulda og Freyja fluttu þetta verk ágætlega þó að þær hefðu orðið að stoppa í miðjum klíðum og byrja aftur á þægilegum stað. Hverjum það var að kenna er óljóst - allt í einu muldraði undir- leikarinn eitthvað og stoppaði flutninginn. Hvað um það; rétt eins og Jóhann er Hulda hin efnilegasta söngkona, hún söng eins og engill á efra sviðinu en vantar heldur styrkinn á því neðra. Freyja er líka ágætur klarínettuleikari og stóð sig prýðilega, en hún er nemandi við Tónlistarskólann i Reykjavík. Margt var vel gert á þessum tón- leikum. Jóhann söng mjög vel Core ’ngrato eftir Salvatore Cardillo, og Hulda stóð sig yflrleitt ágætlega í aríunum eftir hlé, sérstaklega Mi chiamano Mimi úr La Bohéme eft- ir Puccini og Les filles de Cadix eft- ir Delibes. Verður gaman að fylgj- ast með þessum söngvurum í fram- tíðinni; þau eiga örugglega eftir að láta að sér kveða. 12. utanlandsferðin Leikhópurinn Bandamenn hélt til útlanda í 12. sinn með Amlóða sögu fyrir helgi. Fyrsti áfangastaður var Þrándheimur þar sem haldin er alþjóðleg leik- listarhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli borgarinnar og nýju leikhúsi. Þaðan liggur leiðin svo til Seoul í Kóreu þar sem leik- listarhátíðin Leikhús þjóðanna er að þessu sinni. Hún er haldin annað hvert ár einhvers staðar í veröldinni i tengslum við þing Alþjóöasamtaka leikhúsmanna. Bandamenn eru eini norræni leikhópurinn á hátiðinni núna. » « Bandamenn munu 'yi'. sýna Amlóða sögu fimm sinnum á hátíðinni og hafa leiksmiðju síð- asta daginn. Þar ætla þeh- að segja frá tilurð verksins, vinnu- brögðum sínum og öðru sem þátttakendur í leiksmiðjunni vilja vita. Fyrir hópnum fer Sveinn Ein- arsson en leikarar eru sjö auk Guðna Franzsonar sem bæði leikur og spilar á hljóðfæri í sýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.